610 likes | 1.19k Views
opkrans. lok. forkím. gró (1n). hetta. Spírun gróa. Baukur (gróhirsla). Karl- kynlið-ur (1n). gróliður (2n). kvenkynliður (1n). Lífsferil dæmigerðs mosa (baukmosa) Fjölgar sér með gróum. egghirlsur. frjóvgun. frjóhirlsur. kvenkynliður (1n). plöntukím (2n).
E N D
opkrans lok forkím gró (1n) hetta Spírun gróa Baukur (gróhirsla) Karl- kynlið-ur (1n) gróliður (2n) kvenkynliður (1n) Lífsferil dæmigerðs mosa (baukmosa) Fjölgar sér með gróum egghirlsur frjóvgun frjóhirlsur kvenkynliður (1n) plöntukím (2n) Ungur gróliður (2n) Okfruma (2n) egghirsla Fyrir áhugasama Auka glæra – EKKI til prófs
Spírun gróa Gróblettur Gró (1n) Laufblað Fullþroska gróhirsla með gróum Gróhirsla (2n) Fullþroska kynliður (1n) (forþal) Gróblettir Lífsferill dæmigerðs burkna Gróliður (2n) “fiðluhaus”=ung upprúllað blað jarðstöngul rætur Egghirsla (1n) kynliður (1n) Ungur gróliður (2n) áfastur kynlið (1n) Okfruma (2n) frjóvgun Frjóhirsla (1n) Plöntukím (2n) Fyrir áhugasama Auka glæra – EKKI til prófs
Sætni blóma undirsætið kringsætið yfirsætið
Kyn blóma • Blóm geta ýmist verið tvíkynja með bæði fræfla og frævu(r) í sama blómi EÐA • Einkynja með annað hvort aðeins fræfla eða aðeins frævu(r) • Einkynja blóm eru þá ýmist á sömu plöntu (monoecious) eða á sitt hvorri plöntunni og kallast það að vera sérbýla (dioecious)
frjóhnappur fræfill frjóþráður frjókorn Frævun = frjókorn lendir á fræni fræni stíll eggleg frjópípa fræva - stíll - eggbú - eggleg Fræva / fræblað bikarblöð blómstilkur fræhvíta Tveir kjarnar n+n Frjóvgun = samruni sæðisfrumu og eggs sæðis- fruma - eggmunni plöntukím okfruma
Flóruríki jarðar • Holarktíska flóruríkið (Boreal) - Nær yfir allt norðurhvel Jarðar • Paleotrópíska flóruríkið - Afríka, Arabíuskaginn, Indland sunnan Himalajafjalla, SA-Asía, Indónesía, og Norðurey Nýja-Sjálands. • Ástralska flóruríkið - Ástralía, Tasmanía og Suðurey Nýja-Sjálands • Neotrópíska flóruríkið - S-Ameríka og mið-Ameríka • Suður-Afríska flóruríkið - Höfðasvæðið (Capensis) • Antarktíska flóruríkið -Suðurskautslandið auk syðsta odda S-Ameríku og syðsta odda Nýja-Sjálands
Hver er staða Íslands m.t.t. flóruríkja • Ísland telst til holarktíska flóruríkisins • Allar stórar ættir hér á landi eru einnig áberandi í holarktísku flórunni eins og körfublómaætt, hjartagrasaætt, sóleyjarætt og víðiætt • Hins vegar eru stórar ættir æðplantna sem ekki vaxa hér en eru annars algengar í holarktísa flóruríkinu eins og mjólkurjurtaætt, stokkrósaætt, furuætt, grátviðarætt,
Holarktíska flóruríkið • Holarktíska svæðið nær yfir 4 lífbelti (biomes) • túndra/heimskautabeltið • barrskógabeltið • blandaðir barr- og laufskógar • laufskógabeltið • Holarktísku flórunni er skipt upp í sífellt minni svæði og er arktíska svæðið eitt þeirra • Ísland telst til (lág)arktíska svæðisins skv. þessari flokkun (ath! umdeilt) • Algengar ættir arktísku flórunnar eru grasaættin, staraættin, körfublómaættin, krossblómaættin, hjartagrasaættin, allt algengar ætti hér.
