500 likes | 903 Views
Mannkynið og búsetan. 1. Mannkynið (bls. 40 – 56). Forsagan – upphaf mannkyns. Fyrstu forverar mannsins komu fram fyrir um 4 milljónum ára Elstu forfeður nútímamannsins voru uppi fyrir 150,000 – 200,000 árum Allt mannkynið lifði flökkulífi; safnarar og veiðimenn
E N D
Mannkynið og búsetan 1. Mannkynið (bls. 40 – 56)
Forsagan – upphaf mannkyns • Fyrstu forverar mannsins komu fram fyrir um 4 milljónum ára • Elstu forfeður nútímamannsins voru uppi fyrir 150,000 – 200,000 árum • Allt mannkynið lifði flökkulífi; safnarar og veiðimenn • Hvert landsvæði brauðfæddi fáa Valdimar Stefánsson 2006
Forsagan – landbúnaðarbylting • Landbúnaður hófst fyrir um 10.000 árum (landbúnaðarbyltingin) • Elstu merki um akuryrkju er að finna í Austurlöndum nær (frjósama hálfmánanum) • Maðurinn tekur þá upp fasta búsetu • Fólksfjölgun, bæir og borgir verða til með stéttaskiptingu og skipulögðu ríkisvaldi • Elstu hámenningarsvæðin risu í tengslum við fljót (fljótsdalamenningin) Valdimar Stefánsson 2006
Forsagan – iðnbylting • Síðan gerist fátt næstu árþúsundin en með iðnbyltingunni sem hefst í Englandi á seinni hluta 18. aldar taka búsetuskilyrði mannkyns að breytast mjög hratt • Fólksfjöldi í heiminum hefur vaxið gífurlega á síðustu tveimur öldum • Mannfjöldabreytingar og þéttbýli eru þó mjög mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað Valdimar Stefánsson 2006
Þéttbýlissvæði • Lítill hluti þurrlendis jarðar hentar vel til búsetu: • Helmingur jarðarbúa býr á 5% þurrlendis • 90% jarðarbúa býr á um 20% þurrlendis • Vatn skiptir mestu máli fyrir búsetu, þéttbýlustu svæðin eru við fljót, strendur og þar sem jarðvegur er frjósamur og loftslag hlýtt Valdimar Stefánsson 2006
Þéttbýlissvæði • Mestu þéttbýli heimsins eru í Austur- og Suður-Asíu • Fljótin bera með sér frjósama eðju sem endurnýjar jarðveginn er þau flæða yfir bakka sína • Flestir lifa á landbúnaði, aðeins fjórðungur íbúa býr í borgum • Fljótin Huang-He og Indus eru dæmi um svæði þar sem frjósamur jarðvegur sér íbúunum fyrir lífsviðurværi Valdimar Stefánsson 2006
Mestu þéttbýlissvæðin • Í austanverðri Asíu ( um 25%) • Íbúar Kína eru um 1/5 jarðarbúa • Suður-Asía (um 23%) • Á Indlandi búa jafn margir og í allri Afríku og Suður-Ameríku til samans • Evrópa (um 13%) • Rússland langjölmennast • Mesta þéttbýli í Evrópu: Suðurhluti Bretlands, Benelux löndin, Ruhrhéraðið í Þýskalandi og norðurhluti Ítalíu • Eitt mesta samfellda þéttbýli í heimi er á austurströnd BNA (frá Boston til Washington DC) Valdimar Stefánsson 2006
Óbyggðir jarðar • Um þriðjungur alls þurrlendis jarðar er óbyggður. Ástæður: • Loftslag er of kalt og/eða jöklar hylja landið • Suðurskautslandið, Norð-vestursvæðið í Kanada, Grænland • Loftslag er of þurrt; ófrjósamur jarðvegur, eyðimerkur, fjalllendi og ýmsar hásléttur • Vesturhluti Kína, Norður – Afríka, Ástralía • Loftslag er of rakt og úrkomusamt • T.d. Amasonlægðin í Suður-Ameríku Valdimar Stefánsson 2006
