1 / 43

Kirkjuvald

Kirkjuvald. Um 1050 – um 1300. Náðarmeðul kirkjunnar. Náðarmeðul (sakramenti) kaþólsku kirkjunnar voru fullmótuð á 12. öld Þau eru sjö talsins: skírn, ferming, kvöldmáltíð (altarisganga), yfirbót (skriftir), síðasta smurning, prestvígsla og hjónaband

naiya
Download Presentation

Kirkjuvald

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kirkjuvald Um 1050 – um 1300

  2. Náðarmeðul kirkjunnar • Náðarmeðul (sakramenti) kaþólsku kirkjunnar voru fullmótuð á 12. öld • Þau eru sjö talsins: skírn, ferming, kvöldmáltíð (altarisganga), yfirbót (skriftir), síðasta smurning, prestvígsla og hjónaband • Sá sem ekki naut þessara náðarmeðala gat ekki orðið hólpinn • Bannfæring sem reyndist eitt skæðasta vopn kirkjunnar fólst í raun í útilokun náðarmeðala Valdimar Stefánsson 2006

  3. Tíund • Tíund var skattur sem Karl mikli kom á og greiddur var til kirkjunnar um alla Evrópu á miðöldum • Hún reyndist kirkjunni drjúg tekjulind enda helsti tekjustofn hennar • Víðast hvar var hún 10% af allri uppskeru og þaðan er nafnið komið • Stærsti hluti hennar rann til kirkju hvers lands en ákveðinn hluti, Péturspeningur, rann til páfastóls • Þjónar kirkjunnar voru undanþegnir tíund Valdimar Stefánsson 2006

  4. Tíund á Íslandi • Á Íslandi, þar sem uppskera var aldrei mikil, var tíundin hins vegar 1% eignarskattur sem var mjög sérstakt því á miðöldum þótti ólög að taka skatt af dauðu fé • Tíund skiptist í fjóra hluta: biskups-, kirkju-, prests- og fátækratíund sem hreppum var falið að útdeila en annars staðar í Evrópu sá kirkjan sjálf um fátækratíundina • Þar sem höfðingjar hér áttu jafnan kirkjurnar og réðu prestana til þeirra rann helmingur tíundar beint til þeirra • Prestar hér á landi greiddu tíund eins og aðrir Valdimar Stefánsson 2006

  5. Átök ríkis og kirkju • Svonefnd Clunyhreyfing var siðbótarhreyfing sem reis innan Benediktsreglunnar • Hún barðist fyrir viðurkenningu á óskoruðu valdi páfa sem leiðtoga ásamt fullum veitingarétti til handa honum á kirkjulegum embættum • Þar sem æðstu embætti kirkjunnar voru mjög valdamikil vildu konungar hafa sitt fram um veitingu þeirra • Þetta leiddi til langvarandi átaka milli konunga og veraldlegra höfðingja annars vegar og páfa hins vegar Valdimar Stefánsson 2006

  6. Einlífi presta • Annað baráttumál Cluny-hreyfingarinnar var bann við hjónabandi klerka • Með því að leyfa ekki prestum að kvænast myndi takast að rjúfa ættarbönd og prestar yrðu þannig óháðari veraldlegu valdi • Á þrettándu öld hafði kirkjunni svo tekist að gera einlífi presta að reglu sem jafnvel náði til Íslands Valdimar Stefánsson 2006

  7. Kirkjan sækir á • Í upphafi 13. aldar náði kirkjan hátindi valda sinna undir stjórn Innocentíusar 3. • Þá hafði páfastóll lagt bann við því að kirkjunnar þjónar þægju nokkurt embætti af veraldlegum höfðingjum en því fylgdu ávallt lén • Undir stjórn Innocentíusar færði nú páfaríkið út kvíarnar og hver þjóðhöfðinginn á fætur öðrum varð að taka land sitt að léni af páfa Valdimar Stefánsson 2006

