1 / 28

Lok máraveldis

Lok máraveldis. Upplausn í upphafi 11. aldar. Abd al-Rahman III og 3 í kjölfarið voru öflugir og héldu uppi miðstýrðu ríki Abd al-Rahman og sonur hans Hakem II Al-Manzur og sonur hans Abd al-Malik sem ríktu í nafni Hisham II sem var aðeins leppur

Download Presentation

Lok máraveldis

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lok máraveldis

  2. Upplausn í upphafi 11. aldar • Abd al-Rahman III og 3 í kjölfarið voru öflugir og héldu uppi miðstýrðu ríki • Abd al-Rahman og sonur hans Hakem II • Al-Manzur og sonur hans Abd al-Malik sem ríktu í nafni Hisham II sem var aðeins leppur • Enginn nógu öflugur eftir Abd al-Malik sem ríkti til 1009 • Óróleiki frá 1009-1031 – margir kalífar komu og fóru – sumir entust aðeins í rúman mánuð á valdastóli og þeir síðustu voru valdalausir

  3. Endalok kalífaveldisins • Kalífaveldið í Cordoba féll 1031 • Síðustu kalífarnir voru valdalusir • Berbaherir réðu í raun – fóru um með ránum og gripdeildum • Madinat al-Zahra jöfnuð við jörðu – bleikur og blár marmari einkenndi höllina • Bókasafn kalífans eyðilagt og borgarar í Cordoba drepnir ásamt menntamönnum • Tveir kepptust um kalífatitil – afkomendur Abd al-Rahman III – fengu stuðning frá sitthvorum aðilanum – Kastilíu og Katalóníu • Kristnu ríkin farin að vera atkvæðameiri

  4. Taífa smáríkin • Mistýrt kalífaveldi mára var úr sögunni • Nú tók við tímabil smáríkjanna – taífa ríkin – einn höfðingi í hverju ríki • Þau stóru tóku yfir hin smærri smá saman • Um 30 í upphafi en fækkaði í um 6 á árunum 1030-1040 • Sevilla (sem hafði tekið yfir Cordoba) • Zaragoza • Granada (það ríki átti eftir að lifa lengst og var síðata vígi máranna á Spáni. Sigrað 1492) • Toledo (kristna ríkið Kastilía sigraði Toledo 1085) • Badajoz • Denia

  5. Sami tími – einfaldara kort

  6. Taífa smáríkin • Emírar smáríkjanna kepptu sín á milli- ekki aðeins í hernaði heldur einnig í listum og glæsileik • Útskurðarskóli í Cuenca, ljóðagerð blómstraði og guðfræði • Voru ekki nógu öflug til að standa í hárinu á kristnu ríkjunum sem nú færðust í aukana • Áður höfðu kristnu ríkin greitt kalífanum fyrir frið en nú var því öfugt farið – smáríki máranna greiddu oft kristnu ríkjunum fyrir frið • Taífakonungarnir kölluðu því tvisvar á aðstoð frá berbum í N-Afríku til að verjast kristnu ríkjunum

  7. Almoravídar • Almoravídar koma til hjálpar eftir að márar misstu Toledo 1085 • Almohadar koma til hjálpar eftir fall Lissabon 1174 • Þessir berbaveldi frá N-Afríku gerðu meira en að aðstoða taífakonungana – þeir innlimuðu ríki þeirra í veldi sitt í N-Afríku fyrst Almoravídar og því næst Almohadar • Taífa konungarnir fengu oft kristna málaliða til að berjast með sér við kristnu ríkin • El Cid – frægastur þessara málaliða – hetja kristinna og myndir verið gerðar um hann • Hann barðist þó bæði með kristnum við mára og með márum við kristna

  8. Almoravídar • Taka völdin 1085 og ríkja til 1174 – miðstöð í Sevilla • Andinn milli múslima og kristinna breyttist á þessum tíma • Umburðarlyndi hafti ríkt milli þjóðarbrota • Nú breyttist andinn og varð árásargjarnari • Almoravídar öfgafullir bókstafstrúarmenn • Vildu fylgja sharia lögum og ofbauð íburður márakonunga – kirkja í Granada brennd

