450 likes | 608 Views
TÆKJASJÓÐUR. Tækjasjóður – stjórn. Tækjasjóður. Lög og reglur Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003
E N D
Tækjasjóður • Lög og reglur • Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003 • 1. gr.: „Markmið laga þessara er að efla vísindarannsóknir og vísindamenntun á Íslandi með því að styrkja grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem starfa að vísindarannsóknum jafnframt því að tryggja áreiðanleika og gæði upplýsinga um vísindi og rannsóknir hér á landi.“
Tækjasjóður • Lög og reglur • Lög nr. 3 frá 2003 • 2. gr.: „Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði til rannsókna. Við úthlutanir úr Tækjasjóði skal taka mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs á hverjum tíma.“
Tækjasjóður • Lög og reglur • Lög nr. 3 frá 2003 • 8. gr.: „Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs markar úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs og Tækjasjóðs. Stjórn Rannsóknasjóðs gefur út reglur um umsóknir, meðferð þeirra og úthlutun eigi síðar en sex vikum fyrir lok umsóknarfrests. Þar skulu koma fram skilyrði umsókna og áherslur Vísinda- og tækniráðs.“
Alþingi Ríkisstjórnin Vísinda- og tækniráð Sex ráðherrar og 14 einstaklingar frá ráðuneytum, vísindasamfélaginu og iðnaði – forsætisráðherra er formaður Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið Vísindanefnd Tækninefnd Rannsóknasjóður Tækniþróunarsjóður Rannsóknamiðstöð Íslands Tækjasjóður Nýsköpunarmiðstöð Rannsóknarnámssjóður Markáætlun: Erfðafræði og örtækni Nýsköpunarsjóður Námsmanna Markáætlun: Öndvegissetur og klasar
Tækjasjóður Lög og reglur Reglur Tækjasjóðs Stjórn sjóðsins gefur út reglur ár hvert. Í reglum koma m.a. fram upplýsingar um • Styrkhæfi • Viðurkenndan kostnað • Mats- og ákvarðanaferli • Greiðslur og eftirfylgni Reglurnar eru birtar á heimasíðu Rannís og eru endurskoðaðar ár hvert
Tækjasjóður • Styrkhæfi og viðurkenndur kostnaður • Háskólar og rannsóknastofnanir geta sótt um styrk til tækjakaupa. • Einungis kostnaður við kaup tækis og búnaðar er styrktur. • Rekstrarkostnaður, kostnaður vegna þjálfunar og annar jaðarkostnaður er ekki styrktur. • Nauðsynlegt að gera grein fyrir því hvernig á að reka tæki í umsókn. • Upphæðin sem kemur úr sjóðnum er undanþegin virðisaukaskatti.
Tækjasjóður Almennur umsóknarfrestur er 18. febrúar 2009 Umsóknir eru rafrænar
Tækjasjóður Framlag Tækjasjóðs greiðir aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna og er að jafnaði miðað við 25% mótframlag hið minnsta. Uppbygging aðstöðu vegna rannsóknatækjanna og annar jaðarkostnaður svo sem þjálfun starfsmanna eru ekki styrkt og teljast að jafnaði ekki mótframlag. Ekki er veittur styrkur fyrir rekstrarkostnað og hann telst ekki mótframlag.
Tækjasjóður Skilgreiningar stjórnar Tækjasjóðs á tækjum og búnaði vegna rannsókna eru miðaðar við viðurkennda skilgreiningu Evrópusambandsins á innviðum rannsókna og eru þannig: • Dýr rannsóknatæki eða seríur rannsóknatækja. • Upplýsingatækni til nýtingar á vísindagögnum svo sem net (e. grid), tölvur, hugbúnaður og samskiptakerfi. • Annar búnaður sem er einstakur að gerð og nýtist til að ná árangri í rannsóknum.
Tækjasjóður Umsóknargerð – Eyðublað Mikilvægi tækja og/eða búnaðar fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda. Hvort fjárfesting í tækjum og búnaði sé til uppbyggingar nýrrar aðstöðu sem skapi nýja möguleika til rannsókna og/eða að tæki og búnaður tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir. Hvort tækin og búnaðurinn sé staðsettur á rannsókna- og háskólastofnunum. Hvort samstarf verði um nýtingu tækja og búnaðar milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti. Kostnaði og fjármögnun á kaupunum.