Einkenni íslensku flórunnar • Fábreytt • Engar tegundir taldar einlendar (endemic) sem þýðir: vex eingöngu á Íslandi, ATH þó maríuvött • Örfáar hafa borist frá Vesturheimi. • Fjölga sér með alls kyns kynlausri æxlun – orkukræft að setja fræ í slæmu árferði • Harðviður ekki til villtur (hástig í framvindu) • Harðger gróður, hægvaxta, varnir gegn þurrki • Vorkoman erfið, stillt á ljóslotu fremur en hitastig
Hægt er að skoða flóru landsins bæði eftir breiddarbaugum og lengdarbaugum
Lífmyndir Raunkiers 1937 • Flokkun eftir því hvar plöntur geyma brumhnapp yfir óhagstæð vaxtarskilyrði: • Loftplöntur - brum hátt ofan við yfirborð (ýmis tré og hærri runnar) • Runn- og þófaplöntur - brum rétt ofan við svörðin (lambagras, krækilyng) • Svarð plöntur - brum í sverði (brennisóley) • Jarðplöntur - brum í jörðu sem laukar eða jarðstöngul (klófífa, friggjargras) • Einærar plöntur - fræ (naflagras, dýragras)
Flóra landsins skoðuð eftir breiddarbaugum • Einkenni boreal flóru: • hátt hlutfall svarðplantna, hærra hlutfall loftplantna en hjá arktískri flóru • Einkenni arktískrar flóru: • hátt hlutfall runn- og þófaplantna • hátt hlutfall einkímblöðunga, t.d. grasa og stara • mjög lágt hlutfall loftplantna og einærra tegunda • Hér eru svarðplöntur 54% af flóru landsins en 13% eru runna- og þófaplöntur • Hlutfall runna- og þófaplantna eykst þó eftir því sem við förum hærra yfir sjávarmál
Flóra landsins skoðuð eftir lengdarbaugum • Um helmingur íslensku flórunnar er algengur allt í kringum norðurpólinn, eru sirkumpólar • ¼ hluti finnst beggja vegna Atlantshafsins en ná ekki allan hringinn, eru amphi-atlantískar • ¼ hluti finnst einnig í Evrópu og Asíu en ekki í N-Ameríku, eru austrænar • Aðeins 8 tegundir íslensku flórunnar eru vestrænar, finnast í N-Ameríku en EKKI í Evrópu og Asíu
Fjallavíði/Grávíðir (Salix arctica)vestræn útbreiðsla
Átta vestrænar tegundir Vestrænar tegundir teljast vera: • Eyrarrós (Epilobium latifolium) • Grávíðir/Fjallavíðir ((Salix arctica einnig þekktur sem S. callicarpaea eða S. glauca ssp. Callicarpaea (flokkunarfræðilegt vandamál)) • Friggjargras (Platanthera hyperborea) • Blástjarna (Lomatogonium rotatum) • Davíðslykill ((Primula egalikensis) líklega útdauð hér á landi núna)), • Lógresi, til tvær deilitegundir, önnur þeirra finnst hér svo og á Grænlandi og Ameríku, ekki Evrópu ( Sú sem finnst hér er: Trisetum spicatum ssp. spicatum) • Gulstör (Carex lyngbyeii) • Toppastör (Carex krausei)
Staða íslensku flórunnar innan holarktísa flóruríksins • Ef miðað er við skiptingu flórunnar eftir breiddarbaug þá finnast bæði arktískar og borealskar tegundir hér á landi • Hér eru stærstu ættirnar grös og starir sem er eitt af einkennum arktísku flórunnar og hér er aðeins ein tegund, birki, sem myndar skóga – landið hefur yfirbragð túndru • Ef miðað er við lífmyndir Raunkiers þá ætti íslenska flóran frekar að teljast til boreal flórunnar en þeirrar arktísku • Segja má að íslenska flóran sé mitt á milli borealska og arktíska svæðisins og að við getum talað um arktíska flóru ofan við 400 m.y.s. en borealska flóru á láglendi • Ef miðað er við skiptingu flórunnar eftir lengdarbaugum og skyldleika íslensku flórunnar við flóru nágrannalanda þá er greinilegt hún er skyldari flóru Evrópu en N-Ameríku.
Fjöldi íslenskra plöntutegunda og annarra “tengdra” hópa
Stærstu ættir æðplantna á Íslandi ATH! Mismunandi hve menn ganga langt í að telja tegund íslenska (t.d. ílendir slæðingar sem bundnir eru við mannabústaði, einnig undirtegundir. Unnið úr flórulista Harðar Kristinssonar, www.floraislands.is september 2009
Maríuvöttur (Alchemilla faröensis): Eina tegundin sem hugsanlega getur talist einlend hér á landi Er geldæxlandi tegund sem finnst á Austfjörðum og í Færeyjum Hverjar eru ástæður fyrir aðeins einni einlendri tegund hér ? Eru það sömu ástæður og eru fyrir tegundafátækt landsins?
