1 / 14

Hagkvæmt gjaldmiðlasvæði Hve smátt er of smátt?

Hagkvæmt gjaldmiðlasvæði Hve smátt er of smátt?. Afmælisráðstefna Fjármálatíðinda 18. – 19. nóvember 2004 Arnór Sighvatsson. Umræðan til þessa. Hver er kostnaður þess að fórna sjálfstæðri peningastefnu? Samsvörum hagsveiflunnar við hagsveiflu evrusvæðisins eða annarra viðskiptalanda

marci
Download Presentation

Hagkvæmt gjaldmiðlasvæði Hve smátt er of smátt?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hagkvæmt gjaldmiðlasvæðiHve smátt er of smátt? Afmælisráðstefna Fjármálatíðinda 18. – 19. nóvember 2004 Arnór Sighvatsson

  2. Umræðan til þessa • Hver er kostnaður þess að fórna sjálfstæðri peningastefnu? • Samsvörum hagsveiflunnar við hagsveiflu evrusvæðisins eða annarra viðskiptalanda • Sveigjanleiki á vinnumarkaði. • Hver er ávinningur gjaldmiðlasamruna? • Viðskiptakostnaður og vaxtamunur við útlönd • Niðurstaða • Sérstakir skellir • Sveigjanleiki nokkur en ekki nægur • Landið ekki opnara en gengur og gerist  viðsskiptakostnaður ekki stórvandamál – vaxtamunur?

  3. Í hnotskurn • Er míkróhagfræðilegur ávinningur þess að ganga í gjaldmiðlabandalag nægilega mikill til að réttlæta að þjóðhagslegum ávinningi sjálfstæðrar peningastefnu sé fórnað? • Í hverju felst míkróhagfræðilegur ávinningur? • Er rétt að gefa sér að þjóðhagslegur ávinningur sé af sjálfstæðri peningastefnu?

  4. Míkróhagfræðilegur ávinningur gjaldmiðlasamruna • Hefðbundin nálgun • Beinn viðskiptakostnaður af því að höndla með marga gjaldmiðla – eykst í hlutfalli við utanríkisviðskipti • Vaxtamunur • Hið þríeini gildi gjaldmiðla... • Viðskiptamiðill (medium of exchange) • Reikningseining (unit of account) • Tæki til að varðveita gildi (store of value) • ...eykst eftir því sem fleiri nota gjaldmiðil

  5. Míkróhagfræðilegur ávinningur gjaldmiðlasamruna • Þjóðarbúskapurinn er flókinn og víðfeðmur vefur samninga • Margir gjaldmiðlar auka samningsóvissu • Samningsóvissa hefur áhrif á hverskonar samningar eru gerðir • Viðleitni til að draga úr óvissunni kann að leiða til óhagkvæmari samninga en völ væri á ef óvissan væri ekki fyrir hendi

  6. Áhrif samningsóvissu... • Fjárfestingarákvarðanir • Sveiflur í gengi letja fjárfestingu yfir landamæri • Raungengi sveiflast meira milli gjaldmiðlasvæða en innan þeirra • Ákvörðun um utanríkisviðskipti • Sveiflur í gengi geta kippt fótunum undan útrás innlendra fyrirtækja og innrás erlendra • Hagnýting stærðarhagkvæmni • Sterkar vísbendingar um að sjálfstæður gjaldmiðill dragi úr utanríkisviðskiptum • Ef gjaldmiðlabandalag eykur utanríkisviðskipti eru takmörkuð utanríkisviðskipti ekki rök fyrir því að viðskiptakostnaður sé hlutfallslega lítill.

  7. Áhrif samningsóvissu... • Ráðstöfun sparnaðar yfir rúm og tíma • Hvers vegna er sterk fylgni milli þjóðhagslegs sparnaðar og fjárfestingar? • Fjárfestingartækifæri í smáríki óreglulegri en sparnaður • Ráðstöfun tekna yfir rúm og tíma • Gengissveiflur hindra einstaklinga sem vilja verja tekjum sínum í öðru landi en þeir afla þeirra

  8. Ályktun • Smæð gjaldmiðlasvæðis leiðir til velferðartaps af ýmsum toga. • Gengi gjaldmiðils hefur mikil áhrif á hlutfallslegt verð stórs hluta vöru og þjónustu í litlu opnu hagkerfi. Því er tæpast ástæða er til að ætla að míkróhagfræðilegur kostnaður gengisóvissu sé til muna minni en kostnaður af óstöðugri verðbólgu. • Mikilvægasta velferðartapið felst líklega í þeirri viðskiptahindrun sem felst í samnings-/gengisóvissu og leiðir til minni utanríkis-viðskipta en ella væri hagkvæmt.

