1 / 28

Fjögur álitamál um hagstjórn

39. Fjögur álitamál um hagstjórn. Fjögur álitamál um hagstjórn. Eiga hagstjórnendur að reyna að draga úr hagsveiflum? Á stjórn peningamála að fylgja föstum reglum eða ekki? Eiga útgjöld og tekjur ríkisins að standast á? Á að breyta skattalögum til að örva sparnað?. 1.

orson-roth
Download Presentation

Fjögur álitamál um hagstjórn

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 39 Fjögur álitamál um hagstjórn

  2. Fjögur álitamál um hagstjórn • Eiga hagstjórnendur að reyna að draga úr hagsveiflum? • Á stjórn peningamála að fylgja föstum reglum eða ekki? • Eiga útgjöld og tekjur ríkisins að standast á? • Á að breyta skattalögum til að örva sparnað?

  3. 1. Eiga hagstjórnendur að reyna að draga úr hagsveiflum?

  4. Sumir: Já, hagstjórnendur eiga að reyna að draga úr hagsveiflum • Hagkerfið er í eðli sínu óstöðugt og sveiflast til og frá, ef ekkert er að gert • Hagstjórn getur haft áhrif á heildareftirspurn til að vega á móti þessum eðlislæga óstöðugleika og draga úr hagsveiflum

  5. Sumir: Já, hagstjórnendur eiga að reyna að draga úr hagsveiflum • Ástæðulaust að íþyngja almenningi með óþörfum sveiflugangi í efnahagslífinu • Með stjórn ríkisfjármála og peningamála er hægt að hemja hagsveifluna og draga þá um leið úr sveiflum í landsframleiðslu og atvinnu Munið myndir Tobins

  6. Hagsveiflur í Bandaríkjunum 1871-2003 Kaupmáttur VLF á mann, breyting í % á ári

  7. Aðrir: Nei, hagstjórnendur eiga ekki að reyna að draga úr hagsveiflum • Aðgerðir í peningamálum orka á efnahagslífið með löngum og ófyrirsjáanlegum töfum • Það tekur tíma fyrir t.d. vaxtahækkun að draga úr fjárfestingu fyrirtækja, svo að þenslunni, sem vaxtahækkuninni var ætlað að slá á, er kannski lokið, þegar vaxtahækkunin byrjar að bíta • Aðgerðir í ríkisfjármálum orka á efnahagslífið með töfum, þar eð ríkisútgjöld og skattar eru ákveðin á seinvirkum stjórnmálavettvangi

  8. Aðrir: Nei, hagstjórnendur eiga ekki að reyna að draga úr hagsveiflum • Vegna óhjákvæmilegra tafa gerist það of oft, að hagstjórnendur magna hagsveiflur óvart frekar en að milda þær eins og þeir ætluðu • Æskilegt væri, að hægt væri að eyða öllum sveiflum með hagstjórn, en það er ekki raunhæft markmið

  9. 2. Á stjórn peningamála að fylgja föstum reglum eða ekki?

  10. Sumir: Já, stjórn peningamála á að fylgja föstum reglum • Stjórn peningamála eftir geðþótta – þ.e. án fastra reglna – getur liðið fyrir óhæfa seðlabankastjóra og misbeitingu valds • Ef seðlabankastjórar dansa eftir pípum stjórnmálaflokka, getur stjórn peningamála eftir geðþótta leitt af sér hagsveiflur sem endurspegla tímasetningu kosninga, t.d. með því að lækka vexti fyrir kosningar til að kaupa atkvæði handa ríkisstjórninni • Pólitískar hagsveiflur

  11. Sumir: Já, stjórn peningamála á að fylgja föstum reglum • Ekki er alltaf fullt samræmi sé milli þess, sem hagstjórnendur segja, og þess, sem þeir gera • Það getur borgað sig fyrir seðlabanka að stíga á bensínið (þ.e. lækka vexti) fyrir kosningar, þótt hann prediki nauðsyn þess að draga úr verðbólgu • Þetta heitir kvik ósamkvæmni • Ef hagstjórnendur gera sig seka um kvika ósamkvæmni (e. timeinconsistency), missir almenningur trúna á yfirlýsingar seðlabankans um það, að hann ætli að draga úr verðbólgu

  12. Sumir: Já, stjórn peningamála á að fylgja föstum reglum • Með því að gera seðlabankanum skylt samkvæmt lögum að tryggja hóflegan og stöðugan vöxt peningamagns er hægt að reisa skorður við óhæfi, misbeitingu valds og kvikri ósamkvæmni ... • ... nema seðlabankinn klikki, annað eins hefur nú gerzt • Getur verið hollt að binda hendur sínar

  13. Aðrir: Nei, stjórn peningamála á ekki að fylgja föstum reglum • Fastar reglur draga um of úr sveigjanleika peningastefnunnar í ljósi nýrra og óvæntra aðstæðna • Sveigjanleiki getur verið æskilegur, sé vel með hann farið • Ósveigjanleg hagstjórn dregur úr getu almannavaldsins til að bregðast rétt og tímanlega við breyttum aðstæðum í efnahagslífinu

  14. Aðrir: Nei, stjórn peningamála á ekki að fylgja föstum reglum • Vandinn, sem er sagður fylgja geðþóttastjórn peningamála og misbeitingu valds, er ekki reistur á óyggjandi reynslurökum • Ekki er ljóst, hversu mikil brögð hafa verið að pólitískum hagsveiflum

  15. 3. Eiga útgjöld og tekjur ríkisins að standast á?

