140 likes | 286 Views
Hagkvæmt gjaldmiðlasvæði Hve smátt er of smátt?. Afmælisráðstefna Fjármálatíðinda 18. – 19. nóvember 2004 Arnór Sighvatsson. Umræðan til þessa. Hver er kostnaður þess að fórna sjálfstæðri peningastefnu? Samsvörum hagsveiflunnar við hagsveiflu evrusvæðisins eða annarra viðskiptalanda
E N D
Hagkvæmt gjaldmiðlasvæðiHve smátt er of smátt? Afmælisráðstefna Fjármálatíðinda 18. – 19. nóvember 2004 Arnór Sighvatsson
Umræðan til þessa • Hver er kostnaður þess að fórna sjálfstæðri peningastefnu? • Samsvörum hagsveiflunnar við hagsveiflu evrusvæðisins eða annarra viðskiptalanda • Sveigjanleiki á vinnumarkaði. • Hver er ávinningur gjaldmiðlasamruna? • Viðskiptakostnaður og vaxtamunur við útlönd • Niðurstaða • Sérstakir skellir • Sveigjanleiki nokkur en ekki nægur • Landið ekki opnara en gengur og gerist viðsskiptakostnaður ekki stórvandamál – vaxtamunur?
Í hnotskurn • Er míkróhagfræðilegur ávinningur þess að ganga í gjaldmiðlabandalag nægilega mikill til að réttlæta að þjóðhagslegum ávinningi sjálfstæðrar peningastefnu sé fórnað? • Í hverju felst míkróhagfræðilegur ávinningur? • Er rétt að gefa sér að þjóðhagslegur ávinningur sé af sjálfstæðri peningastefnu?
Míkróhagfræðilegur ávinningur gjaldmiðlasamruna • Hefðbundin nálgun • Beinn viðskiptakostnaður af því að höndla með marga gjaldmiðla – eykst í hlutfalli við utanríkisviðskipti • Vaxtamunur • Hið þríeini gildi gjaldmiðla... • Viðskiptamiðill (medium of exchange) • Reikningseining (unit of account) • Tæki til að varðveita gildi (store of value) • ...eykst eftir því sem fleiri nota gjaldmiðil
Míkróhagfræðilegur ávinningur gjaldmiðlasamruna • Þjóðarbúskapurinn er flókinn og víðfeðmur vefur samninga • Margir gjaldmiðlar auka samningsóvissu • Samningsóvissa hefur áhrif á hverskonar samningar eru gerðir • Viðleitni til að draga úr óvissunni kann að leiða til óhagkvæmari samninga en völ væri á ef óvissan væri ekki fyrir hendi
Áhrif samningsóvissu... • Fjárfestingarákvarðanir • Sveiflur í gengi letja fjárfestingu yfir landamæri • Raungengi sveiflast meira milli gjaldmiðlasvæða en innan þeirra • Ákvörðun um utanríkisviðskipti • Sveiflur í gengi geta kippt fótunum undan útrás innlendra fyrirtækja og innrás erlendra • Hagnýting stærðarhagkvæmni • Sterkar vísbendingar um að sjálfstæður gjaldmiðill dragi úr utanríkisviðskiptum • Ef gjaldmiðlabandalag eykur utanríkisviðskipti eru takmörkuð utanríkisviðskipti ekki rök fyrir því að viðskiptakostnaður sé hlutfallslega lítill.
Áhrif samningsóvissu... • Ráðstöfun sparnaðar yfir rúm og tíma • Hvers vegna er sterk fylgni milli þjóðhagslegs sparnaðar og fjárfestingar? • Fjárfestingartækifæri í smáríki óreglulegri en sparnaður • Ráðstöfun tekna yfir rúm og tíma • Gengissveiflur hindra einstaklinga sem vilja verja tekjum sínum í öðru landi en þeir afla þeirra
Ályktun • Smæð gjaldmiðlasvæðis leiðir til velferðartaps af ýmsum toga. • Gengi gjaldmiðils hefur mikil áhrif á hlutfallslegt verð stórs hluta vöru og þjónustu í litlu opnu hagkerfi. Því er tæpast ástæða er til að ætla að míkróhagfræðilegur kostnaður gengisóvissu sé til muna minni en kostnaður af óstöðugri verðbólgu. • Mikilvægasta velferðartapið felst líklega í þeirri viðskiptahindrun sem felst í samnings-/gengisóvissu og leiðir til minni utanríkis-viðskipta en ella væri hagkvæmt.