  8. Afleiðingar krossferðanna • Sá fjörkippur sem hljóp í verslun og viðskipti í Evrópu á krossferðatímanum var mikilvæg forsenda fyrir stækkun og fjölgun borga í álfunni • Jafnframt opnuðu krossferðirnar farveg fyrir margvíslega menningarstrauma, s. s. í listum, vísindum og heimspeki • Háskólar Vesturlanda sem farið var að stofna á 12. – 13. öld þáðu þar mest Valdimar Stefánsson 2006

  9. Stofnun háskóla • Óljóst er hvenær fyrstu háskólar Evrópu voru stofnaðir en ljóst að efling þéttbýlis í álfunni á 10. og 11. öld var veigamesta forsenda þess • Alþjóðlegt heiti þeirra var universitas sem nánast þýðir samfélag en formlegt heiti þeirra var studium generale eða almennur lærdómur • Háskólarnir voru mikilsverð nýjung í evrópskum miðaldamenningarheimi og áttu eftir að verða helsti grunnur nýsköpunar og fjölbreytni í menningarlífi álfunnar Valdimar Stefánsson 2006

  10. Stofnun háskóla • Háskólar í Evrópu áttu sér þrenns konar uppruna: • Þeir voru upphaflega klaustur- eða dómkirkjuskólar sem náðu að brjótast undan valdi kirkjunnar (s. s. París, Oxford og Cambridge) • Þeir voru borgaralegar stofnanir án tengsla við kirkju eða valdastéttir (s. s. Bologna) • Þeir voru stofnaðir af þjóðhöfðingjum með samþykki páfa (síðari tíma háskólar) Valdimar Stefánsson 2006

  11. Starfsemi háskóla • Háskólarnir voru mjög sjálfstæðar stofnanir, sérstaklega á mælikvarða miðaldasamfélagsins • Kennarar og stúdentar réðu yfirleytt í sameiningu hvað skyldi kenna og með hvaða hætti • Stúdentar og fyrirlesarar komu hvaðanæva að og reyndist þessi fjölþjóðlega blanda afar vel þar sem ólíkar skoðanir og menning runnu saman í deiglu nýrra hugmynda Valdimar Stefánsson 2006

  12. Starfsemi háskóla • Í háskólum störfuðu yfirleitt fjórar deildir • Neðst var heimspekideild það sem nemendur lögðu stund á hinar sjö frjálsu listir • Síðan hófst hið eiginlega sérnám í einhverri hinna deildanna þriggja, þ. e. guðfræði, læknisfræði eða lögfræði • Heimspekiprófi lauk með baccalaurus-gráðu sem var skilyrði fyrir framhaldsnámi sem lauk með magistergráðu Valdimar Stefánsson 2006

  13. Starfsemi háskóla • Í háskólunum var hugsanlegt að ljúka námi með doktorsgráðu • Aðeins piltar höfðu leyfi til að stunda háskólanám og hófu það við fimmtán til sextán ára aldur eða jafnvel yngri • Stúlkur urðu að láta sér nægja klausturskóla eða einkaskóla • Þó hafa menn haft nokkrar spurnir af konum í hópi háskólakennara á þessu tímabili Valdimar Stefánsson 2006

  14. Skólar á Íslandi • Skólahald hófst á Íslandi í Skálholti og á Hólum er biskupsstólar voru settir þar • Síðar komu til sögunnar skólar í Odda og Haukadal og frá Sturlungaöld eru til heimildir um skóla í Stafholti • Þessir skólar voru stofnaðir af veraldlegum höfðingjum • Ekkert er vitað um kennslu í þessum skólum en reikna má með að þar hafi þrívegurinn verið kenndur og eitthvað af fjórveginum Valdimar Stefánsson 2006

  15. Skólaspeki • Á miðöldum var guðfræðin fræði fræðanna og heimspeki og vísindi urðu að sætta sig við að flokkast sem hjálpargreinar hennar • Nær allt skólahald var í höndum kirkju og klaustra langt fram á nýöld • Til urðu flókin heimspekikerfi þar sem reynt var að sætta bæði heimspeki fornaldar og almenna skynsemi við hina allsráðandi guðfræði • Þessi fræðaiðkun og vinnuaðferðir hennar nefndu menn einu nafni skólaspeki Valdimar Stefánsson 2006