  16. Sumir: Já, útgjöld og tekjur ríkisins eiga að standast á • Ríkishallarekstur leggur óréttlætanlegar byrðar á komandi kynslóðir með því að þyngja skattbyrði þeirra og rýra ráðstöfunartekjur þeirra • Þegar skuldir ríkisins og vextir af þeim falla í gjalddaga, munu skattgreiðendur framtíðarinnar standa frammi fyrir tveim kostum • Hærri skattar eða minni ríkisútgjöld?

  17. Sumir: Já, útgjöld og tekjur ríkisins eiga að standast á • Ríkishallarekstur veltir kostnaðinum af þjónustu ríkisins við núlifandi kynslóð á herðar næstu kynslóðar, án þess að næsta kynslóð hafi tök á að bera hönd fyrir höfuð sér • Ríkishallarekstur dregur úr þjóðarsparnaði og þá um leið úr fjármunamyndun, vinnuframleiðni og hagvexti

  18. Aðrir: Nei, útgjöld og tekjur ríkisins þurfa ekki að standast á • Áhyggjur af ríkishallarekstri eru stundum ýktar • Hliðrun skuldarbyrðarinnar inn í framtíðina kann að vera réttlætanleg að því leyti, að ýmis ríkisútgjöld eru einnig komandi kynslóðum í hag • Skuldir ríkisins geta vaxið án afláts, þar eð fólksfjölgun og tækniframfarir auka getu þjóðarbúsins til að greiða vexti af vaxandi skuldum

  19. 4. Á að breyta skattalögum til að örva sparnað?

  20. Sumir: Já, það á að breyta skattalögum til að örva sparnað • Þjóðarsparnaður er ein helzta uppspretta hagvaxtar til langs tíma litið • Sáum það í hagvaxtarkaflanum • Framleiðslugeta þjóðar ræðst að miklu leyti af sparnaði hennar og fjárfestingu • Mikill sparnaður leiðir af sér mikla fjárfestingu í vélum og tækjum

  21. Sumir: Já, það á að breyta skattalögum til að örva sparnað • Núgildandi skattalög draga úr sparnaði, t.d. með því að skattleggja fjármagnstekjur og refsa mönnum þannig fyrir auðsöfnun • Önnur leið er að skattleggja heldur neyzlu • Með neyzluskatti, t.d. vaski, greiða heimilin skatt af eyðslu sinni frekar en sparnaði • Sparnaður er þá undanþeginn skattheimtu, þar til spariféð er virkjað til að kaupa neyzluvörur eða þjónustu

  22. Sumir: Já, það á að breyta skattalögum til að örva sparnað • Háir fjármagnstekjuskattar draga úr sparnaði og þannig einnig úr fjármunamyndun, vinnuframleiðni og hagvexti

  23. Aðrir: Nei, það á ekki að breyta skattalögum til að örva sparnað • Breytingar á skattalögum til að örva sparnað eru einkum auðmönnum í hag • Heimili með háar tekjur spara hærra hlutfall tekna sinna en heimili með lágar tekjur • Sérhver skattabreyting, sem ýtir undir sparnað, er hátekjuhópum í hag

  24. Aðrir: Nei, það á ekki að breyta skattalögum til að örva sparnað • Léttari skattbyrði hátekjufólks leiðir til aukins ójafnaðar og þyngri skattbyrðar lágtekjufólks • Minni ríkishalli er beinni og réttlátari leið til að auka þjóðarsparnað og leiðir síður til aukins ójafnaðar

  25. Yfirlit • Fylgjendur virkrar hagstjórnar líta svo á, að hagkerfið sé í eðli sínu óstöðugt og hægt sé að draga úr hagsveiflum með vel útfærðum hagstjórnaraðgerðum • Gagnrýnendur virkrar hagstjórnar benda á, að hagstjórnaraðgerðir orka á hagkerfið með töfum og erfitt sé að spá fyrir um gang efnahagslífsins og hvort tveggja geti leitt til þess, að tilraunir til hagstjórnar magni hagsveiflur frekar en að milda þær

  26. Yfirlit • Fylgjendur fastra reglna um stjórn peningamála halda því fram, að peningastjórn eftir geðþótta geti liðið fyrir óhæfa seðlabankastjóra, misbeitingu valds og kvika ósamkvæmni • Gagnrýnendur fastra reglna um stjórn peningamála leggja áherzlu á, að peningastjórn eftir geðþótta sé sveigjanlegri og geti því brugðizt betur en bundnar hendur við breyttum aðstæðum

  27. Yfirlit • Þeir, sem telja nauðsynlegt að draga úr skuldum ríkisins, halda því fram, að ríkisskuldin íþyngi komandi kynslóðum með því að þyngja skattbyrði þeirra og rýra ráðstöfunartekjur þeirra • Þeir, sem telja ekki nauðsynlegt að draga úr skuldum ríkisins, leggja áherzlu á, að ríkisskuldin sé aðeins lítill angi af miklu stærra viðfangsefni á vettvangi ríkisfjármálanna

  28. Yfirlit • Þeir, sem eru hlynntir því að örva sparnað með skattaívilnunum, benda á, að almannavaldið refsar sparifjáreigendum með því til dæmis að skattleggja fjármagnstekjur og draga úr bótum handa þeim, sem hafa safnað auði • Þeir, sem telja ekki nauðsynlegt að örva sparnað með skattaívilnunum, benda á, að margar skattaívilnanir til að örva sparnað myndu einkum vera auðmönnum í hag og myndu hafa tiltölulega lítil áhrif á einkasparnað

More Related