  9. Almoravidar • Kristnir harðari gagnvart múslimum • Cluny klausturreglan í S-Frakklandi - stofnuð um 910 orðin öflug og efnuð • Konungar kristnu ríkjanna sem höfðu efnast mjög af skattpeningi frá Taífa konungum dældu fjármagni í Cluny-hreyfinguna – öðluðust kannski vísari vist í himnaríki fyrir vikið • Almoravídar greiddu engan skatt – fjárhagslegt tjón kristnu ríkjanna, sem kom í veg fyrir stuðning þeirra við Cluny regluna • Mikill áhugi franskra aðalsmanna á að berjast við mára í Andalúsíu. Voru aldir upp í goðsögum um baráttu Karlamagnúsar við þá á 8. öld • Konungar kristnu ríkjanna voru duglegir að biðla til þessara aðalsmanna um hernaðaraðstoð • Pílagrímsferðir til Santiago de Compostela höfðu aukist mikið – þurfti að verja kristnu pílagrímana

  10. Santiago de Compostela • Borgin sem byggðist kringum bein Jakobs Postula sem fundust þar á 9. öld. Pílagrímsferðir þangað hafa verið vinsælar allar götur síðan.

  11. Hverjir voru Almoravídar • Sanhaja fólkið frá svæði sem í dag tilheyrir Mauretaniu • Predikarinn Ibn Yasin kemur um 1040 vill bæta trúariðkun þeirra • Er rekinn burt – flýr norðar í landið með nokkrum áhangendum • Stofnar ribat, þ.e. trúarsamfélag eða einskonar klaustur • Þaðan er nafnið Almoravid komið – fólkið frá Ribatinu • Safnar fleiri áhangendum - eru jafnframt hermenn • Sameinar marga ættbálka berba á svæðinu – trúin er æðri ættbálkaerjum, afbrýðisemi og deilum milli manna • Nýr siður breiðist hratt út um Magreb • Fóru aftur til Sanhaja fólksins sem núna lét undan • Marrakesh var miðstöð Almoravída – heyrðu undir kalífadæmið í Bagdad

  12. Siðfágaðri yfirstétt araba á Spáni fannst Almoravídarnir miklir villimenn og þursar • Þóttu skorta alla siðmennt s.s. Bókmenningu og skilning á listum og fögru lífi • Klæddust í skinn og voru illa lyktandi og töluðu litla arabísku • Atriði sem Almoravídar gagnrýndu • Márar á Spáni höfðu sagt sig úr Kalífadæminu í Bagdad • Greiddu kristnu ríkjunum skatt til að halda friðinn • Lögðu álagningarskatta á borgara • Múslimar voru stundum undir stjórn t.d. Gyðinga • Stjörnuspádómar notaðir eins og við notum efnahagsspár í dag • Drukku vín • Oft voru það gyðingar sem voru stjörnuspekingar og sérlegir ráðgjafar taífa konunganna. Í Hadith er stjörnuspeki bönnuð. Hadith eru hefðirnar sem eru í öðru sæti hvað varðar mikilvægi í Islam, næst á eftir Kóraninum.

  13. Almohadar taka við • Um 1170 fellur veldi Almoravída • Óvinsælir - uppreisnir gegn þeim • Kristnir nýttu sér tækifærið og færðu sig sunnar • Almohadar taka nú við stjórn á Spáni • Berbaveldi frá N-Afríku – enn öfgafyllri en Almoravídar – komu frá S-Marokko

  14. Almohadar • upphafsmaður var Ibn Tumart sem dó 1130 – mikill öfgamaður • Hrinti systur amírs Almoravídanna af baki því hún var blæjulaus • Braut vínkeröld og hljóðfæri • Fór og stofnaði ribat í suður Marokkó • Áhangendum fjölgaði ört

