1 / 15

Virkjun lands og þjóðar

Virkjun lands og þjóðar. Ásgeir Jónsson Lektor við Háskóla Íslands. Hvað er þjóðhagslegur ábati?. Fjöldi starfa og gjaldeyrisstreymi til landsins fremur ónákvæmur mælikvarði á þjóðhagslegan ábata.

osborn
Download Presentation

Virkjun lands og þjóðar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Virkjun lands og þjóðar Ásgeir Jónsson Lektor við Háskóla Íslands

  2. Hvað er þjóðhagslegur ábati? • Fjöldi starfa og gjaldeyrisstreymi til landsins fremur ónákvæmur mælikvarði á þjóðhagslegan ábata. • Auðlegð þjóða veltur ekki á þeim fjölda starfa sem þeim heppnast að skapa innan sinna landamæra, heldur afrakstri þeirra eða framleiðni. • Útflutningstekjur eru aðeins mælikvarði á veltu útflutningsgreina en ekki hagnað eða framleiðni. • Hægt er að nota margfaldara til að meta svæðisbundin ábata en slík greining er stórgölluð ef meta á þjóðarhag. • Margfaldaragreining vanmetur fórnarkostnað framleiðsluþátta og ofmetur áhrif einstakra greina. • Íslendingar eru heldur ekki háðir einni grein um sköpun starfa eða nútímavæðingu efnahagslífsins líkt og margar þriðja heims þjóðir. • Afleidd störf frá stóriðju teljast ekki til þjóðhagslegs ábata • Þjóðhagslegur ábati skapast vegna bættrar nýtingar framleiðsluþátta – framleiðni! • Tækniframfarir, stærðarhagkvæmni, breiddarhagræði, sérhæfing, samlegðaráhrif eða þess að ónýttir framleiðsluþættir eru færðir í gagnið, t.d. ef ráðinn er bugur á staðbundnu atvinnuleysi. • Bætt nýting opinberra innviða, s.s. samgöngumannvirkja og almannagæða

  3. Stóra sparkið og stóriðjan • Veruleg töf varð á því að Ísland kæmist af stað á nýrri hagvaxtarbraut. • Rosenstein og Rodan (1943): smár heimamarkaður kemur í veg fyrir að lönd iðnvæðist. “The big push” • Takmarkaður fjöldi kaupenda og lítill kaupmáttur kom í veg fyrir að stærðarhagkvæmni gæti notið sín í framleiðslu og sölu. • Þannig varð ómögulegt fyrir eina atvinnugrein að brjótast út úr viðjum gamalla búskaparhátta og fátæktar upp á eigin spýtur. • Iðnvæðing aðeins möguleg ef margar greinar færu af stað á sama tíma, stækkuðu markaðinn og ryddu brautina í sameiningu til sérhæfingar og iðnvæðingar. • Sjávarútvegurinn var sú grein sem ruddi brautina fyrir aðrar greinar á Íslandi og var lengi vel leiðandi í hagkerfinu. • Ef fiskimiðin hefðu ekki verið til staðar hefði stóriðja og orkufrekur iðnaður gengt sama hlutverki.

  4. Hvaða þjóðhagslega ábata getur stóriðjan skilað? • Hærri greiðslur til íslenskra framleiðsluþátta en ella hefði verið. • Störf við stóriðju eru líklega yfirborguð en eru samt fremur fá • Orkusalan sé rekin með tapi sem sést af því að arðsemi eiginfjár Landsvirkjunar árin 1998 -2003 var 2,9% sem er minni en verðbólga. • Stóriðjan nýtur margvíslegra skattafríðinda. • Stóriðjan skýtur fleiri stoðum undir atvinnuvegi þjóðarinnar og minnkar vægi sjávarútvegs og eykur fjölbreytni í útflutningi. • Þetta átti við þega Ísal var byggt á sínum tíma og ef til þegar Norðurál komst í gagnið en á ekki við núna. Raunar mun aukin álframleiðsla auka á óstöðugleikann í íslenska hagkerfinu. • Álverð er mjög sveiflukennt og er beinlínis tengt orkuverði auk þess að hafa áhrif á útflutningstekur þjóðarinnar • Ef svo fer fram sem horfir mun um 40% af vöruútflutningi landsmanna vera ál og þessi létti málmur verður kominn með sömu stöðu og þorskurinn 1980.

