1.21k likes | 3.09k Views
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Gott að vita . . . um málvísi og málnotkun – útskýringar, dæmi og verkefni – . Hér er m.a. fjallað um: . sérhljóð, samhljóð, einhljóð og tvíhljóð ellefu orðflokka og helstu einkenni þeirra föll fallorða kennimyndir orðhluta orðtök og málshætti
E N D
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Gott að vita . . . um málvísi og málnotkun – útskýringar, dæmi og verkefni – Miðbjörg / SKS
Hér er m.a. fjallað um: • sérhljóð, samhljóð, einhljóð og tvíhljóð • ellefu orðflokka og helstu einkenni þeirra • föll fallorða • kennimyndir • orðhluta • orðtök og málshætti • samheiti og andheiti • sértæk orð og víðtæk • beina ræðu og óbeina • vandað mál og óvandað Miðbjörg / SKS
Sérhljóð og samhljóð • Sérhljóð eru mynduð með opnum munni. Þá þrengir ekkert að loftstraumnum þegar hann fer út um munninn. Sérhljóðin eru 13: a, e, i, í, o, u, ú, ö, ei (ey), æ, au, á, ó • Samhljóðmyndast þegar þrengt er að loftstraumnum út um munninn eða nefið. Stundum er lokað fyrir hann augnablik. Samhljóðin eru 17: b, d, ð, f, g, h, j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, þ Miðbjörg / SKS
Stafrófsvísa A, á, b, d, ð, e, é, R, s, t, u, ú, v næst, f, g, h, i, í, j, k. x, y, ý svo þ, æ, ö. L, m, n, o, ó og p Íslenskt stafróf er hér læst eiga þar að standa hjá. í erindi þessi skrítin tvö. (Þórarinn Eldjárn) Miðbjörg / SKS
Sérhljóð: einhljóð og tvíhljóð Sérhljóð skiptast í einhljóð og tvíhljóð. • Einhljóðin eru átta: a, e, i (y), í (ý), o, u, ú, ö Orð sem hefjast á einhljóði: aska, eldur, il, yfir, op, urð, úti, öskur • Tvíhljóðin eru fimm: ei (ey), au, æ, á, ó Orð sem hefjast á tvíhljóði: eitur, eyja, auður, æfur, ást, ósköp HUGARVERKEFNI Finndu fimm orð til viðbótar sem hefjast á einhljóði og önnur fimm sem hefjast á tvíhljóði. Miðbjörg / SKS
Orðflokkarnir eru ellefu Óbeygjanleg orð eru stundum kölluð smáorð. 5 + 1 + 5 = 11 Miðbjörg / SKS
Skammstafanir orðflokka nafnorð no.sagnorð so.samtengingar st. lýsingarorð lo. forsetningfs. fornafn fn.atviksorð ao. töluorð to.nafnháttarmerkinhm. greinir gr.upphrópun uh. HUGARVERKEFNI Skammstafaðu orðflokka orðanna í eftirfarandi texta: Amma mín keypti sér nýjan bíl í sumar. Gamli guli bíllinn hennar var ónýtur. Miðbjörg / SKS
Orðflokkagreining SÝNISHORN Miðbjörg / SKS
FallorðNafnorð – fallbeyging • Eitt helsta einkenni allra fallorða er fallbeygingin. • Aðalfallið er kallað nefnifallen aukaföllin þrjú kallast þolfall, þágufallog eignarfall. • Til að finna föll orða eru notuð hjálparorðin hér er, um, frá, til. nefnifall hér er hestur þolfall um hest þágufall frá hesti eignarfall til hests HUGARVERKEFNI Í hvaða falli eru feitletruðu orðin? Amma gaf mérvettlinga í afmælisgjöf. Ég gaf ömmu bók og penna. Miðbjörg / SKS
Svar við hugarverkefni SÝNISHORN • Hjálparorðið hestur beygist á eftirfarandi hátt: nefnifallhér erhesturþolfallum hestþágufallfráhestieignarfall tilhests Amma nf. (hestur) gaf mér þfg. (hesti)vettlinga þf. (hest) í afmælisgjöf þf. (hest).Ég nf. (hestur) gaf ömmu þgf. (hesti) bókþf. (hest) og penna þf. (hest). Miðbjörg / SKS