  16. Anselmus • Einn helsti frumkvöðull skólaspekinnar var Anselmus ábóti (1033 – 1109) og síðar erkibiskup í Kantaraborg á Englandi • Hann er þekktastur fyrir sönnun sína fyrir tilveru guðs • Aðferð hans kallast verufræðileg (ontologísk) sönnun • Hann reyndi einnig að sanna á svipaðan máta hvers vegna guð gerðist maður Valdimar Stefánsson 2006

  17. Guðssönnun Anselmusar • Sönnun Anselmusar á tilvist guðs: • Með hugtakinu guð er átt við fullkomna veru (þótt einhver hafni tilvist guðs þá hafnar hann ekki þar með hugtakinu) • Sé guð aðeins til í ímyndun mannsins er sú vera ófullkomnari en sú sem er til í raunveruleikanum • Því hlýtur guð sem fullkomin vera að vera til í raunveruleikanum Valdimar Stefánsson 2006

  18. Hluthyggja/nafnhyggja • Á 12. öld áttu sér stað miklar deilur á milli hluthyggjumanna annars vegar og nafnhyggjumanna hins vegar • Sú hugmynd að almenn hugtök væru til á undan einstökum hlutum var í raun frá frummyndakenningu Platóns runnin • Þessi hugmynd að almenn hugtök ættu sér raunverulega tilvist var nefnd hluthyggja (realismi) Valdimar Stefánsson 2006

  19. Hluthyggja/nafnhyggja • Á 11. öld tók að bera á andófi gegn hluthyggjunni og gengu ýmsir svo langt að segja að hugtökin ættu sér eingöngu tilvist í nafninu sem þau gengu undir • Þessi stefna var nefnd nafnhyggja (nominalismi) og átti hún reyndar litlu fylgi að fagna framan af en áhrif hennar jukust síðan á síðmiðöldum • Deilur um þessar kenningar skiptu miklu í umræðum um trúfræðileg grundvallaratriði eins og t. d. heilaga þrenningu Valdimar Stefánsson 2006

  20. Pierre Abelard • Franski skólaspekingurinn Pierre Abelard (1079-1142) deildi á hluthyggjuna án þess þó að taka undir öfgafyllstu nafnhyggju • Hann taldi fjarri sanni að almenn hugtök ættu sér sjálfstæða tilvist en byggi þess í stað í hugsuninni • Þannig hefði nafnið „rós“ áfram merkingu í hugsuninni þótt allar rósir væru horfnar – annars væri ekki hægt að segja „engin rós er til“ • Þessi kenning er nefnd hugtakastefna (konseptúalismi) Valdimar Stefánsson 2006

  21. Förumunkar • Á 13. öld komu fram svo kallaðar betli- eða förumunkareglur sem störfuðu innan samfélagsins við fræðslu og umönnun þeirra sem liðu skort • Þessar reglur reistu sér engin klaustur • Þekktastar þeirra er tvær sem kenndar voru við stofnendur þeirra: heilagan Frans frá Assisi (1182 – 1226) og heilagan Dóminíkanus (1170 – 1221) Valdimar Stefánsson 2006

  22. Förumunkar: Fransiskanar • Frans frá Assisi var auðmannssonur sem fékk þá köllun að yfirgefa allsnægtarlíf sitt og helga sig þjónustu við náungann • Skýlaus krafa hans um fátækt reglubræðra að fyrirmynd postulanna átti eftir að leiða Fransiskana til andstöðu við kirkjuna um skeið • Fransiskanar (grámunkar) nutu jafnan mikillar virðingar sökum fátæktarinnar, hjálpseminnar og þeirrar trúboðsstarfsemi sem þeir stunduðu Valdimar Stefánsson 2006

  23. Förumunkar: Dóminíkanar • Dóminíkanar (svartmunkar)störfuðu á mun vitrænni grundvelli en Fransiskanar (sem höfnuðu allri heimspeki) og lögðu mikið upp úr guðfræðilegri undirstöðu predikunarinnar • Í krafti lærdóms síns voru dóminikanar gjarnan settir rannsóknardómarar innan rannsóknaréttarins sem hefur ef til vill veitt þeim neikvæðari umfjöllun, á síðari öldum, en þeir eiga skilið • Dóminíkanar voru mikilvirkir trúboðar Valdimar Stefánsson 2006

