180 likes | 306 Views
Sálarheill þjóðar á krepputímum. Framsöguerindi á borgarafundi í Deiglunni á Akureyri 14. janúar 2010. Sigmundur Sigfússon geðlæknir. Heilbrigðiskerfi á tímum kreppu og atvinnuleysis.
E N D
Sálarheill þjóðará krepputímum Framsöguerindi á borgarafundi í Deiglunni á Akureyri 14. janúar 2010 Sigmundur Sigfússon geðlæknir
Heilbrigðiskerfi á tímum kreppu og atvinnuleysis „Kostnaður hins opinbera við heilbrigðisþjónustuna hér á landi nemur um 20% af ríkisútgjöldum. Líklegt má telja að krafist verði sparnaðar í heilbrigðiskerfinu ekki síður en öðrum sviðum. Landlæknisembættið hefur lagt áherslu á að sá sparnaður komi ekki þar sem ætla má að helst verði aukning þegar áhrifa kreppunnar fer að gæta í meira mæli og að sem minnst verði skorið niður í almennri heilsugæslu og á geðsviði.“ Matthías Halldórsson landlæknir: Læknablaðið 2008 / 94 bls. 805
Hvað læra má af Finnum (1) „Efnahagsástandið í Finnlandi versnaði mikið í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Frá 1990 til 1993 dróst verg landsframleiðsla saman um nær 11%. Það er svipað og samdráttur vergrar landsframleiðslu á Íslandi á árinu 2008.“ „Borist hafa viðamikil gögn frá Finnlandi til nefndarinnar. Einnig hafa nokkrir finnskir fyrirlesarar haldið erindi á Íslandi á tímabilinu desember 2008-mars 2009.“ Skýrsla nefndar um sálfélagsleg viðbrögð (NSV) við efnahagskreppunni, 5. ágúst 2009
Hvað læra má af Finnum (2) „Kjarninn í málflutningi þessara finnsku fræði-manna og framkvæmdastjóra var að það sé ekki aðeins mannúðlegt að þétta sálfélagslega netið í kringum börn, unglinga og atvinnuleitendur á tímum kreppu og atvinnuleysis, heldur sé það að líkindum ódýrara en að gera það ekki þegar horft er til lengri tíma. Ekki er t.d. hægt að útiloka að mikil aukning langtímaörorku ungs fólks og fjölgun barnaverndarmála í Finnlandi 2000-2007 tengist miklum niðurskurði í heilbrigðis- og félagsþjónustu þar í landi á tímum kreppunnar.“ Skýrsla nefndar um sálfélagsleg viðbrögð (NSV) við efnahagskreppunni, 5. ágúst 2009
Torskiljanlegar válegar fjármálafréttirsettar í samhengi við framlög til heilbrigðismála á Íslandi • Morgunblaðið 20. janúar 2009: „Auk hárra lána til viðskiptavina ákváðu stjórnendur Kaupþings að kaupa skuldabréf bankans á markaði fyrir 180 milljónir evra. Að teknu tilliti til þess fóru 140 milljarðar króna út úr bankanum á nokkrum vikum.“ • „Í fjárlögum 2009 voru tekjur ríkisjóðs Íslands áætlaðar 402.498,7 milljónir króna.Í heilbrigðisráðuneytinu áttu gjöld umfram tekjur að vera 115.659,7 milljónir króna, eða 25 milljörðum króna minna en ofangreint fjárstreymi út úr Kaupþingi.“ (Úr fyrirlestri Kristins Tómassonar á Læknadögum 2009)
Heilsufar og efnahagsmál – Atvinna – „Það sem skiptir mestu máli til að viðhalda heilsu fólks er að það hafi trygga vinnu. Með tryggri vinnu helst regla á lífi fólks og fjölskyldna þeirra jafnframt sem þeim er tryggð afkoma. Það eru til margar rannsóknir sem undirstrika slæm áhrif atvinnuleysis á heilsu fólks, lífsgæði og ævilíkur (5). Þannig að það er forgangsverkefni að halda atvinnustigi háu.“ ....„án heilbrigðra einstaklinga verður enginn hagvöxtur, velferð og velmegun.“ Kristinn Tómasson: Læknablaðið 2008/94 bls. 719
Heilsufar og efnahagsmál – Dánartíðni – „Í rannsókn á áhrifum efnahags á dánarmein í eina öld sýndi Brenner (1) tengsl hagvaxtar og lækkandi dánartíðni á síðustu 100 árum í Bandaríkjunum. Hann sýndi að með batnandi almennum hag lækkaði dánartíðni, en þá með þeim fyrirvara að mjög hraður uppgangur og hagvöxtur leiddi til aukinnar dánartíðni.“ „Þeim sem eru verra settir efnahagslega og félagslega í samfélaginu er hættara við flestum sjúkdómum, svo sem háþrýstingi (2), lungnasjúkdómum (3) og geðsjúkdómum (4) auk vel flestra annarra sjúkdóma.“ Kristinn Tómasson: Læknablaðið 2008/94 bls. 719
