360 likes | 518 Views
Löggerningar. Löggerningur er hvers konar viljayfirlýsingar manna sem er ætlað að stofna rétt, breyta rétti eða fella niður rétt. Dæmi: kaupsamningur, erfðaskrá, gjöf, kaupmáli o.s.frv. Loforð.
E N D
Löggerningar • Löggerningur er hvers konar viljayfirlýsingar manna sem er ætlað að stofna rétt, breyta rétti eða fella niður rétt. • Dæmi: kaupsamningur, erfðaskrá, gjöf, kaupmáli o.s.frv.
Loforð • Loforð er viljayfirlýsing manns (loforðsgjafa), er felur í sér skuldbindingu af hans hálfu, og er beint til annars manns, eins eða fleiri (loforðsmóttakanda), og er komin til vitundar fyrir tilstilli loforðsgjafans. • Ef öll skilyrðin f.h. = bindandi loforð
Tilboð og samþykki þess • Loforð sem þarf að samþykkja • Samþykkt tilboð er bindandi samningur • Nóatúnsdómurinn • Munurinn á tilboði og hvatningu • Tilboð er bindandi þegar það kemur til vitundar viðtakanda fyrir tilstilli tilboðsgjafa
Afturköllun • Er gild ef hún kemur til gagnaðila áður eða samtímis því að tilboðið kom til vitundar hans • Tilboðsmóttakandi þarf ekki vera búinn að kynna sér efni hennar
Formreglur • Meginregla: Munnlegir samningar jafngilda skriflegum • Undantekningar: • 1. Lög og reglur kveða á um annað t.d. víxlar og tékkar • 2. Hagkvæmisástæður - þinglýsing • 3. Sönnun á efni þeirra
Milliganga við samningsgerð • Umboð: Heimild sem maður veitir öðrum manni til að gera löggerninga fyrir sína hönd. • Umbjóðandi: Sá sem veitir umboð. • Umboðsmaður: Milligöngumaðurinn
Umboðsmennska: • Er fólgin í því að umboðsmaður gerir löggerninga í nafni annars manns, umbjóðandans, gagnvart þriðja manni samkvæmt heimild frá umbjóðanda. Umboðsmaðurinn verður ekki sjálfur bundinn við þann löggerning sem stofnast milli umbjóðanda og viðsemjanda.
Tegundur umboða • Sjálfstæð umboð • Munnleg umboð • Engar sérstakar formreglur gilda hvernig umboð skuli vera
Sjálfstæð umboð: • 1. Stöðuumboð • 2. tilkynningarumboð
Stöðuumboð • Umboð sem starfsmaður vinnuveitanda hefur á vissu sviði til þess að gera löggerninga fyrir hönd vinnuveitandans. • Algengasta tegund umboða, t.d. verslunarfólk.
Tilkynningarumboð • Umboð sem beint er persónulega til þriðja manns. • Umboðsskjal handa umboðsmanni. • Almenn tilkynning og prókúruumboð, t.d. auglýsing í dagblaði - ekki algengt. • Í prókúruumboði felst það að prókúruhafi hefur vald til, fyrir umbjóðanda, að annast allt það sem snertir rekstur atvinnu hans og rita firmað.
Löggerningar í skjóli umboðs • Löggerningur sem umboðsmaður gerir í skjóli umboðs síns við þriðja mann bindur umbjóðanda en ekki umboðsmann. • Heimild umboðsmanns fer eftir umboðinu.
Umboðsmaður fer út fyrir umboð sitt eða brýtur fyrirmæli umbjóðanda. • 1. MR - Slíkir samningar binda ekki umbjóðanda. • 2. Samningur er jafnan óskuldbindandi fyrir umbjóðanda ef 3M var eða mátti vera það ljóst að umboðsmaður braut fyrirmæli umbjóðanda.
3. Ef 3M vissi ekki að umboðsmaður braut af sér, veltur ábyrgðin á því hvort umboðið hafi sjálfstæða tilveru gagnvart 3M eða ekki. • Munnlegt umboð • skriflegt umboð
Ábyrgð umboðsmanns • MR - Sá sem kemur fram sem umboðsmaður annars manns, ábyrgist að hann hafi nægilegt umboð. • Sönnunarbyrðin hvílir á umboðsmanni. • Umboðsmaður út fyrir umboð sitt - skaðabótaskyldur gagnvart 3M. • Undantekning.