Tækjasjóður Umsóknargerð - Fylgiskjöl Verðtilboð Ferilskrár umsækjenda Skýringar á kostnaði. Gera skal ítarlega grein fyrir öllum kostnaði og fjármögnun tækja og búnaðar. Koma skal fram hvaða gengi er notað ef verðtilboð eru í erlendri mynt. Allar upphæðir skulu vera í þús. kr. og án VSK.
Tækjasjóður Umsóknargerð – Kostnaður Tæki og búnaður sem keyptur er fyrir styrk úr Tækjasjóði er undanþeginn virðisaukaskatti af framlagi sjóðsins til kaupanna (sjá 11. grein reglugerðar 797 2000 um niðurfellingu á VSK). Upphæð sem þannig sparast telst ekki mótframlag.
Tækjasjóður Ekki styrkt og/eða telst ekki sem mótframlag: • Uppbygging aðstöðu vegna rannsóknatækjanna. • Annar jaðarkostnaður svo sem þjálfun starfsmanna. • Rekstrarkostnaður tækis eða búnaður. • Upphæð sem sparast vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts telst ekki sem mótframlag.
Tækjasjóður • Mat umsókna • Stjórn Rannsóknasjóðs biður sérskipað fagráð um að meta hvort: • Umsókn sé styrkhæf. • Tækin nýtist í verkefnum sem Rannsóknasjóður (eða sambærilegur aðili) og markáætlun um öndvegissetur og klasa styrkir. • Uppbygging aðstöðu skapi nýja möguleika fyrir rannsóknir. • Sambærileg aðstaða sé fyrir hendi. • Tækin séu mikilvæg. • Umsækjandi sé virkur rannsakandi. • Samvinna verði um notkun tækisins.
Tækjasjóður Samningur Styrkþegar gera samning um kaupin við Rannís fyrir hönd Tækjasjóðs. Í samningi kemur fram hvernig framkvæmdin er fjármögnuð í heild bæði er varðar kaup og rekstur. Styrkur er greiddur út gegn framvísun reikninga samkvæmt samþykktri greiðsluáætlun. Allir sem koma að umsókninni, ábyrgðarmenn og aðrir sem ábyrgjast fjármögnun og rekstur tækisins, skulu skrifa undir samninginn.
Tækjasjóður Eftirfylgni Ætlast er til að styrkþegar svari könnun um notkun styrksins 2-4 árum eftir að styrkur er veittur, til að tryggja eftirfylgni sjóðsins með styrkveitingum.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur vel og rækilega.
Tækjasjóður • Nánari upplýsingar • Á heimasíðu Rannís, www.rannis.is: • Reglur og leiðbeiningar 2009 • Allar umsóknir eru rafrænar • Nánari upplýsingar um sjóðinn veita: • Hallgrímur Jónasson (hallgrimur@rannis.is) • Magnús Lyngdal Magnússon (magnus@rannis.is)
Rannsóknarnámssjóður Hlutverk Rannsóknarnámssjóðs er að veita styrki til rannsóknartengds framhaldsnáms við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki, hvorttveggja í námi á Íslandi og erlendis (sbr. Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003). Um 100 milljónir króna til úthlutunar á ári (hefur vaxið um 10 milljónir á ári undanfarin ár og á að vera orðinn 120 milljónir 2011)
Rannsóknarnámssjóður Stjórn Rannsóknarnámssjóðs • Prófessor Jón Atli Benediktsson, Háskóla Íslands (formaður) • Prófessor Inga Þórsdóttir, Landspítala háskólasjúkrahúsi • Prófessor Allyson Macdonald, Háskóla Íslands • RANNÍS annast umsýslu sjóðsins
Rannsóknarnámssjóður Tvenns konar styrkir í boði: • Almennir styrkir • Fyrirtækja- og stofnanastyrkir (FS-styrkir) Umsóknarfrestir: • Almennir styrkir Umsóknarfrestur rennur út byrjun mars 2009 • FS-styrkir Þrír umsóknarfrestir á ári: mars, ágúst og nóvember
Rannsóknarnámssjóður Styrkupphæðir • Almennir styrkir • Fjárhæð styrkja til doktorsnema skal að jafnaði nema um 250 (265) þúsund krónum á mánuði í allt að þrjú ár eða samtals að hámarki um 9 (9,5) milljónir króna • Fjárhæð styrkja til meistaranema skal að jafnaði nema um 200 (210) þúsund krónum á mánuði í allt að 12 mánuði eða samtals að hámarki um 2,4 (2,52) milljónir króna. • Stjórn Rannsóknarnámssjóðs tekur árlega ákvörðun um fjárhæð styrkja. • Neminn er styrkþegi og rennur styrkurinn óskiptur til framfærslu hans.