Íslenska flóran er tegundafátæk saman borið við nágrannalönd
Ástæður sem liggja að baki tegundafæð landsins? • Stutt síðan að Ísland varð íslaust (um 10.000 ár) • Ísland á hárri breiddargráðu, tegundamyndun hæg? • Ísland er eyja
Hver er sérstaða íslensku flórunnar? • Þó að heildaryfirbragð landslags og gróðurs sé mjög sérstakt þá er kannski kaldhæðnislegt að segja að hér vaxa ekki neinar "sérstakar" plöntutegundir. Þær plöntutegundir sem hér vaxa finnast líka annars staðar • Þó má nefna að sumar tegundir sem eru algengar hér t.d. vetrarkvíðastör, gullbrá, lambagras, okkar afbrigði af blóðbergi, eru sjaldgjæfar t.d. í Evrópu og sumar hverjar þar á válista.
Loftslag bláklukkulyng (Phyllodoce coerulea) stúfa (Succisa pratensis)
Ákveðin búsvæði-strandirfjöruarfi (Honckenya peploides)
Friðlýstar tegundir • 31 tegund friðlýst skv. lögum um náttúruvernd • allt blómplöntur • allar nema ein einnig á válista • allar sjaldgæfar • aðeins hjá fáum þessara friðlýstu tegunda má kenna umsvifum mannsins um stöðu stofna • að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands (2002) eru 35 tegundir í viðbót verndar þurfi • Válisti • Náttúrufræðistofnun Íslands • kom út 1996 • alþjóðleg viðmið
Gullbrá (Saxifraga hirculus) er útdauð víða í Evrópu vegna búsvæðaröskunar en er mjög algeng á Íslandi, einkum á hálendi.
Eyrarós(Epilobium latifolium) • Vex hvergi villt annarsstaðar íEvrópu. • Vekur athygli innlendra og erlendra ferðamanna sem sjá hana á áreyrum. • Setur mikinn svip á umhverfi sitt • Sterk og falleg í hrjóstrugu landi
Ætihvönn (Angelica archangelica) • Vex um allt land, einkum við ár og vötn • Setur mikinn svip á landið • Tegund sem flestir þekkja hér á landi • Gömul lækninga og nytjaplanta
Blóðberg (Thymus praecox ssp. arcticus) • Algengt um allt land • Oft í breiðum og því áberandi í blóma • Súundirtegund sem finnst hér á landi (ssp. arcticus) er sérstök fyrir landið og finnst ekki víða annarsstaðar • Lækningaplanta • Krydd (Timian)
ÞjóðarblómiðHoltasóley (Dryas octopetala) • Algeng hér á landi • Er sérstök fyrir norðurslóðir • Bundin ísl. menningu með sérstaka nafngift fyrir aldin sem er hárbrúða og laufin kallast rjúpnalauf • Tengist lífsferli rjúpunnar og fálkans • Var einnig kölluð þjófarót – í tengslum við þjóðtrú
Fífur; Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)Klófífa (E. Angustifolium) • Vekja athygli ferðamanna þegar hún er komin í aldin • Tengist votlendi, mýrum sem eru víða horfnar í Evrópu • Voru nýttar, fræullin í svæfla og sessur, • lýstu upp þjóðina - fífukveikir
Fléttur; Fjallagrös (Cetraria islandica) og hreindýramosi/krókar (Cladonia arbuscula) • Algengar um allt land • Fjallagrös voru nýtt sem lækningaplanta og til litunar (gult og rautt) Fjallagrös Hreindýrakrókar
Dýjamosar • Algengir um allt land, bæði á láglendi og hálendi • Áberandi skærgrænir í landslagi • Vísbending um uppsprettu – ferskt vatn Dýjahnappur (Philonotis fontana) Lindaskart (Pohlia wahlenbergii )
Melasól (Papaver radicatum) • Algeng á Vestfjörðum en síður annarsstaðar. • Til eru þrjú litarafbrigði í landinu, gult, hvítt og bleikt. • Það gula er algengast en það bleika og hvíta nefnist Stefánssól sem er mjög sjaldgæf og friðuð.