FallorðNafnorð –fallbeyging HUGARVERKEFNI Fallbeygðu í eintölu eftirfarandi orð: kona, bók, gluggi, tölva, móðir. Miðbjörg / SKS
FallorðNafnorð – kyn og tala • Nafnorð hafa fast kyn; karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn. mjólk kvk. ostur kk. smjör hk. • Sum nafnorð eru aðeins til í eintölu en önnur aðeins í fleirtölu. • Eintöluorð t.d. ánægja, fólk, verð og ást. • Fleirtöluorð t.d. skilaboð, dyr, jól, skæri, buxur og tónleikar. Ef töluorðin einn, tveir, þrír eða fjórir eru notuð með fleirtölu- orðum er sagt t.d. einar buxur, tvenn skæri, þrennar dyr, fern skilaboð, þrennir tónleikar o.s.frv. HUGARVERKEFNI Finndu fimm kvenkynsorð, fimm karlkynsorð og fimm hvorugkynsorð. Miðbjörg / SKS
Samnöfn Samnöfn eru sameiginleg heiti á hlutum eða fyrirbærum. Þau eru skrifuð með litlum stöfum og við þau má bæta greini. Dæmi: jól, páskar, blóm, rós, strákur, hestur. FallorðNafnorð–sérnöfn og samnöfn Nafnorðum er skipt í sérnöfn og samnöfn. Sérnöfn • Sérnöfn eru nöfn eða heiti einstaklinga, hluta eða fyrirbæra. • Þau eru skrifuð með stórum staf og bæta sjaldan við sig greini. Dæmi: Páll, Vatnajökull, Norðurland, Þorláksmessa. Miðbjörg / SKS
Hlutstæð orð Hlutstæð orð eða hlutlæg nefnast þau orð sem tákna áþreifanlega hluti, lifandi eða dauða, t.d. bíll, húfa, rigning, bók, snjór, kennari. Óhlutstæð orð Óhlutstæð eða huglæg orð tákna það sem ekki er áþreifanlegt eða skynjanlegt, t.d. ást, hatur, sorg, reiði, kennsla. FallorðNafnorð–hlutstæð orð og óhlutstæð HUGARVERKEFNI Stundum er erfitt að greina á milli hlutstæðra orða og óhlutstæðra. Hvernig myndir þú t.d. flokka eftirfarandi orð? draugur, hiti, kuldi, frost, metri, sólskin, fjöldi Miðbjörg / SKS
FallorðLýsingarorð • Lýsingarorð lýsa verum, hlutum eða fyrirbærum. • Þau fallbeygjast og beygjast í kynjum og tölum. • Þau eru einu fallorðin sem geta stigbreyst. • Stigin heita frumstig – miðstig – efsta stig. Dæmi: kk. góður – betri – bestur kvk. góð – betri – best hk. gott – betra – best SÝNISHORN Þetta er skemmtilegdönsk mynd en hún er frekar löng og ég þekki ekki marga leikara í henni. Fyndnast var þegar hávaxin kona með dökkt hár reyndi að ræna stóran banka með því að nota baunabyssu. Miðbjörg / SKS
FallorðFornöfn: sex undirflokkar • Fornöfn koma oftast í staðinn fyrir nöfn eða nafnorð til að komast hjá endurtekningum. Þau fallbeygjast eins og önnur fallorð og eru til í eintölu og fleirtölu. Þau bæta hvorki við sig greini né stigbreytast. • Fornöfnum er skipt í sex flokka eftir merkingarlegum einkennum og hlutverki þeirra í setningum: • ábendingarfornöfn • spurnarfornöfn • afturbeygt fornafn • persónufornöfn • óákveðin fornöfn • eignarfornöfn Miðbjörg / SKS