Rannsóknarnámssjóður Styrkupphæðir • FS-styrkir • Miðað er við að Rannsóknarnámssjóður leggi að hámarki helming af almennum styrkjum á móti framlagi fyrirtækis/stofnunar í einstaka styrki, en þó aldrei hærri upphæð en viðkomandi fyrirtæki/stofnun.
Rannsóknarnámssjóður FS-styrkir (frh.) • Meistaranemar fá framfærslustyrk að hámarki í 4,5 mánuði fyrir 30e (60 ECTS) verkefni (900 (945) þúsund krónur) og í 6 mánuði fyrir 45e (90 ECTS) verkefni (1.200 (1.260) þúsund krónur) frá Rannsóknarnámssjóði. • Doktorsnemar fá framfærslustyrk að hámarki í 12 mánuði frá Rannsóknarnámssjóði (3.000 (3.180) þúsund krónur). • Sem framlag fyrirtækis eða stofnunar skal einungis meta framfærslustyrk viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar til nemandans.
Rannsóknarnámssjóður Styrkhæfi • Doktorsnemar geta sótt um styrk til allt að þriggja ára. • Meistaranemar geta sótt um styrk til vinnu að meistaraverkefni í allt að 12 mánuði. Rannsóknarverkefni skal að minnsta kosti vera 30e (60 ECTS). • Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rannsóknarverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. • Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera verulegt og vel skilgreint (að minnsta kosti 25% af heildarleiðsögn). • Stundi nemandi nám við erlendan háskóla þarf að liggja fyrir ítarleg greinargerð um fyrirkomulag námsins við hlutaðeigandi háskóla.
Rannsóknarnámssjóður Matsferli • Stjórn Rannsóknarnámssjóðs leitar faglegrar umsagnar um vísindalegt gildi verkefna, framkvæmda- og fjárhagsáætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda hjá tveimur óháðum sérfræðingum, áður er stjórnin úthlutar styrkjum. • Til þess að umsókn teljist styrkhæf verður vísindalegt gildi fyrirhugaðra rannsókna að vera ótvírætt og verkefni stúdentsins þarf að tengjast fræðasviði leiðbeinenda. Verkefnið þarf að vera vel skilgreint faglega. Námsáætlun og tímaáætlun þarf einnig að vera ljós.
Rannsóknarnámssjóður Einstakir þættir í mati Við mat á umsóknum er meðal annars tekið tillit til eftirtalinna þátta: • Vísindagildi fyrirhugaðs rannsóknaverkefnis og frágangi umsóknar • Frammistöðu nemanda í námi • Rannsóknavirkni leiðbeinenda • Tengslum rannsóknarverkefnis við fræðasvið leiðbeinenda
Rannsóknarnámssjóður Flokkunarviðmið stjórnar Stjórn Rannsóknarnámssjóðs leggur eftirtalin skilyrði til grundvallar við flokkun umsókna (athuga ber misþungt vægi skilyrða): • Vísindalegt gildi verkefnisins (40%) • Frammistaða nemanda í námi (30%) • Rannsóknarverkefni leiðbeinanda (30%) Enn fremur verður tekið tillit til þess hvort verkefni tengist fræðasviði leiðbeinanda.
