1 / 42

9.5 Árrof

9.5 Árrof. Ár flytja með sér mikið magn af bergmylsnu sem þær skila af sér á láglendi eða í sjó. Aurburður er flutningur á föstu efni með ám Botnskrið eru stærstu kornin sem skoppa á botninum Svifaur er fína efnið sem svífur í vatninu

lucky
Download Presentation

9.5 Árrof

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 9.5 Árrof • Ár flytja með sér mikið magn af bergmylsnu sem þær skila af sér á láglendi eða í sjó. • Aurburður er flutningur á föstu efni með ám • Botnskrið eru stærstu kornin sem skoppa á botninum • Svifaur er fína efnið sem svífur í vatninu • Straumhraði hefur mikil áhrif á flutning sets því meiri hraði þess stærri korn flytjast. • Árnar grafa farvegi, sérstaklega í flóðum. • Skessukatlar eru holur sem myndast í berggrunninn vegna hringiða sem myndast yfir ójöfnum í berggrunninum. Botnskrið Svifaur

  2. Skessuketill • Hringiður myndast yfir holum og skorum í árbotninn. Þessar holur eru jafnan hálf fullar af möl og grjóti sem hringiðurnar hræra í líkt og tröll í potti sínum. Þessi stöðuga hringhreyfing malarinnar slípar innan holurnar þannig að þær verða djúpar, ávalar að innan og kallast skessukatlar. Árrof og landmótun

  3. Landmótun vatnsfalla • Gljúfur og gil myndast einkum þar sem jökulár og dragár falla niður af hálendisbrún. • Þar sem á sker sig í berg myndast fyrst I-laga gljúfur. • Við rof úr börmum gljúfursins verður það smám saman Y-laga. • Áframhaldandi rof gerir gljúfrið V-laga, árbotinn nálgast sjávarmál (rofmörk). • Þegar rofmörkum er náð taka ár að renna í hlykkjum eða bugðum og víkka dalina, myndar dal með \______/- lagi • Stærstu ársléttur jarðar eru hundruða km breiðar.

  4. Landmótun vatnsfalla ungt landslag • Gil og gljúfur myndast fyrst og fremst í vatnavöxtum í dragám og jökulám og mestu gljúfrin í jökulhlaupum. • Með tímanum hrynja gilbarmarnir og farvegurinn verður í laginu eins og bókstafurinn Y og loks eins og bókstafurinn V. • Þegar lengra líður víkkar v-ið og áin myndar sléttlendi sem hún bugðast um. þroskað landslag Ár og landmótun

  5. ungt landslag Dimmugljúfur Merkigil í Skagafirði

  6. Langsnið vatnsfalla • Þroskað langsnið einkennist af því að lítill hluti þess er í mikilli hæð en stór hluti þess á láglendi. Með tímanum hverfa fossar og flúðir úr farveginum. Langsniðið verður eins og breiðbogi. • Hvítá í Borgarfirði er dæmi um slíka á. • Ung langsnið einkennast af því að í þeim er mikill hluti sniðsins á hálendi. Fallið af hálendi niður á láglendi er neðarlega í farveginum. • Þjórsá er dæmi um slíka á.

  7. Landmótun vatnsfalla (frh.) • Bugður í ám stækka með tímanum vegna þess að þar sem áin beygir fer vatnið mishratt. • Í innri hluta beygjunnar er lítill straumhraði og setmyndun verður í ánni • Í ytri hluta beygjunnar er meiri straumhraði og rof verður úr bakka árinnar. • Bugður eru einkenni á “þroskuðu” vatnsfalli. • Þar sem bugður stækka stöðugt getur farið svo að áin skeri sig í gegnum haftið á milli bugðanna og fari að renna stystu leið í gegn. Bugðan verður eftir og er þar með orðin að litlu stöðuvatni sem nefnist bjúgvatn.

  8. Árbugður • Bugður stækka þar sem vatn rennur hraðar yst í bugðu – mæðir þyngra á þeirri hlið • Hægt streymi við innri hlið byggir upp set • Bugðan færist út og stækkar • Ár geta grafið sig í gegnum haft á milli bugða • Bjúgvatn myndast

  9. Landmótun vatnsfalla Þroskað landslag rennslisstefna Þegar áin hefur náð rofmörkum (sjávarmál) þá fer hún að renna í bugðum og víkka dalina. Í framhaldinu getur hún skilið bugðurnar eftir sem bjúgvatn. Landslagið er orðið ,,þroskað“. Ár og landmótun

  10. Bjúgvatn Bugður

  11. þroskað landslag Húseyjarkvísl í Skagafirði Ár og landmótun

  12. Framburður vatnsfalla Aurburður fallvatna er tvennskonar: • Svifaur, fínkorna set sem helst upphrært í árvatninu • Botnskrið, grófkornótt set skoppar eftir botninum. Aurburður vatnsfalla margfaldast við vaxandi straumhraða. Sama gildir um kornastærðir.