FallorðFornöfn: sex undirflokkar ábendingarfornöfnóákveðin fornöfn sá, þessi, hinnannar, fáeinir, enginn, neinn, ýmis, báðir, sérhver, hvorugur, sumur, hver og einn, spurnarfornöfnhvor og nokkur, einhver. hver, hvor, hvaða, hvílíkur (einnig:) allur, annar hvor, annar hver, afturbeygt fornafn hvor tveggja, annartveggja, sig hvor tveggja, sjálfur, slíkur, samur (sami) og þvílíkur. persónufornöfn eignarfornöfn ég, þú, hann, hún, þaðminn, þinn, sinn, vor Miðbjörg / SKS
FallorðFornöfn SÝNISHORN Pálína býr í Portúgal. Hún hefur átt heima þar lengi. Landið er fallegt en það jafnast ekki á við Ísland, segir Pálína. Hún á marga ættingja á Íslandi. Þeir heimsækja hana oft. Stundum kemur Pálína til þeirra. Sumir senda henni myndir í tölvupósti. Pálína á fimm ára tvíbura. Annar heitir Páll og hinn Pálmi. Hvorugur hefur komið til Íslands og enginn í minni fjölskyldu hefur séð þá nema á mynd. Okkur langar að heimsækja þig! Miðbjörg / SKS
FallorðTöluorð • Töluorð eru fallorð sem tákna tölu eða röð. • Töluorð sem tákna tölur nefnast frumtölur(einn, tveir, þrír …) • Töluorð sem tákna röð nefnast raðtölur (fyrsti, annar, þriðji …) • Töluorð fallbeygjast og fyrstu fjórar tölurnar beygjast í kynjum. Þau bæta hvorki við sig greini né stigbreytast. • nefnifall: einn maður ein kona eitt barn • þolfall: einn mann eina konu eitt barn • þágufall: einum manni einni konu einu barni • eignarfall: eins manns einnar konu eins barns Miðbjörg / SKS
FallorðTöluorð SÝNISHORN Næstu fimm daga verður þriggja manna fjölskylda í heimsókn hjá okkur pabba. Tveir fullorðnir og eitt barn. Fjölskyldan ætlar á tvenna tónleika og í að a.m.k. fjórar sundferðir. Fyrsti dagurinn hefur ekki verið skipulagður en annan daginn stendur til að ferðast um Suðurlandið, þriðja daginn í Bláa lónið og þann fjórða í Heiðmörk. Fimmta daginn verður matarboð hjá einhverjum frænda mínum sem býr í sextíu km fjarlægð frá Reykjavík. Þar verða áreiðanlega hundrað manns. Ég hlakka ekki mjög mikið til. Miðbjörg / SKS
FallorðGreinir • Greinir er aðeins eitt orð þ.e. hinn hinn stóri maður –hin stóra kona –hið stóra barn • Greinir gerir nafnorð ákveðin t.d. maðurinn, konan, barnið. • Hann er til í kvenkyni, karlkyni og hvorugkyni í eintölu og fleirtölu. • Hann er oftast notaður viðskeyttur og telst þá ekki sérstakt orð. karlkynsorð kvenkynsorð hvorugkynsorð með greini með greini með greini maður • inn kona • n barn • ið mann • inn konu • na barn • ið manni • num konu • nni barn • inu manns • ins konu • nnar barns • ins Miðbjörg / SKS
Sagnorð – sagnir • Sagnorð tákna það sem gerist eða gerðist. Þú fórst snemma í rúmið, svafst lengi og hraust mjög hátt. • Í hverri setningu er a.m.k. eitt sagnorð. • Hver sögn getur staðið í mörgum mismunandi myndum. • Þekkja má sagnir með því að setja nafnháttarmerkið að fyrir framan þær t.d. að lesa, að fara, að setjast. • Í orðabókum eru allar sagnir skráðar í nafnhætti: að fara • Allar sagnir tíðbeygjast, þ.e. eru til í nútíð og þátíð: fara –fór • Sagnir beygjast í kennimyndum: lesa–las–lásum–lesiðhorfa–horfði–horft fara–fór–fórum–fariðborða–borðaði–borðað Miðbjörg / SKS