  24. Endurkoma Aristótelesar • Áhrifa Platóns og nýplatónskunar gætti allar miðaldir en þegar á 12. öld var ljóst að kenningar Aristótelesar nutu vaxandi hylli • Skýringar Averroës á ritum Aristótelesar höfðu verið þýddar á latínu og einnig ýmis rit Aristótelesar sjálfs • Árið 1215 bannaði páfi að kennd væru rit Aristótelesar í Parísarháskóla en allt kom fyrir ekki og um miðja öldina var banninu aflétt • Í reynd var Aristóteles svo hátt metinn á síðmiðöldum að jafnan er vísað til hans sem Heimspekingsins Valdimar Stefánsson 2006

  25. Endurkoma Aristótelesar • Greina má þrenns konar viðbrögð miðaldamanna við endurkomu Aristótelesar • Í fyrsta lagi voru það íhaldsmenn sem fordæmdu hann algjörlega sem hættulegan fjandmann kristninnar • Í öðru lagi voru það rótækir hugsuðir sem tóku honum fagnandi og settu fram kenningu svipaða þeirri sem Averroës setti fram • Í þriðja lagi var það Tómas frá Aquínó sem stillti sér upp þarna mitt á milli Valdimar Stefánsson 2006

  26. Tómas frá Aquínó • Tómas frá Aquínó (1225 – 1274) hóf kennslu við Parísarháskóla um miðja 13. öld og eitt fyrsta verk hans var að beita sér fyrir því að rit Aristótelesar yrðu þýdd úr frummálinu • Tómas leit svo á að sannleikur væri sannleikur hvort sem heiðingi eða kristinn maður kæmi fram með hann • Þannig gæti heiðingi komið fram með sannindi í heimspeki þótt hann skorti alla guðlega opinberun Valdimar Stefánsson 2006

  27. Tómas frá Aquínó og tvenns konar þekking • Tómas gerði skýran greinarmun á heimspeki og guðfræði • Hann kenndi að í guðfræðinni fyndust sannindi sem leiddu til sáluhjálpar • Heimspekin gæti hins vegar opinberað okkur sannindi um efnisveruleikann og þannig væri t. d. rökfræði Aristótelesar hentugt tæki til að skilja og túlka efnisveruleikann sem við lifum í • Þannig væri til tvenns konar þekking: sú sem byggir á opinberun og sú sem byggir á skynjun • Ef heimspekin og guðfræðin greindi á hlyti þó heimspekin alltaf að víkja Valdimar Stefánsson 2006

  28. Tómas frá Aquínó og guðssönnun hans • Tómas hafnaði verufræðilegri sönnun Anselmusar þar sem hún (í platónskum anda) gekk út frá hugmyndinni um guð • Tómas (í aristótelískum anda) taldi að sannanir væru bundnar efnisveruleikanum og því yrði útgangspunktur þeirra að vera slíkur • Hans sönnun á tilvist guðs fól í sér að guð væri frumhreyfill alls, fyrsta orsök, frumvera allrar tilveru, fullkomnasta vera og lokatilgangur alls Valdimar Stefánsson 2006

  29. Tómas frá Aquínó og lögfræði síðmiðalda • Á 12. og 13. öld var mikil gróska í lögspeki eftir að Bolognaháskólinn tók að rannsaka lögbók Jústiníanusar • Einkum veltu menn því fyrir sér hvort lög yrðu að vera í samræmi við einhver æðri lögmál, náttúruleg lögmál • Tómas gerði greinarmun á ferns konar lögum og rétti í þeirri merkingu að réttur kveður á um það sem er leyfilegt en lög kveða á um það sem skylt er að gera Valdimar Stefánsson 2006