  13. Árset • Þegar dregur úr straumhraða stöðvast efnið, það grófasta fyrst. Þannig flokkar áin setið eftir kornastærð. • Árset er lagskipt. Á sama stað í ánni skiptast á fín og gróf lög vegna þess að straumhraðinn er mismunandi, t.d. eftir árstíðum. • Aurkeilur myndast þegar ár setja af sér set þar sem gil opnast út á láglendið. Straumhraðinn minnkar og setið hleðst upp framan við gilið. • Óshólmar byggjast upp þar sem áin rennur í sjóinn Aurkeila Óshólmi

  14. Aurkeilur Ár og lækir sem koma úr giljum setja af sér set þegar halli minnkar

  15. 9.6 Jarðvegur og vindrof • Laus jarðefni á yfirborði sem ekki eru blönduð lífrænum leifum kallast jarðgrunnur. • Þegar jarðgrunnurinn er blandaður lífrænum leifum kallast hann jarðvegur. • Vindrof • Til þess að vindrof verði þarf þurran vind og gróðurvana land. Í roki getur fínasta efnið þyrlast hátt í loft upp, en grófara efni skríður með jörð og myndar skafla í skjóli. Efnið sem er í flutningi rífur það sem fyrir veðrur, gróður og berg. • Jarðvegseyðing • Hefst á því að sár myndast í gróðurþekjuna, en vindur á þá greiðan aðgang að jarðveginum og nær að feykja honum í burtu.

  16. Þykknun jarðvegs • Þegar skoðuð eru jarðvegsnið á Íslandi og borið saman hversu hratt jarðvegur þykknaði fyrir og eftir landnám kemur í ljós að jarðvegsþykknun er mikil eftir að landið kemst í byggð. • Til þess að jarðvegur þykkni þarf að vera uppblástur annarsstaðar. • Þess vegna er þessi aukni þykknunarhraði túlkaður þannig að jarðvegsrof aukist á þessum tíma.

  17. 9.7 Frostverkanir • Íslenskur jarðvegur inniheldur töluvert vatn • Þar sem vatn þenst út við að frjósa myndast bungur í jarðveginum • Jarðvegurinn þiðnar ofanfrá en er lengi að þiðna í gegn þegar það loks gerist hafa rætur í jarðveginum bundið hann þannig að bungurnar falla ekki alveg niður þó frost fari úr jörðu. • Við það að frjósa og þiðna aftur og aftur magnast bungurnar, og þúfur myndast því með tímanum. • Á ógrónu landi myndast melatíglar og melarendur af sömu orsökum þegar aur skríður út frá bungunum.

  18. 9.7 Frostverkanir (frh.) • Þegar frost verkar á jarðveg í halla sér þyngdaraflið til þess að ekki myndast þúfur heldur lávaxnir þúfnagarðar eða stallar þvert á hallann. Þessir stallar kallast paldrar.

  19. Árset • Straumhraði ræður framburðargetu áa • Hann er breytilegur – t.d. eftir árstíðum • Árset er því oftast lagskipt – gróf og fín lög geta skipst á • Lagskipt set – kallast hvarfleir (setið er röndött í sniði)

  20. Aurkeila Þegar áin kemur út úr gilinu sem hún hefur grafið dettur straumhraðinn niður þannig að efnið sest til í mynni gilsins og myndar svokallaða aurkeilu. Ár og landmótun

  21. Áreyrar eru við dragár Ógrónar setbreiður við árbakka

  22. Flutningsgeta vatnsfalla er háð straumhraða. Um leið og hann minnkar falla stærstu kornin til botns. Við árósana þar sem straumhraðinn minnkar fellur fínasta efnið til botns. Áraurar eru við jökulár en áreyrar við dragár Ár og landmótun

  23. Árset Við árósa dettur straumhraðinn niður og þar fellur allt setið til botns. Við það byggjast upp óshólmar sem með tímanum geta skagað talsvert úr. Setið er lagskipt og skáhallandi, fínt efni fellur til í eðlilegu rennsli en í flóðum verða lögin grófari. Ár og landmótun

  24. Malarhjallar-óseyrar Árset er víxl- eða linsulaga set. Setmyndun í áreyri þegar land hefur risið úr sæ. Árósaset. Skálagað set. Þversnið í árósaset. Áin setur efnið af sér í ósnum því þar hægir vatnið mikið á sér og efnið sekkur til botns og hættir að skoppa áfram. Merki um hærri sjávarstöðu..

  25. Malarhjallar Vindheimamelar í Skagafirði. Við hærri sjávarstöðu mynduðust óshólmar sem við finnum nú langt inni í landi og kallast malarhjallar. V Ár og landmótun Óseyri. Skálagað set. Forn fjörður.

