1 / 193

Merking og rök

Merking og rök. Merkingarfræði. Setningum sem fela í sér fullyrðingar má gróflega skipta í tvo flokka: Staðhæfingar um staðreyndir hafa sanngildi staðhæfa þó ekki alltaf um sannanleg fyrirbæri. Gildisdómar láta oft í ljós siðferðilegt eða fagurfræðilegt mat. Merkingarfræði (frh.).

laurel
Download Presentation

Merking og rök

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Merking og rök

  2. Merkingarfræði • Setningum sem fela í sér fullyrðingar má gróflega skipta í tvo flokka: • Staðhæfingar um staðreyndir • hafa sanngildi • staðhæfa þó ekki alltaf um sannanleg fyrirbæri. • Gildisdómar • láta oft í ljós siðferðilegt eða fagurfræðilegt mat

  3. Merkingarfræði (frh.) • Erfitt að skera úr um réttmæti gildisdóma • hafa þeir sanngildi? • eru þeir annað hvort réttir eða rangir? • vísa oft til innsæis þess sem þá fellir. • Trúverðugleiki gildisdóma stendur og fellur með þeim rökum sem þeir eru studdir.

  4. Rökhæfingar • Setningar má flokka eftir formgerð þeirra: • Piparsveinar eru ókvæntir • 2 + 2 = 4 • kúla er kúlulaga • Rökhæfingar hafa sanngildi óháð því hvað reynslan kann að sýna okkur um heiminn • Raunhæfingar eru setningar sem þiggja sanngildi sitt af reynslu okkar af heiminum

  5. Merking og merkingarmið • Setningar geta haft merkingu án þess að eiga við ákveðna hluti eða fyrirbæri • konungur Íslands heitir Jón. • Slíka setningar vantar merkingarmið. • Greinarmunur merkingar og merkingarmiðs er gagnlegur en ekki alltaf augljós.

  6. Skilningur og túlkun • Samskipti Skýring: -Dæmi -skilgreining Fullyrðing Túlkun Skilningur

  7. Rökræður • Rök má nota til að styðja ákveðna skoðun. • Tvö mikilvæg skilyrði þess að röksemd teljist góð: • Hún er sönn eða sannanleg (staðhæfingar), ásættanleg eða skynsamleg (gildisdómar). • Hún hefur þýðingu fyrir viðfangsefnið.

  8. Rökbrellur • Árás á persónu • Meirihlutarök • Kennivaldsrök • Tilfinningarök • Gildrur • Að láta blekkjast af tölfræði • Einhliða úrval • Óréttmætar alhæfingar • Hringsönnun • Áróðursskilgreiningar • Flatneskja

  9. Náttúruspekingarnir

  10. Grikkland: Vagga vestrænnar menningar • Ritmál og varðveisla • Borgríki með færri 300.000 manns • Stjórnarfar • Grísku borgríkin höfðu ólíka stjórnskipan þó „týrannía” væri algeng

  11. Náttúruspekingarnir • Tvö megin þemu: • Breytingar • Einingin í hinu hverfula (óbreytanleiki)

  12. Náttúruspekingarnir (frh.) • Þales: • Engin varðveitt verk • Einingin – Það sem ekki breytist • Vatn = undirstaða (arkhê) • Spurningin um undirstöðu alls sem er verður annað meginþema grískrar heimspeki • Breyting verður hitt meginþemað

  13. Náttúruspekingarnir (frh.) • Anaxímandros • Uppsprettan = hið óafmarkaða – ómæli (apeiron) • Anaxímenes • Uppsprettan = loft • Kom fram með hugmyndir um frumefnin • Jörð • Vatn • Loft • Eldur

  14. Náttúruspekingarnir (frh.) • Parmenídes og Herakleitos • Tókust bæði á við náttúruna og hugmyndir forvera sinna • Voru á öndverðum meiði

  15. Náttúruspekingarnir (frh.) • Herakleitos: • Allt er breyting • Allt breytist • Breytingin lýtur eilífu lögmáli (logos) • Lögmálið felur í sér víxlverkun andstæðna • Hinir andstæðu kraftar mynda samræmi • Niðurstaða: Undirstaðan ekki efnisleg, heldur lögmálið (logos)

  16. Náttúruspekingarnir (frh.) • Parmenídes: • (i) Hið verandi er – óvera er ekki • (ii) Það sem er verður hugsað – það sem er ekki verður ekki hugsað • Breyting felur í sér tilfærslu af einu formi yfir á annað: Það sem er hverfur – það sem er ekki verður • Niðurstaða: Breytingar eru blekkingar skynjunarinnar

