100 likes | 448 Views
Jarðgöng á Austurlandi. Nýir kostir – tækifæri sem vert er að skoða Benedikt Sigurðarson aðjúnkt. Skýrslur RHA 2005 og 2006. Skýrslur RHA eru unnar af Jóni Þorvaldi Heiðarssyni og Valtý Sigurbjarnarsyni – að beiðni heimamanna – og eru aðgengilegar á vef RHA www.rha.is
E N D
Jarðgöng á Austurlandi Nýir kostir – tækifæri sem vert er að skoða Benedikt Sigurðarson aðjúnkt
Skýrslur RHA 2005 og 2006 • Skýrslur RHA eru unnar af Jóni Þorvaldi Heiðarssyni og Valtý Sigurbjarnarsyni – að beiðni heimamanna – og eru aðgengilegar á vef RHA www.rha.is • Í skýrslu frá júní 2006 er nánari greining á fernum göngum á Mið-Austurlandi sem tengja Eskifjörð, Neskaupstað og Seyðisfjörð við Hérað um Mjóafjörð og undir Fjarðarheiði • Heildararðsemi MiðAL-verkefnisins er það lág – að erfitt er að byrja svo dýra framkvæmd – og hún skilar ekki arði fyrr en henni er að fullu lokið
MiðAL Arðsemi – áhrif • Veikleikar þessarrar útfærslu eru einkum; • Ávinningur af því að gera göng undir Fjarðarheiði bætir ekki við nýjum samgöngukosti sem breytir grunnforsendum atvinnusvæða og þjónustu – þó vetraröryggi aukist • Arðsemi er lág/engin • Eskifjörður og Neskaupstaður annars vegar og Egilsstaðir hins vegar verða eftir sem áður nokkuð einangraðir hvor frá öðrum • Engin þungamiðja fyrir þjónustu skapast og enginn öxull samskipta innan landshlutans, en lausnin þræðir jaðar svæðisins • Framkvæmdina þarf að vinna í meginatriðum sem eina framkvæmd svo að framkvæmda-þröskuldurinn er hár og áfangaskipting tæpast möguleg • Lykilsamgöngubót eru göng undir Fjarðarheiði sem er er langdýrasti þáttur framkvæmdanna ásamt því að göng til Mjóafjarðar hljóta að fylgja • Tvenn göng verða til milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar
Jarðgöng – ný tillaga • Forsendur • Öflugustu kjarnar opinberrar þjónustu á Austurlandi hafa um langt skeið verið Egilsstaðir og Neskaupsstaður og vísast í því samhengi til heilbrigðisþjónustu og framhaldsskóla • Samgöngur á svæðinu og frá Austurlandi liggja milli byggðakjarna og tengjast í auknum mæli millilandaflugvelli á Egilsstöðum • Gerð heildaráætlunar um uppbyggingu vega/jarðganga – þar sem ákvarðanir eru byggðar á vandaðri skoðun á öllum kostum - grundvallarnauðsyn Reikningar í eftirfarandi athugun eru gerðir af Bjarna P. Hjarðar verkfræðingi og Guðmundi Kr. Óskarssyni rekstrarhagfræðingi og byggja á aðferð RHA
Austurkrossinn –betri kostur • Göng frá Norðfirði undir Fönn sem opnast í Slenjudal/Eyvindarárdal, um 15 km • Eskifjarðargöng (ný Oddskarðsgöng) tengjast sem þvergöng, um 3 km • Mjóafjarðargöng, um 4,5 km tengjast sem þvergöng einnig og síðan göng frá Mjóafirði til Seyðisfjarðar, um 5,1 km • Alls tæpir 28 km í göngum í stað 30,25 km (sjá næstu glæru)
Austurkrossinn –betri kostur • Arðsemi verksins er um 3,7% (tvöföld á við MiðAL) - sem gerir líklegra að sátt náist um setja verkefnið í heild á framkvæmdaáætlun • Verkinu má áfangaskipta með besta hluta þess fyrst - en ná samt sem áður arði út úr öllum verkþáttum • Ný þungamiðja þjónustu verður til í landshlutanum þar sem vegalengdin milli Héraðs og Neskaupsstaðar/ Eskifjarðar styttist niður í 40 km • Forsendur skapast fyrir stórefldu (sam)starfi framhaldsskóla á Austurlandi og nýtingu/eflingu Fjórðungssjúkrahúss á Neskaupstað – sem hluta af sameinuðum Heilbrigðisstofnunum
Niðurstaða • Samþætt heilbrigðisþjónusta – með aðgerðasjúkrahús og fæðingarþjónustu – er mikilvægur hluti nútíma lífsgæða • Grunn- og framhaldsskólar skapa tækifæri uppvaxandi kynslóða sem skiptir sköpum á vinnumarkaði framtíðarinnar – og því á að styrkja starf þeirra og breikka námsframboð • Aðgengi að millilandaflugvelli er afar mikilvægt fyrir öll samskipti, uppbyggingu þjónustu og viðskipta • Nýr öxull samskipta og samstarfs verður til • Austurkrossinn – jarðgöng sem tengja Hérað og Neskaupstað/Eskifjörð sem þungamiðju – þjónar þessum markmiðum og verðskuldar nánari skoðun
Hvers vegna? • Undanfarið hafa mikilvæg málefni landsbyggðarinnar og þá sérstaklega Akureyrar og nærsvæðis Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu ekki átt nægilega öfluga málsvara. • Ég býð mig fram til forystu fyrir Samfylkinguna í NA-kjördæmi. Ég vil undirstrika að með því leitast ég við að verða málsvari kjördæmisins alls. • Landsbyggðin verður að vinnasaman og standa saman. • Akureyri vex með öðrum byggðum í landshlutanum – og hagstætt umhverfi þróast með öflugum byggðakjörnum • Nauðsynlegt að samþætta þjónustu á Mið-Austurlandi -samgöngumál og opinber þjónusta á Austurlandi er því mitt baráttumál. • Ný hugsun og stórbættar samgöngur er krafa framtíðarinnar sem svara á í dag.