1 / 86

Sárar geirvörtur

Sárar geirvörtur. Fyrirbygging og meðferð Arnheiður Sigurðardóttir BSc, MPH, IBCLC, LLL-leader, MEd. nemi við HR. . Efnisyfirlit. Inngangur Klínískar leiðbeiningar Greiningaraðferð Almenn kynning Kynning á helstu lausnum Rannsóknir Niðurstöður Gamlar og úreltar leiðbeiningar

lei
Download Presentation

Sárar geirvörtur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sárar geirvörtur Fyrirbygging og meðferð Arnheiður Sigurðardóttir BSc, MPH, IBCLC, LLL-leader, MEd. nemi við HR.

  2. Efnisyfirlit • Inngangur • Klínískar leiðbeiningar • Greiningaraðferð • Almenn kynning • Kynning á helstu lausnum • Rannsóknir • Niðurstöður • Gamlar og úreltar leiðbeiningar • Brjóstabólga • Annað • Heimildir Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  3. Inngangur Hér verða kynntar rannsóknir á sárum geirvörtum og mismunandi meðferðir á þeim. Sá undarlegi siður hefur skapast að ekki eigi að meðhöndla sár hjá mæðrum sem upplifa sárar geirvörtur en slíkt getur verið skaðlegt og mikil hætta er á að mæður gefist upp á brjóstagjöfinni og sýkingarhætta aukist. Því hef ég tekið saman rannsóknir á sárum geirvörtum og kynni niðurstöður þeirra í stuttu máli. Síðan verður hver og einn að nota sitt mat og skynsemi til að ákvarða hvað sé besta valið í hverju tilfelli fyrir sig. En mikil hætta er á að ef sár fær að þróast lengi að móðir þrói með sér brjóstabólgu og/eða fái endurteknar sýkingar. Sem gerir brjóstagjöfina í alla staði mun erfiðari, einnig er fæðingarþunglyndi mun algengara á meðal mæðra sem upplifa sárar geirvörtur. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  4. Leiðbeiningar til lesanda • Greinarmunur er gerður á því hvort verið er að stuðla að því að sára grói, fyrirbyggjandi meðferð og aðferðum til að draga úr sársauka. Mikilvægt að taka á öllum þessum þáttum samhliða svo móðir upplifi farsæla lausn fyrir sig og barnið sitt. Veita móður viðeigandi stuðning en umfram allt að skapa með henni von um að ástandið gangi yfir og hún nái tökum á aðstæðum sínum. Gera ástandið þolanlegra bæði fyrir móður og barn þar sem meta má svo að móðir sé í áhættuhópi á að gefast upp á brjóstagjöfin vegna ástand síns. Í öðru erindi verður fjallað um 11 millivæga þætti sem nota ber þegar veittur er stuðningur. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  5. Eftir ýtarlega úttekt á leiðbeiningum um meðhöndlun á sárum geirvörtum vel ég að miða við Breastfeeding Practice Guidelines for the Healthy Term Infant. Winnipeg Regional Health Authority. Fráþví í mars, 2009. En villþóbætaviðeinumlið á milli 4 og 5. Þaðeraðreynanotkunmexikanahattsáður en gripiðertilþessráðsaðgerahlé á brjóstagjöfinnieinsognýlegrannsóknJaneDeacon og félaga, (2009) styður. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  6. Vandamál við brjóstagjöf • Ávalt verður við að hafa í huga að við það að leiðrétta legu barns við brjóst og hvernig það tekur brjóst lögum við einungis 17-18% tilfella sem eru orsökuð vegna rangrar ásetningar. • Þá eru 50% tilfella eftir sem til eru orðin af öðrum orsökum og skoða verður nánar. Því verður leitinni að halda áfram ef móðir og barn fá ekki lausn vandamála sinna við það eitt að leiðrétta legu barns við brjóst og hvernig barn tekur og sýgur brjóstið. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  7. Klíniskarleiðbeiningar við meðferð á sárum geirvörtum 2009 • Mýkið geirvörtur með blautri grisju fyrir gjöf. • Mjólkið fram brjóstamjólk og látið þorna. • Berið Lansinoh eða Purlane á geirvörturnar. • Ekki þvo geirvörturnar, bað 1x dag nægir. • Ef þetta dugir ekki, þá er næsta skref að nota stera áburði þó aldrei lengur en 10 daga. • Sýklalyfjameðferð á sýkt sár. • Gerið hlé á brjóstagjöf í 24-48 tíma og móðir mjólkar sig í mjaltavél. • Reynið aðrar aðferðir við fæðugjöf. Breastfeeding Practice Guidelines for the Healthy Term Infant. Winnipeg Regional Health Authority. March, 2009.

