140 likes | 531 Views
Tímatal. Dagatöl og stjörnutími. Tímamælingar. Stjörnumælingar til forna tengdust mjög tímatali. Þrjú náttúruleg fyrirbæri ákvarða tímann: Sólarhringurinn Tunglmánuðurinn, frá nýju tungli að nýju tungli sem eru 29,5 dagar Árið, t.d. tíminn milli tveggja vorjafndægra, 365,24219 dagar
E N D
Tímatal Dagatöl og stjörnutími
Tímamælingar • Stjörnumælingar til forna tengdust mjög tímatali. • Þrjú náttúruleg fyrirbæri ákvarða tímann: • Sólarhringurinn • Tunglmánuðurinn, frá nýju tungli að nýju tungli sem eru 29,5 dagar • Árið, t.d. tíminn milli tveggja vorjafndægra, 365,24219 dagar • Vandinn er að þessi þrjú fyrirbæri eru ótengd.
Sólarhringurinn • Sólarhringur er frá hádegi til hádegis. • Skipt í 24 klst. • Hinn eiginlegi sólarhringur er mislangur vegna: • Þegar sól er fjærst Jörðu gengur hún hægar og munar um 1° á dag. • Vegna möndulhalla hallar braut sólar á himni og gengur hún því hægar eftir austur-vestur brautinni. • Vegna sjávarfalla hægir á snúningi Jarðar sem munar um 2 ms á öld.
Almanakssek • Árið 1960 var ákveðið að nota almanakssekúndu sem grunneiningu tímamælinga. • Almanakssekúndan var 1/31556925,9747 af hvarfárinu eins og það var 1900. Hvarfárið er tíminn mill vorjafndægra. • Frá 1967 hefur almanakssekúndan verið miðuð við tíðni á útgeislun Cs-133. Þá eru 9 192 631 770 sveiflutímar jafnir einni sekúndu. NIST-F1 atómklukka byggð á sveiflutíma Cs-133.
Tunglár • Til forna var mánuðurinn 30 dagar. • Í árinu voru 12 mánuðir. • Það gera 360 daga og þá var bætt inn 5 dögum. Hjá Rómverjum var þeim bætt inn í lok desember – Saturnalia. • Þar sem árið er í raun 365,242199 dagar passaði tímatalið ekki við árstíðirnar. • Árið 46 f.Kr. var almanakið orðið þremur mánuðum á eftir árstíðunum. Þá ákvað Júlíus Sesar að endurskoða almanakið.
Júlíanska dagatalið • Almanakið látið passa við árstíðirnar, til þess þurfti árið 46 f.Kr. að vera 445 daga langt. • Fjöldi daga í mánuði færður til þess horfs sem nú er (flestir mánuðir lengdir um 1-2 daga þar til árið var 365 dagar). • Hlaupár höfð á fjögurra ára fresti með því að bæta inn 29 degi í febrúar. • Fyrsti mánuður ársins hjá Rómverjum var mars og febrúar sá síðasti, allt fram til 153 f.Kr. Þá var núverandi kerfi tekið upp.
Gregoríanska dagatalið • Júlíanska dagatalið gerði ráð fyrir 365,25 dögum í árinu að meðaltali. • Í reynd eru þeir aðeins færri, 365,24219878 • Því safnaðist upp skekkja sem menn vildu leiðrétta en það drógst fram á 17.öld. • Gregoríus XIII páfi lét taka það upp 1582 og er það við hann kennt. • Mismunandi hvenær einstaka þjóðir tóku það upp. William Hogarth: Færðu okkur dagana 11 aftur.
Gregoríanska dagatalið • Endurtekur sig á 146.097 dögum sem eru 400 ár, með 303 venjuleg 365 daga ár og 97 hlaupár með 366 daga. Gefur einnig 20.871 vikur. • Gefur meðalárið sem 365,2425 dagar. • Aldamótaár eru aðeins hlaupár ef 400 gengur upp í ártalið. • Eftir stendur skekkja upp á einn dag á 3300 árum.
Tímamælingar • Stjörnutími (Sidereal) • Sá tími sem það tekur hlut að fara einn hring umhverfis sólina miðað við fastastjörnurnar. • Sólbundinn tími (Synodic) • Sá tími sem líður þar til hlutur birtist aftur á sama stað á himni miðað við Sól séð frá Jörðu. Mánuður er: í stjörnutíma = 27,32 dagar í synodic tíma = 29,53 dagar
Sóltími/staðartími • Sóltími er tími miðað við göngu sólar á himinhvelfingunni. • Hádegi er þá þegar Sól er í hásuðri. • Í reynd ræðst staðartími af tímabelti staðarins. • Í Reykjavík er hádegi um 13:30 vegna þess að Ísland er í vesturjaðri í sínu tímabelti og hér er ávallt sumartími (frá 1967).
Tímabelti • Jörðinni skipt upp í 24 tímabelti með klukkustundarmun. • Núllpunktur er dreginn gegnum Greenwich, nærri London (Greenwich Mean Time) og talið til beggja átta frá þeim punkti. • Nú er núlllínan kölluð Universal Coordinated Time = UTC. • Sums staðar er mörkum tímabelta breytt vegna legu landa.