Fólksfjöldinn • Fyrir tíu þúsund árum voru jarðarbúar um 5 til 10 milljónir • Um 5000 f. Kr.: um 100 milljónir • Um Krists burð: um 200 milljónir • Um 1450: um 400 milljónir • Um 1750: um 800 milljónir • Um 1900: um 1600 milljónir • Um 1963: um 3200 milljónir • Árið 2005: um 6454 milljónir Valdimar Stefánsson 2006
Mannfjöldií heiminum2005 eftir ríkjum og svæðum Valdimar Stefánsson 2006
Fjölmennustu ríkin 2006 Valdimar Stefánsson 2006
Mannfjöldi í heiminum 2007 Valdimar Stefánsson 2006
Mannfjöldaspár • Eru unnar af alþjóðastofnunum (SÞ) • Byggja á ýmsum tölfræðilegum gögnum • T.d. á fæðingar- og dánartölum • Talið að fjölgunin sé í hámarki núna, en síðan dragi hægt úr henni á 21. öldinni • Eftir 2150 er reiknað með að jafnvægi náist í fjölda fæddra og látinna • Mikil óvissa er í þessum spám Valdimar Stefánsson 2006
Manntöl • Elsta þjóðarmanntal í heimi var gert á Íslandi árið 1703 • Manntöl geyma ýmsar upplýsingar um þjóðina, svo sem um fjölda íbúa, búferlaflutninga, stöðu fólks, breytingar á lífsháttum ofl. Manntöl eru tekin yfirleitt á 10 til 20 ára fresti • Manntalið 1703 er aðgengilegt á heimasíðu Þjóðskjalasafnsins Valdimar Stefánsson 2006
Tvær kenningar um fólksfjölda • Thomas Malthus: • Íbúafjöldi svæðis getur ekki orðið meiri en sem nemur framleiðslugetu þess • Hungursneyð, sjúkdómar, stríð munu sjá til þess að íbúafjöldinn verði í samræmi við auðlindir landsins • Ester Boserup: • Vaxandi fólksfjöldi leiðir til þróunar (aukin þekking og tækni) í framleiðsluháttum, matvælaframleiðsla eykst Valdimar Stefánsson 2006
Verðum við of mörg?Staðan í þróunarlöndunum • Um 25,000 manns deyja daglega vegna vannæringar • Sífellt vofir yfir hætta á hungursneyð • Offramleiðsla matvæla í iðnríkjum • Dreifing matvæla innan landa mikilvæg • Matur seldur á mörkuðum – of dýr • Að útvega jarðnæði skiptir mestu máli Valdimar Stefánsson 2006
Verðum við of mörg?Staðan í þróunarlöndunum • Um 13% af íbúum heimsins, 800 milljónir manna, fá of lítinn mat eða mat sem inniheldur ekki nægjanlega næringu • Þetta vandamál er mest á nokkrum svæðum í Afríku, einkum svonefndum Sahel-svæðum • Um 40% barna í Afríku þjáist af vannæringu • Landbúnaður í Afríku hefur ekki megnað að auka framleiðslu sína til að mæta fjölgun fólksins Valdimar Stefánsson 2006
Fólksfjölgun – Helstu vandamál • Þróunarlöndin of háð innflutningi • Slæm efnahagsstaða neyðir þau til að flytja út nær alla innlenda framleiðslu • Fullvinnsla afurða er takmörkuð • Erfiðleikar að komast inn á markaði Vesturlanda með fullunna vöru; tækniþekkingu skortir til fullvinnslu • Skuldir; sívaxandi munur á milli hins ríka norðurs og hins fátæka suðurs • Alþjóða fjármálastofnanir krefjast þess að gjaldeyris sé aflað með öllum tiltækum ráðum Valdimar Stefánsson 2006
