1 / 11

Sýklafræði 103

Sýklafræði 103. Stoðglærur. 9. kafli Bakteríur og bakteríusjúkdómar. Mikill fjöldi baktería er þekktur en aðeins lítill hluti þeirra sýkja menn. Bakteríur eru örverur sem ekki sjást með berum augum en greinast nokkuð vel í góðri ljóssmásjá.

mistico
Download Presentation

Sýklafræði 103

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sýklafræði 103 Stoðglærur Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  2. 9. kafliBakteríur og bakteríusjúkdómar • Mikill fjöldi baktería er þekktur en aðeins lítill hluti þeirra sýkja menn. Bakteríur eru örverur sem ekki sjást með berum augum en greinast nokkuð vel í góðri ljóssmásjá. • Bakteríur sem sýkja menn tilheyra ættbálki dreifkjörnunga er kallast eiginlegar bakteríur (Eubacteria). Ekki er vitað til þess að bakteríur úr öðrum ættbálkum sýki menn. • Allar bakteríur eru einfrumungar og hafa svokallað dreifkjarna frumuskipulag sem einkennist m.a. af kjarnasvæði með einlitna (n) hringlaga litningi án kjarnahimnu. Í umfrymi eru fá og einföld frumulíffæri (netkorn (ríplur), grunnkorn og mjölvakorn) t.d. vantar alveg orkukorn (hvatbera, sem ekki komast þar fyrir!) og golgifléttur. Efnaskipti baktería byggjast að stærstum hluta á starfsemi miðfellingar (mesósóm), sem er eins komar útvöxtur úr frumuhimnu. • Bakteríur búa yfir sérhæfðum efnaskiptaferlum (bæði öndunar- og nýmyndarefna -skipti) sem skapa þeim sérstöðu í heimi örveranna og gerir þeim kleypt að standast samkeppni um fæðu og rými. Efnaskiptahraði (fjölgunarhraði) stendur í öfugu hlutfalli við stærð frumu, þ.e. eftir því sem baktería er stærri því erfiðara er fyrir hana að halda uppi eðlilegum efnaskiptum. Það er því hagstætt fyrir bakteríur að vera litlar í þessu umhverfi. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  3. 9. kafliBakteríur og bakteríusjúkdómar • Flokkun sjúkdómsvaldandi baktería • Bakteríur (sýklar) eru oft flokkaðar í Gram + og Gram – bakteríur • Flokkunin byggir á Grams-litun sem danskur maður Christian Gram fann upp árið 1884 og enn en notuð við frumgreiningar á sjúkdómsvaldandi bakteríum. • Munurinn á Gram + og Gram – bakteríum liggur í mismunandi legu og lagskiptingi slímpeptíða (murein) í frumuvegg bakteríanna. Slímpeptíð eru gerð úr blöndu próteina, lípíða og sykurs. • Gram + bakteríur litast yfirleitt blár eða bláleitar en Gram – litast yfirleitt rauðar eða rauðleitar. Greiningin byggir jafnframt á smásjárgreiningu. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  4. 9. kafliBakteríur og bakteríusjúkdómar • Birtingarform baktería (I) • Bakteríur eru örverur og verða því ekki greindar nema í góðri ljóssmásjá. Til þess að hægt sé að skoða þær verður (yfirleitt) fyrst að hreinrækta þær, t.d. á föstu næringaræti (agar), lita þær (t.d. með Löfflers-litun) og útbúa sýni til skoðunar og greiningar í ljóssmásjá. • Stakar bakteríur. Birtast sem aðgreinanlegar frumur með mismunandi lögun • Coccus form eða kokkar (mono-coccar). Mjög algengt form. • Bacillus form eða staflaga bakteríur (mono-bacillus). Mjög algengt from. • Vibrio form eða boglaga/kommulaga bakteríur • Spirochaeta form eða gormlaga breytilegt form bakteria • Spirillum form eða gormlaga óbreytanlegt form baktería • Algeng stærð er 1 til 2 míkrómetri í þvermál Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  5. 9. kafliBakteríur og bakteríusjúkdómarar • Birtingarform baktería (II) • Klasabakteríur. Birtast sem einföld frumusambú. Hver fruma heldur einstaklings- einkennum í frumusambúinu. Mismunandi stærð og lögun. • Diplococcus sambúsform myndað af tveimur kúlulaga einfrumungum sem hanga saman. Þekkt afbrigði af þessu formi er “Neisseria” sem er einkennandi fyrir heilahimnubólgu- og lekandabakteríur (meningococcus og gonococcus). • Streptococcus sambúsform myndað af nokkrum (eða fáum) kúlulaga einfrumungum sem minnir á perlur á bandi. Þekktir sýklar hafa þetta form, t.d. Streptococcus pyogenes og Streptococcus pneumoniae. • Staphylococcus sambúsform myndað af allmörgum kúlulaga einfrumungum sem raðast saman svipað og vínber í klasa. Mjög algengt form. Þekktur sýkill sem hefur þetta form er Staphylococcus aurues. Lyfjaónæmt afbrigði af bakteríunni er kallað MÓSI. • Streptobacillus er sambúsform myndað af nokkrum staflaga einfrumungum sem hanga saman í keðju. Bakterían Bacillus anthracis sem veldur miltisbruna er streptobacillus. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  6. 