Sagnorð SÝNISHORN Í morgun þegar ég vaknaði(að vakna)var(að vera) mér illt í maganum. Ég neitaði(að neita) að fara(að fara) fram úr rúminu og breiddi (að breiða) sængina yfir höfuðið. Allri fjölskyldunni virtist(að virðast)standa(að standa) á sama um mig. Ég heyrði(að heyra) bróður minn tannbursta(að tannbursta) sig og fann(að finna) kaffiilminn úr eldhúsinu. Í anddyrinu beið(að bíða) hundurinn okkar áreiðanlega eftir að komast(að komast) í morgungönguna sína. Loksins kallaði(að kalla) mamma og spurði(að spyrja) hvort ég vildi(að vilja)fá(að fá) vatnsglas. Miðbjörg / SKS
SagnorðTíðir • Sagnorð hafa tvær tíðir – nútíð og þátíð. Nútíð á við um það sem ekki er liðið. Þátíð á við um það sem er liðið. nútíð ég borðaþátíð ég borðaði Nútíð • ástand Mamma er kennari. • það sem gerist aftur og aftur Ég sef of lengi á morgnana. • það sem stendur yfir Ég hlusta á tónlist. • það sem er ókomið Bráðum verð ég tólf ára. Þátíð • það sem er liðið Ég fór á tónleika. Miðbjörg / SKS
SagnorðTíðir HUGARVERKEFNI Er brotið úr þjóðsögunni í nútíð eða þátíð? Einu sinni var bóndi á bæ; hann var auðugur að fé og starfsmaður mikill. Hann átti dóttur eina barna; hún var gjafvaxta orðin er þessi saga gjörðist. Efnileg var hún og vel að sér og starfskona svo mikil að menn undruðust hvað miklu hún gat afkastað. Það vissu menn að hún hafði eitt sinn heitið því að eiga engan mann nema þann sem hún hefði ekki við að raka eftir í túni. Einu sinni kemur förukarl til bónda í byrjun túnasláttar og falar kaupavinnu. Bónda líst ekki vel á manninn en lætur þó til leiðast að taka hann einn eða tvo daga fyrst og reyna hann. Fara menn nú að hátta um kvöldið, því liðið var á dag þegar maðurinn kom, og er förumaðurinn látinn sofa hjá lúkugati . . . Miðbjörg / SKS
Sagnorð Persóna • Sagnorð breytast eftir persónum. Ég les (1. p.). Þú lest (2. p.). Hann (hún, það) les (3. p.). • Sagnorð breytast eftir tölu. eintala fleirtala 1. persóna Ég les. Við lesum. 2. persóna Þú lest. Þið lesið. 3. persóna Hann les. Þeir lesa. Miðbjörg / SKS
Veikar sagnir Önnur kennimyndmyndast með viðskeytinu -ði, -di eða -ti. Kennimyndir þeirra eru þrjár: borða – borðaði –borðað velja – valdi– valið leysa – leysti– leyst Sterkar sagnir Hafa hljóðskipti í stofni. Þátíð þeirra er eitt atkvæði í eintölu. Kennimyndir þeirra eru fjórar: lesa –las – lásum – lesið fara–fór – fórum – farið geta – gat – gátum – getað SagnorðVeikar og sterkar sagnir Miðbjörg / SKS
Óbeygjanleg orð – smáorð • Óbeygjanleg orð eru stundum kölluð smáorð. • Fimm orðflokkar tilheyra hópi óbeygjanlegra orða: • samtengingar • forsetningar • atviksorð • nafnháttarmerki • upphrópanir SÝNISHORN Ég ætla að fara með þér í bíó á föstudaginn. Ég hlakka mjög mikið til. Páll og Jóhanna vilja áreiðanlegalíka koma þegar þau frétta hvert við erum að fara. Mér líkar vel við þau bæði. En þér? Miðbjörg / SKS
