1 / 10

Miðsækni (central tendency)

Miðsækni (central tendency). Mælingar á miðsækni lýsa því sem er dæmigert fyrir gagnasafnið. Tölfræðistuðlar sem lýsa miðsækni: meðaltal (mean) miðgildi (median) tíðasta gildi (mode). Meðaltal. Meðaltal er algengasta mælingin sem notuð er til að lýsa miðsækni.

niel
Download Presentation

Miðsækni (central tendency)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Miðsækni (central tendency) • Mælingar á miðsækni lýsa því sem er dæmigert fyrir gagnasafnið. • Tölfræðistuðlar sem lýsa miðsækni: • meðaltal (mean) • miðgildi (median) • tíðasta gildi (mode)

  2. Meðaltal • Meðaltal er algengasta mælingin sem notuð er til að lýsa miðsækni. • Meðaltal er summa allra gilda deilt í með fjölda.

  3. Meðaltal • Við spyrjum fjóra einstaklinga hversu marga bíla þeir hafi átt og svörin eru 4, 5, 5 og 6. • Þá reiknum við summuna: • 4+5+5+6=20 • Deilum í summuna með fjöldanum: • 20/4=5 • Meðaltalið er 5.

  4. Meðaltal – tákn og formúla • Meðaltal úrtaks er táknaðmeð , en meðaltal þýðis er táknað með . • Formúlan fyrir meðaltal er: •  er summa gildanna samanlagðra • X er hvert einstakt gildi • N er fjöldi gilda

  5. Meðaltal - eiginleikar • Hver einstök tala í gagnasafninu hefur áhrif á meðaltalið. • Meðaltal hefur einungis eitt gildi í hverju gagnasafni. • Meðaltal er viðkvæmt fyrir einförum (outliers) • Einfari er tala sem er mjög ólík öðrum tölum í gagnasafninu • Dæmi: 4,5, 4, 5, 6, 89 • 89 væri einfari í talnasafninu

  6. Vegið meðaltal • Þú færð 8 fyrir verkefni sem gildir 10%, 7,5 fyrir verkefni sem gildir 5% og 8,5 fyrir próf sem gildir 85%. • Hver verður einkunn þín í kúrsinum? (10/100)* 8 + (5/100)*7,5 + (85/100)*8,5= 0,8 + 0,375 + 7,225= 8,4

  7. Miðgildi • Miðgildi er það gildi sem er í miðju gagnasafns ef tölunum hefur verið raðað frá þeirri lægstu til þeirrar hæstu. • Ef tvær tölur eru í miðju gagnasafns eftir röðun er miðgildi meðaltalið af þeim.

  8. Dæmi um miðgildi • Hvert er miðgildið fyrir eftirfarandi gagnasafn? 4, 5, 4, 5, 6 • Hvert er miðgildið fyrir eftirfarandi gagnasafn? 5, 6, 7, 10

  9. Miðgildi - eiginleikar • Ekki viðkvæmt fyrir einförum. • Getur gefið betri mynd af hinni dæmigerðu tölu en meðaltal ef í gagnasafninu er einfari.

  10. Tíðasta gildi • Það gildi sem kemur oftast fyrir í gagnasafni. • Við getum notað tíðasta gildi á nafnkvarða. • Við getum haft fleiri en eitt tíðasta gildi í gagnasafni. • Dæmi: 4, 4, 6, 7, 8, 8, 9,10 4 og 8 eru tíðustu gildin.

More Related