  8. BreastfeedingPracticeGuidlines For HealthyTermInfant, (2009) • 4.1 Apply warm moist compresses as needed • 4.2 Apply colostrum/breast milk to nipples after feedings • 4.3 Apply Lansinoh/Purelan if nipple soreness continues • 4.4 Do not wash nipples frequently; daily bathing is sufficient • 4.5 For moderate to severe pain, presence of cracks or blisters, discuss prescription ointments such as all purpose nipple ointment. See Appendix H. Apply a small amount after nursing with no need to wash off. (NOTE: Ointments containing steroids should not be used for longer than 10 days.) • 4.6 For severe nipple trauma, presence of exudate and/or infection and pain consider antibiotics. • 4.7 If nipple pain is intolerable, consider pumping for 24-48 hours (a double electric pump is optimal to maintain milk supply when baby is not breastfeeding). • 4.8 Consider alternative feeding methods if required. . Breastfeeding Practice Guidelines for the Healthy Term Infant. Winnipeg Regional Health Authority. March, 2009.

  9. Leiðbeiningar Arnheiður Sigurðardóttir (2010). • Mýkið geirvörtur með blautri grisju fyrir gjöf. • Mjólkið fram brjóstamjólk og látið þorna. • Berið Lansinoh eða Purlane á geirvörturnar. • Ekki þvo geirvörturnar, bað 1x dag nægir. • Reynið notkun mexikanahatts í viðeigandi stærð. • Ef þetta dugir ekki, þá er næsta skref að nota stera áburði þó aldrei lengur en 10 daga. • Sýklalyfjameðferð á sýkt sár. • Gerið hlé á brjóstagjöf í 24-48 tíma og móðir mjólkar sig í mjaltavél. • Reynið aðrar aðferðir við fæðugjöf. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  10. 8 stiga vinnuaðferð brjóstagjafaráðgjafa • Taka sögu móður • Mat á stöðu í samræmi við sögu móður við brjóstagjöf • Birting einkenna skrá öll niður • Birting vandamála skrá öll niður • Endurskoðun á sögu, mati, einkennum og birtingu þeirra • Koma með lausnir og forgangsraða þeim, gera meðferðar áætlun framkvæma endurmat reglulega. • Er valin meðferð að vinna á vandamálinu stöðugt endurmat • Meta lausn vandamálsins og þær aðferðir sem voru notaðar (Cadwell & Turner-Maffei, 2003). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  11. Anna Margrét Einarsdóttir og Helga Guðmundsdóttir (2009) • Meirihluti mæðra upplifir einhver vandamál tengd brjóstagjöf eða um 73%. • Algengasta vandamálið eru verkir í sárum geirvörtum hjá um 47% mæðra. • Tæplega 16% mæðra fengu brjóstasýkingu. (n=118). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  12. Anna Margrét Einarsdóttir og Helga Guðmundsdóttir (2009) • Fram kom í rannsókninni að þriðjungur mæðra leitaði sér aðstoðar brjóstagjafaráðgjafa en aðeins 8% þeirra væru ánægðar með þá aðstoð sem þær fengu. Af þessum niðurstöðum má vera ljóst að mæður eru ekki að fá lausn vandmála sinna er þær leita sér aðstoðar. Helmingur mæðranna var með verki samhliða sárum geirvörtum, 42% með verk án sára. Í 27% tilfella greindu mæður frá því að barn tæki brjóstið rangt og í 16% tilfella var um að ræða brjóstasýking sjá nánar • http://skemman.is/bitstream/1946/2747/1/Erfidleikar_vid_brjostagjof_fixed.pdf Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  13. Niðurstöður rannsókna á sárum geirvörtum benda til að: • Algengast er að mæður upplifi sárar og aumar geirvörtur á 3-7 degi (Best Practice, 2003). • Upplifun þessi getur varið í allt að 6 vikur (Zeimer, 1990). • Mæður jafnt í þróuðum sem vanþróuðum löndum upplifa sárar geirvörtur (Morrison, 2002). • Meira en þriðjungur mæðra upplifir sárar geirvörtur (Foxman, 2002). • Vandamál mæðra eru • 25% mæðra hætta brjóstagjöf í 1 vikunni vegna sára geirvartna (Bolling, Crant, Hamlyn o.fl. 2007) • Mæður með sárar geirvörtur þurfa aðstoð strax (Wilson-ClayandHoover, 2009). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  14. Þunglyndi • Mæður með sárar geirvörtur skora hærra í mælingum á þunglyndi eftir fæðingu í samanburði við aðrar mæður (38% v. 14%). Fram kom í rannsókninni að þegar meðferð við sárum geirvörtum var veitt skoruðu báðir hópar svipað. Þess vegna er mjög mikilvægt að meðhöndla sárar geirvörtur strax með viðeigandi meðferð. • Amir, Dennerstein, Garland, Fisher og Farish (1996). Psychological aspects of nipple pain in lactating women. Journal of Psychosomatic Obstetics & Gynecology. 17 (1), p 53-59. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  15. Brjóstagjöf byggir á: • Hvernig barnið er lagt á brjóst. • Hvernig barnið tekur og sýgur brjósti. Brjóstagjöf flókið samspil tveggja einstaklinga móður og barns. Mikilvægt er að kenna mæðrum strax í upphafi hvernig leggja á barn á brjóst og hvernig þær geta metið hvort barnið sé að taka brjóstið rétt. Samhliða þessu þarf að kenna aðferðir til að losa barnið auðveldlega af brjósti. Jafnframt skal upplýsa mæður hvar þær geta leitað sér aðstoðar. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  16. Brjóstagjöf • Hefja brjóstagjöf ein fljótt eftir fæðingu og mögulegt er. • Móðir og barn séu ávalt saman ekki aðskilin. • Móðir leggi barnið reglulega á brjóst og passi að ekki líði langt á milli gjafa. • Móðir velji sér þægilega brjóstagjafastellingu. • Kjöltu stelling (Maddömu stelling) • Fótbolta stelling • Samsíða kjöltu stelling • Út af liggjandi Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  17. Brjóstagjöf fh. • Styðja við og móta brjóstið (U, C eða V hald). • Mjólka fram brodd. • Kitla varir barnsins (Rooting reflex). • Setja barnið á brjóst hratt og örugglega (líkami í beinni línu). • Skoða brúna svæði það á að sjást meira af því að ofan en að neðan. • Skoða nef, vanga og höku barns. • Sjá nánar í umfjöllun um hvernig leggja á barn á brjóst. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  18. Orsakir: • Mæður geta upplifað sárar geirvörtur á öllum tímabilum brjóstagjafarinnar. En flestar mæður upplifa sárar geirvörtur á fyrstu vikunum, líklega vegna þess að barn er ekki lagt rétt á brjóst eða er ekki að taka brjóstið rétt. Ef barn er lagt rétt á brjóst getur móðir fundið fyrir eymslum en þau eiga að hverfa mjög fljótt. Ef það gerist ekki þarf að grípa til annarra ráðstafanna svo ástandið þróist ekki til verri vegar og móðir ákveði þess vegna að binda enda á brjóstagjöfina eða fái sýkingu í sárið eða brjóstabólgu í kjölfarið. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  19. Þriðjungurmæðraupplifirsárarogaumargeirvörtur • Gera verður mun á því hvort sársaukinn sem móðir finnur fyrir stendur yfir mjög stutt eða þegar barnið er að taka geirvörtuna upp í sig eða stendur lengur en 30 sekúndur. • Ef sársaukatilfinningin hverfur fljótlega getur móðir leitt hana hjá sér. • Ef sársaukatilfinningin hverfur ekki þarf að taka barnið af brjóstinu og leggja það á aftur. • Ef sár myndast samhliða verður að veita móðurinni sérstaka aðstoð og meðferð strax (Wilson-ClayandHoover, 2009). