160 likes | 321 Views
Um Evrópu-rétt og Evrópu-rangt. ...eða... Hvernig hægt er að klúðra innleiðingu evrópskra tilskipana í íslenskan rétt. Guðrún Rögnvaldardóttir. Heiti rannsóknar:. Staðlar og stjórnsýsla: Framkvæmd „Nýju aðferðarinnar“ á Íslandi.
E N D
Um Evrópu-rétt og Evrópu-rangt ...eða... Hvernig hægt er að klúðra innleiðingu evrópskra tilskipana í íslenskan rétt. Guðrún Rögnvaldardóttir
Heiti rannsóknar: • Staðlar og stjórnsýsla: Framkvæmd „Nýju aðferðarinnar“ á Íslandi. • MPA ritgerð undir handleiðslu Baldurs Þórhallssonar prófessors, vorið 2006.
„Nýja aðferðin“ (1) • Ráðherraráð ESB samþykkti árið 1985 svokallaða „Nýja aðferð” við samræm-ingu tæknilegra reglna aðildarríkjanna, í þeim tilgangi að draga úr tæknilegum viðskiptahindrunum. • Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 er Ísland einnig þátttakandi í þessu regluverki.
„Nýja aðferðin“ (2) • Í Nýju aðferðinni felst að settar eru tilskipanir um tiltekna vöruflokka, þar sem eingöngu eru settar fram nauðsyn-legar grunnkröfur sem varða öryggi og heilbrigði manna og dýra, umhverfis-vernd og neytendavernd og sambæri-lega hluti.
„Nýja aðferðin“ (3) • Það er síðan látið í hendur evrópskra staðlasamtaka (CEN, CENELEC, ETSI) að útfæra þessar kröfur nánar í samræmdum evrópskum stöðlum, sem teknir eru upp sem landsstaðlar í öllum aðildarlöndum ESB (og EES). • Staðlarnir eru valfrjálsir.
„Nýja aðferðin“ (4) • Stjórnvöld verða að viðurkenna að vörur sem uppfylla ákvæði þessara samræmdu staðla uppfylli grunnkröfur tilskipunar. • Tilvísanir í staðla eru birtar (sem viðauki við tilskipun) í Stjórnartíðindum ESB. Tilvísanir í samsvarandi landsstaðla ber að birta í hverju landi fyrir sig.
„Nýja aðferðin“ (5) • Nýaðferðar-tilskipanirnar eru nú 22 talsins. (Dæmi: leikföng, vélar, lyftur, gastæki, raftæki, skemmtibátar o.fl.). • Þessar vörur skulu merktar CE-merkinu. • Vara sem uppfyllir kröfur samræmdra staðla er talin vera í samræmi við lög og reglur á öllu EES („fyrirfram ætlað samræmi“).
Rannsóknarspurningar • Hvernig er staðið að innleiðingu „Nýju aðferðarinnar“ í íslenskan rétt? • Er framkvæmd hennar fullnægjandi til að markmiðunum sé náð?
Rannsóknin • Allar nýaðferðar-tilskipanir skoðaðar: • Hvernig eru þær innleiddar í íslenskan rétt? (www.eftasurv.int, www.althingi.is, www.reglugerd.is, www.ees.is o.fl.) • Eru ákvæði um samræmi við staðla innleidd á réttan hátt? • Eru tilvísanir í íslenska staðla birtar?
Vandkvæði í upplýsingaleit • Upplýsingar á vef ESA eru í yfir helmingi tilvika úreltar, ófullnægjandi eða rangar. • Ekki er allar reglugerðir að finna á www.reglugerd.is. • Ófullnægjandi þekking á þessum málum innan stjórnsýslunnar.
Niðurstöður • Samkvæmt upplýsingum ESA hefur 21 af þessum 22 tilskipunum verið innleidd í íslenskan rétt. • Samkvæmt minni rannsókn er aðeins ein tilskipun af þessum 22 innleidd og framkvæmd á þann hátt að framleiðandi vöru getur treyst því að fyrirfram ætlað samræmi gildi.
Annmarkar (1) • Ákvæði reglugerðar fullnægjandi en birt-ing vísana til íslenskra staðla, sem hún kveður á um, hefur ekki farið fram (3). • Listi yfir íslenska staðla birtur, en ekki uppfærður frá 1995 (1). • Reglugerð vísar ekki til íslenskra staðla, aðeins samræmdra (Evrópu)staðla (5).
Annmarkar (2) • Engin ákvæði í lögum eða reglugerð um að innlend stjórnvöld skuli birta tilvísanir í viðeigandi (innlenda) staðla (6). • Reglugerð vantar, og lög sem sögð eru innleiða tilskipunina innihalda engin ákvæði um samræmi við staðla (1).
Annmarkar (3) • Tilskipun innleidd með tilvísunaraðferð (með reglugerð) en ekki umritunar-aðferð, sem ekki getur talist fullnægj-andi (1). • Reglugerð inniheldur engin ákvæði um samræmi við staðla (2). • Fleiri tilbrigði.....
Skýringar • Smæð stjórnsýslunnar: innleiðing allra EES-gerða var (og er) gríðarlegt verk. • Lítil hefð fyrir stöðlun, veikburða framleiðsluiðnaður. • Lítill þrýstingur af hálfu iðnaðarins á stjórnvöld að standa rétt að málum. • Ekki forgangsmál í ráðuneytum.
Úrbætur • Lagfæra reglugerðir og tryggja birtingu tilvísana í staðla á réttan og aðgengi-legan hátt. • Auka þekkingu innan stjórnsýslunnar á markmiðum og beitingu Nýju aðferðar-innar. • Virkja hagsmunaaðila til að skapa þrýst-ing á stjórnvöld.