240 likes | 704 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Raunsæi, bls. 107-111. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Raunsæi. Raunsæisstefnan var ráðandi stefna í bókmenntum á Íslandi frá 1882-1900 . Skáldin vildu skrifa um sannleikann án þess að fegra hann.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Raunsæi, bls. 107-111 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Raunsæi • Raunsæisstefnan var ráðandi stefna í bókmenntum á Íslandi frá 1882-1900. • Skáldin vildu skrifa um sannleikann án þess að fegra hann. • Öðrum þóttu þau skrifa ljót, siðspillt og guðlaus verk.
Hvað var sagt um bókmenntir í Danmörku? • Árið 1871 flutti danski bókmenntafræðingurinn Georg Brandes fyrirlestra í Kaupmannahöfn um meginstrauma í Evrópskum bókmenntum. • Þar hvatti hann skáld til að kryfja þjóðfélagsleg vandamál. • Meðal slíkra vandamála voru: • hjónabandið • samband kynjanna • eignarréttur • trúarbrögð
Hvernig barst stefnan til Íslands? • Upphaf raunsæisstefnunnar á Íslandi miðast við útkomu tímaritsins Verðandi árið 1882. • Útgefendur tímaritsins voru fjórir ungir menn sem höfðu verið við nám í Danmörku: • Gestur Pálsson (1852-91) • Einar H. Kvaran (1859-1938) • Hannes Hafstein (1861-1922) • Bertel Þorleifsson (1857-1900)
Hvernig barst stefnan til Íslands?, frh. • Útgefendurnir fjórir höfðu engan sérstakan inngang að tímaritinu. • Allir tóku samt eftir því að þar var skrifað á allt annan hátt en áður hafði verið gert. • Efni sem útgefendurnir áttu í tímaritinu: • Gestur Pálsson: Kærleiksheimilið • Einar H. Kvaran: Upp og niður • Hannes Hafstein: ljóð • Bertel Þorleifsson: ljóð • Verðandi kom einungis einu sinni út.
Hvernig var stefnan kynnt? • Íslendingar fengu að heyra um eðli raunsæisstefnunnar í tveimur öðrum tímaritum en Verðandi: • Heimdallur: • Kom út nokkrum sinnum 1884. • Suðri • Gestur Pálsson var ritstjóri
Hvað boðaði Hannes Hafstein? • Hannes Hafstein vakti mikla athygli fyrir þau ljóð sem hann birti í Verðandi. • Hann kvað um hvernig stormurinn feykir burt feysknum gróðri og hvernig rigningin þvær burt dáðleysið. • Hann tók ekki einstök vandamál fyrir í ljóðum sínum heldur hvatti til að sýna dug og karlmennsku. • Hann var hrifinn af þeirri hugsjón Brandesar að hvetja til frjálsrar hugsunar og frjálsra rannsókna. • Hannes varð seinna stjórnmálamaður: • Varð fyrsti íslenski ráðherrann 1904.
Hvað gerði Gestur? • Varð ritsjóri Suðra árið 1883 og gegndi starfinu í fjögur ár. • Tímaritið varð fljótt málgagn raunsæismanna. • Í fyrsta tölublaði lýsti Gestur því hvað fælist í raunsæisstefnunni: • Að skrifa um hið sanna. Skáldið átti að rannsaka mannlífið, einstaklinginn í samfélaginu og sálarlíf hans.
Hvernig var Gestur sem rithöfundur? • Gestur Pálsson er gott dæmi um raunsæishöfund. • Var fyrst og fremst smásagnahöfundur þótt hann hafi einnig ort ljóð. • Tók vandamál til meðferðar í sögum sínum. • Hann fjallaði um hjónabandið og stöðu kynjanna í mörgum sögum sínum. • Fólk var ekki frjálst heldur bjó í óhamingjusömum hjónaböndum, eignir réðu stöðu fólks í samfélaginu og elskendur fengu ekki að giftast ef foreldrar þeirra litu sambandið hornauga. • Af þessu tagi eru t.d. • Kærleiksheimilið • Vordraumur • Tilhugalíf
En fyrirlestrar? • Gestur hélt þrjá fyrirlestra fyrir almenning þar sem hann kom skoðunum sínum á framfæri. • Fyrirlestrar voru nýjung í menningarlífi Reykjavíkur á þessum tíma. • Fyrirlestrar Gests voru fluttir 1888 og 1889 og nefndust: • Lífið í Reykjavík • Skáld voru og skáldskapur • Menntunarástand á Íslandi • Allir fyrirlestrarnir áttu það sameiginlegt að innihalda ríka þjóðfélagsádeilu.
Hvað var að gerast í bókmenntum Íslendinga þegar raunsæið kom fram? • Þótt raunsæisstefnan liti dagsins ljós undir lok 19. aldar var rómantíkin ekki enn dauð úr öllum æðum: • 1880 • Fyrsta bók Gríms Thomsens kemur út. • 1881 • Fyrsta ljóðasafn Steingríms Thorsteinssonar kemur út. • 1884 • Fyrsta ljóðabók Matthíasar Jochumssonar kemur út.
