1 / 13

Tímatal

Tímatal. Dagatöl og stjörnutími. Tímamælingar. Stjörnumælingar til forna tengdust mjög tímatali. Þrjú náttúruleg fyrirbæri ákvarða tímann: Sólarhringurinn Tunglmánuðurinn, frá nýju tungli að nýju tungli sem eru 29,5 dagar Árið, t.d. tíminn milli tveggja vorjafndægra, 365,24219 dagar

oshin
Download Presentation

Tímatal

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Tímatal Dagatöl og stjörnutími

  2. Tímamælingar • Stjörnumælingar til forna tengdust mjög tímatali. • Þrjú náttúruleg fyrirbæri ákvarða tímann: • Sólarhringurinn • Tunglmánuðurinn, frá nýju tungli að nýju tungli sem eru 29,5 dagar • Árið, t.d. tíminn milli tveggja vorjafndægra, 365,24219 dagar • Vandinn er að þessi þrjú fyrirbæri eru ótengd.

  3. Sólarhringurinn • Sólarhringur er frá hádegi til hádegis. • Skipt í 24 klst. • Hinn eiginlegi sólarhringur er mislangur vegna: • Þegar sól er fjærst Jörðu gengur hún hægar og munar um 1° á dag. • Vegna möndulhalla hallar braut sólar á himni og gengur hún því hægar eftir austur-vestur brautinni. • Vegna sjávarfalla hægir á snúningi Jarðar sem munar um 2 ms á öld.

  4. Almanakssek • Árið 1960 var ákveðið að nota almanakssekúndu sem grunneiningu tímamælinga. • Almanakssekúndan var 1/31556925,9747 af hvarfárinu eins og það var 1900. Hvarfárið er tíminn mill vorjafndægra. • Frá 1967 hefur almanakssekúndan verið miðuð við tíðni á útgeislun Cs-133. Þá eru 9 192 631 770 sveiflutímar jafnir einni sekúndu. NIST-F1 atómklukka byggð á sveiflutíma Cs-133.

  5. Tunglár • Til forna var mánuðurinn 30 dagar. • Í árinu voru 12 mánuðir. • Það gera 360 daga og þá var bætt inn 5 dögum. Hjá Rómverjum var þeim bætt inn í lok desember – Saturnalia. • Þar sem árið er í raun 365,242199 dagar passaði tímatalið ekki við árstíðirnar. • Árið 46 f.Kr. var almanakið orðið þremur mánuðum á eftir árstíðunum. Þá ákvað Júlíus Sesar að endurskoða almanakið.

  6. Júlíanska dagatalið • Almanakið látið passa við árstíðirnar, til þess þurfti árið 46 f.Kr. að vera 445 daga langt. • Fjöldi daga í mánuði færður til þess horfs sem nú er (flestir mánuðir lengdir um 1-2 daga þar til árið var 365 dagar). • Hlaupár höfð á fjögurra ára fresti með því að bæta inn 29 degi í febrúar. • Fyrsti mánuður ársins hjá Rómverjum var mars og febrúar sá síðasti, allt fram til 153 f.Kr. Þá var núverandi kerfi tekið upp.

  7. Gregoríanska dagatalið • Júlíanska dagatalið gerði ráð fyrir 365,25 dögum í árinu að meðaltali. • Í reynd eru þeir aðeins færri, 365,24219878 • Því safnaðist upp skekkja sem menn vildu leiðrétta en það drógst fram á 17.öld. • Gregoríus XIII páfi lét taka það upp 1582 og er það við hann kennt. • Mismunandi hvenær einstaka þjóðir tóku það upp. William Hogarth: Færðu okkur dagana 11 aftur.

  8. Gregoríanska dagatalið • Endurtekur sig á 146.097 dögum sem eru 400 ár, með 303 venjuleg 365 daga ár og 97 hlaupár með 366 daga. Gefur einnig 20.871 vikur. • Gefur meðalárið sem 365,2425 dagar. • Aldamótaár eru aðeins hlaupár ef 400 gengur upp í ártalið. • Eftir stendur skekkja upp á einn dag á 3300 árum.

  9. Tímamælingar • Stjörnutími (Sidereal) • Sá tími sem það tekur hlut að fara einn hring umhverfis sólina miðað við fastastjörnurnar. • Sólbundinn tími (Synodic) • Sá tími sem líður þar til hlutur birtist aftur á sama stað á himni miðað við Sól séð frá Jörðu. Mánuður er: í stjörnutíma = 27,32 dagar í synodic tíma = 29,53 dagar

  10. Sóltími/staðartími • Sóltími er tími miðað við göngu sólar á himinhvelfingunni. • Hádegi er þá þegar Sól er í hásuðri. • Í reynd ræðst staðartími af tímabelti staðarins. • Í Reykjavík er hádegi um 13:30 vegna þess að Ísland er í vesturjaðri í sínu tímabelti og hér er ávallt sumartími (frá 1967).

  11. Tímabelti • Jörðinni skipt upp í 24 tímabelti með klukkustundarmun. • Núllpunktur er dreginn gegnum Greenwich, nærri London (Greenwich Mean Time) og talið til beggja átta frá þeim punkti. • Nú er núlllínan kölluð Universal Coordinated Time = UTC. • Sums staðar er mörkum tímabelta breytt vegna legu landa.

More Related