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  20. Cox, Kent, Casey o.fl., (1999) • Eðlileg breyting verður á brjóstum og geirvörtum í kjölfar fæðingar. Fram kom í rannsókn Cox (1999) samband á milli breytinga á geirvörtu og prolactin styrk í blóði. Sú ályktun er dregin að sú aukna næmni sem verður í geirvörtunum sé eðlilegur fylgifiskur fæðingar, en ástand þetta eigi að ganga fljótlega yfir. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  21. Eðlilegt eða óeðlilegt • Mæður þurfa aðstoð við að greina á milli eðlilegrar aukinnar næmni í geirvörtum og óeðlilegrar sáramyndunar. (Wilson-Clay and Hoover, 2009). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  22. Eðlilegt • Sársaukatilfinning í geirvörtum á að dvína á rúmri viku og engin sár eiga að myndast. • Gott að láta móður vita að hún sé að ganga í gegnum eðlilegt ferli sem standi stutt yfir. • Innan tíðar fái hún eðlilega tilfinningu í geirvörturnar og finni þá minna til þegar barnið er að taka brjóstið. (Wilson-Clay and Hoover, 2009) . Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  23. Óeðlilegt ástand • Einkenni óeðlilegs ástands: roði, bjúgur, sprungur myndast, sár, þroti með bjúg og móðirin finnur fyrir miklum verkjum, breyting verður á húðlit, hrúðurmyndun á sér stað, núningssár verða til og jafnvel graftarmyndun þessu fylgir seinkun á sáragræðslu. (Wilson-Clay and Hoover, 2009). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  24. Flokkun sára eftir alvarleika þeirra • 1 stig: sársauki á yfirborðinu, geirvörturnar eru óskemmdar. • 2 stig: sársauki á yfirborðinu, niðurbrot á vef. • 3 stig: ekki algjör þykknun á vef en niðurbrot vefjar dýpra. • 4 stig: algjör þykknun á vef og niðurbrot á leðurhúð (dermis). (Mohrbacher, 2004) Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  25. Broddur • Því hefur verið haldið fram að vegna þess hve broddur er í litlu magni þá reyni sum börn að sjúga fastar til að fá meiri næringu til sín sem valdi því að mæður þeirra verði aumar og sárar. En margar mæður segja að sér gangi betur þegar hin eiginlega mjólk er tekin að streyma. (Wilson-Clay and Hoover, 2009). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  26. Erfið fæðing • Leitt hefur verið líkum að því að börn sem ganga í gegnum erfiða fæðingu séu líklegri til að sjúga fastar í tilraun sinni við að auka vellíðan sína og takast á við sársauka (Gray, 2002). • Næmni í geirvörtum eykst mikið fyrstu 24 tímana eftir fæðingu því eru mæður barna sem hafa gengið í gegnum erfiða fæðingu líklegri til að upplifa sársauka í geirvörtum (Geddes, 2007). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  27. Leiðrétta legu barns við brjóst • Skoða verður vel ásetningu barns á brjóst. • Hvernig barnið tekur brjóst. • Endurtekinn áverki á geirvörtu eykur líkur á sýkingu og seinkun á að sár grói. • Meðferð: Í einstaka tilfellum þegar sár eru mjög slæm og gróa illa getur þurft að gera hlé á brjóstagjöfinni og móðirin noti mjaltavél tímabundið (Wilson-Clay and Hoover, 2009). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  28. Stálmaðar mæður • Erfitt að móta brjóstið upp í barnið. • Erfitt fyrir barnið að taka brjóstið upp í sig með eðlilegum sogkrafti. • Stálmi dregur úr mjólkurmyndun og hægir á mjólkurfæði. • Sársauki hindrar mjólkurlosunarviðbragð hjá móður. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  29. Ásetning barns á brjóst móður með stálma eða þrota í brjóstum • Handmjólka framan af brjóstinu rétt fyrir gjöf. • Láta ekki of langan tíma líða á milli gjafa. • Kálbakstrar (hvítkál lagt á brjóstið). • Mjólka framan af brjóstinu með lítilli sogdælu. • Mjólka framan af brjóstinu með handdælu eða rafknúinni brjóstadælu. