90 likes | 230 Views
Ný vegabréf með lífkennum. 30. mars 2006 Haukur Guðmundsson. Af hverju þessi breyting nú?. Tilmæli alþjóða flugmálastofnunarinnar ICAO Reglugerð ESB nr. 2252/2004, frá 13. desember 2004 – bindandi vegna Schengen samningsins (ágúst 2006) Visa Waiver Program október 2006
E N D
Ný vegabréf með lífkennum 30. mars 2006 Haukur Guðmundsson
Af hverju þessi breyting nú? • Tilmæli alþjóða flugmálastofnunarinnar ICAO • Reglugerð ESB nr. 2252/2004, frá 13. desember 2004 – bindandi vegna Schengen samningsins (ágúst 2006) • Visa Waiver Program október 2006 • Skilyrði um lífkennavegabréf ná aðeins til vegabréfa sem gefin eru út eftir tímamarkið
Lífkenni ? • Mælanleg líkamleg einkenni sem mæld eru og skrásett með ákveðinni tækni þannig að þau greini einstaklinga hvern frá öðrum • Henta til vélræns samanburðar • Á vegabréfinu verður andlitsmynd og síðar fingrafar skrásett í örgjörva í þykkri plastsíðu
Hvað breytist á umsóknarstað ? • Umsóknin verður pappírslaus • Skráð beint inn í kerfið og send af starfsmanni • Tekin verður ljósmynd (og síðar fingrafar) af umsækjanda • Umsækjendur geta látið setja eigin mynd í bréfið
Persónur og leikendur • Sýslumenn og lögregla (umsóknir) • Ekki stefnt að fækkun umsóknarstaða • Þjóðskrá (útgefandi) • UTN mun áfram gefa út diplómata / þjónustuvegabréf • Útlendingastofnun mun áfram gefa út vegabréf fyrir útlendinga • Sýslumaðurinn í Keflavík (framleiðandi)
Hvar liggur stjórnsýsluleg ábyrgð? • Þjóðskráin verður útgefandi bréfanna – aðrir vinna í umboði hennar • Þjóðskráin mun gefa út leiðbeiningar þar sem fyrirfram verður tekin afstaða til tiltekinna atriða • Vafamál verða send Þjóðskrá til úrlausnar – að mestu leyti unnið í kerfinu sjálfu • Allur meginþorri mála verður afgreiddur beint frá umsóknarstað til framleiðanda án nokkurra afskipta Þjóðskrár
Mikilvægi réttra vinnubragða á umsóknarstað • Það er starfsmaðurinn sem tekur við umsókninni sem “stillir upp” þeim upplýsingum sem fram koma í vegabréfinu • Eingöngu vélræn vinnsla eftir það nema í undantekningartilfellum
Annað • Verð vegabréfa breytist ekki – þrátt fyrir aukinn kostnað • Gildistími almennra vegabréfa styttist úr tíu árum í fimm
Ný vegabréf með lífkennum - Endir - 30. mars 2006 Haukur Guðmundsson