1 / 16

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Raunsæi, bls. 112-114

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Raunsæi, bls. 112-114. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Í Vesturheimi. Á árunum 1855-1914 fluttust þúsundir Íslendinga til Ameríku . Ástæðurnar voru einkum óánægja með ríkjandi kjör á Íslandi og mikil harðindi: Eldgos í Kötlu 1875

rock
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Raunsæi, bls. 112-114

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir 1550-1900Raunsæi, bls. 112-114 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Í Vesturheimi • Á árunum 1855-1914 fluttust þúsundir Íslendinga til Ameríku. • Ástæðurnar voru einkum óánægja með ríkjandi kjör á Íslandi og mikil harðindi: • Eldgos í Kötlu 1875 • Hallæri í landinu 1880-90 • Erfitt að fá jarðnæði á Íslandi • Skipafélög hvöttu til Ameríkuferða enda högnuðust þau á flutningnum.

  3. Í Vesturheimi, frh. • Meðal Íslendinga í Vesturheimi varðveittist íslenska ótrúlega lengi. • Dagblöð voru gefin út á Íslensku: • Heimskringla. • Lögberg. • Koma enn út undir nafninu Lögberg-Heimskringla. • Mörg skáld skrifuðu og ortu á íslensku. • Þó fór svo að lokum að íslenska dó nokkurn veginn út enda voru aðstæður allt aðrar í hinu nýja landi og gamla málið dugði ekki til að lýsa hinum nýja veruleika.

  4. Hver var Stephan G. Stephansson? • Stephan G. Stephansson (1853-1927) var af fátæku fólki kominn. • Hann fæddist og ólst upp í Skagafirði þar sem foreldrar hans voru kotbændur. • Síðar varð hann vinnumaður í S-Þingeyjarsýslu. • Um tvítugt fluttist Stephan með foreldrum sínum vestur um haf. • Hann bjó fyrst í Bandaríkjunum í 16 ár en fluttist svo til Kanada þar sem hann bjó til æviloka. • Af búsetu sinni í Alberta í Kanada hlaut hann nafnið Klettafjallaskáldið.

  5. Hver var Stephan G. Stephansson?, frh. • Stephan G. hóf að birta kvæði sín í blöðum í Vesturheimi um 1890. • Fyrsta kvæði hans hafði birsti í Norðanfara á Akureyri 1873. • Það var kveðja til landsins er hann var nýfluttur burt.

  6. Hver var Stephan G. Stephansson?, frh. • Stephan var mjög umdeildur höfundur á sínum tíma. • Hann þótti mjög róttækur og var ófeiminn til að taka afstöðu til pólitískra mála þótt það skapaði honum óvinsældir. • Hann var mikið ádeiluskáld og deildi mjög á hvers kyns óréttlæti. • Deildi á stríðsbrölt (fyrri heimsstyrjöldina) • Deildi á kirkju og trúmál (var guðleysingi)

  7. Hver var Stephan G. Stephansson?, frh. • Stephan G. Nefndi bækur sínar Andvökur og ber heildarútgáfa kvæða hans það heiti. • Nafnið vísar til þess að hann orti kvæði sín á nóttunni enda var vinnudagur hans langur og hann átti erfitt með svefn. • Stephan G. bjó lengstan hluta ævi sinnar fjarri Íslandi en orti samt nokkur íslensk ættjarðarljóð. • Þekktast þeirra er Úr Íslendings ræðu. • Sjá bls. 113.

  8. Stephan G. Stephansson • Nemendur lesa: • „Íslenskur kveðskapur“ á bls. 366 í Rótum. • „Vantrúin“ á bls. 366-367 í Rótum.

  9. Þorsteinn Erlingsson • Afstaða manna til ljóðskáldsins Þorsteins Erlingssonar (1858-1914) hefur löngum verið tvíbent: • Annars vegar orti hann ádeiluljóð sem ollu miklum deilum. • Hins vegar samdi hann hugljúf ljóð um íslenska náttúru og ástina. • Hvort ber þá að „flokka“ hann sem raunsæisskáld eða rómantískt skáld?

  10. Þorsteinn Erlingsson, frh. • Ádeilukvæðin sem Þorsteinn orti á námsárum sínum eru í anda róttækrar raunsæisstefnu. • Þau eru af mörgum talin frumlegasta framlag hans í ljóðlist. • Því hefur hann gjarnan verið talinn til raunsæisskálda.

  11. Þorsteinn Erlingsson, frh. • Þorsteinn ólst upp í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. • Sbr. „Fyrr var oft í koti kátt“ • Skáldin Matthías Jochumsson og Steingrímur Thorsteinsson „uppgötvuðu“ Þorstein þegar þeir voru gestir í Hlíðarendakoti 1876. • Þeir aðstoðuðu hann við að komast í nám í Reykjavík.

  12. Þorsteinn Erlingsson, frh. • Að loknu prófi frá Lærða skólanum fór hann til Kaupmannahafnar í lögfræðinám. • Þorsteinn lauk ekki námi en starfaði við kennslu næstu árin. • Hann kom aftur hiem til Íslands 1896 og gerðist ritstjóri á Seyðisfirði, í Bíldudal og Reykjavík til 1903. • Eftir það fékkst hann við kennslu og ritstörf í Reykjavík.

  13. Þorsteinn Erlingsson, frh. • Þorsteinn varð fyrst þekktur vegna hneyklis sem átti sér stað á námsárum hans í Kaupmannahöfn. • Árið 1887 hélt Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hátíð í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu danska málfræðingsins Rasmusar Christians Rasks. • Þar var m.a. sungið kvæði eftir Þorstein um Rask. • Kvæðið innihélt lofgjörð um starf Rasks en ádeilu á verk Dana almennt. • Danir sagðir hafa sogið blóð þjóðarinnar, rænt hana og meitt meðan hún svaf og ginnt hana til að láta af hendi fornrit sín. • Kvæðið olli hneyksli og háskólayfirvöld settu ofan í við Þorstein.

  14. Þorsteinn Erlingsson, frh. • Kvæði Þorsteins um trúmál vöktu einnig mikil viðbrögð á Íslandi. • Í kvæði sínu „Örlög guðanna“ fjallar hann á neikvæðan hátt um kristnun Íslands og spáir trúnni falli. • Harða gagnrýni á kirkjuna er að finna í fleiri kvæðum Þorsteins. • Hann gagnrýndi alla tíð óréttlæti og kúgun.

  15. Þorsteinn Erlingsson, frh. • Þorsteinn birti kvæði sín fyrst í blöðum eins og tíðkaðist á þeim tíma. • Árið 1897 safnaði hann hins vegar kvæðum sínum saman í bók sem hann nefndi Þyrna. • Árið 1905 var bókin endurútgefin með nokkrum viðbætum. • Hefur því nafni síðan verið haldið þegar kvæði hans hafa verið endurútgefin.

  16. Þorsteinn Erlingsson, frh. • Nemendur lesa: • „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd“, bls. 324 í Rótum. • „Úr Mansöngvum“, bls. 325-326 í Rótum.

More Related