  5. Hvaða þjóðhagslega ábata getur stóriðjan skilað? • Hagstæð ytri áhrif til íslenskra neytenda Stærðarhagkvæmni í orkuöflun fyrir stóriðju skapar stöðugri orkugjöf til íslenskra heimila og lækkar verðið. • Þetta átti mögulega hér áður en með tilkomu ÍSALS hætti rafmagnið að fara af á aðfangadagskvöld. • Íslenskir hafa hins vegar ætíð þurft að bera stóriðjuna á höndum sér. Árið 1999 seldi Landsvirkjun 66% af framleiddri raforku til stóriðju en aðeins 38% af tekjunum komu þaðan • Sköpun arðbærra hliðargreina. Stóriðjan skapar sérhæfð fyrirtæki sem þjónusta álverin eða nýta sér nálægð við afurðir þeirra • Þetta hefur aldrei átt við. Öfugt við sjávarútveginn (Marel, Sæplast etc) hafa ekki skapað hliðargreinar í tengslum við álverin hérlendis, t.d. voru lögð á hilluna áform um byggingu rafskautsverksmiðju. • Mótvægi við kreppur. Stóriðjuframkvæmdir á krepputímum tryggja atvinnu og stöðugleika í efnahagslífinu • Þetta átti við bæði 1968-70 og 1993-96. Bygging ÍSAL og Norðuráls skilaði töluverðum þjóðhagslegum ábata vegna tímasetningar framkvæmdanna sem voru á tímum mikils aflabrests í sjávarútvegi. • Þetta á ekki við núna. Nú eru margar greinar í vexti og efnahagslífið á fljúgandi siglingu en Seðlabankinn er nauðbeygður til þess að hækka vexti og hækka gengið til þess að skapa rými fyrir framkvæmdirnar.

  6. Frá 1993 til 2003 hefur íslenska hagkerfið vaxið um tæp 40%

  7. Stóriðja og byggðastefna • Stóriðjan getur haft töluverð byggðaáhrif vegna staðbundinna margfeldisáhrifa: • Sköpun nýrra starfa í stóriðju gefur af sér afleidd störf á viðkomandi stað þar sem starfsmennirnir og fjölskyldur þeirra þurfa ýmsa þjónustu. • Stóriðjuverið er stór viðskiptavinur hjá þjónustufyrirtækjum á staðnum. Til að mynda kaupir ALCAN vörur og þjónustu af Hafnfirðingum fyrir um 1 milljarð á ári. • Stóriðjan eykur þéttleika byggðarinnar og skapar þannig ábata. • Fjölgun fólks á ákveðnum svæðum skapar aukna nýtni fastafjármuna vegna meiri veltu hjá fyrirtækjum á staðnum, s.s. í þjónustu, flutningum og afþreyingu. • Stækkun markaðarins skapar aukið svigrúm fyrir ný verslunar- og þjónustufyrirtæki og aukna sérhæfingu. • Stóriðjan eykur tekjur bæjarfélaga og svigrúm þeirra til framkvæmda • Verksmiðjan sjálf greiðir ýmis gjöld. • Aukinn fjöldi fólks felur í sér auknar útsvarstekjur

  8. Búseta og menntun starfsmanna Norðuráls • Starfsmenn rúmlega 200 • 65% á Akranesi. • 8% í Borgarbyggð • 11% í aðliggjandi hreppum. • 15% á höfuðborgarsvæðinu • 68,60% Verkafólk • 20,77% Iðnaðarmenn • 10,63% Háskólamenntað

  9. En böggull fylgir skammrifi... • Stóriðjan er fyrst og fremst byggðaþéttingartæki sem á aðeins við stærstu þéttbýliskjarnanna. • Fremur fáir staðir utan höfuðborgarsvæðisins (Eyjafjörður eða Selfoss) henta fyrir svo risavaxin atvinnufyrirtæki ef miðað er við dýpt vinnumarkaðar. • Gífurlega mikil óhagkvæmni að ætla sér að byggja upp innviði á fámennum svæðum vegna eins stóriðjufyrirtækis. • Stóriðja er því fjarri því að vera einhver lausn á “Byggðvandanum” sem er til staðar á Íslandi sem felst í fólksfækkun í fámennum sveitarfélögum. • Stóriðjan er sama marki brennd og fiskvinnslan hvað varðar einhæfni í atvinnu! • Mjög slæm reynsla af atvinnuuppbyggingu í tengslum við stórrekstur í sjávarútvegi þar sem eitt fyrirtæki var látið bera uppi heilu byggðalögin. Verið að endurtaka leikinn með stóriðjunni. • Vandamál sjávarbyggða á Íslandi er ekki endilega skortur á atvinnu heldur hefur einhæfni í atvinnulífi og skortur á störfum fyrir menntað fólki • Er nú svo komið að störfum í sjávarstóriðju – fiskiðnaði – er einkum sinnt af útlendingum.

