240 likes | 822 Views
Plöntur. Frá mosum til mikilla trjáa 5.kafli. Undirstaða lífs á jörðinni. Gróplöntur. Plöntur, sem fjölga sér með gróum, kallast gróplöntur og þær mynda hvorki blóm né fræ. Gró eru miklu minni en fræ. Mosar og byrkningar eru algengustu gróplönturnar. Mosar. Lágvaxnar plöntur og veikburða
E N D
Plöntur Frá mosum til mikilla trjáa 5.kafli Undirstaða lífs á jörðinni
Gróplöntur • Plöntur, sem fjölga sér með gróum, kallast gróplöntur og þær mynda hvorki blóm né fræ. • Gró eru miklu minni en fræ. • Mosar og byrkningar eru algengustu gróplönturnar.
Mosar • Lágvaxnar plöntur og veikburða • Hafa rætlinga, ekki rætur • Hafa ekki æðakerfi og taka því vatn upp í gegnum allt yfirborðið • Vaxa mjög hægt • Um 800 tegundir mosa á Íslandi • Algengasti mosinn í heiminum er hrísmosi (veggjamosi)
Barnamosi og mómyndun • Barnamosi er mjög algengur í mýrum og dregur í sig mikinn raka. • Hann getur orðið margra alda gamall en þá deyr hann að neðan og hvítnar. Dauði hlutinn hleðst upp og myndar mólög. • Mór var áður fyrr nýttur sem eldsneyti.
Fjölgun mosa • Mosaplöntur er ýmist kk. (hafa sáðfrumur) eða kvk. (hafa eggfrumur) • Sáðfruma frjóvgar eggfrumu og þá vex stilkur sem hefur gróhirslu á endanum og hefur að geyma fullt af gróum. . Þroskuð gró dreifast svo með vindi og ef þau lenda á heppilegum stað getur vaxið upp ný mosaplanta.
Byrkningar • Hafa rætur sem soga vatn upp úr jarðveginum og æðar til að flytja vatnið um plöntuna • Voru fyrstu æðplönturnar á jörðinni • Þrír meginhópar byrkninga eru: • Burknar • Jafnar • Elftingar
Burknar • Brúnleitir blettir neðan á burknablöðum eru gróblettir (þyrpingar af gróhirslum) • Kynliður: smávaxin planta sem vex upp af gróinu. • Gróliður: ný burkna- planta sem vex upp úr kynliðnum
Jafnar og elftingar • Vaxa á rökum og skuggsælum stöðum líkt og burknarnir. litunarjafni vallelfting Eski Klóelfting mosajafni
Fræplöntur • Öll barrtré og allar plöntur sem bera blóm (grös og lauftré þar á meðal) eru fræplöntur • Barrtré voru fyrstu fræplönturnar • Fræ eru stærri og betur búin en gróin • Fræplöntur hafa rætur, stöngul og laufblöð með æðum í og eru því æðplöntur • Plöntur framleiða eigin næringu í ferli sem kallast ljóstillífun
Fræplöntur - árhringir • Árhringir eru æðar trjánna sem myndast á hverju ári. • Snemmsumars er hraður vöxtur og æðarnar sem myndast eru stórar og víðar (ljósir hringir) en síðsumars hægir á vextinum og æðarnar sem myndast eru þrengri (dökkir hringir) Hversu gamalt skyldi þetta tré vera?
Fræplöntur -blómin • Hlutverk blóma er að sjá til þess að plönturnar geti fjölgað sér (Kvenkyns æxlunarfæri) Fræni (Karlkyns æxlunarfæri ) Frjóhnappur
Frævun og frjóvgun • Frævun er flutningur frjókorns af frjóhnappi fræfils á fræni frævu. Þetta gerist annað hvort með einhverri lífveru, t.d. býflugu, með vindi eða með vatni. • Frjóvgun er þegar sáðkjarni úr frjókorni rennur saman við eggfrumuna í eggbúinu og þá myndast fræ. Annar sáðkjarni sameinast þá annarri frumu í eggbúinu og þá myndast fræhvítan, sem er forðanæring fræsins.
Fræ verður að plöntu • Eins og frjókornin þá dreifast fræin á marga vegu: • Mjög oft eru fræin inni í aldinum (ávöxtum) og dreifast þá með dýrum. • Sumar plöntur skjóta fræjum sínum út þegar þau eru tilbúin, t.d. lúpínan. • Sum fræ eru sérstaklega útbúin til þess að berast með vindinum, t.d. fífillinn (biðukollan). • Eins fleytir vatnið fræjum sumra plantna á hentugan vaxtarstað.
Fjölgun án fræja • Sumar plöntur fjölga sér án þess að mynda fræ. • Þær dreifa sér þá með löngum þráðum sem kallast renglur og eru ýmist • neðanjarðar, • t.d. kartöfluplantan • eða ofanjarðar, • t.d. jarðarberjaplantan
Spírun fræja • Til að fræ byrji að spíra þarf hæfilegan raka og rétt hitastig. • Fræin lifa í fyrstu af forðanum sem þau hafa, fræhvítunni. • Fyrstu laufblöðin kallast kímblöð og þegar þau hafa myndast getur plantan framleitt eigin næringu, þ.e. ljóstillífað.
Plöntur í daglegu lífi • Plöntur nýtast okkur ekki bara til matar heldur líka t.d. • Í fatnað • Sem timbur og pappír • til orkumyndunar • Til að útbúa lyf
Hvernig lifa plöntur af veturinn? • Plöntur hafa lagað sig að því að lifa af harða og kalda vetur á norðurslóðum með ýmsu móti. • Hjá sumum lifa bara fræin af veturinn • Sumar plöntur safna næringarefnum og vatni í gildar rætur eða lauka sem lifa af veturinn • Flest lauftré fella laufblöðin á haustin