270 likes | 1.31k Views
Sjávarrof. Hreyfingar sjávar skiptast einkum í strauma og bylgjur Hafstraumar eru hægfara og hafa því sjaldan áhrif á fast berg Sjávarfallastraumar hafa einnig lítil áhrif nema í þröngum sundum og á landgrunninu Bylgjuhreyfingar, öldur og brim, eru mun áhrifameiri. Strendur landsins.
E N D
Sjávarrof • Hreyfingar sjávar skiptast einkum í strauma og bylgjur • Hafstraumar eru hægfara og hafa því sjaldan áhrif á fast berg • Sjávarfallastraumar hafa einnig lítil áhrif nema í þröngum sundum og á landgrunninu • Bylgjuhreyfingar, öldur og brim, eru mun áhrifameiri
Strendur landsins Strendur landsins eru ýmist myndaðar við: rof - rofströnd eða setmyndun - setströnd. Rofströnd. Hér er það hafaldan að brjóta niður upphleðslu innrænu aflanna með aðstoð frostveðrunar. Oft mikil og þverhnýpt hamrabjörg. Setströnd. Gífurlegt magn að seti berst frá hálendinu og í sjó fram þannig að mikið láglendi verður til upp af ströndinni. Jökulárnar sunnanlands eru þar stórtækastar einkum í kjölfar eldgosa undir jökli. Þessi setflutningur hefur vinninginn um tíma fram yfir rof haföldunnar og strauma, þannig að víða inn til landsins við suðurströndina gefur að líta gamlar rofstrandir (hér spilar líka inn í breytileg sjávarstaða). Þá flytja straumar með sér efni réttsælis umhverfis landið, sem veldur því að firðir og flóar lokast af með setströndum. Útræn öfl - Jarðsagan
Hafaldan - rofströnd Hafaldan er eitt máttugasta rofaflið. Þegar hún skellur á sjávar-hömrum þrýstist sjór af miklu afli inn í holur og sprungur. Loftið sem fyrir er pressast af miklu afli inn í glufurnar svo líkja á við sprengingu. Síðan dregst loftið til baka með útsoginu sem leiðir til undirþrýstings sem einnig hefur mikinn sprengimátt. Bergið molast því mjög auðveldlega niður. Það eru takmörk á því hve hafaldan nær hátt, en fyrir ofan vinnur frostveðrun ötullega sitt starf þannig að sjávarhamrarnir geta orðið mjög háir sbr. Lómagnúp. Útræn öfl - Jarðsagan
Myndun sjávarhamra • Hafaldan brýtu útskaga fyrir opnu hafi niður af miklu afli • Sjávarhamrar myndast en mulningur svarfast niður og berst langar leiðir með ströndinni • Hafaldan grefur undan sjávarhömrum svo langt sem hún nær • Þungi bergsins og frostveðrun sjá svo um að brjóta það sem er fyrir ofan • Bergveggurinn – brimklifið helst lóðrétt
Ströndin • Brimstallar og brimklif eru víða á vestur-, norður- og austurströnd landsins. • Malarkambar og -rif finnast einnig kringum landið og lón sem myndast hafa þegar þau hafa lokað af firði eða víkur, stundum með aðstoð árframburðar eða jökulburðar. • Örlög allra stranda eru að verða beinar og hafnlausar • Framburður jökuláa á stóran þátt í hafnleysi suðurstrandar Íslands