Fólksfjölgun – Helstu vandamál • Óstöðugt stjórnarfar – borgarastyrjaldir • Slæm efnahagsstaða – stjórnkerfið bilar – óstöðugleiki – öngþveiti • Þurrkar, flóð, einhæf ræktun, jarðvegseyðing • Hvorki til staðar tækniþekking né fjármagn til að byggja upp áveitukerfi sem myndi draga úr áföllum vegna þurrka og flóða • Of mikil auðlindanýting í iðnríkjunum • Nær öll orkunotkun heimsins er í iðnríkjunum; með réttlátari skiptingu yrði staða þróunarríkja mun betri Valdimar Stefánsson 2006
Maðurinn sem auðlind • Það er afstætt hvenær fólksfjöldinn er orðinn of mikill í einhverju tilteknu ríki • Sum lönd skortir auðlindir og eru því mjög háð innflutningi, en búa samt við mikla velmegun, s. s. Japan: • Nægilegt fjármagn • Hátt menntunarstig • Tækniþekking • Mikil fullvinnsla afurða Valdimar Stefánsson 2006
Skilgreiningar • Iðnríki: • ríki þar sem stærstur hluti vinnuaflsins starfar við iðnað og þjónustu en einungis lítill hluti við landbúnað • Þróunarríki: • ríki þar sem stærstur hluti vinnuaflsins starfar við landbúnað en einungis lítill hluti við iðnað og þjónustu Valdimar Stefánsson 2006
Tvö alvarleg framtíðarvandamál • Ofneysla iðnríkjanna? • Framleiðslan er ekki sjálfbær og óafturkræf umhverfisspjöll ógna vistkerfum heimsins • Fólksfjölgunarsprenging þróunarlanda? • Ef ekki tekst að draga úr fólksfjölguninni er ljóst að mannkynið mun standa frammi fyrir miklum hörmungartímum Valdimar Stefánsson 2006
Mismikil fólksfjölgun • Munur á náttúrulegri fólksfjölgun er mikill milli iðnríkja og þróunarlanda • Fólksfækkun hefur orðið í iðnríkjum s.s. Þýskalandi og Ítalíu • Hröðust er fólksfjölgunin í Afríku sunnan Sahara, Austurlöndum nær, Suður-Asíu og Mið-Ameríku • Meðalævilengd mun lægri í þróunarlöndunum en iðnríkjunum Valdimar Stefánsson 2006
Ókostir þess að eiga of mörg börn • Stærstur hluti íbúa eru yngri en 15 ára • Konur eru þess vegna í fullu starfi við ummönnun barna og því óvirkar á vinnumarkaði • Ekki er möguleiki á að bjóða öllum börnum menntun, heilbrigðisþjónustu og, í framhaldinu, atvinnu • Fjölgun verður ör næstu áratugina, þegar þessar stóru kynslóðir barna munu sjálf eignast börn Valdimar Stefánsson 2006
Orsakir þess að eiga of mörg börn • Fjölskyldum er það nauðsyn að hafa ólaunað vinnuafl við landbúnaðarstörfin • Börnin verða að sjá um foreldrana þegar þeir verða gamlir • Þar sem ungbarnadauði er mikill er vissara að eignast mörg börn svo einhvert þeirra komist örugglega á legg • Menningin er oftast mun barnvænni en í iðnríkjunum Valdimar Stefánsson 2006
Að draga úr fólksfjölgun • Fjölskylduáætlun Kínverja hófst 1979 • Hvetja fjölskyldur til að eignast eitt barn • Ókeypis getnaðarvarnir og fóstureyðing • Eigi fæðingartalan að lækka verður mikilvægi barna fyrir afkomu fjölskyldu að minnka • Lægri fæðingartölur í borgum • Breyting á stöðu kvenna; meiri menntun kvenna er áhrifaríkasta aðferðin til að lækka fæðingartölur Valdimar Stefánsson 2006