Þjóðhagslegur ávinningur sjálfstæðrar peningastefnu • Stuðla að minni sveiflum í ráðstöfunartekjum, atvinnu og einkaneyslu • Eru empírískar vísbendingar um að sveiflur innan smærri gjaldmiðlasvæða séu minni en sveiflur á svæðum á svæðum af sambærilegri stærð inna stærri gjaldmiðlabandalaga? • Niðurstöður oftast gefnar • Er raunhæft að það takist að öllu jöfnu að draga úr sveiflum í einkaneyslu sem sérstakir skellir hafa í för með sér?
Sjálfstæð peningastefna eða hreyfanleiki framleiðsluþátta • Mundell (1961): • Rökin fyrir sveigjanlegu gengi gjaldmiðla eru aðeins gild að því marki sem forsenda hins Ríkardíska milliríkjaviðskiptalíkans á við, þ.e.a.s. að framleiðsluþættir séu hreyfanlegir innan lands en óhreyfanlegir milli landa • Umræðan til þessa • Er sveigjanleiki á vinnumarkaði nægur til þess að ekki þurfi að grípa til gegnisaðlögunar? • Samanburðarrök • Hvað um hreyfanleika fjármagns? • Mundell (1973): Capricorn og Cancer • Sameiginlegur gjaldmiðill auðveldar löndum að jafna sveiflur vegna sérstakra skella – alþjóðleg áhættujöfnun (risk sharing)
Vandamál hagstjórnar í smáríkjum? • Hröð áhrif gengisbreytinga á verðlag • Gagnrök: Ísland ekki eins opið og ætla mætti • En áhrif gengis á VNV afar hröð • Lítil innlend samkeppni • Gjaldmiðla og gjaldeyriskreppur samtvinnaðar • Gengisaðlögun veldur samdrætti (Mishkin) • Ákvarðast verðmyndum á gjaldeyrismarkaði af undirliggjandi efnahagsþróun? • Eða hafa fjármagnshreyfingar áhrif á efnahagsþróunina • Mundell (1961): Gjaldmiðlasvæði má ekki vera svo lítið að einn markaðsaðili geti haft umtalsverð áhrif á gengi gjaldmiðilsins. • Ef ekki erfitt að sjá fyrir gengisþróun erfitt að reka framsýna peningastefnu með verðbólgumarkmiði.
Verðbólguspár Seðlabankans: spáskekkjur og frávik meðalgengis yfir spátímabilið frá gengi á spádegi Heimild: Seðlabanki Íslands.
Ábati Míkróhagfræði-legur ábati gjaldmiðla-bandalags Þjóðhagslegur ábati sjálfstæðrar peningastefnu 0 Stærð Ábati og kostnaður gjaldmiðla-samruna
Niðurstaða • Sjónarhorn umræðunnar um hugsanlega aðild að gjaldmiðlabandalagi hefur verið of þröngt • Ýmsum hliðum míkró-kostnaðar hefur verið lítill gaumur gefinn • Gengið útfrá því að fremur lítil utanríkisviðskipti sýni að míkró-kostnaður óstöðugs gengis sé lítill, þótt sterk rök bendi til hins gagnstæða – að gjaldmiðill sé viðskiptahindrun • Gengið útfrá því að sveigjanlegt gengi geti jafnað út sveiflur í einkaneyslu • Horft fram hjá hugsanlegum áhrifum óstöðugs gengis á fjármálalega stöðugleika • Athyglinni þarf að beina frá reikniæfingum um hagnað af minni vaxtamun og að því hvort sjálfstæð peningastefna og sveigjanlegt gengi geti skilað raunverulegum ávinningi.