Geðheilsa og fjármálakreppaBörn í Finnlandi „Í rannsókn frá 1994 var FES-líkanið notað til að meta áhrif finnsku kreppunnar á geðheilsu barna hjá 527 fjölskyldum (móðir-faðir-barn) þar sem meðalaldur barnanna var 12,6 ár. Markmiðið var að auka skilning á áhrifum efnahags-erfiðleika á geðheilsu barna og þeim fjölskylduferlum sem þeir tengjast. Niðurstöður hennar staðfestu að kreppan jók virkni þeirra neikvæðu ferla sem líkanið lýsir og að geðheilsa barnanna versnaði. Ályktað var að efnahags-þrengingar voru áhættuþáttur fyrir geðheilsu barna í gegnum fjárhagsálag, geðheilsu foreldra og uppeldi (3). Niðurskurður félagslegs stuðnings og geðheilbrigðis-þjónustu er því sérstaklega varhugaverður á krepputímum.“ Ólafur Guðmundsson yfirlæknir BUGL: Læknablaðið 2009/95, bls.175
Geðheilsa og fjármálakreppa – Líðan íslenskra ungmenna fyrir kreppu – „Við mat á afleiðingum fjármálakreppunnar á geðheilbrigði barna og unglinga þarf að taka mið af stöðunni fyrir kreppu.“ ....„UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, skilgreinir hina réttu mælingu á stöðu þjóðar með hliðsjón af því hversu vel hún sinnir börnum sínum, ekki síst heilsu þeirra. Árið 2007, á toppi íslensku hagsveiflunnar, gerði UNICEF könnun meðal 15 ára nema á Norðurlöndunum þar sem þeir íslensku skáru sig úr, t.d. upplifði 9,8% þeirra sig utanveltu í samfélaginu (meðaltal 6,4%) og 10,3% þeirra sögðu sig einmana (meðaltal 7,3%).“ Ólafur Guðmundsson yfirlæknir BUGL: Læknablaðið 2009/95, bls.175
Dæmi úr athugun á geðheilsu íslenskra ungmenna í framhaldsskólum fyrir bankahrunið (feb. 2004)
Fjölgun öryrkja á Íslandi frá 1962 Hlutfall einstaklinga á vinnufærum aldri (16-67 ára) Tómas Zoëga: Læknablaðið 2007/93 bls. 7
Fjölgun öryrkja með geðraskanirfrá 1962 Hlutfall af öllum örorkubótaþegum Tómas Zoëga: Læknablaðið 2007/93 bls. 7
SAGANEfnahagskreppur á Íslandi á 20. öld • Efnahagskreppa: Samdráttur landsframleiðslu nemur a.m.k. 10% í a.m.k. 3 ár. • Meiri hagsveiflur voru á Íslandi eftir 1914 en í flestum öðrum Evrópulöndum. • Mesti samdráttartími á 20. öld var árabilið 1914-1918. Landsframleiðsla dróst þá saman um tæp 18%. • Miðað við mörg Evrópulönd kom Ísland ekki illa út úr heimskreppunni miklu 1931-’38. Landsframleiðsla dróst saman 3,4% 1931-’32 og 2,7% 1935. • Lýðveldistíminn: Samdráttartímabil 1949-’52, 1967-’68 og 1991-’92. • Alvarlegra atvinnuleysi varð á árunum 1968-´70 en nokkru sinni á eftirstríðsárunum, mest 7% í janúar 1969. Fólk streymdi úr landi í atvinnuleit, mest 2200 manns árið 1970. • Síðasta stóra samdráttartímabil 20. aldar var á árunum 1991-´92; landsframleiðsla dróst þá saman um 3,6%. Guðmundur Jónsson: Efnahagskreppur á Íslandi 1870-2000. SAGA, tímarit Sögufélagsins XLVII:1 2009
Sálarheill Heilbrigði og heilsa Í orðabókinni er sá heilbrigður talinn sem er „heill, hraustur, sjúkdómalaus, sem líður vel líkamlega, andlega og félagslega“ (2). Vilhjálmur Árnason heimspekingur gerir greinarmun á heilbrigði og heilsu (3). Hann telur heilbrigðishugtakið vísa til eðlilegrar líkamsstarfsemi sem hægt sé að lýsa á hlutlægan hátt. Heilsuhugtakið vísi meira til reynslu einstaklingsins, bæði af eigin heilbrigði og sjúkdómum. Sá sem ekki kennir sér meins er við góða heilsu, þótt með honum leynist sjúkdómur á byrjunarstigi. Heilbrigður maður þarf ekki endilega að vera við góða heilsu (!). Freud benti á að heilbrigði birtist ekki síður í samskiptahæfni okkar en starfshæfni. „Sá sem getur elskað og starfað er heilbrigður“ skrifaði hann. Sigmundur Sigfússon: Geðheilbrigði Íslendinga, erindi HA, júní 1995
Sálarheill Heilbrigði og heilsaEkkert er nýtt undir sólinni Haft er eftir Sókratesi, þegar hann gagnrýndi gríska lækna fyrir skort á heildarsýn í störfum sínum, að skynsamri og hófsamri sál veitist auðvelt að viðhalda heilsunni, en óhóf leiði til vanheilsu. Dyggðugt líferni stuðli að góðri heilsu, en heilsa sé ekki dyggð.
Sálarheill Geðheilbrigði og geðheilsa Skilmerki Eriksons frá 1950, sem oft er vitnað til:
Sálarheill þjóðarinnar tel ég undir því komna að okkur takist að læra af reynslunni og rifja upp gömul og góð gildi sem áður hafa gagnast til að skapa hugarró og anda samábyrgðar og samhjálpar meðal landsbúa. Firringin og sýndarveruleikinn víki.