9.8 Sjávarrof og sjávarset (frh.) Þversnið af sand- og malarfjöru.
9.8 Sjávarrof og sjávarset (frh.) Ásýnd fjörunnar er breytileg eftir árstíðum.
Landslag við strönd Rof haföldunnar fer einkum fram í fjörunni og eru þær mjög breytilegar eftir því hvort ströndin er sendin og lítið sem ekkert vogskorin eða þverhnípt með björgum sem ganga í sjó fram eins og víða á annesjum
Lómagnúpur Lómagnúpur er hæsta standberg landsins, yfir 600 m hátt. Bergið er fornir sjávarhamrar (brimklif). Útræn öfl - Jarðsagan
Surtsey - rof Útræn öfl - Jarðsagan
Surtsey - rof Útræn öfl - Jarðsagan
Surtsey - rof Útræn öfl - Jarðsagan
Brimklif - brimþrep - marbakki Á brimþrepinu veltist og molnar það berg sem hafaldan og frostveðrun brýtur niður. Það verður að lokum að fínu seti sem sest til utan við brimþrepið og myndar marbakka. Útræn öfl - Jarðsagan
Hælavíkurbjarg Rofströnd á Hornströndum. Hælavíkurbjarg í Hornvík (250 m hátt).
Setströnd og setflutningar Sand- og malarfjörur eru mjög misbreiðar og ná frá sjávarkambi (fjörukambi) og út að lágfjörumörkum. Þar sem sandburður er mikill, eins og við suðurströndina, myndast oft rif úti fyrir ströndinni sem brimið brýtur á og kemur það stundum upp úr sjó á stórstraumsfjöru. Sunnanlands kallast sjórinn innan við rifið lega og er hann oft tiltölulega lygn þótt brimi úti fyrir. Í brimi hleðst sjór upp í legunni og grefur hann rennur sem kallast hlið út í gegnum sandrifið. Dyrhólaós. Hér hefur setflutningur lokað fyrir vík Útræn öfl - Jarðsagan
Sólheimasandur - setströnd Gífurlegt magn af seti berst með jökulánum til sjávar á Suður-landi einkum í kjölfar eldgosa undir jökla. Landauki verður því mikill tímabundið en hafaldan vinnur sitt verk og ströndin færist með tímanum inn til landsins þar til nýtt jökulhlaup brestur á. Haf- og sjávarfallastraumar og vindar valda því að hafaldan skellur oft skáhalt upp að ströndinni, en útsogið er hins vegar alltaf beint undan hallanum. Á þennan hátt ferðast setið með krákustígum meðfram ströndinni og getur á þeirri leið lent inn í fjarðarbotna eða það ,,styttir sér leið" með því að fara þvert yfir fjarðarmynnið og myndað malarrif. Við það breytast firðir í lón sem með tímanum fyllist af árframburði. Útræn öfl - Jarðsagan
Strönd • Séð til vesturs frá Dyrhólaey á suðurströnd Íslands
Eyri Önundarfjörður Brimaldan brýtur útnesin og flytur bergmylsnuna með sér inn í firðina (eða lokar fjarðarmynninu með malarrifi). Þegar aldan lendir á grynningum getur hún beinst út í fjörðinn (hægir á sér), en þá missir hún rofmáttinn og myndar eyri. Grynningarnar geta orsakast af klettabrík eða nesi sem skagar út í fjörðinn, jökulgarði í lok síðasta jökulskeiðs eða af á sem rennur þvert á fjörðinn og byggir upp óseyri. Flest kauptún á Vestfjörðum og víðar eru byggð á eyrum af þessum toga. Útræn öfl - Jarðsagan
Grandi - eiði Surtsey. Úthafsaldan brýtur á Surtsey einkum úr suðri. Setið flyst í krákustígum norður með eyjunni beggja vegna en missir mátt sinn í vari norðan hennar. Þar byggist því upp tangi eða grandi í átt til lands. Ef þessi setflutningur næði að tengja eyjuna við land kallast það eiði. N Útræn öfl - Jarðsagan
Sjávarstaðan við Ísland var mjög breytileg í lok síðasta kuldaskeiðs. Þetta kort sýnir hana eins og hún var á Suðurlandi skömmu eftir lok síðasta jökulskeiðs. Útræn öfl - Jarðsagan
Viðbótarefni Sjá Vísindavefinn Jarðfræðiglósur