  17. Náttúruspekingarnir (frh.) Parmínedes Skynsemi=Hið raunverulega=Kyrrstaða=Eining ----------------------------------------------------------- Skynjun=Hið óraunverulega=Breyting=Margbreytileiki

  18. Náttúruspekingar (frh.) Empetókles: Málamiðlun • Fjögur frumefni: Jörð, vatn, loft og eldur • Breytast hvorki að efni né eiginleikum, en blandast í mismunandi hlutföllum • Tveir frumkraftar: • Sundrandi (hatur) • Sameinandi (ást)

  19. Náttúruspekingarnir (frh.) • Demókrítos • Eindakenning: • Aðeins til ein tegund hluta, örsmáar ódeilanlegar eindir (a-tomos = ó-deili) • Eindirnar, eða atómin, svífa um í tómarúmi og eru vélgengar (þ.e. ganga alltaf eins) • Árekstrar verða í tómarúminu og valda því að „klasar” einda hanga saman • Eindirnar eru ólíkar að stærð og lögum

  20. Náttúruspekingarnir (frh.) • Pýþagóringar • Undirstöðuna ekki að finna í efninu heldur í skipulagningu þess og formi • Stærðfræðileg hlutföll (gullinhlutfallið 1:1,618 – hlutföll innan þríhyrnings) • Þekking byggð á stærðfræði = örugg þekking

  21. Náttúruspekingarnir (frh.) Stærðfræði Áreiðanleg þekking ------------- = --------------------- Skynjun Óáreiðanleg þekking Hið raunverulega Hið eilífa ------------------- = -------------- Hið óraunverulega Hið hverfula

  22. Efnishyggja Demókrítos

  23. Efnishyggja fornaldar • Náttúruspekingarnir: • Þales – Vatn = undirstaða (arkhê). • Anaxímenes – Hugmyndin um frumefnin: • Vatn, jörð, loft, eldur

  24. Efnishyggja fornaldar (frh.) • Herakleitos – undirstaðan lögmálið (logos) sem er eitt, óbreytanlegt og er að verki í öllum hlutum. • Parmenídes – Hið verandi er, óveran er ekki.

  25. Efnishyggja fornaldar (frh.) • Demókrítos • eindakenning: • Aðeins til ein tegund hluta, örsmáar ódeilanlegar eindir (a-tomos = ó-deili) • eindirnar, eða atómin, svífa um í tómarúmi og eru vélgengar (þ.e. ganga alltaf eins) • árekstrar verða í tómarúminu og valda því að „klasar” einda hanga saman • eindirnar eru ólíkar að stærð og lögun.

  26. Efnishyggja nútímans • Römm efnishyggja: Sú kenning að allt sé efni. • Hugsanir, tilfinningar, hugmyndir, sársauki, minningar, o.s.frv. verður að lokum skiljanlegt án skýrskotunar til sálarlífs.

  27. Efnishyggja nútímans (frh.) • Smættarhyggja: • Sálarlíf manna verður að lokum skýrt algerlega með aðferðum eðlis- og efnafræði. • Hugtök eins og sál, vitund, hugsun eru merkingarlaus nema til komi vísun í einhverja „raunverulega” starfsemi heilans, s.s. efnahvörf eða rafeðlisfræði taugaboða.

  28. Efnishyggja nútímans (frh.) • Gerfigreind: • Ef hugsun og tilfinningar eru ekkert annað en ferli sem lýsa má með hjálp raunvísinda, hlýtur að verða mögulegt að búa til vél sem er fær um að hugsa, elska, eða hata, skilja, finna til og læra.

  29. Efnishyggja nútímans (frh.) • Helstu áhrifaþættir: • Andstaða við hughyggju Hegels • stórstígar framfarir á sviði raunvísinda • Albert Einstein, Níels Bohr • Rökfræðileg raunhyggja (Logical Positivism): • Meginhlutverk heimspekinnar á að vera að skýra inntak og umfang þekkingar • skýringarnar skulu byggja á traustum grunni raunvísinda

  30. Sókrates og Platón Hughyggja

  31. Sókrates og Platón • Sókrates var uppi 470-399 f.Kr. • Skrifaði ekkert sjálfur, en hugmyndir hans hafa varðveist í verkum Platóns • Var tekinn af lífi fyrir að spilla æskulýð Aþenu