  30. Tómas frá Aquínó og lögfræði hans • Tómas ræðir um guðslög, hin eilífu lögmál, náttúrurétt og mannasetningar • Guðslög eru að hluta opinberuð mönnum í Biblíunni • Hinum eilífu lögmálum (náttúrulögmálum) lýtur öll sköpun guðs nema maðurinn • Maðurinn er skynsemisvera með frjálsan vilja og því er greinarmunur á hinum eilífu lögmálum (náttúrulögmálum) og náttúrurétti mannsins Valdimar Stefánsson 2006

  31. Tómas frá Aquínó og lögfræði hans • Náttúruréttur mannsins er að því leyti ólíkur náttúrulögmálum að manninum er í frjálst vald sett hvort hann nýtir sér hann eða ekki • Mannasetningar, þ. e. lög í tilteknum ríkjum á tilteknum tíma, geta verið breytilegar en þau mega hvorki brjóta gegn guðslögum né náttúrurétti hvers einstaklings • Í hinum kaþólska náttúrurétti höfðu þjóðhöfðingjar ekki þegið vald sitt frá guði og þess vegna var páfinn þeim æðri Valdimar Stefánsson 2006

  32. Tómas frá Aquínóog arfleifð hans • Þótt Tómas frá Aquínó sé í dag almennt álitinn mesti hugsuður miðalda fór því fjarri að sú væri staða hans í lifanda lífi • Kaþólska kirkjan fann reyndar aldrei neitt athugavert við kenningar hans og tók þær upp sem sínar strax á 14. öld og frá 19. öld hefur hann verið yfirlýstur kennimaður kaþólsku kirkjunnar • Eigi að síður voru íhaldsamir kirkjuleiðtogar lengi tortryggnir út í áherslu hans á rökhugsun og arestótelíska slagsíðu í hugleiðingum hans Valdimar Stefánsson 2006

  33. Andóf fransiskana • Fransiskanar voru í fararbroddi íhaldsmanna á 13. öld sem deildu hvað harðast á Aristóteles • Bónaventúra (1221-1274) var helsti guðfræðingur þeirra og boðaði e. k. dulhyggju gegn rökhyggju Tómasar • Undir aldamótin 1300 eignuðust fransiskanar síðan annan speking, Jóhannes Duns Scotus sem snerist gegn kenningum Tómasar á mörgum sviðum Valdimar Stefánsson 2006

  34. Tómistar og scotistar • Duns Scotus taldi út í hött að reyna að sanna kenningar kirkjunnar því margar þeirra væru, eðli málsins samkvæmt, ofar mannlegum skilningi • Eðli guðs væri vilji sem væru engin takmörk sett en skynsemin væri aðeins tæki hins guðlega vilja • Næstu aldir skiptust guðfræðingar í tómista (einkum dóminíkanar), þá sem studdu kenningar Tómasar frá Aquínó, og scotista (einkum fransiskanar) sem studdu kenningar Duns Scotus Valdimar Stefánsson 2006

  35. Heimsmynd miðalda • Heimsmynd miðalda var í grundvallaratriðum komin frá Aristótelesi og Ptólómeiosi, með þeim lagfæringum sem hentaði • Jörðin var í miðju heimsins og Jerúsalem miðdepill jarðar • Um jörðina snerust hin hreyfanlegu hvel, hvel mánans, sólu og reikistjarnanna, alls sjö að tölu og þar utar hvel fastastjarna • Yst var svo kristalhvelið og þar fyrir utan hinn eilífi himinn guðs, dvalarstaður hinna sáluhólpnu Valdimar Stefánsson 2006

  36. Upphaf vísindahyggju • Sú kenning Tómasar frá Aquínó að þekking á efnisheiminum yrði að byggja á skynjun og skynsemi ýtti undir viðleitni til að finna lögmál náttúrunnar • Fyrstu náttúruspekingarnir fara að draga sínar ályktanir og jafnvel að gera tilraunir • Frægasti lækningaskólinn var í Salernó á Ítalíu en arabar höfðu stofnað hann á 10. öld • Ýmis rit um læknisfræði má rekja til þess skóla en einn frægasti læknirinn þar var kona, Trotula Platearíus Valdimar Stefánsson 2006