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  30. Niðurstöður: Geddes, (2007) • Telur líklegt að mæður sem upplifa stálma fái frekar sár en hann veldur því að barn á í erfiðleikum með að ná taki á geirvörtunni (taka brjóstið rétt) sem orsakar það að það dregur úr mjólkurframleiðslu. • Þetta ástand valdi því að barnið sjúgi fastar til að koma á stað meira flæði sem orsaki sáramyndun hjá móður. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  31. Niðurstöður: McClellan, Geddes, Kent o.fl., (2008) • Það er spurning um hvort það er barnið sem nái tökum á tækninni að sjúga. • Eða að móðirin þoli betur með tímanum sog barnsins. • Munnur barns vex. • Mæðurnar segjast hafa haldið áfram að mjólka sig í mjaltavél í þeirri von að barnið nái tökum á brjóstagjöfinni. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  32. Sogkraftur hjá barni valdi sárum • Sónar og sogkraftsmælingar á brjóstabörnum benda til þess að sum börn sjúgi af meiri krafti en önnur og valdi afmyndun á geirvörtu móður (McClellan, 2008). • Mexikanahattar hafa hjálpað stundum þannig að mæðurnar finni minna til (Sveinbjörg Brynjólfsdóttir, 2009). • Sumar mæðurnar geta bara gefið brjóst nokkrum sinnum á dag og þurfa að viðhalda mjólkurframleiðslu sinni með mjaltavél svo ekki myndist sár. • Þetta ná sumar mæður að leiðrétta á 3-4 mánuðum og barnið fer eingöngu á brjóst. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  33. Mjólkurflæði og sárar geirvörtur • Bent hefur verið á að mæður sem mjólka lítið kvarti frekar yfir sárum geirvörtum. • Lítið mjólkurflæði auki hættu á sárum geirvörtum. (Woolridge, 1986) Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  34. Of mikil mjólkurframleiðsla • Þegar mjólkurflæðið er mikið reynir barnið að draga úr mjólkurrennslinu sem veldur því að grip þess á geirvörtunni verður rangt og það særir geirvörtuna. • Meðferðin felst í því að draga úr mjólkurframleiðslunni að því marki sem barnið ræður við og þarf. Það hefur reynst vel að móðir þurrmjólki sig og leggi síðan barn á brjóst. Mjólkurfæðið er þá þannig temprað og barnið ræður við það og nær að mjólka brjóstið á sínum hraða. (Veldhuizen-Staas, V. (2007). Overabundant milk supply: An alternate way to intervene by full drainage and block feeding. International Breastfeeding Journal ,2(11)1746-4358). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  35. Lögun sára • Mikilvægt er að skoða lögun geirvörtunnar um leið og barnið sleppir brjóstinu. • Þetta þarf sérstaklega að athuga ef móðirin er með stálma þar sem geirvartan er viðkvæmari en ella þar sem hún er þanin og húð hennar mjög þunn. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  36. Núningssár • Breytilegs þroska hreyfiafla hjá barni. • Flæði mjólkur meira en barn ræður við. • Tunguhaft hjá barni. • Stutt og lítil tunga hjá barni. • Lítill munnur hjá barni. • Hverfar kinnar hjá barni. • Hár efri gómur hjá barni. • Stórar eða langar geirvörtur hjá móður. • Kröftugt losunarviðbragð hjá móður. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  37. Alvarlega sárar geirvörtur • Þegar móður tekst engan veginn að gefa barni brjóst sökum sárra geirvarta þarf í einstaka tilfellum að gera hlé á brjóstagjöfinni. • Móðirin mjólkar sig í mjaltavél og viðheldur mjólkurframleiðslu sinni á meðan sár hennar gróa og hún getur hafið brjóstagjöf aftur. