301 likes | 706 Views
Afríka. Afríka er næststærsta heimsálfan. Þar eru bæði víðáttumikið láglendi og hásléttur. Hæstu fjöll eru Kilimanjaro og Kenýafjall . Tanganyikavatn og Malavívatn eru í S igdalnum mikla. Helstu fljót eru: Níl,Níger,Kongófljót og Sambesífljót. Afríka (2).
E N D
Afríka • Afríka er næststærsta heimsálfan. • Þar eru bæði víðáttumikið láglendi og hásléttur. • Hæstu fjöll eru Kilimanjaro og Kenýafjall. • Tanganyikavatn og Malavívatn eru í Sigdalnum mikla. • Helstu fljót eru: Níl,Níger,Kongófljót og Sambesífljót.
Afríka (2) • Stærsta eyðimörk heims er í Afríku; Sahara. • Aðrar stærstu eyðimerkur eru Kalaharí og Namib. • Stærsta eyja Afríku er Madagaskar. • Nánast öll Afríka er í hitabeltinu og heittempraða beltinu • Hitabeltisregnskógur er næst miðbaug • Sunnan og norðan hitabeltisins eru Savannar; stórar opnar gresjur,með trjám á stangli.
Afríka (3) • Steppur og eyðimerkur taka við sunnan og norðan savannanna. • Nyrðst og syðst er miðjarðarhafsloftslag með sígrænu makkíkjarri. • Sahara teygir sig 5000 km frá Atlantshafi til Rauðahafs. • Hitinn í Sahara getur farið í 50 stig yfir daginn en fellur niður fyrir frostmark að nóttu til. • Fáir búa í Eyðimörkum,nema við „vinjar“.
Afríka (4) • Svæðið sunnan Sahara nefnist Sahel. • Ef regntími bregst er hætt við þurrki og hungursneyð. • Svæðið á mörkum þess að teljast byggilegt. • Fólksfjölgun á Sahel svæðinu er mikil. • Síðustu áratugi hefur lofthiti hækkað og dregið úr úrkomu á svæðinu
Afríka (5) • Efnahagur margra Afríkuríkja byggist á „sjálfsþurftarbúskap“. • Yfir helmingur íbúa álfunnar starfar við landbúnað. • Þróun í landbúnaði nánast enginn og áhöld frumstæð. • Á harðbýlustu stöðunum er „hirðingjabúskapur“;menn flakka með hjörðinni milli vatnsbóla. • Í S-Afríku,Kenýa og Simbabve er stunduð ræktun með vélum,enda jarðvegur þar góður.
Afríka (6) • Helstu iðnaðarsvæði eru í S-Afríku og í arabasvæðunum í norðri. • Iðnaðurinn er helst „hráefnaiðnaður“. • Helstu greinar eru olíuiðnaður,námagröftur og vefnaður. • Ferðamannaiðnaður fer vaxandi í A-Afríku við dýraskoðun.
Afríka (7) • Pygmyar eru dvergþjóðir,sem einkum er að finna í regnskógum. • Pygmyar nota spjót,net boga og örvar við veiðar. • Pygmear skipta bráðinni bróðurlega milli allra íbúanna burt séð frá því hverjir veiddu. • Aukið skógarhögg ógnar tilveru þeirra.
Afríka (8) • Þjóðgarðar hafa verið í Afríku frá seinni hluta 19.aldar. • Með fækkun villidýra óx áhugi á verndun þeirra. • Mikil ógn steðjar að villidýrum vegna veiðiþjófnaða. • Nashyrningshorn,fílabein og skinn eru eftirsótt
Afríka (9) • Menn hafa búið í Afríku lengur en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. • Margar þjóðir og ólíkar búa í álfunni. • Arabar í norðri,þeldökkir sunnar. • Í álfunni er kristin trú,Islam og andatrú. • „Nýlendustefna“ hefur sett mark sitt á álfuna og hamlað uppbyggingu og framförum
Afríka (10) • Í frjósamasta hluta A-Afríku er ræktað te og kaffi. • Í S-Afríku hafa fundist námur með eðalsteinum og dýrum málmum í meira magni en annars staðar á jörðinni. • Olía er unnin í Alsír,Líbíu og Nígeríu • Í Marokku er stærsta fosfatnáma heims. • Í Sambíu eru koparnámur og stórar kolanámur.
Afríka (11) • „Nýlendustefna“ kallast það er stærra ríki og öflugra reynir að ná vanburðugu ríki undir sig. • Nýlendustefna er einnig nefnd „heimsvaldastefna“. • Flest ríki Afríku eru fyrrverandi nýlendur Evrópuríkja. • Flest ríki Afríku voru komin með sjálfstæði um 1960.
Afríka (12) • 15 milljónir þræla voru seldir frá Afríku á árunum frá 1450-1850. • Flestir voru seldir til Ameríku. • Þegar leið á 19. öldina lagðist þrælaverslunin af.
Afríka II bls.70-79 • Níl er lengsta fljót í heimi 6650 km að lengd. • Vatnasvæði Nílar nær yfir 11 lönd,frá miðbaug að Miðjarðarhafi. • Nílardalur í Egyptalandi er 10-20 km breið slétta sem framburður Nílar hefur borið þangað og myndað óvenju frjósaman jarðveg. • Slíkar sléttur eru nefndar „flæðisléttur“
Afríka II (2) • Nær allir íbúar Egyptalands búa á flæðisléttumNílar og óshólmum hennar. • Til að nýta betur vatn Nílar reistu Egyptar Aswan stífluna. • Tilkoma stíflunnar breytti rennsli árinnar mikið og ofan hennar myndaðist stærsta uppistöðulón heims en neðan stíflunnar hætti áin að renna yfir bakka sína.
