80 likes | 184 Views
Framtíðarsýn í öldrunarþjónustu. Sjónarmið Þroskahjálpar Friðrik Sigurðsson. Hvernig skilgreinum við öldrun. Er öldrun : Það að hafa lifað hér á jarðarkringlunni í ákveðinn árafjölda? Ákveðið ástand óháð lífaldri? Uppsöfnun reynslu? Annmarki á því að lifa svokölluðu eðlilegu lífi?.
E N D
Framtíðarsýn í öldrunarþjónustu Sjónarmið Þroskahjálpar Friðrik Sigurðsson
Hvernig skilgreinum við öldrun • Er öldrun: • Það að hafa lifað hér á jarðarkringlunni í ákveðinn árafjölda? • Ákveðið ástand óháð lífaldri? • Uppsöfnun reynslu? • Annmarki á því að lifa svokölluðu eðlilegu lífi?
Hvernig skilgreinum við öldrun • Er öldrun etv. allt þetta og mikið meira eftir persónu hvers og eins?
Meðal ævilengd fólks með Down’s heilkenni í Svíþjóð • Aldamótin 1900 – 4 ár • Á sjötta áratugnum – 15 ár • Á áttunda áratugnum – 35 ár • Aldamótin 2000 – 60 ár
Stefnuskrá Þroskahjálpar 1997 Landssamtökin Þroskahjálp gera þá kröfu að aldraðir með fötlun: • geti sem lengst búið við eðlilegar heimilisaðstæður • geti, ef þörf er á og þeir sjálfir óska, fengið stofnanaþjónustu á litlum persónulegum heimiliseiningum í heimabyggð sinni • skuli eftir því sem möguleikar þeirra leyfa ráðstafa sjálfir lífeyri sínum og eignum.
Stefnuskrá Þroskahjálpar 1997 • geti fengið öldrunarþjónustu þegar fagleg úttekt á heilsufari þeirra og félagslegri stöðu bendir til að þörf sé a slíkri þjónustu. Ekki sé því einvörðungu miðað við þröng aldursmörk í þeim efnum. • fái öldrunarþjónustu sem viðbót við þá þjónustu sem þeir hafa fengi og þarfnast vegna fötlunar
Stefna Þroskahjálpar 2003 Allir eiga rétt á að njóta efri áranna með reisn
Stefna Þroskahjálpar 2003 • Það er réttur allra manna að búa við öryggi á efri árum og geta notið þeirra áhyggjulaust. • Tryggja þarf nána samvinnu félags- og heilbrigðiskerfis og sameiginlega ábyrgð svo þjónusta við aldrað fólk taki alltaf mið af öllum þörfum þess • Þjónusta við aldrað fólk sem býr við fötlun skal vera fjölbreytt og miðuð við þarfir hvers og eins