Óbeygjanleg orðSamtengingar • Samtengingar tengja saman einstök orð, orðasambönd eða setningar. • Samtengingar taka engum breytingum, þær fallbeygjast ekki, tíðbeygjast ekki og geta ekki stigbreyst. SÝNISHORN Páll og Drífa eiga heima í sveit en Rebekka í borg. Ég ætla til Spánar eða Frakklands í sumar. Þetta er maðurinn sem á gula bílinn. Ég kem heim þegar þú kallar. Miðbjörg / SKS
Til Páls Frá Jóhönnu Óbeygjanleg orðForsetningar • Forsetningar standa oftast á undan fallorði og ákveða fall þess, þ.e. eru fallvaldar. • Forsetningar stýra aukaföllum, þ.e. þolfalli, þágufalli og eignarfalli. Nefnifall kallast aðalfall. • Stýra þolfalli: um, í, á, yfir, undir, með, eftir, við, fyrir, gegnum, kringum, fram, út, upp, niður • Stýra þágufalli: frá, af, í, úr, undan, að, samkvæmt, hjá, ásamt, handa, gegn, gegnt, meðfram • Stýra þolfalli og þágufalli: á, eftir, fyrir, í, með, undir, við, yfir • Stýra eignarfalli: til, án, auk, meðal, milli, vegna Miðbjörg / SKS
Óbeygjanleg orðAtviksorð • Atviksorðstanda oftast með sögnum, lýsingarorðum eða öðrum atviksorðum. Þau ákveða nánar hvar, hvernig og hvenæreitthvað er gert eða gerist. • Hvar: hérna, þarna, inni, uppi, niðri • Hvernig: vel, illa, sæmilega, þokkalega • Hvenær: núna, oft, aldrei, sjaldan • Sum atviksorð eru notuð til sérstakrar áherslu: mjög, sérstaklega, ferlega • Atviksorð eru óbeygjanleg orð en einstaka þeirra geta stigbreyst t.d. orðin vel og illa. Dæmi: Þú gerir þetta vel, þau gera þetta betur en hann best. Miðbjörg / SKS
Óbeygjanleg orðAtviksorð SÝNISHORN Við förum oft í ferðalag um verslunarmannahelgina. Stundum förum við til Akureyrar, sjaldan til Vestfjarða og við höfum aldrei farið til Vestmannaeyja. Mig langar mjög mikið að fara þangað, sitja úti undir berum himni, syngja hátt og fylgjast með öllum skemmtiatriðunum. Hvernig væri að fara með Herjólfi næsta sumar? Vonandi verðum við ekki stödd erlendis. Ég mun að minnsta kosti áreiðanlegaekki hanga inniheima hjá mér alla helgina. Miðbjörg / SKS
Óbeygjanleg orðNafnháttarmerki og upphrópun • Nafnháttarmerki Aðeins eitt orð, þ.e. að á undan sögn í nafnhætti. Dæmi: Gaman er aðlesa. Hann reyndi aðhugsa. Vertu ekki aðskrifa. Hann hætti við aðfara. • Upphrópun Orð sem kallað er upp og lýsir t.d. gleði, undrun, ótta eða hræðslu. Dæmi: hæ, hó, æ, ó, ú, jú, uss, nei Miðbjörg / SKS
ljóðstafir rím Málshættir Málsháttur: – er fullgerð málsgrein – inniheldur oft ljóðstafi og stundum rím – felur oft í sér lífsspeki eða siðareglur Nokkrir málshættir • Af máli má manninn þekkja. • Morgunstund gefur gull í mund. • Margur verður af aurum api. • Margur er knár þótt hann sé smár. HUGARVERKEFNI Rifjaðu upp a.m.k. fimm málshætti og útskýrðu merkingu þeirra. Miðbjörg / SKS
Orðtök Orðtak: – er orðasamband en yfirleitt ekki fullgerð málsgrein – það er ekki alveg sjálfstætt – það þarfnast samhengis til að merking þess skiljist Nokkur orðtök • að liggja vel við höggi • að gera einhverjum bjarnargreiða • að vakna við vondan draum • að finna einhvern í fjöru HUGARVERKEFNI Rifjaðu upp a.m.k. fimm orðtök og útskýrðu merkingu þeirra. Miðbjörg / SKS
