120 likes | 347 Views
Setningafræðihugtök. Tekið er mið af Handbók um málfræði eftir Höskuld Þráinsson (1995). Námsgagnastofnun, Reykjavík. Kafli 4: Setningafræði, bls 259- 282. Setningafræðihugtök I. Setning/setningarliður (-hluti) Aðalsetning Fallstjórnandi Aðalorð (kjarni) Ákvæðisorð (ákvæðisliður)
E N D
Setningafræðihugtök Tekið er mið af Handbók um málfræði eftir Höskuld Þráinsson (1995). Námsgagnastofnun, Reykjavík. Kafli 4: Setningafræði, bls 259- 282.
Setningafræðihugtök I • Setning/setningarliður (-hluti) • Aðalsetning • Fallstjórnandi • Aðalorð (kjarni) • Ákvæðisorð (ákvæðisliður) • Fylliliður • Sambeyging • Orðflokkar (no/fn/lo/so/ao/fs/st) • Áhrifssagnir og andlög • Áhrifslausar og ósjálfstæðar sagnir og sagnfyllingar • Viðurlög, einkunnir og eignar-fallseinkunnir • Frumlag, frumlagsígildi, auka-fallsfrumlag
Setningafræðihugtök 2 • Aukasetning: • Atvikssetning • Tilvísunarsetning • Fallsetning • Samtenging, skýringartenging • Spurnaratviksorð • Spurnarfornafn • Nafnháttarsetning • Sjálfgefin orðaröð • Breytt orðaröð
Setningafræðihugtökskilgreiningar 1 • Setning: • Orðasamband sem inniheldur hið minnsta eina aðalsögn og oftast líka frumlag. Að auki geta komið til fjölmargir aðrir liðir. Dæmi: Kallinn lést á sjúkrahúsi í gær. [Frl] [so] • Setningarliður: • Eftir gerð skiptast setningarliðir í: Nl (aðalorð: no eða fn) Sl (aðalorð: so) Ll (aðalorð: lo) Al (aðalorð: ao) Fl (aðalorð: fs)
Setningafræðihugtökskilgreiningar 2 • Ákvæðisorð • Ákvæðisorð eru þau orð kölluð sem standa með öðrum orðumog kveða nánar á um þau (einkenni þeirra) eða segja nánar til um hvað við er átt. Þau sambeygjast yfirleitt aðalorðinu sem þau standa með ef þau eru fallorð. Sigrún keypti gulan bíl Hún á þennan hvolp Hver setti þetta ofsalega ljóta hárband í töskuna mína? Fasttengd ákvæðisorð kallast einkunnir en laustengd kallast viðurlög.
Setningafræðihugtökskilgreiningar 3 • Fylliliðir: Fylliliður: Hugtak sem nær yfir liði sem fylgja aðalorði setningarliðs. Ef fylliliður er fallorð (Nl) stjórnar aðalorðið falli hans. Andlög sagna teljast fylliliðir þeirra og það gera líka aðrir liðir sem so. krefjast að fylgi þeim, t.d. Fl og Al. Fs. taka með sér fylliliði og stjórna falli á þeim og það geta lo. einnig gert og jafnvel no. Hún spurði margs [NL er f. með sögn] Hún spurði um margt [Fl með so.] Hann er líkur Jóni [Nl með lo.] Hann er hræddur við hunda [Fl með lo.]
Setningafræðihugtökskilgreiningar 4 • Nafnliðir (Nl): Nl hafa no. eða fn. sem aðalorð og geta t.d. gegnt hlutverki frumlags eða andlags eða staðið með for-setningu. Ákvæðisorð aðalorðsins telst hluti af Nl og fylliliður sömu-leiðis. Ég keypti skemmtilega bók áðan Þetta borð er ónýtt Hann er í skítugum skóm Páll er bróðir Heimis
Setningafræðihugtökskilgreiningar 5 • Lýsingarliðir (Ll): Höfuð: Lýsingarorð, getur tekið ákvæðisorð og fylliorð (ao. og no.) Dæmi: • Hún er [skemmtileg] lo. • Þú ert [mjög fallegur] ao.+lo. • Mér finnst hann [líkur Jóni] lo.+no
Setningafræðihugtökskilgreiningar 6 Höfuð: Sagnorð og það sem því fylgir= fylliliðir þess. Dæmi: • Stelpan [faðmaði barnið] Hann [gaf mér bókina] Hann [heitir Gummi] Við [lærum mikið heima]
Setningafræðihugtökskilgreiningar 7 • Höfuð: Forsetning ásamt þeim orðum sem hún stýrir falli á. Nafnorð fylgir nær ævinlega forsetningu og fall þess stýrist af henni: [um hest] / [frá hesti] / [til hests] Dæmi: • Komdu [á morgun] • Förum [til Frakklands] • Ég sæki þig [á bílnum]
Setningafræðihugtökskilgreiningar 8 • Höfuð: Oft eitt atviksorð. Atviksorðinu getur fylgt annað atviksorð til nánari fyllingar: Dæmi: • Hún syngur [afar vel] • Atviksorð einkenna mest sagnir: syngur [vel], kemur [oft], fer [út], er [úti]. • Áhersluatviksorð herða eða draga úr merkingu lýsingar-orða: [afar] fallegur, [geysilega] virðulegur.
Greindu aðalsetningar og aukasetn-ingar í eftirfarandi málsgreinum og afmarkaðu nákvæmlega setningarliði: Í nótt struku allir hestarnir úr girðingunni. S¹ Sjálfgefin orðaröð: [Allir hestarnir] [struku] [úr girðingunni] [ í nótt]. [Hann sagði] [að veðrið væri mjög gott]. S¹ Fallsetning (andlag) [Hann kom ekki í skólann] [af því að hann var S¹ S²=Al veikur]. [Konan [sem gisti hjá okkur í nótt] er farin aftur S²=Nl (tilvísunarsetning) heim]. Héldu þeir síðan leiðar sinnar án frekari tafar. S¹ Sjálfgefin orðaröð: [Þeir] [héldu síðan leiðar sinnar] [án frekari tafar]. [Ég kem] [þegar ég má vera að]. S¹ S²=Al (tíðarsetning) [Hann gleymdi öllu] [eins og ég bjóst við]. S¹ S²=Al