80 likes | 210 Views
Versalasamningar. Dæmi um hvernig á ekki að semja um frið. Versalasamningarnir. Fulltrúar 32 ríkja hittust í Versölum 1919 Umræður í marga mánuði og loks er samningur undirritaður í ágúst sama ár. Tveimur áratugum síðar er samningurinn orðinn þýðingarlaus með öllu Hvers vegna?
E N D
Versalasamningar Dæmi um hvernig á ekki að semja um frið
Versalasamningarnir • Fulltrúar 32 ríkja hittust í Versölum 1919 • Umræður í marga mánuði og loks er samningur undirritaður í ágúst sama ár. • Tveimur áratugum síðar er samningurinn orðinn þýðingarlaus með öllu • Hvers vegna? • Til skýringar er rétt að benda á fjögur atriði:
Í fyrst lagi var það atriðið um sjálfsákvörðunarétt þjóða, þ.e. að hver þjóð ætti rétt á að ákveða hvaða ríki hún tilheyrði. • Vesturveldin gerðu sig að málsvara minnihlutaþjóða í ríkjum Austurríkismanna-Ungverja og Tyrkja og reyndu þannig að valda óvinaríkjum sínum vandræðum. • Óvíða var í raun hægt að draga landamæri eftir þjóðernismörkum því í fjölþjóðaríkjum bjuggu þjóðarbrot hvert innan um annað.
. Í öðru lagi þá skiptu sigurvegararnir nýlendum Þýskalands og Tyrkjaveldis á milli sín sem umboðsstjórnarsvæðum. • Upp frá því voru Austurlönd nær til endalausra vandræða fyrir Frakka og Breta.
Í þriðja lagi þá sögðu sigurvegararnir að stríðið hefði verið Þjóðverjum að kenna. • Þeir kröfðust þess að Þjóðverjar greiddu 138 milljarða gullmarka í stríðsskaðabætur. • Bæturnar voru gríðarleg efnahagsbyrði fyrir Þýskaland sem var þegar þjakað af kreppu en dugðu varla til að greiða raunveruleg stríðsútgjöld Bandamanna. • Einnig máttu þjóðverjar einungis ráða yfir 100.000 manna herliði og litlum flota, þeir máttu hvorki eiga flugvélar né skriðdreka. • Þjóðverjar litu á samninginn sem sára niðurlægingu.
Í fjórða lagi taldi enginn sig geta tryggt að nýju landamærin væru virt sem ákveðin voru með Versalasamningnum né að stríðsskaðabætur væru greiddar. • Bandaríkin neituðu að staðfesta samningana fyrir sitt leyti og þjóðabandalaginu, sem átti að vera einsskonar heimsþing, var ekki séð fyrir möguleikum á að framfylgja samþykktum sínum
Þjóðabandalagið • Átti að varðveita frið í heiminum • Stofnað 1919 af sigurvegurum fyrri heimsstyrjaldarinnar og ýmsum hlutlausum ríkjum • Frumkvæði hafði Wilson forseti BNA • Bandaríkin drógu sig þó út áður en til stofnunar kom • Reyndist um megn að hafa hemil á átökum á alþjóðavettvangi
Þjóðabandalagið • Sameinuðu þjóðirnar sem voru stofnaðar árið 1945 tóku við hlutverki þess ári síðar en þá hafði starfsemi Þjóðabandalagsins legið niðri í 7 ár eða frá árinu 1939