  15. Heimspeki og bókmenntir í tíð Almohada • Blómleg bókaútgáfa • Heimspekileg skáldsaga Ibn Tufayl um miðja 12. öld “The Living, son of the Awake” • Maður á eyðieyju – gazella nærir hann – smíðar heimspeki og trúarbragðakerfi fyrir sig – fær þá gest sem er islamstrúar svipuð trú almohada – komast að því að kerfin þeirra eru eins – fara í trúboð saman... • Mjög vinsæl í hinum islamska heimi en einnig í hinum kristna • Þýdd af arabísku á ensku 1709 – áhrif á höfund Róbinson Crusoe sem gefur út sína bók 1719 • Heimspekingurinn og náttúrufræðingurinn Averroes • Samtímamaður Ibn Tufayl – var frá Cordoba –virtri ætt • Starfaði sem trúarlegur dómari í Sevilla og Cordoba

  16. 12. Aldar heimspekingurinn Averroes Kristin túlkun á Averroes frá 13. öld

  17. Orustan við Las Navas de Tolosa • 1212 tapa Almohadar fyrir konungi Kastilíu • Las Navas de Tolosa markar upphaf endalokanna

  18. Orustan við Las Navas de Tolosa

  19. Eftir ósigurinn við Las Navas de Tolosa • Kristnu ríkin í bandalag, León, Navarra, Castilía og Aragon • Almohadar reknir frá Spáni til Afríku • Á næstu 40 árum tapa márar nær öllum skaganum • 1250 konungdæmið Portúgal - sjáfstæði • Um miðja 13. öld er mest allt svæði mára tapað nema Granada í suðri • Cordoba féll í hendur kristinna 1236 • Valencia 1238 • Sevilla 1248 • Granada fellur 1492

  20. 13. - 15. öld - Nasarídar • Eftir stóð svæði sunnarlega: • Amírdæmið Granada - þar réðu Nasarídar í um 250 ár • Lítið og varnarlaust • fjárhagslega ósjálfstætt • márum ýtt austar og sunnar - ekki jafn frjór jarðvegur til ræktunar • var í raun bandalag nokkurra ætta - nokkrir ættarhöfðingjar • amírinn var milligöngumaður og yfirmaður - sáttasemjari og málamiðlari - stöðugt álag að viðhalda frið milli hinna.

  21. Alhambrahöllin

  22. Alhambrahöllin

  23. 13. - 15. öld - Nasarídar • Hví stóð amírdæmið Granada svo lengi? • Vel varið milli fjallanna - Sierra Nevada • Á norður og vesturmörkum var fjöldi kastala til varnar • Varðturnar um allt svæðið (mögulega um 14000) • Góður her Nasarída - riddaralið • Merenidar sem ríktu í Magreb voru bakhjarl • Loks sameinuðust óvinaríki kristinna gegn þeim • Ferdinand frá Aragón og Isabella frá Kastilíu - giftust 1469 • Endurheimta Spán - útbreiða kristindóminn - verjast islam • Stríð hófst 1482 • Boabdil sonur amírsins sveik föður sinn – gekk í lið með kristnu konungunum

  24. Granada fellur • Fernando og Isabella taka við borgarlyklum af Boabdil íklædd márafatnaði (!) • Til vitnis um það var Kristófer nokkur Kólumbus sem þarna var staddur þeirra erinda að sækja um styrk til siglinga • Gyðingar reknir sama ár úr landi • Márar reknir síðar úr landi eða í upphafi 17. aldar • börn þeirra aðskilin frá foreldrum sínum ef þau voru yngri en 6 ára. Þá voru þau enn ómenguð af islam. Komið fyrir hjá kristnum fjölskyldum. • 300.000 márar fluttir í skipum yfir til Afríku, nokkrir til Frakklands. • Stórt skarð höggið í sum samfélög s.s. Valencia • Rannsóknarrétturinn - márar brenndir fram á 18. öld

More Related