260 likes | 499 Views
Hagfræðisetur Háskólans í Reykjavík. Fjármálageirinn á Íslandi. Ólafur Ísleifsson Erindi á stofnfundi samtaka fjármálafyrirtækja, 7. nóvember 2006. Inngangur.
E N D
Hagfræðisetur Háskólans í Reykjavík Fjármálageirinn á Íslandi Ólafur Ísleifsson Erindi á stofnfundi samtaka fjármálafyrirtækja, 7. nóvember 2006
Inngangur • Fjármálageirinn hefur á örfáum árum tekið stakkaskiptum og má nú telja meðal burðarása í íslensku viðskipta- og efnahagslífi. • Erindið er byggt greinargerð, sem unnin var að beiðni Samtaka fjármálafyrirtækja, með það að markmiði varpa ljósi á umfang greinarinnar og framlag til þjóðarbúsins. • Greinargerðin var unnin af Katrínu Ólafsdóttur og Ólafi Ísleifssyni, sem hafði forystu fyrir verkefninu, lektorum við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, með aðstoð Sigurðar Guðjóns Gíslasonar, nemanda við viðskiptadeild HR.
Efnisyfirlit • Inngangur. • Hraður vöxtur í fjármála- og trygginga- geiranum og verðmætasköpun í þjóðar-búskapnum. • Tenging við alþjóðlegan markað. • Mannafli í geiranum og launagreiðslur. • Skattgreiðslur til ríkis og sveitarfélaga. • Horft fram á veginn.
Vöxtur fjármálaþjónustu 1996 – 2005í samanburði við nokkrar atvinnugreinar og landsframleiðslu
Vöxtur fjármálaþjónustu 1973 – 2005 í samanburði við nokkrar atvinnugreinar og landsframleiðslu
Dæmi um stórfelldar breytingar á íslensku fjármálakerfi á umliðnum árum: Bankarnir • Efnahagsreikningur bankanna hefur meira en sjöfaldast frá 2002. • Heildareignir bankanna þriggja eru um 7.700 milljarðar króna sem svarar til ríflega sjöfaldrar landsframleiðslu. • Eigið fé bankanna þriggja er um 530 milljarðar króna sem samsvarar helmingi landsframleiðslunnar. Árið 2000 var þetta hlutfall um 7%.
Rekstrartekjur fjármálafyrirtækja 2000-2005(í milljörðum króna)
Eigið fé og eignir fjármálafyrirtækja 2000-2005(í milljörðum króna)
Hagnaður fjármálafyrirtækja eftir skatta 2000-2006 (í milljörðum króna)
Samhliða hröðum vexti og þrátt fyrir miklar sveiflur í gengi krónunnar hefur viðskiptabönkum tekist að viðhalda háu eiginfjárhlutfalli 2003-2006
Framlag fjármálageirans til landsframleiðsluí samanburði við framlag sjávarútvegs og stóriðju 1997-2005(tölur ársins 2005 eru áætlaðar)
Framlag fjármálageirans til hagvaxtar síðustu fimm ár 2001-2005 • Skv. tölum Hagstofu jókst landsframleiðsla um 19,1% á tímabilinu að raungildi, sem er hagvöxtur tímabilsins. • Á sama tíma óx fjármálageirinn um 85,7%. • Ef miðað er við meðalhlutdeild fjármálageira 7,7% á tímabilinu (skv. tölum Hagstofu) má rekja ríflega þriðjung hagvaxtarins til uppgangs fjármálageirans.
Framlag fjármálageirans til hagvaxtar síðustu fimm ár 2001-2005
Framlag fjármálageirans til landsframleiðslu í nokkrum ríkjum 2004
Útrás íslenskra viðskiptabanka • Bankarnir starfa á alþjóðlegum vettvangi og líta á sig sem evrópska banka. • Um helmingur starfmanna bankanna starfar á erlendri grundu. • Ríflega helmingur tekna bankanna kemur erlendis frá. • Íslenskir bankar vaxa hraðar en aðrir bankar um þessar mundir.
Útrás bankanna • Íslenskir viðskiptabankar hafa komið sér upp starfsstöðvum í flestum löndum Vestur–Evrópu, Banda-ríkjunum og Kanada. • Skrifstofur í erlendum borgum, t.d. í Lundúnum, Lúxemborg og Kaupmannahöfn. • Kaup á bönkum og verðbréfafyrirtækjum. Nokkur dæmi: • FIH í Danmörku. • JP Nordiska, nú Kaupthing Bank Sweden í Svíþjóð. • Singer and Friedlander í Bretlandi. • BNbank í Bretlandi. • Teather & Greenwood í Bretlandi. • Kepler Equities í Frakklandi.
Fjöldi starfsmanna í fjármálageiranum • Um 4% þeirra sem eru á vinnumarkaði starfa í fjármálageiranum* samkvæmt upplýsingum Hagstofu. Hlutfall þetta var 3,5% á árinu 1998. • Um 5% kvenna á vinnumarkaði starfa í fjármálageiranum samanborið við 2,5% karla. • Hlutdeild kvenna í fjármálageiranum er því töluvert meiri en hlutdeild karla. * Með fjármálageira er hér átt við atvinnugreinar 65, 66 og 67 samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands.