  37. Fræðaiðkun Íslendinga – tímatalsfræði • Tímatalsfræði er getið í Íslendingabók Ara fróða, en þar segir frá því að þar sem ár landnámsmanna var aðeins 364 dagar, þá reyndi Þorsteinn surtur að leiðrétta það 965 með sumarauka, einni viku á sjö ára fresti • Enn vantaði þó að gera ráð fyrir hlaupári en Stjörnu-Oddi, sem gat tímasett sólhvörf leiðrétti skekkjuna að svo miklu leyti sem júlíanska tímatalið leyfði það Valdimar Stefánsson 2006

  38. Fræðaiðkun Íslendinga – landafræði • Landfræðilýsingar eru nokkrar í íslenskum fornritum • Merkust þeirra er Leiðarvísir eftir Nikulás Bergsson (d. 1159) en þar lýsir hann nákvæmlega leið sinni til Rómarborgar og Jerúsalem og segir frá merkisstöðum, landsháttum og borgum • Ekki er að efa að Leiðarvísir Nikulásar hefur verið mörgum ferðalangnum hið mesta gagn Valdimar Stefánsson 2006

  39. Fræðaiðkun Íslendinga – málfræði • Fyrsta málfræðiritgerðin sem líklega er rituð um miðja 12. öld telst til helstu afreka Íslendinga á miðöldum • Þar býr höfundur til íslenskt stafróf, þar sem hið latneska fullnægði ekki íslenska hljóðkerfinu • Að auki gefur ritgerðin nútímamönnum hugmynd um hvernig norrænir menn töluðu og hefur verið ályktað út frá því að nútímamaður gæti ekkert skilið í norrænni tungu á mæltu máli Valdimar Stefánsson 2006

  40. Fræðaiðkun Íslendinga – sagnarit • Sagnaritun Íslendinga er eitt merkasta afrek þjóðarinnar til heimsbókmennta • Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133) ritaði sögu Noregskonunga á latínu sem nú er glötuð • Ari fróði Þorgilsson (1067-1148) mun lílega hafa ritað frumgerð Landnámu um aldamótin 1100 • Á þriðja áratug 12. aldar ritaði hann síðan Íslendingabók, sögu þjóðarinnar frá landnámi fram á 12. öld Valdimar Stefánsson 2006

  41. Fræðaiðkun Íslendinga – sagnarit • Hæst reis íslensk sagnaritun á 13. öld með Heimskringlu Snorra Sturlusonar (1178-1241) en hún fjallar um sögu Noregskonunga frá upphafi fram á síðari hluta 12. aldar • Skömmu fyrir aldamótin 1200 hafði Karl Jónsson, ábóti í Þingeyraklaustri ritað Sverris sögu um Sverri Sigurðsson Noregskonung (1184-1202) en það mun vera elsta varðveitta konungasagan Valdimar Stefánsson 2006

  42. Fræðaiðkun Íslendinga – sagnarit • Sturla Þórðarson (1214-1284), bróðursonur Snorra Sturlusonar ritaði bæði Hákonar sögu Hákonar gamla Noregskonung og Magnúsar sögu lagabætis, sonar Hákonar en hún mun vera síðasta Noregskonunga sagan sem rituð var • Einnig ritaði Sturla Íslendinga sögu en hún fjallar um sögu Íslendinga 1183-1264 og myndar stærsta hlutann í sagnabálkinum Sturlunga saga • Að auki ritaði hann eina gerð Landnámu og líklega Kristni sögu Valdimar Stefánsson 2006

  43. Fræðaiðkun Íslendinga – sagnarit • Undir lok 13. aldar höfðu Íslendingar því ritað eigin sögu frá landnámstíð og meginhluta af sögu frænda sinna á Norðurlöndum, Orkneyjum, Grænlandi og víðar • Að auki bættust Íslendingasögurnar, við en þær eru taldar frekar til skáldskapar en fræða, biskupasögur og riddarasögur • Afrek Íslendinga á sviði bókmennta á miðöldum teljast enn í dag merkasta framlag okkar til heimsmenningarinnar Valdimar Stefánsson 2006

More Related