Hvað var að gerast í bókmenntum Íslendinga þegar raunsæið kom fram?, frh. • Rómantísku skáldin voru ekki tilbúin að samþykkja það sem boðað var í raunsæinu. • Skáldin deildu og upp hófst ein fyrsta bókmenntaumræða á Íslandi. • Deilurnar urðu til þess að menn gerðu sér betur grein fyrir afstöðu sinni til skáldskapar og skilgreindu sjálfa sig og aðra sem rithöfunda og skáld.
Hvað var að gerast í bókmenntum Íslendinga þegar raunsæið kom fram?, frh. • Upphaf þessarar bókmenntaumræðu var fyrirlestur sem Hannes Hafstein hélt 1888 um ástand íslensks samtímaskáldskapar. • Hannes hélt því fram að til að mönnum gæti liðið vel þyrfti að komast eftir þeim mannfélagsmeinum sem stæðu einstaklingnum fyrir þrifum svo að hægt væri að lækna þau. • Það ætti að fjalla um líf einstaklinganna en ekki hugmyndina þjóð.
Hvað var að gerast í bókmenntum Íslendinga þegar raunsæið kom fram?, frh. • Benedikt Gröndal fann sig knúinn til að svara þessu og hélt fyrirlestra sama ár. • Þar hélt hann því fram að rómantík væri í öllum íslenskum skáldskap og raunsæið væri í raun ekki eins mikil nýlunda á Íslandi og menn vildu vera láta. Raunsæi hefði í raun alltaf verið fyrir hendi hjá flestum íslenskum skáldum.
Smásögur • Með tilkomu raunsæisstefnunnar 1882 hófst ritun smásagna af fullum krafti á Íslandi. • Góðir smásagnahöfundar: • Gestur Pálsson (t.d Kærleiksheimilið) • Einar H. Kvaran (t.d. Upp og niður og Vonir)
Læknar • Raunsæismenn líktu sér oft við lækna. • Þeir vildu lækna mannfélagsmeinin! • Í sögum raunsæismanna eru læknar jákvæðar persónur: Þeir rannsaka áður en þeir komast að niðurstöðu öfugt við prestana sem byggja á fyrirframgefnum niðurstöðum Biblíunnar. • Sjá umfjöllun Gests Pálssonar um þetta efni á bls. 109.
Hvað liggur að baki raunsæisstefnunni? • Tvennt er gott að hafa í huga varðandi forsendur raunsæisstefnunnar: • 19. öldin var öld vaxandi iðnaðarborga þar sem andstæður á milli stétta skerptust. • Höfundar beindu því sjónum sínum að þjóðfélagsmálum í æ ríkari mæli. • Frakkland: Honoré de Balzac • England: Charles Dickens • Miklar framfarir urðu í náttúruvísindum. • Sú hugmynd leit dagsins ljós að fyrst náttúruvísindin byggðu niðurstöður sínar á rannsóknum hlyti að vera hægt að rannsaka mannleg samskipti. • Ein áhrifamesta kenning náttúruvísindana á þeim tíma var þróunarkenning Charles Darwins. • Með henni missti maðurinn sérstöðu sína, var ekki lengur skapaður sérstaklega af guði heldur var jafn dýrunum.
Hvað liggur að baki raunsæisstefnunni?, frh. • Aukinn áhugi á þjóðfélagsmálum og hugmyndir náttúruvísindanna leiddu til þess að bókenntafræðingar fóru að horfa á bókmenntir í nýju ljósi: • Það hlýtur að vera hægt að rannsaka manninn úr því að hægt er að rannsaka flest annað! • Af þessu leiddi að skáldin voru hvött til að fylgja aðferðum náttúruvísindanna; safna staðreyndum um manninn og vinna úr þeim líkt og vísindamenn.
Hvað liggur að baki raunsæisstefnunni?, frh. • Í Evrópu voru tvær mismunandi útgáfur af raunsæisstefnunni: • Realismi • Naturalismi • Hér á landi hefur hugtakið raunssæisstefna verið notað um báðar þessar stefnur.
Hvað með Þorgils gjallanda? • Þorgils gjallandi (1851-1915) hét réttu nafni Jón Stefánsson. • Hann var bóndi í Mývatnssveit. • Þar var á þessum tíma mikil félagsstarfsemi – menningarbylting! • handskrifuð sveitarblöð • lestrarfélög • Fyrsta bók Þorgils hét Ofan úr sveitum og kom út 1892 og innihélt fjórar smásögur í anda raunsæisstefnunnar. • Deilt á hræsni, vanhugsun og misrétti. • Eina skáldsaga hans var Upp við fossa og kom út 1902. • Deilt á presta og hjónabandið.
Dýrasögur • Lítilmagninn var meðal helstu viðfangsefna raunsæishöfunda. • Fjallað var um kjör og örlög minni máttar í samfélaginu. • Tilbrigði við þetta voru sögur af dýrum sem urðu fyrir grimmd mannanna. • Gestur Pálsson: Skjóni • Þorgils gjallandi: Heimþrá • Dýrasögurnar voru flestar gefnar út í tímaritinu Dýravinir sem kom fyrst út 1885. • Markmið þess var að bæta meðferð manna á dýrum.
Verkefni í kennslustund • Nemendur lesa: • „Betlikerlinguna“ eftir Gest Pálsson á bls. 333 í Rótum. • „Storm“ eftir Hannes Hafstein á bls. 340 í Rótum.