260 likes | 460 Views
SÁL303. 10. Kafli Þarfir og hvatir. Yfirlit. Atferlisvakar – Hugmyndasaga Át – Svengd Ofát – Offita Kynhvöt Aðrir atferlisvakar. Mismunandi hugmyndir um atferlisvaka. Skynsemisstefna (Rökhyggja) Vélgengisskýringar hegðunar (17. öld) Sældarhyggja Eðlisvísanir (byrjun 20. Aldar)
E N D
SÁL303 10. Kafli Þarfir og hvatir
Yfirlit • Atferlisvakar – Hugmyndasaga • Át – Svengd • Ofát – Offita • Kynhvöt • Aðrir atferlisvakar
Mismunandi hugmyndir um atferlisvaka • Skynsemisstefna (Rökhyggja) • Vélgengisskýringar hegðunar (17. öld) • Sældarhyggja • Eðlisvísanir (byrjun 20. Aldar) • Þarfir og hvatir – Svölunarkenning • Reglan um samvægi
Hátternisfræði og tegundabundið atferli • Tegundabundið atferli hegðun sem er meðfædd hjá öllum afkvæmum tiltekinnar dýrategundar • Greiping • Leysir
Hvatningar • Ytri áreiti sem hvetja til tiltekinnar hegðunar • Lífverur sækja í jákvæðar hvatningar • Lífverur forðast neikvæðar hvatningar
Svengd - Át • Á hvern hátt stjórnast hegðun okkar af líkamlegri þörf fyrir mat? • Á hvern hátt stjórnast áthegðun okkar af félagslegum aðstæðum? • Vandamál • Ofát • Lystarstol • Lotugræðgi?
Stjórn áts • Líkamlegir stýriþættir • Skammtímastjórn • Langtímastjórn • Umhverfisþættir • Efnislegir • Félagslegir • Menning • Siðir og venjur
Líkamleg skammtímastjórn Undirstúka • Hliðlæg undirstúka Svengd • Kviðlæg miðundirstúka Mettun Magn blóðsykurs • Mikill = Virkni í KMU • Lítill = Virkni í HU Magainnihald • Mikið = Virkni í KMU • Lítið = Virkni í HU Líkamshiti • Hærri = Virkni í KMU • Lægri = Virkni í HU
Líkamleg langtímastjórn • Kjörþyngd. Flest dýr hafa tilhneigingu til þess að viðhalda stöðugri þyngd til lengri tíma litið • Rannsóknir benda til þess að jafnvægi milli HU og KMU stýri líkamsþyngd til lengri tíma
Ofát Þjóðsögur • Persónuleiki • Skortur á móðurást • Óhamingja
Ofát - offita • a) Næmni á fæðuábendingar. (Ístilraun, upplýstur hnetudiskur) • b) Tilfinningaleg örvun. (Kvikmyndatilraun) • c) Að vera í megrun, að halda aftur af sér. (Hvernig er eðlilegt að túlka rannsókn og mynd 10-6)
Offita - meginástæður • Erfðir • Efnaskipti • Umhverfi • Sálrænt ástand
Umræða um svengd og át • Ræðið um það með hvaða hætti umhverfisþættir hafa áhrif á át fólks • Ræðið með hvaða hætti siðir og venjur stýra áti okkar • Túlkið rannsókn og rannsóknarniðurstöður bls 16-17. Hvaða meginályktanir er hægt að draga af þessari rannsókn og hvers vegna?
Atferlismótun og offitaVerkefni I. Lesið umfjöllun bókarinnar um þetta efni bls 18-20 og skoðið vel þær upplýsingar er fram koma í töflu 10.1. Svarið síðan eftirfarandi spurningum: • Hvernig var rannsóknin framkvæmd sem lýst er í textanum. Hvaða hópar tóku þátt í henni, hvernig voru þeir meðhöndlaðir og hversu langan tíma tók hún. • Hverjar voru niðurstöður rannsóknarinnar? Hvaða upplýsingar koma fram í töflu 10.1.? Gerið ítarlega grein fyrir þeim niðurstöðum sem þar er að finna. • Hvaða skýringar eru líklegar á þessum niðurstöðum? • Hver eru einkenni atferlismótunar af því tagi sem þarna er rætt um (sjá bls. 232). Gerið grein fyrir öllum stigum meðferðar af þessu tagi. • Á hvaða sviðum öðrum er líklegt að meðferð af þessu tagi gæti nýst? II. Útbúið atferlismótunarprógram sambærilegt við það sem er á bls. 232 í tengslum við eitthvert það vandamál sem þið teljið líklegt að atferlismótun gæti dugað á.
Þættir sem stýra kynhegðun • Líffræðilegir • Erfðir – Þróun kynferðis á fósturstigi • Hormónar • Heilastöðvar • Umhverfi og menning
Reynsla Forsendur eðlilegrar kynhegðunar eru: • Þróun sérstakrar (meðfæddrar) kynsvörunar • Eðlileg hormónastarfsemi • Myndun eðlilegra tilfinningatengsla Harry Harlow
Áhrif menningar á kynhegðun • Kynhegðun fólks á mismunandi tímum • Kynhegðun fólks á mismunandi stöðum • Mynd 10-8 er staðfesting á þessum áhrifum
Samkynhneigð • Kynhneigð • Hommar 4% • Lespíur 1-2% • Skýringar • Líffræði • Umhverfi og reynsla – Kenning Storms
Kynskiptiaðgerð • Sálfræðilegur undirbúningur • Hormónameðferð • Skurðaðgerð Skýringar • Kynákvörðun á fósturstigi?
Þorsti- Flæðinemar • Aukin þéttni efnasambanda í blóði og öðrum líkamsvökvum • Frumur þorna • Flæðinemar (frumur í undirstúku) verða virkir vegna þessa ástands • Heiladingull losar ADH • Nýru endurvinna vatn úr þvagi
Þorsti - Magnnemar • Minna heildarmagn vökva í líkamanum. • Magnnemar verða virkir vegna minna vökvamagns í líkamanum • Nýru losa renin • Renin veldur; a) samdrætti æða og b) því að efnið angiotensínógen breytist í angiotensin I. • Í lungum breytist angiotensin I í angiotensin II • Angiotensin II hefur áhrif á sérstaka skynnema í undirstúku og virkni í þeim veldur þorsta
Aðrir atferlisvakar • Sársauki • Móðernisatferli • Forvitni og ásókn í skynáreiti
Forvitni birtist m.a. sem: • Meðfædd tilhneiging til þess að skoða og handfjatla. Hegðun sem birtist tiltölulega snemma hjá bæði dýrum og mönnum. • Þörf fyrir skynáreitingu. Rannsóknir á fólki sem sýna að skortur á skynáreitingu skapar vanlíðan, ofskynjanir, einbeitingarleysi, skort á skýrri hugsun o.fl. • Æsihneigð. Þörf fólks fyrir skynáreitingu og spennu virðist mismunandi. Áhættuhegðun er eftirsóknarverð í augum sumra en síður í augum annarra. Mælt með sérstöku prófi, æsihneigðarprófi (SSS-prófi).
Verkefni um kynhvöt Fjallið um áhrif menningar á: • Kynlíf fyrir hjónaband • Þekking og reynsla barna og unglinga • Konur og kynlíf • Karlar og kynlíf • Framhjáhald Samkynhneigð