110 likes | 842 Views
Miðsækni (central tendency). Mælingar á miðsækni lýsa því sem er dæmigert fyrir gagnasafnið. Tölfræðistuðlar sem lýsa miðsækni: meðaltal (mean) miðgildi (median) tíðasta gildi (mode). Meðaltal. Meðaltal er algengasta mælingin sem notuð er til að lýsa miðsækni.
E N D
Miðsækni (central tendency) • Mælingar á miðsækni lýsa því sem er dæmigert fyrir gagnasafnið. • Tölfræðistuðlar sem lýsa miðsækni: • meðaltal (mean) • miðgildi (median) • tíðasta gildi (mode)
Meðaltal • Meðaltal er algengasta mælingin sem notuð er til að lýsa miðsækni. • Meðaltal er summa allra gilda deilt í með fjölda.
Meðaltal • Við spyrjum fjóra einstaklinga hversu marga bíla þeir hafi átt og svörin eru 4, 5, 5 og 6. • Þá reiknum við summuna: • 4+5+5+6=20 • Deilum í summuna með fjöldanum: • 20/4=5 • Meðaltalið er 5.
Meðaltal – tákn og formúla • Meðaltal úrtaks er táknaðmeð , en meðaltal þýðis er táknað með . • Formúlan fyrir meðaltal er: • er summa gildanna samanlagðra • X er hvert einstakt gildi • N er fjöldi gilda
Meðaltal - eiginleikar • Hver einstök tala í gagnasafninu hefur áhrif á meðaltalið. • Meðaltal hefur einungis eitt gildi í hverju gagnasafni. • Meðaltal er viðkvæmt fyrir einförum (outliers) • Einfari er tala sem er mjög ólík öðrum tölum í gagnasafninu • Dæmi: 4,5, 4, 5, 6, 89 • 89 væri einfari í talnasafninu
Vegið meðaltal • Þú færð 8 fyrir verkefni sem gildir 10%, 7,5 fyrir verkefni sem gildir 5% og 8,5 fyrir próf sem gildir 85%. • Hver verður einkunn þín í kúrsinum? (10/100)* 8 + (5/100)*7,5 + (85/100)*8,5= 0,8 + 0,375 + 7,225= 8,4
Miðgildi • Miðgildi er það gildi sem er í miðju gagnasafns ef tölunum hefur verið raðað frá þeirri lægstu til þeirrar hæstu. • Ef tvær tölur eru í miðju gagnasafns eftir röðun er miðgildi meðaltalið af þeim.
Dæmi um miðgildi • Hvert er miðgildið fyrir eftirfarandi gagnasafn? 4, 5, 4, 5, 6 • Hvert er miðgildið fyrir eftirfarandi gagnasafn? 5, 6, 7, 10
Miðgildi - eiginleikar • Ekki viðkvæmt fyrir einförum. • Getur gefið betri mynd af hinni dæmigerðu tölu en meðaltal ef í gagnasafninu er einfari.
Tíðasta gildi • Það gildi sem kemur oftast fyrir í gagnasafni. • Við getum notað tíðasta gildi á nafnkvarða. • Við getum haft fleiri en eitt tíðasta gildi í gagnasafni. • Dæmi: 4, 4, 6, 7, 8, 8, 9,10 4 og 8 eru tíðustu gildin.