Fjölgun starfa í fjármálageiranum • Fjölgun starfa í fjármálageiranum frá 1998 til 2005 er tvöfalt meiri en í störfum almennt á vinnumarkaði, eða 28% samanborið við 13% fjölgun starfa í heild samkvæmt upplýsingum Hagstofu. • Fjöldi starfsmanna fjármálafyrirtækja* var um 6.900 á árinu 2005 og hefur fjölgað til muna á þessu ári. Þannig hafa viðskiptabankarnir þrír bætt við sig nálægt 900 starfsmönnum frá áramótum til loka september. * Með fjármálafyrirtækjum er hér átt við viðskiptabanka (3), sparisjóði ásamt Sparisjóðabankanum, fjárfestingarbanka (3), tryggingafélög (3) og eignaleigur (2).
Laun starfsmanna í fjármálageiranum eru hærri en laun almennt • Hlutdeild starfsmanna í fjármálageiranum* er um 4%, en launatekjur starfsmanna í geiranum eru ríflega 6%. • Sífellt fleiri starfsmenn fjármálafyrirtækja eru með háskólamenntun. Samkvæmt könnunum SÍB var 11% félaga með háskólamenntun á árinu 1996, en talan var komin í 35% á árinu 2004. Hlutfallið hefur farið hækkandi frá þeim tíma og fer væntanlega yfir 50% fyrr en varir. * Með fjármálageira er hér átt við atvinnugreinar 65, 66 og 67 samkvæmt atvinnugreina-flokkun Hagstofu Íslands.
Álagning tekjuskatts lögaðila 2005 Heildarálagning 2005 var um 35 milljarðar.
Tekjuskattar fjármálafyrirtækja • Tekjuskattar viðskiptabankanna þriggja vegna ársins 2005 voru rúmlega 11 milljarðar króna. Ætla má að fjármálafyrirtækin í heild greiði um 15 milljarða í tekjuskatt lögaðila. • Þetta jafngildir ríflega 10% af heildarútgjöldum ríkissjóðs á þessu ári. • Heildarálagning tekjuskatts lögaðila vegna ársins 2005 er 35 milljarðar króna. Fjármálageirinn í heild greiðir því yfir 40% af tekjuskatti lögaðila. Aðrir greiðendur tekjuskatts greiða að meðaltali 1,5 milljón króna hver. • Þar sem hagnaður bankanna fyrstu níu mánuði þessa árs er meiri en allt árið í fyrra má búast við að skattgreiðslur fjármálafyrirtækjanna verði enn meiri á næsta ári.
Skattar af launatekjum starfsmanna • Fyrirtækin greiða einnig tryggingagjald af launatekjum. Gera má ráð fyrir að fjármála-fyrirtæki hafi greitt um 2 milljarða í trygginga-gjald vegna ársins 2005. • Starfsmenn fjármálafyrirtækja greiða tekjuskatt af sínum tekjum og má ætla að tekjur ríkis og sveitarfélaga af tekjuskatti einstaklinga og útsvari vegna launagreiðslna þeirra hafi numið 8 milljörðum króna vegna ársins 2005.
Skattgreiðslur fjármálafyrirtækja í heild • Stærstu tekjustofnar ríkis og sveitarfélaga af starfsemi fjármálafyrirtækja eru tekjuskattur lögaðila og einstaklinga, útsvar og tryggingagjald. • Til viðbótar má telja t.d. virðisaukaskatt af hluta af starfsemi fjármálafyrirtækja og fjármagnstekjuskatt sem greiddir eru af eigendum fjármálafyrirtækja. • Heildarskatttekjur hins opinbera af starfsemi fjár-málafyrirtækja gætu því legið á bilinu 30-35 milljarðar króna eða ríflega 8% af öllum skatttekjum ríkis og sveitarfélaga.
Horfur framundan • Fjármálaþjónusta er í eðli sínu alþjóðleg starfsemi og með auknu frjálsræði í viðskiptum víkkar hugsanlegt starfssvæði fyrirtækjanna. • Starfsemin byggist á fyrst og fremst á mannauði en ekki náttúruauðlindum eða fjárfestingu í fastafjármunum. • Ekki sýnist ástæða til að ætla annað en fjármálaþjónusta haldi áfram að vaxa á komandi árum. • Nefnd skipuð af forsætisráðherra mun kynna hugmyndir til að efla alþjóðlega fjármálaþjónustu hér á landi síðar í þessari viku.
Útrásin ekki á enda • Gera má ráð fyrir að íslensk fyrirtæki muni halda áfram að færa út kvíarnar erlendis. • Á sama hátt er líklegt að erlend fyrirtæki taki að hasla sér völl á íslenskum markaði. • Sýnist þess vegna mega búast við að fjármálageirinn stuðli áfram að hagsæld og velmegun á komandi tímum.