460 likes | 653 Views
Tunglið. Myndskeið: Tunglris á Nýja-Sjálandi. https://vimeo.com/58385453. Stærðir. Þvermál: Um 1/4 af þvermáli jarðar. Massi: Rúmlega 1% af þyngd jarðar! Eðlisþyngd: 3,3 g/cm 3 (jörðin 5,5 g/cm 3 ) Endurskinshlutfall: Hve mikið ljós endurvarpast út í geim
E N D
Myndskeið: Tunglris á Nýja-Sjálandi https://vimeo.com/58385453
Stærðir • Þvermál: Um 1/4 af þvermáli jarðar. • Massi: Rúmlega 1% af þyngd jarðar! • Eðlisþyngd: 3,3 g/cm3 (jörðin 5,5 g/cm3) • Endurskinshlutfall: • Hve mikið ljós endurvarpast út í geim • 15% á ljósum svæðum (hálendið) • 8% á dökkum svæðum (höfin).
Hæðarkort af tunglinu Stormahafið Suðurpólsdældin
LRO = Lunar Reconnaissance Orbiter • Tækni úr njósnagervihnöttum Bandaríkjanna • Bestu myndirnar hingað til! • Lendingarstaðir Apolló-geimfaranna
Myndskeið: LRO – Ferðalag um tunglið http://www.nasa.gov/mission_pages/LRO/news/vid-tour.html
Uppruni tunglsins í risaárekstri • Hnöttur á stærð við Mars (kallaður Þeia) • Tunglið blanda úr hnöttunum
Járnkjarnar sameinast • Möttulslettur úr hnöttunum verða að tunglinu
Mögulegt að það hafi myndast tvö tungl þegar Þeia rakst á jörðina! • Rákust þá saman eftir nokkra tugi milljóna ára • Þetta gæti skýrt hvers vegna fjærhliðin er hálendari (leifar litla tunglsins mynda þá hálendið á fjærhliðinni) • Áreksturinn gæti hafa ýtt bráðnu efni út að nærhliðinni • Einnig meira af eðalmámum og geislavirkum efnum á nærhliðinni
Hvað styður árekstrarkenninguna? • Nánast ekkert vatn í tunglgrjóti (mikill hiti) • Nánast ómögulegt fyrir jörð að fanga tunglið • Þarf eitthvað til að hægja á því!! • Svipaðar súrefnissamsætur • Efniviður frá sama svæði í sólkerfinu • Tunglið um 50 milljón árum yngra en jörðin
Frekari röksemdir fyrir árekstri 2014 • Örlítill hærra hlutfall af samsætunni O-17 í tunglgrjóti en á jörðinni • Efniviður tunglsins er því að hluta til frá svæði aðeins utan við jarðbrautina • Samkvæmt líkönum ætti 70% af tunglinu að vera úr Þeiu en m.v. þetta eru um 40% úr Þeiu
Myndskeið: Saga tunglsins http://www.nasa.gov/mission_pages/LRO/news/vid-tour.html
Skorpan Nærhlið Fjærhlið Af hverju eru hliðarnar svona ólíkar?
Höf í risadældum (mare á latínu) • Smástirni rekast á tunglið fyrir ca. 4 milljörðum ára • Síðar fylla dökk basalthraun dældirnar
Hulduhöf • Sést í eldra haf í botni nýlegra loftsteinagíga!
Gígar Fjöll Hálendi Haf Haf
Raunverulegur aldur • Höfum aðeins sýni frá örfáum stöðum!
Afstæður aldur • Yngstu fyrirbærin liggja efst • Telja gíga (yngri svæði => færri gígar!)
Geislamynstur frá ungum gígum • Efni hefur þeyst frá gígum – Tycho og Kóperníkusi (efri) • Ummerkin ekki náð að „veðrast“ í loftsteinaárekstrum
Loftsteinar frá tunglinu • Um 50 loftsteinar frá tunglinu hafa fundist
Tunglvagg • Tunglið snérist hraðar (núna 1x í tunglmánuði) • Getum séð 59% af tunglinu!
Kreppuhafið • Hægt að fylgjast með Kreppuhafinu með berum augum!
Myndskeið: Tunglið yfir eitt ár http://www.youtube.com/watch?v=3f_21N3wcX8&list=PLiuUQ9asub3SwBOdlzgq68ZXv-3r3nuZL&index=29
Fjarlægðin til tunglsins • Leisigeisla skotið á spegla á tunglinu • Tunglið fjarlægist um 3,8 cm á ári!
Leisigeisla skotið til tunglsins frá Apache Point stjörnustöðinni að speglum frá Apolló 15 • Enn nákvæmara í tunglmyrkva (15.4. 2014) því þá er ekki truflun v. endurkasts sólarljóss!
„Ofurmáni“ ???? • Lítill munur á stærð á himninum!