  26. Óseyri • Óseyri er tungulaga setmyndun, gerð úr efni sem flust hefur til sjávar eða stöðuvatns með straumvatni og sest til við strönd, aðallega undir vatnsborðinu en að nokkru leyti ofan þess. Á mörgum erlendum tungum er orðið delta notað um óseyri. Það var gríski landfræðingurinn Heródótus, sem fyrstur notaði það orð um þríhyrnt landsvæði, sem áin Níl hefur byggt fram við ósa sína í Miðjarðarhaf. Landsvæðið hefur sömu lögun og gríski bókstafurinn delta. Innan jarðfræðinnar merkir óseyri hins vegar meira en þríhyrnda sléttu við árósa. Sumar óseyrar eru alls ekki þríhyrndar og aðrar sjást alls ekki nema kafað sé undir yfirborð sjávar. Í hverri óseyri takast á annars vegar uppbyggjandi starf árinnar og hins vegar eyðandi öfl sjávarfalla og öldugangs sjávar eða stöðuvatns, sem taka við framburðinum.

  27. Setmyndun við árósa jökuláa breytir strandlínum

  28. Áraurar eru við jökulár Setbreiður við jökulár

  29. Áin fyllir smátt og smátt upp í dalbotna og fjarðarbotna og myndar óshólma eins og sjást á þessari mynd úr Eyjafirði Óseyri- delta - skálagað set

  30. Setmyndun Samanburður á ólagskiptum jökulruðningi og vatnaseti.

  31. Hvarfleir • Framburðargeta er háð straumhraða • Jökulár hafa mjög breytilegan straumhraða • Sumrin: mikið rennsli – mikill straumhraði • Vetur: lítið rennsli – lítill straumhraði • Jökulár hafa því mjög breytilega framburðargetu • Sumrin: ná að bera fram gróft efni (hvörf) • Vetur: fínt grugg (hvörf) • Hvarfleir í Fossvogi • Sumarlög: brún, sandkennd • Vetrarlög: grá, leir Hvarfleir: notað sem tímatal

  32. Hvarfleir Fínkorna setið fellur til á veturna þegar lítið er í jökulánum en grófgerðu lögin á sumrin þegar jökulárnar eru vatnsmiklar. Lag hvers árs er kallað hvarf en setmyndunin í heild hvarfleir. Fornt jökullónaset á Skagafjalli við norðanverðan Dýrafjörð

  33. Fossar • Einkenna ungt landslag • Fossberi – hart berglag sem er undir fossi • Linari lög undir fossbera – það grefur undan fossi og hann helst lóðréttur • Þrír flokkar fossa: • Höggunarfossar – Gullfoss • Roffossar – Dynjandi • Stíflufossar – Goðafoss

  34. Gullfoss Helstu gerðir fossa • Höggunarfossar verða til vegna höggunar (misgengja) og brota í berggrunninum. Öxarárfoss og Gullfoss eru dæmi um höggunarfossa. Gullfoss hefur myndast þar sem tvær misgengissprungur skerast í kross. • Roffossar eru þeir fossar nefndir sem eru eingöngu myndaðir við rof af einhverju tagi. Fossarnir undir Eyjafjöllum eru roffossar sem falla fram af fornum sjávarhömrum. • Stíflufossar eru fossar sem myndast hafa við náttúrulegar stíflur af einhverju tagi t.d. þegar hraunstraumur rennur þvert yfir árfarveg eða eftir honum. Goðafoss er stíflufoss sem myndaðist þegar hraun rann niður Bárðardal. Skógafoss Goðafoss Ár og landmótun

  35. Höggunarfossar • Öxarárfoss er gott dæmi um höggunarfoss (jafnvel þótt hann sé manngerður). Þar rennur Öxará framaf misgengisstalli. • Gullfoss er heldur flóknara dæmi. Hann er flokkaður í bókinni sem höggunarfoss vegna þess að stefna hans ákvarðast af sprungum. Hins vegar hefur áin (Hvítá) rofið sig í þessar sprungur. Því má velta því fyrir sér hvort ekki mætti flokka fossin sem roffoss líka?

  36. Höggunarfossar • Myndast vegna höggunar og brota í berggrunni • Rek jarðskorpufleka myndar sprungur og misgengisstalla • Gullfoss, Öxarárfoss

  37. Roffossar • Roffossar eru myndaðir við rof. Oftast er það áin sjálf sem stendur fyrir þessu rofi. • Oft eru fossberinn úr hörðum hraunlögum en lin lög grafast undan og fossberinn hrynur smám saman. • Margir roffossar falla af sjávarhömrum. Þá er rofstallurinn myndaður við sjávarrof. Skógarfoss og Seljalandsfoss eru slík dæmi.

  38. Roffossar • Rof árinnar og mishörð lög í berggrunni • Algengir í elstu hlutum landsins • Blágrýti og gjóskulög til skiptis • Skógarfoss • Dynjandi

  39. Dynjandi – roffoss

  40. Stíflufossar • Stíflufossar myndast þegar árfarvegur stíflast af náttúrulegum ástæðum. • Oftast er það hraun sem rennur í farveginn og stíflar hann enda eru stíflufossa einnig stundum nefndir hraunfossar. • Goðafoss í Skjálfandafljóti er dæmi um stíflufoss.

  41. Stíflufossar • Einnig nefndir hraunfossar • Myndaðir við náttúrulegar stíflur • Skriður • Hraunstraumur rennur þvert á árfarveg eða eftir honum • Goðafoss

More Related