290 likes | 471 Views
Hitt Húsið – miðstöð ungs fólks. Markhópur Hins Hússins er ungt fólk á aldrinum 16-25 ára Starfandi frá árinu 1992 Pósthússtræti 3-5 í miðbæ Reykjavíkur Íþrótta- og tómastundasvið Reykjavíkur. Markmið. Að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd
E N D
Hitt Húsið – miðstöð ungs fólks • Markhópur Hins Hússins er ungt fólk á aldrinum 16-25 ára • Starfandi frá árinu 1992 • Pósthússtræti 3-5 í miðbæ Reykjavíkur • Íþrótta- og tómastundasvið Reykjavíkur
Markmið • Að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd • Að endurspegla menningu ungs fólks • Að veita upplýsingar og leiðbeina ungu fólki, í samstarfi við aðra fagaðila og samtök • Að vera miðstöð ungs fólks í leit að sumarstarfi • Að vera vettvangur fyrir félagsleg úrræði og ráðgjöf fyrir ungt fólk
Meðal verkefna hússins eru: • Músiktilraunir • Jafningjafræðslan • Topp Starf – starf með fötluðum • Umsjón sumarstarfa hjá Reykjavíkurborg • Skapandi sumarhópar • Tótalráðgjöf • List án landamæra • Þriðjudagsþreifingar
Ráðgjöf fyrir einstaklinga • Unglist • Ungt fólk með ungana sína • Brú milli menningarheima • Fimmtudagsforleikur • Tómstundir eftir skóla – fyrir fötluð ungmenni • Sjónvarpsþáttur á ÍNN • Vinfús
Klár í kreppu er ókeypis og óháð fjármálanámskeið á mannamáli fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. • Námskeiðið er samstarfsverkefni á milli Hins Hússins, Neytendasamtakanna og Reykjavíkurborgar.
Aðgangur á námskeiðið er eins og fyrr sagði ókeypis og allir þátttakendur fá að auki USB lykil sér til eignar. • Kubburinn hefur að geyma persónulegt bókhaldsforrit og fjármálafræðsluna Fjárinn.
Fjárinn er fjármálafræðsla sem er sérhönnuð fyrir ungt fólk. • Þar eru öll helstu hugtök fjármálaheimsins útskýrð og fjallað er um öll helstu málefni sem að koma upp í lífi venjulegs ungmennis á Íslandi í dag.
Að auki hefur kennsluefnið að geyma persónulegt bókhaldsforrit sem að hver og einn getur nýtt sér til að ná betri stjórn yfir sínum eigin fjármálum. • Getur t.d. reiknað út þín eigin laun og bílalán.
Ragnhildur Guðjónsdóttir sér um kennsluna á námskeiðinu en hún er varaformaður Neytendasamtakanna, framhaldskólakennari og annar höfundur fjármálafræðslunnar Fjárinn.
Námskeiðið er bæði fyrir þá sem að eru illa staddir í fjármálum og fyrir þá sem vilja fræðast um fjármál almennt í forvarnarskyni. • Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera færir um að stjórna eigin fjármálaum á ábyrgan hátt.
Ungt fólk á aldrinum 16-20 ára skuldaði tæpa 6 milljarða króna í ársbyrjun ársins 2008, en það gerir um 246.000 kr. í hreinar skuldir á hvern einasta einstakling á þessu aldursbili. • Þessi tala hefur svo hækkað gríðarlega eftir að kreppan skall á.
Eftir talsverða rannsóknarvinnu varð okkur ljóst að það eru sérstaklega takmörkuð úrræði í boði fyrir þennan aldurshóp. • Þessi hópur hefur nánast alist upp við stanslaust góðæri allt sitt líf og kann því lítið að spara. • Sú “ráðgjöf” sem er í boði er oftast frá bönkunum sjálfum sem hafa beinan hagnað af því að fá ungt fólk í viðskipti til sín.
Við neyddumst til að loka fyrir skráningu strax á fyrsta degi þar sem allt ætlaði um koll að keyra vegna mikillar aðsóknar. • Við bættum því strax við öðru námskeiði til að koma til móts við þessa miklu aðsókn og engin lát virðast vera á vinsældum námskeiðisins. • Við höfum haldið 4 námskeið til þessa en það hefur verið “uppselt” á öll námskeiðin.
Klár í kreppu er nú orðið að landlægu verkefni sem nær að teygja anga sína um allt Ísland. • Námskeiðið fer nú fram m.a. á Vestfjörðum, í Kópavogi, Þorlákshöfn og Ísafirði.
Þessi mikla aðsókn sendir sterk skilaboð til menntakerfisins sem hingað til hefur ekki boðið upp á mikla fjármálafræðslu sem hluta af almennu námi þrátt fyrir að allir þurfa að notfæra sér slíka þekkingu í sínu hversdagslega lífi. • Það er sorgleg staðreynd að í íslensku samfélagi á 21. öldinni er fjármálalæsi ungs fólks oft á tíðum mjög lítið og margt ungt fólk sem hefur litla sem enga þekkingu eigin fjármálum.
Framtíðarsýn • Fjármagn? • Vítamín námskeið fyrir atvinnulaus ungmenni.
Vítamín námskeið fyrir ungmenni í atvinnuleit
Námskeiðið er hugsað sem einskonar fyrsta hjálp fyrir ungmenni í atvinnuleit en ekki langtímaatvinnulausa einstaklinga • Þriggja daga námskeið • Sjálfstyrking • Gerð ferilskrár • Atvinnuleit / atvinnuviðtal • Kynningar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur • Réttindi og skyldur – ASÍ • Klár í kreppu innslag
Í bígerð • Gera Vítamín að þriggja vikna námskeiði • Ein aðaláherslan verður að finna áhugasvið og styrkleika hvers og eins • Halda fólki í virkni • Í lok námskeiðs vonumst við til að unga fólkið hafi fundið sér einhvern farveg t.d. sjálfboðastarf, nám/námskeið eða jafnvel vinna að eigin verkefnum
Vika 1 • Hópefli • Áhugasviðsgreining • Sjálfstyrking • ASÍ kynning • Þjónustumiðstöðva kynning • Klár í Kreppu • Ferilskrá - Atvinnuviðtal - Atvinnuleit
Vika 2 • Verkefnastjórnun • Tímastjórnun • Ákveða hvaða stofnun/fyrirtæki þau vilja kynna sér • Kynning á stofnun/fyrirtæki sem heimsótt var • Útivistarferð • Elda hádegisverð
Vika 3 • Starfskynning • Sjálfboðaliðastarf • Mynda áhugasviðshópa • Aftur farið í ferilskrá – atvinnuleit – atvinnuviðtal • Eftirfylgni • Útskrift
Annað • Við vonumst til að geta boðið uppá ýmis hagnýt námskeið • Reynum að notast við reynslu hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar • Frítt í bókasafn, strætó og sund