Samheiti og andheiti • Orð sem hafa sömu eða svipaða merkingu eru kölluð samheiti. • Samheiti eru m.a. notuð til að forðast endurtekningar, til að auka fjölbreytni í máli og í ýmsum orðaleikjum, t.d. krossgátum. • Samheitaorðabókin inniheldur gott safn samheita. Dæmi: svangur – hungraður sorgmæddur – dapur glaður - kátur • Orð sem hafa gagnstæða merkingu eru kölluð andheiti. Dæmi: saddur – svangur blautur – þurr uppi – niðri Miðbjörg / SKS
Sértæk orð og víðtæk • Orð sem hafa þrönga eða afmarkaða merkingu eru kölluð sértæk. • Orð sem hafa víða merkingu eru kölluð víðtæk. • Dæmi um orð sem raðað er frá hinu víðtækasta til hins sértækasta: Jarðarbúi – Evrópumaður – Íslendingur – Vestfirðingur planta – blóm – pottablóm – friðarlilja tré – barrtré – fura – dvergfura HUGARVERKEFNI Raðaðu eftirfarandi orðum frá hinu sértækasta til hins víðtækasta. gæludýr – ferfætlingur – skógarköttur – högni – Tumi Miðbjörg / SKS
Bein ræða og óbein • Bein ræða er notuð þegar eitthvað er haft orðrétt eftir fólki. • Þegar óbein ræða er notuð er ekki endilega haft orðrétt eftir fólki en þess engu að síður gætt að innihaldið komist rétt til skila. • Sögumaður hefur val um að nota beina ræðu eða óbeina. Með því að láta persónurnar tala í staðinn fyrir að segja hvað þær segja má gæða textann lífi. • Algengt er sjá beina ræðu í þjóðsögum. • Í fréttatexta er algengara að sjá óbeina ræðu. • Bein ræða er afmörkuð með gæsalöppum. Miðbjörg / SKS
Bein ræða í þjóðsögu SÝNISHORN Einu sinni voru þrjár systur í föðurgarði; hétu þær Ása, Signý og Helga. Eitt sinn fór Ása út í skóg að sækja bagga til eldsneytis. Þegar Ása ætlaði að lyfta á sig byrðinni var hún svo þung að hún gat ekki hreyft hana úr stað; fann hún að eitthvað kvikt var sest á byrðina. Hún sagði þá: „Hver liggur á byrði minni svo þungur?“ En þetta var tröllkarl og svaraði hann með dimmri rödd: „Loðinbarði heitir hann.“ Síðan þreif hann til Ásu og sagði: „Hvort viltu heldur ég beri þig eða dragi?“ Hún svaraði heldur fálega: „Ég vil langtum heldur þú dragir mig.“ Síðan dró hann hana í helli einn mikinn og mælti: „Hvort viltu heldur sofa fyrir ofan mig eða undir rúmi mínu?“ Hún kaus heldur að liggja undir rúmi hans. Daginn eftir reyndi hún að strjúka heim en þá náði tröllkarlinn henni og drap hana. Miðbjörg / SKS
Óbein ræða í fréttatexta SÝNISHORN Ein stærsta ferðamannahelgi ársins er nú liðin. Að sögn Tuma Jónssonar hjá umferðareftirlitinu í Hveragerði gekk umferðin einstaklega vel þessa helgi og ekki urðu nein teljandi óhöpp. Þó urðu nokkur minni háttar óhöpp sem rekja má til of mikils hraða. Tumi telur að átak lögreglunnar hafi skilað miklum árangri. Auglýsingar í fjölmiðlum hafa verið áberandi síðustu vikurnar og ökumenn hvattir til að aka varlega. Sigríður Sigurðardóttir, lögreglukona á Hvolsvelli, fylgdist vel með umferðinni og segir hún að það sé greinilegt að ungt fólk aki nú mun hægar en það gerði fyrir nokkrum árum. Hún hefur líka tekið eftir því að notkun öryggisbelta er orðin almenn og segir að varla sjáist nokkur ökumaður tala í farsíma undir stýri. Það telur hún vera jákvæða þróun. Miðbjörg / SKS