  10. Eftirköst skuttogaravæðingarinnar Hlutfall þjóðarinnar sem býr í smábæjum -1960-2003

  11. Spurning um framtíðarsýn • Samkeppnin við þriðja heiminn • Íslensk landsbyggð er að keppa um sömu störf og fólk í þriðja heiminum. Það eina sem fær stóriðjufyrirtækin til þess að samþykkja háan launakostnað er ódýr orka. • Iðnaður er að flytjast úr hinum ríkari löndum til hinna fátækari og með uppbyggingu stóriðju er Íslendingar að synda á móti straumnum. • Erlend stóriðjufyrirtæki á landsbyggðinni gætu náð svipuðu hreðjartaki á stjórnvöldum og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki höfðu á tímum gengisfellinga á fyrri tíð. • Raunar ber síðasti stóriðjusamningur vegna Fjarðaáls vitni um ótrúlega örvæntingu af hálfu stjórnvalda sem erlend fyrirtæki þætti ekki slæmt að hagnýta sér. • Hvaða byggðavandi? • Það versta er líklega gengið yfir hvað varðar fólksflutninga af landsbyggðinni og margir byggðakjarnar eru nú að styrkjast aftur, m.a. er hátt fasteignaverð farið að hrekja fólk út úr höfuðborginni. • Flest bendir til þess að ákveðið jafnvægi sé að skapast í byggð landsins • Það byggðavandamál sem er enn til staðar er fólksfækkun í strjálbýli og hinum smærri byggðum sem liggja fjarri stórum þéttbýliskjörnum – en þar kemur stóriðjan að engum notum.

  12. Niðurstaða • Oft er vísað til afleiddra starfa frá stóriðju sem þjóðhagslegs ábata en það er ekki rétt. • Sá þjóðhagslegi ábati sem áður var til staðar vegna fyrri stóriðjuframkvæmda á ekki lengur við. • Þjóðhagslegi ábatinn fellur fyrst og fremst til af því að þeir sem komi til starfa í álverinu fái hærri laun en þeir geti fengið í öðrum atvinnugreinum. Sá ábati er vissulega til staðar en fremur lítilvægur sökum þess hve störfin eru fá miðað við umfang fjárfestingarinnar. • Ísland sé ekki í sömu stöðu og mörg þróunarlönd sem þurfa að reiða sig á eina eða tvær framleiðslugreinar til að leiða hagkerfið áfram. • Við þurfum ekki að byggja álver til að tryggja hagvöxt eða standa straum af velferðarkerfinu, eins og viðkvæðið er oft. • Það geta íslenskir atvinnurekendur gert af eigin afli sem berlega hefur komið í ljós í velheppnaðri útrás íslenskra fyrirtækja.

  13. Ekki nauðsyn heldur val • Stóriðjan er því ekki nauðsyn heldur val, vegna þess að hagvöxturinn heldur áfram þó hennar nyti ekki við. • Umræðan um stóriðju er full af þversögnum. • Sama fólk og býsnast yfir styrkjum til landbúnaðar vill láta ríkið niðurgreiða stóriðjustarfsemi úti á landi. • Sama fólk og býsnast yfir því sægreifum og kvótakóngum vill afhenda útlendinguna rentuna af fallvötnunum á kostnaðarverði. • Íslendingar hafa tekið alþjóðavæðinguna í sínar eigin hendur með velheppnaðri útrás fyrirtækja og það ætti að vera liðin tíð að íslensk stjórnvöld gangi með betlistaf til erlendra stórfyrirtækja. • En þegar á öllu er á botninn hvolft snýst byggðastefnan aðeins um tvennt. Hve miklum fjármunum við viljum verja til hennar og hvernig byggð við viljum sjá úti á landi.

More Related