Afríka II (3) • Kostir stíflunnar voru;a) stærra ræktarland sem gáfu þrjár árlegar uppskerur í stað einnar, b)vaxandi iðnaður og c) rafvæðing með tilkomu orkuvers í Aswan stíflunni. • Ókostir eru þeir að nú rennur framburður árinnar ekki lengur á akra neðan stíflunnar. Því verða bændur nú að a)kaupa áburð sem leiðir af sér b)minnkandi tekjur og c) áburðarnotkun leiðir til mengunar. • Óshólmar stækka ekki lengur og fiskveiðar minnka
Afríka II (4) • Fjöldi ferðamanna sækir Egyptaland heim. • Helsta aðdráttarafl ferðamanna eru píramídarnir. • Saga Nílar og píramídanna er órjúfanleg • Fjöldi ferðamanna koma gagngert til að sigla á Níl,sem Egyptar kalla „móður sína“,enda lífæð þeirra.
Afríka II (5) • Siðmenningin þróaðist á bökkum Nílarfljóts og stóð sem hæst fyrir u.þ.b. 3000 árum. • Því til vitnis eru margar heimsþekktar fornminjar. • Þekktust fornminjar eru vafalaust píramídarnir,SfinxinnGísa og rústir hinnar fornu höfuðborgar Þebu.
Afríka II (6) • Um regnskóga „Kongólægðar“ rennur Kongófljót til Atlantshafs. • Kongófljót er næst vatnsmesta fljót jarðar,en aðeins Amazonfljót er vatnsmeira. • Kinshasa er höfuðborg Kongó,liggur 300 km frá strönd atlantshafs við Kongófljót. • Ekki er skipgengt frá Atlantshafi til Kinshasa.
Afríka II (7) • Í Kongófljóti eru tveir þekktir fossar; Livingstonefossar og Stanleyfossar. • Frá Livingstonefossum er skipgengt 1650 km að Stanleyfossum • Kongófljót og þverár þess eru mesta og besta samgönguæð landsins og þar með lífæð þess.
Afríka II (8) • Í austurhluta Kongó eru hálendur. Landamæri nágrannaríkja liggja við „Sigdalinn mikla“. • Í Sigdalnum mikla eru títt jarðhræringar og eldgos. • Á landamærunum er stærsta og dýpsta vatnið af mörgum „Tanganyikavatn“. • Í regnskógunum eru dýrmætar trjátegundir.
Afríka II (9) • Um tveir þriðju hlutar A-Kongóbúa lifa af frumstæðum „sjálfsþurftarbúskap“. • Eftir sjálfstæði frá Belgum,hefur nánast ríkt stöðnun í landbúnaði. • Samgöngur landsins eru afar lélegar og hafa staðið í vegi fyrir almennri þróun í landinu.
Afríka II (10) • Helstu náttúruauðlindir A-Kongó eru demantar,silfur og gull. • Stærstu námurnar eru í Shaba héraði en þar er iðnaður einnig mestur. • Iðnaðurinn byggir á vinnslu jarðefnanna. • Orkuauðlindir eru miklar,byggðar á vatnsorku.
Afríka II (11) • Yngsta sjálfstæða land Afríku er Suður Súdan.Það hlaut sjálfstæði sitt 2011. • S-Súdan er eitt fátækasta land heims og yfir helmingur lifir undir fátækramörkum. • Fátækramörk miðast við einn Bandaríkjadal á mann á dag, til framfærslu.
Afríka II (12) • „Frumbyggjar“ eru upphaflegir íbúar svæða eða landa. • „Leysingi“ er þræll,sem gefið hefur verið frelsi og leystur undan ánauð • Eftir að Afríkuríki endurheimtu sjálfstæði sitt hefur efnahagsuppbygging verið afar hæg. • Aðgangur að heilsugæslu og menntun er afleitur.
Afríka II (13) • Suður Afríka er syðsta land Afríku. • Lesótó er umlukt S-Afríku á alla vegu. • S-Afríka er að mestu háslétta í 1200-1800 m hæð. • Syðsti hluti landsins,og þar með álfunnar er Agulhashöfði,en litlu vestar Góðrarvonarhöfði.
Afríka II (14) • Loftslag S-Afríku er heittemprað.Á austurströndinni er rakt loft en þurrt á vesturströndinni. • Nambib eyðimörkin er á vesturströndinni og teygir sig norður eftir allri strönd Naibíu. • Uppi á hásléttunni er Kalaharí eyðimörkin. • Dýra og plöntulíf er mjög fjölbreytt í S-Afríku.
Afríka II (15) • S-Afríka er iðnvæddasta land álfunnar. • Námavinnsla er stærsta atvinnugreinin. • Helstu náttúruauðlindir eru gull og demantar. • Stál og vélaiðnaður er mikill,m.a. Skipasmíðar. • Eitt besta járnbrautarnet álfunnar er í S-Afríku.
Afríka II (16) • Miðað við önnur Afríkulönd lifa fáir af landbúnaði í S-Afríku. • Á stórum og vélvæddum jörðum er mikil ræktun á m.a. Maís,hveiti og sykurreyr. • Kvikfjárrækt er talsverð og helst afurðir eru nautakjöt,mjólkurafurðir og ull.
Afríka II (17) • Ferðaþjónusta hefur aukist mikið undanfarin ár í S-Afríku. • Mikill vöxtur í efnahagslífinu hefur samt ekki nægt til að bæta lífsskilyrði hinna fátæku. • Höfuðborgir S-Afríku eru þrjár; Pretoría (framkvæmdavald),Höfðaborg (löggjafarvald) og Bloemfontein (dómsvald.