Orðmyndun – orðhlutar • Minnsta eining í gerð orðs sem hefur ákveðið hlutverk eða merkingu kallast orðhluti. • Orðhlutar eru rót, forskeyti,viðskeytiog beygingarendingar. • Öll orð hafa að minnsta kosti eina rót. • Sum orð hafa alla orðhlutana fjóra. • Stofn orða er rótin ásamt forskeyti eða viðskeyti. Miðbjörg / SKS
Orðmyndun – orðhlutar Rót er kjarni orðsins og er alltaf eitt atkvæði. Í samsettum orðum eru fleiri en ein rót. Dæmi: skólataska – vinur – vinkona – kennari Viðskeyti er bætt aftan við rótina til að mynda nýtt orð. Það er alltaf eitt atkvæði. Dæmi: kerling – vettlingur – bakari – ritun Forskeyti er bætt framan við rótina til að mynda nýtt orð. Það er alltaf eitt atkvæði. Dæmi: forvitni – ábyrgð – örmjór – mistök Beygingarendingbætist við stofn orða til aðsýna mismunandi beygingarmyndir þeirra. Dæmi: Hildur– Hildar – gleðin – þreytan Miðbjörg / SKS
Stofn • Stofn er sá hluti orðs sem er sameiginlegur í beygingu þess. • Ýmsar hljóðbreytingar geta átt sér stað í stofni orða. • Rót ásamt viðskeyti eða forskeyti myndar stofn. Miðbjörg / SKS
Stofn Einfaldar reglur til að finna stofn orða eru eftirfarandi: • Stofn nafnorða finnst í þolfalli eintölu: • um hest • um boll (-a) • Stofn lýsingarorða finnst í kvenkyni, eintölu, nefnifalli: • hún er falleg • hún er stór • Stofn sagnorða finnst í nafnhætti að frádreginni beygingarendingu: • að far (-a) • að les (-a) Miðbjörg / SKS
Vandað mál og óvandað • Vandað mál: • er laust við villur og erlendar slettur • er skýrt og greinargott • samræmist íslenskri málvenju • Óvandað mál: • er oft með villum og erlendum slettum • er óskýrt og óskipulegt • samræmist ekki íslenskri málvenju Miðbjörg / SKS
Vandað mál og óvandað Til umhugsunar! • Hvaða máli skiptir að tala gott og vandað mál? • Er ástæða til að leiðrétta fólk sem talar óvandað mál? • Er of mikið notað af slettum í útvarpsþáttum fyrir ungt fólk? • Hvað er þágufallssýki? • Er munur á máli ungs fólks og þeirra sem eldri eru? • Eru áhyggjur af óvönduðu máli ástæðulausar? • Hvernig villur heyrir þú í máli fólks? • Myndi það breyta einhverju ef t.d. engin áhersla væri lögð á vandað mál í skólum og fjölmiðlum? • Hvernig er helst hægt að koma í veg fyrir óvandað mál? Miðbjörg / SKS
Vandað: Lokaðu dyrunum. Ég vil fara. Mig dreymdi þig. Hér eru tvenn skilaboð. Hann langar í sund. Ég skil þetta ekki. Hann var laminn. Hann vantar ýmislegt. Ég þekki systur þína. Hvern ertu að tala við? Óvandað: Lokaðu hurðinni. Ég vill fara. Ég dreymdi þig. Hér eru tvö skilaboð. Honum langar í sund. Ég er ekki að skilja þetta. Það var lamið hann. Honum vantar ýmislegt. Ég þekki systir þína. Við hvern ertu að tala við? Vandað mál og óvandað Miðbjörg / SKS