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  38. Meðferð sára geirvarta • Ýmsar aðferðir eru þekktar við gróningu sárra geirvarta og oft er það tengt menningu og venjum viðkomandi þjóðfélags. • Þar má nefna piparmintu vatn, tepoka, lanolín og hydrogel himnur (Ridordan 1985; Hewatt 1987; Spangler, 1993; Buchko, 1994; Pugh, 1996; Lavergne, 1997; Beauchamp, 2005 og Sayyah, 2007). • Sumar þessara aðferða hafa verið lítið rannsakaðar eins og piparmintu vatn og tepokar. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  39. Þvottur á geirvörtum • Almennt er ekki mælt með því að mæður hreinsi geirvörtur sínar sérstaklega. En gera verður greinarmun á ef um er að ræða sár og sprungnar geirvörtur. Halda verður sárinu hreinu eins og með öll önnur sár. Mikilvægt er að sárið grói fljótt og vel svo sýklar fái ekki tækifæri (tíma) til að fjölga sér og mynda biofilm í sárinu sem mun erfiðara er að meðhöndla. (Fernandez, 2002) Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  40. Hlífar og skeljar fyrir sárar geirvörtur • Hlíf fyrir sárar geirvörtur. Ráðlagt að nota á milli gjafa til að hlífa sárum geirvörtum sem verið er að meðhöndla. Þannig má koma í veg yfir óþarfa núning við sárið. Ytra byrðið er skál með götum sem lofta vel. Innra byrðið er gert úr mjúku silikonefni sem hlífir geirvörtunni.   Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  41. Lanolin (HPA® Lansinoh) • Lansinoh er hreinasta lanolín sem framleitt er í heiminum í dag. Framleitt með einkaleyfisferli sem hreinsar úr því öll ofnæmisvaldandi efni. Fólk með ofnæmi fyrir ull getur notað Lansinoh. Lífefnafræðileg uppbygging okkar eigin húðfitu og lanolíns er sú sama. • Lansinoh virkar samstundis og róar og mýkir húðina um leið og það er borið á. Lansinoh er100% náttúrulegt. Dregur úr sársauka, róar, græðir og mýkir. • Einn aðalkostur Lansinoh er að það inniheldur ekki vatn, ilmefni, rotvarnar- eða mýkingarefni (Huggins, 2005). http://www.lansinoh.com/uploads/pdf/HPA_BOOKLET_FINAL.pdf Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  42. Af hverju var áður varað við lanólíni Í kringum 1970 var mikið af óvönduðu lanolíni í húðvörum en í því eru free lanolin alcholos sem eru örfínir ullarþræðir sem valda ofnæmi ásamt öðrum óhreinindum. Til eru yfir 300 gerðir af Lanólíni. Lansinoh HPA® er lanólin í sínu hreinasta formi því ekki hægt að bera það saman við annað lanólín munurinn er svo mikill en það sést greinilega á lit (gult v. Glært/hvítt) og finnst á lykt. Lansinoh hefur nýlega fengið viðurkenningu breska ofnæmisfélagsins sem sem örugg vara fyrir móður og barn. http://www.lansinoh.co.uk/images/Downloads/not-what-we-add.pdf Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  43. Hydrogel umbúðir • Byggir á sárameðhöndlun að viðhalda raka í húðinni svo sárið grói fyrr. • Gera verður greinarmun á yfirborðsraka og að viðhalda raka í húðinni. Hydrogel umbúðir eru allt annað en blautar óvandaðar lekahlífar. • Þegar notaðar eru hydrogel umbúðir þarf að skipta reglulega um umbúðirnar og passa að þær óhreinkist ekki. Umbúðirnar má skola, hrista og þerra, nota lengst sömu umbúðir í 24 tíma ef sár er ósýkt. Hydrogel umbúðir eru ekki notaðar á sýkt sár. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  44. Eldhús filma (Polyethylenefilm) • Rannsókn Ziemer, Cooper og Pigeon, (1995) á • 50 mæðrum leiddi í ljós að meðferðin flýtti ekki fyrir sáragræðslu heldur dró aðeins úr sársauka. • Eldhúsfilma þótti ekki hentugar sáraumbúðir. • Rannsóknin fór þannig fram að mæðurnar notuðu eldhúsfilmuna aðeins á aðra geirvörtuna hin fékk ekki meðhöndlun. • Fram kom í rannsókn Sveinbjargar Brynjólfsdóttur (2009) að notkun eldhúsfilmu sló á sársauka. Ekki var rannsakað hvort sár greru betur í samanburði við aðrar meðferðir. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  45. Skeljar • Færeyingar og Norðmenn hafa notað skeljar til að flýta fyrir sáragræðslu geirvarta. Þegar mjólk lekur í skelina leysir hún upp steinefni í skelinni sem auka eiga græðingarmátt líkamans. Engar rannsóknir liggja fyrir en þetta er gamalt húsráð. En þekkt er að skortur á snefilefnum eykur líkur á sýkingum. Þar má til dæmis nefna Cu (kopar) en það er næring fyrir ensím sem vinnur gegn sýkingum í líkamanum. Í sjó eru 36 snefilefni sem mikilvæg eru fyrir líkamann svo hin ýmsu kerfi hans virki eins og þeim er ætlað að gera. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  46. Sog stuðlar að gróningu sára • Það getur virst mótsagnakennt að sog mjaltavélar eða brjóstagjöf geti stuðlað að gróningu sára, en við sog fjarlægist vessi úr sárinu jafn harðan og kemur í veg fyrir að sýking verði til í sárabeðinu. • Það má mikið læra með því að kynna sér hvernig önnur sár eru grædd. • Við meðhöndlun á sárum hjá sykursjúkum hefur reynst vel að nota sog (Enoch & Harding, 2003 og Kirby, 2007). Einnig eru sárasugur (undirþrýstingur) notaðar við meðhöndlun á erfiðum og langvinnum sárum (Kristrún Þóra Ríkharðsdóttir, 2009). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  47. Mexikanahattur • Mexikanahattur getur í mörgum tilfellum hjálpað mæðrum með mjög sárar og aumar geirvörtur til að geti gefið brjóst og komið geirvörtunni vel upp í barnið (Sveinbjörg Brynjólfsdóttir, 2009). • Meier o.fl. (2000) og Nyqvist (2008) í fyrirbura rannsóknum sínum sýna þær fram á mexikanahattur geti hjálpað mæðrum við að koma barni á brjóst. • Jane Deacon og félaga, (2009) sýndu fram á að mexikanahattur hjápaði sjá síðar. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  48. Powers og Tapia, (2004). • Afturvirk símaathugun meðal 202 mjólkandi mæðra sem notuðu mexikanahatt. • Ástæður fyrir að mæður notuðu mexikanahatt við brjóstagjöf voru: • 62% flatar-geirvörtur • 43% sárar-geirvörtur • 15% stálmuð brjóst • 12% barn fætt fyrirburi • 1% barn með tunguhaft Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  49. Leiðrétta sog barns • Nýleg áströlsk sónarrannsókn Jane Deacon og félaga, (2009) sýndi að þegar notaður var mexikanahattur fóru börn sem höfðu tekið brjóstið rangt og döfnuðu illa að taka brjóstið rétt upp í sig og sjúga í takt í stað þess að vinna ómarkvisst með munninum í von um að fá næringu. Mæður fengu síður sár og barn dafnaði betur. Greinilega má sjá á sónamyndunum hversu markvissara sogið hvað varðar aðferð og takt. (Rannsókn kynnt á ráðstefnu 3rd Nordic Breastfeeding Conference, 2009). Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

  50. Ef mexikanahattur hjálpar • Ef nota á mexikanahatt er mikilvægt að hann sér notaður rétt. En þar liggja að baki sömu viðmið og þegar barn er lagt á brjóst. Það verður að passa að hatturinn fari vel upp í barnið og ekki á að vera nein hreyfing á hattinum út og inn úr munni barnsins. Ef það gerist er barnið ekki að taka rétt brjóstið með mexikanahattinum. • Bylgjuhreyfingar eiga að sjást á brjóstinu. Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur, brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.

More Related