270 likes | 681 Views
Meðferð beinbrota. Erla Þorleifsdóttir og Jórunn Harpa Ragnarsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Jónsson jr. Uppbygging beina. Eftir þroska: Ofið bein (woven) Hröð myndun á beinefni (osteoid). Sést yfirl. aðeins í beinum fóstra. Undantekning: viðgerð á broti og Paget’s disease
E N D
Meðferð beinbrota Erla Þorleifsdóttir og Jórunn Harpa Ragnarsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Jónsson jr.
Uppbygging beina • Eftir þroska: • Ofið bein (woven) • Hröð myndun á beinefni (osteoid). Sést yfirl. aðeins í beinum fóstra. Undantekning: viðgerð á broti og Paget’s disease • Flögubein (lamellar) • Næstum allt bein í fullorðnum einstaklingum er flögubein, er annað hvort frauðbein eða þéttbein.
Uppbygging beina • Eftir þéttleika: • Þéttbein (cortical = compact) • Utan til í beinum • Frauðbein (cancellous = spongy = trabecular) • Innan til í beinum. Þar inni á milli er beinmergur.
Uppbygging langra beina • Löng bein skiptast í: • Diaphysu (skaft): cortical bein með beinmerg í miðjunni • Epiphysu (kast): endarnir á beininu, myndaðir af frauðbeini • Epiphyseal plate = vaxtarlína, þar fer fram lenging beinsins (diaphysu megin) • Metaphysis (falur): mörk diaphysu og epiphysu, inniheldur vaxtarlínuna og brjósk sem er að beingerast
Flokkun brota • Einföld og samsett brot • Opin og lokuð brot • Lögun brotsins • Þverbrot eftir beint högg eða hornréttan kraft á beinið. • Ská/spiral brot. Snúningur á löngu beini. • Comminuted brot >2 brothlutar. • Crush brot. • Greenstick brot. Ófullkomið brot þar sem beinið bognar.
Gróning beinbrota • Brot sem eru ekki meðhöndluð geta: • Gróið saman eðlilega • Gróið saman seint (delayed union) • Gróið saman í rangri stöðu (malunion/cross union) • Nær ekki að gróa saman (nonunion)
Gróning brota • Fystu 2 vikurnar: Blóð sem safnast saman umhverfis beinendana storknar og macrophagar og osteoclastar safnast þar saman • Eftir 2-6 vikur: Macrophagar og osteoclastar éta upp dautt bein. Callus byrjar að myndast í kringum brotastaðinn.
Gróning brota • Eftir 6-12 vikur: Bein byrjar að myndast í callusinum og brúar bilið á milli beinendanna • Eftir 12-26 vikur : Callusinn heldur áfram að þroskast í bein • Eftir 6-12 mánuði : Bilið milli cortical hluta beinsins hefur lokast með beini • Eftir 1-2 ár: Remodelling á sér stað og bygging beinsins verður eðlileg
Mismunandi meðferðir brota • Tog (traction) • Gips • Ytri festing • Innri festing • Skrúfur og plötur • Mergnaglar; brot í skafti á löngum beinum • Renniskrúfur (dynamic hip screw = DHS); t.d. per- intertrochanteric brot • Vírar, t.d. Cerclage; spiral brot • Prótesur • Hálfar (hemiarthroplasty)
Tog (traction) • Skeletal tog: • Togi beitt með málmpinna sem er boraður inn í beinið. • Algengast að setja pinna í efri endann á tibia, hælbeinið, distal femur eða olnbogabein. • Steinmann pinni (sléttur) og Denham pinni (með gengjum) eru algengar gerðir. • Húð tog: • Togi beitt beint á húðina. Þyngd max 5kg er beitt á beinið gegnum mjúkvefina. • Hentar í raun bara börnum og tímabundið í fullorðnum.
Kostir ytri festingar • Hægt að nota ef sýking/sködduð húð yfir brotinu. • Auðvelt að aðlaga stöðu brotsins. • Er notað í brot á löngum beinum, á maxillu og andlitbeinum og við aðgerðir á hrygg.
Innri festing • Aðal ábendingar: • Brot sem ekki er hægt að meðhöndla á annan hátt. • Fleiri en eitt bein brotið. • Brot þar sem blóðflæði til útlims er í hættu og verja þarf æðarnar. • Intra- articular, tilfært brot.
Gerviliðir • Ábendingar: • Brot þar sem innri festing nægir ekki, t.d. brot á lærleggshálsi með tilfærslu • Brot á lærleggshálsi hjá eldra fólki sem á erfitt með að nota hækjur (innri festing: má ekki stíga í) Það má stíga í strax eftir gerviliðsaðgerð
Gerviliðir - frh • Hálfur liður (Thompson eða Austin Moore): Frekar eldra og óaktíft fólk því álag á liðinn veldur sliti í acetabulum -nú er Austin Moore bara notað • Bipolar liður: Er hálfliður. Í þesum lið hreyfist málmhöfuðið inni í bolla sem er áfastur málmhöfðinu. Er notað hjá ungu og/eða aktífu fólki því þessi prótesa veldur minna álagi á acetabulum
Ábendingar fyrir aðgerð • Opið beinbrot • Brot í liðflöt • Óstöðug brot • Brot í vaxtarlínu hjá börnum sem geta valdið vaxtarskerðingu (Salter-Harris II-IV) • Brot sem gróa ekki (non-union)
Frábendingar við aðgerð • Sýking á brotastað eða systemísk • Beinþynning • Skaddaðir mjúkvefir yfir brotastað vegna bruna, sýkinga eða öra • Undirliggjandi medicinskir sjúkdómar t.d nýlegur MI
Brot á lærleggsháls • Flokkað í 2 flokka, innan og utan liðpoka • Innan liðpoka er flokkað eftir Garden: • I: Brot sem fer ekki í gegn • II:Brot í gegnum collum, án tilfærslu • III: Brot í gegnum collum með lítilli tilfærslu • IV: Brot mikið tilfært og beinendar ná ekki saman • Flokkun utan liðpoka: • Trochanter (avulsion, per- og inter- trochanteric) og subtrochanteric
Meðferð brota á lærleggshálsi • Innan liðpoka: • Garden I+II: Negling • Garden III: Negling eða gerviliður (fer eftir aldri) • Garden IV: Gerviliður, ?negling • Utan liðpoka: • Per-og intertrochanter brot: • Mælt með renniskrúfu (DHS) • Avulsion • Mobilisering með hækjum • Subtrochanteric brot: • Mergnagli