Brottfall umboðs • Afturköllun umbjóðanda. • Engin áhrif á gerða samninga. • MR - nota sömu aðferð við afturköllun og við veitingu umboðs. • Aðrar ástæður fyrir brottfalli umboðs: • 1. Tímabundið umboð • 2. Umboð bundið við tilt. erindisrekstur
3. Lögræðissvipting og gjaldþrot umbjóðanda • Andlát hefur ekki áhrif á umboð nema þegar um munnleg umboð er að ræða.
Umsýsla • Umsýsla er það nefnt þegar umsýslumaður (umboðsmaður) gerir samninga gagnvart viðsemjanda í eigin nafni (gagnstætt umboði) en fyrir reikning umsýsluveitanda skv. heimild frá honum.
Aðeins umsýslumaður skuldbundinn gagnvart viðsemjanda. • Krafa á hendur umsýsluveitanda. • Þ.e. tveir samningar: • 1. Umsýslusamningur • 2. Samningur milli umsýslumanns og viðsemjanda
Skyldur og réttindiumsýslumanns • Umsýslumaður verður bundinn gagnvart viðsemjanda vegna þeirra samninga sem hann gerir í skjóli umsýslusamnings (öfugt við það sem gildir um umboð). • Umsýslumaður - sjálfstæður samningsaðili gagnvart viðsemjanda.
Til tryggingar endurkröfum: umsýslumaður hefur haldsrétt yfir vörum eða peningum sem umsýsluveitandi á í hans vörslum. • Umsýslumaður er því í raun milligöngumaður sem tekur ákveðna þóknun fyrir að koma á viðskiptum.
Tilboðasafnarar, t.d. fasteigna - og bílasalar. • Safna tilboðum fyrir annan mann í hans nafni. • Umboðssöluviðskipti: Lögin sett vegna aðildar okkar að EES. • Gilda um viðskipti í umboðssölu sem eiga sér stað milli Íslands og annarra ríkja.
Ógildir löggerningar • Löggernigur telst ógildur ef hann skapar hvorki þau réttaráhrif sem efni hans vísar til né getur orðið grundvöllur að skaðabótum. • Svo samningur sé gildur: • 1. Aðilar samnings hæfi til að skuldbinda sig. • 2. Lýsa vilja samningsaðila.
3. Samningur gerður á löglegan hátt. • 4. Efni samnings löglegt. • Samningur aðeins ógiltur með dómi. • Helstu ógildingarástæður eru að finna í III. kafla samningalaga. • Ákvæðin eru ófrávíkjanleg.
Helsta meginregla fjármunaréttar: • Orð skulu standa • Ógildingar heimildir samnl. eru undantekningar frá MR. • Tvö andstæð viðhorf.
Ógildingarástæður • Gerhæfisskortur • - lögræðisskortur • - andleg vanheilsa
Tilurð löggernings • Samningur getur verið ógildur vegna aðstæðna við samningsgerð þó efni samningsins sjálfs sé lögmætt. • A) nauðung • - meiri háttar nauðung • - minni háttar nauðung • B) svik
C) misneyting • - dómurinn um einföldu hjónin • D) fölsun • E) óheiðarleiki - varnagli • Viljaskortur • -viljakenningin • -traustkenningin - byggt á henni á Íslandi
Efnisannmarkar • - Samningar andstæðir lögum eða góðu siðferði geta orðið ógildir. • Forsendur • - Ástæðurnar eða hvatinn fyrir því að löggerningur er gerður. • - Túlka þessa ógildingarheimild þröngt.
Til þess að forsendur geti verið ógildingarástæða - 2 atriði • 1. Forsendan þarf að hafa verið ákvörðunarástæða fyrir samningnum. • 2. Sá sem við samningnum tók þarf að hafa gert sér grein fyrir að forsendan hafi verið ákvörðunarástæða.
Almenn ógildingarákvæði samningalaga • 36. gr. samnl. - einnig hliðrunarregla. • Bankastarfsmannadómurinn. • Sérstakt ákvæði sem ætlað er að veita svigrúm til að losa menn undan ósanngjörnum samningsskilmálum þegar sérstaklega stendur á - 37. gr. samnl. • Saumakonudómurinn.
Málamyndagerningur: • Löggerningur sem er eins og venjulegur löggerningur en hins vegnar er svo um samið milli samningsaðila að löggerningurinn skuli hafa önnur réttaráhrif en hann hljóðar beinlínis um eða alls engin áhrif.
Formgallar • - Sumir löggerningar þurf að lúta ákveðnu formi t.d. víxlar og tékkar. • - Formgallar á slíkum löggerningum leiða sjaldnast til ógildis heldur til annarra réttaráhrifa.