  9. Þjóðhagslegur ávinningur sjálfstæðrar peningastefnu • Stuðla að minni sveiflum í ráðstöfunartekjum, atvinnu og einkaneyslu • Eru empírískar vísbendingar um að sveiflur innan smærri gjaldmiðlasvæða séu minni en sveiflur á svæðum á svæðum af sambærilegri stærð inna stærri gjaldmiðlabandalaga? • Niðurstöður oftast gefnar • Er raunhæft að það takist að öllu jöfnu að draga úr sveiflum í einkaneyslu sem sérstakir skellir hafa í för með sér?

  10. Sjálfstæð peningastefna eða hreyfanleiki framleiðsluþátta • Mundell (1961): • Rökin fyrir sveigjanlegu gengi gjaldmiðla eru aðeins gild að því marki sem forsenda hins Ríkardíska milliríkjaviðskiptalíkans á við, þ.e.a.s. að framleiðsluþættir séu hreyfanlegir innan lands en óhreyfanlegir milli landa • Umræðan til þessa • Er sveigjanleiki á vinnumarkaði nægur til þess að ekki þurfi að grípa til gegnisaðlögunar? • Samanburðarrök • Hvað um hreyfanleika fjármagns? • Mundell (1973): Capricorn og Cancer • Sameiginlegur gjaldmiðill auðveldar löndum að jafna sveiflur vegna sérstakra skella – alþjóðleg áhættujöfnun (risk sharing)

  11. Vandamál hagstjórnar í smáríkjum? • Hröð áhrif gengisbreytinga á verðlag • Gagnrök: Ísland ekki eins opið og ætla mætti • En áhrif gengis á VNV afar hröð • Lítil innlend samkeppni • Gjaldmiðla og gjaldeyriskreppur samtvinnaðar • Gengisaðlögun veldur samdrætti (Mishkin) • Ákvarðast verðmyndum á gjaldeyrismarkaði af undirliggjandi efnahagsþróun? • Eða hafa fjármagnshreyfingar áhrif á efnahagsþróunina • Mundell (1961): Gjaldmiðlasvæði má ekki vera svo lítið að einn markaðsaðili geti haft umtalsverð áhrif á gengi gjaldmiðilsins. • Ef ekki  erfitt að sjá fyrir gengisþróun  erfitt að reka framsýna peningastefnu með verðbólgumarkmiði.

  12. Verðbólguspár Seðlabankans: spáskekkjur og frávik meðalgengis yfir spátímabilið frá gengi á spádegi Heimild: Seðlabanki Íslands.

  13. Ábati Míkróhagfræði-legur ábati gjaldmiðla-bandalags Þjóðhagslegur ábati sjálfstæðrar peningastefnu 0 Stærð Ábati og kostnaður gjaldmiðla-samruna

  14. Niðurstaða • Sjónarhorn umræðunnar um hugsanlega aðild að gjaldmiðlabandalagi hefur verið of þröngt • Ýmsum hliðum míkró-kostnaðar hefur verið lítill gaumur gefinn • Gengið útfrá því að fremur lítil utanríkisviðskipti sýni að míkró-kostnaður óstöðugs gengis sé lítill, þótt sterk rök bendi til hins gagnstæða – að gjaldmiðill sé viðskiptahindrun • Gengið útfrá því að sveigjanlegt gengi geti jafnað út sveiflur í einkaneyslu • Horft fram hjá hugsanlegum áhrifum óstöðugs gengis á fjármálalega stöðugleika • Athyglinni þarf að beina frá reikniæfingum um hagnað af minni vaxtamun og að því hvort sjálfstæð peningastefna og sveigjanlegt gengi geti skilað raunverulegum ávinningi.

More Related