Rannsóknarnámssjóður Umsókn ekki styrkhæf: • Verkefnið hefur verulega annmarka • Einkunn nemanda er lægri en 50% einkunna á einkunnadreifingu viðkomandi deildar (skora); nemandi hefur ekki bætt úr því með einkunnum í framhaldsnámi • Leiðbeinandi hefur minna en 15e (30 ECTS) leiðbeiningarreynslu (á ekki við um leiðbeinendur sem nýlega hafa komið til starfa). Rannsóknavirkni leiðbeinanda er lítil. • Verkefni er utan fræðasviðs leiðbeinanda. • Umsókn er ófullnægjandi eða ófullgerð.
Rannsóknarnámssjóður Fjöldi umsókna og veittra styrkja 1993-2007
Rannsóknarnámssjóður Fjöldi umsókna og veittra styrkja 1993-2008
Rannsóknarnámssjóður • Á heimasíðu Rannís, www.rannis.is: • Reglur og leiðbeiningar 2009 (væntanlegar) • Allar umsóknir eru rafrænar • Nánari upplýsingar um sjóðinn veitir: • Kristín Ingvarsdóttir (kristin@rannis.is / 515 5800)
Nýsköpunarsjóður námsmanna Um Nýsköpunarsjóð námsmanna • Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður árið 1992 til þess að útvega áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarefni. • Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum sem stuðla að nýsköpun og auknum tengslum atvinnulífs, stofnana og háskóla. • Rannís tók við umsýslu sjóðsins 2008.
Nýsköpunarsjóður námsmanna Stjórn Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna er skipuð fulltrúum frá vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs, Samtökum iðnaðarins og Stúdentaráði H.Í. Fjórði fulltrúi er skipaður án tilnefningar og telst hann formaður sjóðsstjórnar. • Stefanía Óskarsdóttir, formaður (menntamálaráðherra) • Bryndís Skúladóttir (SI) • Oddný G. Harðardóttir (SÍS) • Kristinn Andersen (vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs) • Yngvi Eiríksson (BÍN og Stúdentaráð HÍ)
Nýsköpunarsjóður námsmanna • Helstu bakhjarlar sjóðsins: • Menntamálaráðuneyti • Reykjavíkurborg • Framleiðnisjóður landbúnaðarins • Önnur sveitarfélög (þ.m.t. Akureyrarbær, Ísafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður, Kópavogsbær o.fl.)
Nýsköpunarsjóður námsmanna Sótt og veitt
Nýsköpunarsjóður námsmanna Um styrkhæfi • Um styrki geta sótt einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki. Umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum. Umsjónarmaður skal tilgreindur í umsókn og er hann jafnframt ábyrgðarmaður verkefnis. • Styrkir skulu veittir til rannsókna- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja.
Nýsköpunarsjóður námsmanna Um mat umsókna • Styrkir skulu veittir til rannsóknarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja. • Umsóknir um styrki skal meta með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein. • Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns undir leiðsögn ábyrgðarmanna. • Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna. • Stjórn er heimilt að veita forgang verkefnum taki fyrirtæki eða aðrir aðilar þátt í kostnaði.
Nýsköpunarsjóður námsmanna Um mat umsókna • Námsmaður fer á launaskrá sjóðsins og vinnur verkefnið yfir sumarmánuðina – hámarksstyrkur fyrir hvern einstakling eru 3 mánuðir • Að hausti er lokaskýrslu verkefnis skilað. • Bestu verkefnin eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.
Nýsköpunarsjóður námsmanna Leiðbeinendur og ábyrðaraðilar • Umsjónarmenn verkefna sem unnin eru með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna teljast ábyrgðaraðilar verkefnanna. Í því felst að umsjónarmenn sjá námsmanni fyrir aðstöðu til að vinna verkefnið, leiðbeina við vinnuna og veita nauðsynlegar upplýsingar. • Jafnframt þurfa umsjónarmenn að undirrita lokaskýrslu. • Skil á lokaskýrslu eru forsenda frekari styrkveitinga frá sjóðnum.
Nýsköpunarsjóður námsmanna • Á heimasíðu Rannís, www.rannis.is: • Reglur og leiðbeiningar 2009 (væntanlegar) • Allar umsóknir eru rafrænar • Nánari upplýsingar um sjóðinn veitir: • Kristín Ingvarsdóttir (kristin@rannis.is / 515 5800)