Lýðfræði – Nokkur hugtök • Fæðingartala: • fjöldi lifandi fæddra barna á einu ári • Fæðingartíðni: • fjöldi lifandi fæddra barna á hverja þúsund íbúa á einu ári • Dánartala: • fjöldi látinna á einu ári • Dánartíðni: • fjöldi látinna á hverja þúsund íbúa á einu ári Valdimar Stefánsson 2006
Lýðfræði – Nokkur hugtök • Náttúruleg fólksfjölgun: • mismunur fæðingar- og dánartalna; yfirleitt reiknuð í hundraðshlutum (%) • Frjósemi: • hve mörg börn hver kona eignast að meðaltali Valdimar Stefánsson 2006
Mannfjöldapýramídinn • Sýnir okkur aldursdreifingu og kynjaskiptingu íbúa á ákv. svæði/landi • Auðveldar okkur að skilja vandamál og hvernig eigi að byggja upp samfélagið í framtíðinni • Allar framtíðaráætlanir þjóðfélaga byggjast á þekkingu á aldursdreifingu Valdimar Stefánsson 2006
Lýðfræðiferillinn • Breytingar á fæðingar- og dánartölu þjóða á Vesturlöndum hafa fylgt ákveðnum ferli; lýðfræðiferlinum • Þessi ferill sýnir að náttúruleg fjölgun gengur yfir í ákveðnum þrepum eða stigum þegar samfélög færast af landbúnaðarstigi yfir í iðnvæðingu og verða síðan þjónustu- og upplýsingasamfélög • Lýðfræðiferillinn skiptist í fjögur stig Valdimar Stefánsson 2006
Lýðfræðiferillinn – 1. stig • Á fyrsta stigi ferilsins eru bæði fæðingar- og dánartölur háar og sveiflast mikið milli ára (einkum dánartölur) • Toppar í dánartölu sýna að þjóðin hefur orðið fyrir áfalli, s. s. hungursneyð, farsótt og/eða stríði • Toppar í fæðingartölum sýna góðæri • Þetta stig einkennir landbúnaðarsamfélag fyrir iðnvæðingu (Ísland 1884) Valdimar Stefánsson 2006
Lýðfræðiferillinn – 2. stig • Á öðru stigi eru fæðingartölur áfram háar en dánartölur lækka • Iðnvæðing er hafin og þéttbýlið stækkar • Heilsugæsla hefur batnað og yfirleitt er það ungbarnadauði sem fyrst fer minnkandi • Á þessu stigi er fólksfjölgunin mjög mikil og jafnan fylgir aukin velferð með í kaupbæti (Ísland 1944) Valdimar Stefánsson 2006
Lýðfræðiferillinn – 3. stig • Á þriðja stigi þessa ferils halda dánartölur áfram að lækka eitthvað en nú byrja fæðingartölur að lækka talsvert • Aukin velmegun og aukin þörf eftir vinnuafli leiðir af sér minnkandi barneignir • Fólksfjölgun helst þó áfram en hún er mun minni en á næsta stigi á undan (Ísland 2004) Valdimar Stefánsson 2006
Lýðfræðiferillinn 4. stig • Á fjórða stigi eru bæði fæðingar- og dánartölur lágar og lítill munur á þeim • Dánartölur eru nánast óbreyttar frá ári til árs en fæðingartölur sveiflast lítið eitt • Náttúruleg fólksfjölgun er lítil sem engin og innflutt fólk stendur undir þeirri fjölgun sem þarf til að ekki verði fólksfækkun (Ísland í náinni framtíð?) Valdimar Stefánsson 2006
% 3 2 1 Fæðingartala Dánartala Ár 1750 1800 1850 1900 1950 2000 Lýðfræðiferill Evrópa 1750 - 2000 Engin fjölgun Mikil fjölgun Engin fjölgun 1. Stig 2. stig 3. stig 4. stig
Lýðfræðiferill Ísland 1800 – 2000 Valdimar Stefánsson 2006