  32. Sókrates og Platón (frh.) • Var „hönnuður” hinnar svokölluðu heimspekilegu samræðu • Ljósmóðuraðferð • Hafði vísir að sínu eigin heimspekikerfi

  33. Sókrates og Platón (frh.) • Þekkingarhugtak Sókratesar • Þekking á staðreyndum (epesteme) • Þekking á því sem er • Siðferðileg þekking • Þekking á því sem ætti að vera • Samræming einstaklings og sannleikans • Menn lifa í samræmi við þekkingu sína og virðast ekki geta annað

  34. Platón • Var uppi 427-347 f.Kr. • Var nemandi Sókratesar • Stofnaði akademíu í Aþenu árið 388 f.Kr. Skólinn starfaði í meira en 900 ár

  35. Platón (frh.) • Var afkastamikill höfundur • Þrjátíu samræður hafa varðveist, auk nokkura bréfa • Erfitt er að túlka hugmyndir Platóns þar sem þær eru ekki settar fram með beinum hætti

  36. Platón (frh.) • Frummyndakenningin: • Að einhverju leyti sprottin úr vangaveltum um breytingar og hið óbreytilega • Er einnig tilraun til þess að gera grein fyrir vísun almennra hugtaka eða safnheita (s.s. „maður”, „úlpa”)

  37. Platón (frh.) • Frummyndakenningin • Greinarmunur á skynheimi og heimi skilningsins • Skynheimur = forgengilegur = ótraust þekking (doxa) • Frummyndaheimur = óbreytanlegur = traust þekking (epistêmê)

  38. Platón (frh.) • Almenn hugtök vísa ekki á ákveðinn hlut, heldur frummynd hlutarins • Hringurinn sem við sjáum á hlutdeild í frummynd hringsins • Skynjun – ófullkominn, forgengilegur hringur • Frummynd – fullkominn, eilífur hringur

  39. Platón (frh.) • Sá heimur sem byrtist okkur í gegnum skilningarvitin er því að einhverju leyti blekking • Hellislíkingin • Frummyndirnar raðast upp eftir stigveldi, þar sem frummynd hins góða trónir á toppnum • Siðferðilegt gildi

  40. Frummyndakenning Platóns

  41. Bakgrunnur • Dygðir: • Í hinum sókratísku samræðum var rökgreining á hinum ýmsu dygðum áberandi • þó svo að frummyndakenningin sé bæði frumspekileg (verufræðileg) og þekkingarfræðileg, má ætla að hún hafi sprottið af siðfræðilegum grunni.

  42. Bakgrunnur (frh.) • Spurningin er þessi: Hvernig verða menn dygðum prýddir? • Svar Platóns og Sókratesar: Með því að hafa sanna þekkingu (epistêmê) á hinum ýmsu dygðum.

  43. Bakgrunnur (frh.) • Vandamálið: Hvað er sönn þekkinga og hvað ekki? • Svar Platóns: Heimur frummyndanna er sannur, efnisheimurinn, heimur skynfæranna, er ósannur.

  44. Bakgrunnur (frh.) • Hugtök eins og örlæti, hófsemi, umburðarlyndi o.s.frv. eiga sér frummyndir. • Einstök tilvik af þessum dygðum eiga á einhvern hátt hlutdeild í frum-myndunum.

  45. Bakgrunnur (frh.) • Þekking á frummyndunum nauðsynleg til þess að menn séu í raun og veru (eða sannarlega) að breyta í samræmi við það sem einstakar dygðir segja til um.

  46. Afleiðingar • Siðfræði: • Algildi dygða • rökgreining siðferðilegra hugtaka færir okkur sanna þekkingu á þeim • algildi siðferðis

  47. Afleiðingar • Verufræði: • Það sem ER stendur óhaggað, um alla eilífð • sá heimur sem við skynjum er síbreytilegur og forgengilegur • það sem stendur óhaggað er hinn röklegi heimur, m.ö.o. heimur frummyndanna.

  48. Afleiðingar (frh.) • Þekkingarfræði: • Þekking (epistêmê) = hinn röklegi heimur frummyndanna • skoðun (doxa) = hinn hverfuli heimur skynjunarinnar • sönn þekking = rökgreining hugtaka

  49. Gagnrýni • Hverskonar samband er á milli frum-mynda og einstakra tilfella? • Hvernig fá menn aðgang að hinum fullkomna heimi frummyndanna? • Hvað með frummynd drullu?

  50. Fyrirmyndarríkið

More Related