180 likes | 378 Views
Hagfræði. Auðlindir- vinnuafl- fjármagn. Viðfangsefni hagfræðinnar. Frumþarfir mannsins, öflum matar, klæða og skjóls hefur verið viðfangsefni mannkynsins frá örófi alda. Með aukinni tæknivæðingu og framleiðslu þurfti að koma skipulagi á hlutina.
E N D
Hagfræði Auðlindir- vinnuafl- fjármagn
Viðfangsefni hagfræðinnar • Frumþarfir mannsins, öflum matar, klæða og skjóls hefur verið viðfangsefni mannkynsins frá örófi alda. • Með aukinni tæknivæðingu og framleiðslu þurfti að koma skipulagi á hlutina. • Aukin verkaskipting kallaði á meiri viðskipti, aukin viðskipti kölluðu á skilning á lögmálum markaðskerfisins.
Nútíma hagfræði Upphaf hagfræðinnar var Adam Smith 1776 hann gaf út bók “ Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna” Í skrifum hans má finna dæmi í rekstri fyrirtækja hann reiknaði út að 10 menn sem skiptu með sér verkum á þennan hátt gætu b búið til 48.000 títuprjóna á dag eða 4.800 á mann ef þeir skiptu með sér verkum. Einn sæi um hvert handverk í smíðinni. Ef einn maður sæi um öll verkin, gæti hann í mesta lagi gert 20 títuprjóna á dag.
Adam Smith • Grundvallaði kenningar sínar að samkeppni á markaði sjái til þess að hagkvæmi í rekstri samfélagsins verði sem mest. • Hlutverk þjóðhagfræðinnar. • eftir seinni heimstyrjöldia hafa hin hagnýtu hagfræðivísindi stefnt að því sem hefur verið nefnt “jafnvægi í þjóðarbúskapnum” • Þá er talað um að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Frh. • Vinnumarkaður: ekki teljandi atvinnnuleysi við gildandi laun • Verðlag: stöðugt verðlag án tilhneiginga til verðbólgu eða verðhjöðnunar • Vörumarkaður: Framboð vöru fullnægi eftirspurn, svo unnt sé að komast hjá skorti • Gjaldeyrismál: Eftirspurn fullnægt án innflutingshafta eða gjaldeyristakmarkana. • Lánamarkaður: Bankar og lánastofnanir geti fullnægt eftirspurn eftir lánum.
Útskýringar • Verðbólga : Rýrnun á verðgildi peninga. • Verðhjöðnun: Verðgildi peninga eykst • Framboð: það magn sem framleiðandi er tilbúin til að framleiða og selja á ákveðnu verði. Er til í að framleiða meira eftir því sem verð hækkar á vörunni • Eftirspurn : það magn sem neytendur eru tilbúnir til að kaupa á ákveðnu verði. Neytendur kaupa meira af vöru eftir því sem varan lækkar.
Þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði • Þjóðhagfræði er heildar hagfræði sem nær yfir eina heild. • Rekstrarhagfræði er deildarhagfræði fjallar um eina einingu innar heildarinnar. • Rekstrarhagfræði nær yfir : • rekstur og afkomu fyrirtækja • hegðun einstaklinga í viðskiptum • velferð einstaklinga og þjóðfélagshópa • tekjudreyfinguna innan þjóðfélagsins og verðmyndun á markaði.
Rekstrarhagfræðin .. • Fallar um efnahag fyrirtækja, stofnun, fjárfestingu, fármögnun, rekstur, lok fyrirtækja og skoðar vandamálin út frá einingunni, það er fyrirtækinu og eru lausnir metnar út frá efnahagslegu sjónarhorni, tekjum og gjödum.
Framleiðsluþættir • Auðlindir náttúrunnar • takmarkaðar og ótakmarkaðar, • takmarkaðar eru þær sem endurnýja sig ekki en ótakmarkaðar eru þær sem gera það. • takmarkaðar, olía, kol, málmar, • ótakmarkaðar, timbur, vatn og sjávarafurðir • Mannauður • Vinnuafl mannfólksins • Framleiðslutæki • Vélar og tæki
Efnahagsheildir • Skýring • Tiltekinn fjöldi fólks sem hefur að einhverju eða að öllu leyti sameiginlegan fjárhag og/eða sameiginlega efnahagslega hagsmuni, sem ráðast t.d. af landfræðilegum ástæðum. ( Búa öll á sama stað) • Einstaklingur • einn ræður yfir sínu vinnuafli, gæit átt landsvæði, eða auðlindir eða verkfæri
Frh • fjölskylda • samansett af nokkrum einstaklingum sem mynda efnahagsheild • fyrirtæki • Einstaklingar eða fjölskyldur geta tekið sig saman og stofnað fyrirtæki til að ná einhverju settu marki. • þjóðfélag, sveitafélag • Svæðisbundið félag fjölskyldna um ýmis skonar sameiginleg málefni. Menntamál heilbrigðismál og fleira. • Samtök þjóða. • Þjóðir taka sig saman og hafa með sér ýmissskonar samtök sem varða efnahagsleg málefni: mannúðarmál, nýtingu auðlinda, mengun og fleira.
Stjórnun efnahagsheildar. • Hagkerfi er átt við það hvernig ákvarðanir eru teknar um ráðstöfun framleiðsluþáttanna. • hver ákveður HVAÐ skuli framleitt, HVERNIG framleiðslan skuli eiga sér stað og HANDA HVERJUM framleiðslan skuli vera.
Miðstýrt hagkerfi • Grundvallast á sameign á framleiðsluþáttum, sem er stjórnað í umboði fólksins af einhvers konar miðstjórnarvaldi. Miðstýring byggist á lýðræði, flokksræði eða einræði Helstu einkenni; • Sameign á framleiðsluþáttum • Miðstjórnarvaldið ákveður hvað á að framleiða • Vörur eru skammtaðar skv. ákvörðun miðstjórnarvaldsins.
Markaðs hagkerfi • Séreignarétti einstaklinga (einkavæða allt) markaðurinn ræður. Einkenni • Framleiðsluþættir í eigu einstaklinga • Einstaklingarnir ráða • Hið opinbera starfrækir enga þjónustu • Vörur ganga kaupum og sölum meið milligöngu peninga
Blandað hagkerfi (Ísland) • Samspil miðstýrðs kerfis og markaðskerfisins. • Einkenni • Séreignarétturinn er takmarkaður með skattheimtu ríkisins • eignir og atvinnufyrirtæki til neytenda er í einkaeign • ríkið og sveitafélög veita þjónustu • einstaklingar hafa frelsi til vinnu • vörur ganga kaupum og sölum eftir framboði og eftirspurn, en ríkið grípur inn í ef þess þarf.
Helstu atvinnugreinar á íslandi • Frumvinnsla • Fyrirtæki sem nýta auðlindir náttúrunar þ.e veiðiskap ýmiss skonar. Ræktun. • Úrvinnsla • Fyrirtæki sem vinna úr hráefnum • Þjónusta • Fyrirtækis sem sjá um flutning og dreyfingu á vörum eða umpökkun vöru.