9. kafliBakteríur og bakteríusjúkdómar • Dvalagró baktería (sporar) • Ákveðnar tegundir baktería mynda dvalagró við óhagstæðar aðstæður, t.d. við skort á einhverju lykilnæringarefni. Lifandi (vegetatív) baktería stöðvar efnaskipti, pakkar erfðaefni (DNA) í eins konar grókjarna og loks myndast grókápur (allt að 3) og gróveggur (með dípíkólinsýru) utan um. Vatnsinnihald dvalagrós er mjög lítið. Dvalagró eru mjög lífsseig og í þessu formi er hita-, þurrk-, og geislaþolni þeirra gífurlega mikil. Lögun og staðsetning gróa er mismunandi og gjarnan notað sem greiningaratriði fyrir slíkar bakteríur. Við hagstæðar aðstæður spíra gróin á ný. • Loftháðar jarðvegsbakteríur sem mynda dvalagró – Bacillus ættkvísl. Veldur m.a. miltisbruna í nautgripum og mönnum og júgurbólgu í kúm. Mynda m.a. dvalagró við loftfirrðar aðstæður. • Loftfælnar bakteríur sem mynda dvalagró –Clostridium ættkvísl. Veldur m.a. stífkrampa (tetanus), spergilsýki (botulismi) og drepi (necrosis). Mynda m.a. dvalagró við loftháðar aðstæður. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  7. 9. kafliBakteríur og bakteríusjúkdómar • Efnaskipti baktería • Flestar bakteríur (sýklar) eru ófrumbjarga (heterotroph), þ.e. geta ekki myndað eigið lífrænt efni. Lífrænt efni (prótein, fita, sykur) leggur þeim til efnaorku í oxunar- og afoxunar- ferli og myndast þá ATP. • Orkumyndandi efnaskipti. Ferli sem losa efnaorku úr lífrænum efnum. Ferlið fer fram í frumuhimnu (miðfelling). Líka kallað frumuöndun (respiartion) • Loftháð öndun, loftfirrð öndun, snefilloftháð öndun, loftóháð öndun. • Nýmyndandi efnabreytingar. Ferli sem binda lífræna efnishópa við koldíoxíð og mynda með því “nýtt” lífrænt efni. • erfðaefni og einstakir byggingarhlutar • innvirk ensím • útvirk ensím • toxín Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  8. 9. kafliBakteríur og bakteríusjúkdómar • Toxín baktería • Lífræn efni sem bakteríur mynda og losa í umhverfi, ýmist þegar þær vaxa eða þegar þær drepast. Toxín auðvelda bakteríum samkeppni um fæðu og rými en berist þau í menn valda þau eituráhrifum sem geta verið lífshættuleg. • Exótoxín (úteitur). • Prótein eða ensím sem myndast yfirleitt við loftfirrðar aðstæður í Gram + bakteríum. Efnin eru mjög hitanæm og fremur eitruð. Myndast í vaxtarferli bakteríanna. Hafa margs konar neikvæð áhrif á mannslíkama. Dæmi um bakteríur: Streptococcus pyogenes, Clostridium botulinum, Clostridium tetani, Staphylococcus aureus o.m.fl. • Endótoxín (inneitur). • Efni úr blöndu fitu og sykurs - Lípó-pólýsakkaríð komplexar- myndast í Gram – bakteríum og losna úr frumuvegg við dauða þeirra. Eituráhrif eru fremur ósérhæfð og almenn. Dæmi um bakteríur: Salmonellla typhi, Salmonella enteritis, Esch. coli. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  9. 9. kafliBakteríur og bakteríusjúkdómar • Bakteríusýklar • A. Gram + bakteríur (gram jákvæðar). Birtingarform er frumuklasi • Kokkaklasar: • Staphylococcus ættkvísl. • Staphylococcus aureus – ígerðir (abscess, carbunculus), matarsýkingar, • blóðsýkingar. Kossageit (impetigo) Exótoxískar • bakteríur. • Streptococcus ættkvísl. • Streptococcus pyogenes - Exótóxískar bakteríur (m.a. hemólýsín). Hálsbólga, • Skarlatssótt, gigtsótt, heimakoma (erysipelas), • blóðsýkingar • Streptococcus pneuminiae – lungnabólga • Streptococus faecalis - blöðrubólga Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  10. 9. kafliBakteríur og bakteríusjúkdómar • Bakteríusýklar • B. Gram + bakteríur (gram jákvæðar). Birtingarform er stakir stafir eða stafaklasar. • Stafaklasar: • Bacillus anthracis – miltisbruni • Bacillus subtilis – júgurbólga (mjólkursýking) • Stakir stafir: • Corynebacterium diphteriae – barnaveiki. Vörn í bóluefni. • Clostridium ættkvísl eru loftfælnar jarðvegsbakteríur, exótoxískar og mynda • dvalagró. Hafa víðtæk áhrif í vistkerfi jarðar (rotörverur). • Clostridium tetani – stífkrampi • Clostridium perfringens – drep í holdi • Clostridium botulinum – spergilsýki/sperðilsýki Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  11. 9. kafliBakteríur og bakteríusjúkdómar • Bakteríusýklar • B. Gram - bakteríur (gram neikvæðar). Birtingarform er stakir kokkar eða stakir stafir. • Stakir kokkar: • Neisseria gonorrhoeae (gonococcus) – lekandi • Neisseria meningiditis (meningococcus) – heilahimnubólga • Stakir stafir: • Salmonella ættkvísl. Staflaga grannar bakteríur, endótoxískar, sumar með • festiþræði, sumar syndar. Mjög smitnæmar. • Salmonella typhi – taugaveiki • Salmonella typhimurium – músataugaveiki (matarsýking) • Salmonella enteritis – matarsýking • Shigella dysenteriae - blóðkreppusótt, Vibrio cholerae - kólera Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

More Related