1 / 35

Lokaritgerðir-1

Lokaritgerðir-1. Að byrja að skrifa. Að byrja að skrifa. Að velja efni Að velja ráðgjafa Að fara ekki erindisleysu Að nýta sér aðstoð annarra Í upphafi skyldi endinn skoða. Ásgeir Jónsson Tölvupóstur ajonsson@hi.is Heimasíða http://www.hi.is/~ajonsson Heimsíða námskeiðsins

rufus
Download Presentation

Lokaritgerðir-1

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lokaritgerðir-1 Að byrja að skrifa Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  2. Að byrja að skrifa • Að velja efni • Að velja ráðgjafa • Að fara ekki erindisleysu • Að nýta sér aðstoð annarra • Í upphafi skyldi endinn skoða Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  3. Ásgeir Jónsson Tölvupóstur ajonsson@hi.is Heimasíða http://www.hi.is/~ajonsson Heimsíða námskeiðsins http://www.hi.is/~ajonsson/lokaritgerd2003.htm Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  4. Af hverju lokaritgerð? • Mikið af háskólanámi byggir á því að muna og endursegja. • En lífið utan skólaveggja byggir á frumkvæði og eigin dómgreind. • Lokaritgerð reynir á sjálfstæð vinnubrögð og býr ykkur undir starfsframa. • Lokaritgerðin er mikilvægasti hluti háskólanáms. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  5. Lokaritgerðin er tækifæri • Gefur færi á því að kynna sér eitthvert efni til hlítar. • Sérþekking á einhverju sviði eykur virði fólks á vinnumarkaði. • Þið fáið tækifæri til þess að öðlast sérfræðikunnáttu í einhverri grein. • Getur skipt miklu máli fyrir starfsumsókn. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  6. Lokaritgerðin er tækifæri • Góð ritgerð getur strikað út einstakar slæmar einkunnir. • Einnig tækifæri til þess að sýna að þið getið meira en tekið góð próf. • Gefur færi á því að mynda dýrmæt tengsl við aðila innan háskólans og fyrirtæki eða atvinnugreinar. • Lokaritgerð gefur tækifæri á því að sýna hvað í ykkur býr Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  7. Að velja • Sumir velja efni, og síðan ráðgjafa með hliðsjón af því. • Aðrir velja ráðgjafa, og síðan efni í samráði við hann • Í flestum tilfellum er um milliveg að ræða. • Ráðgjafinn á að afmarka efnið svo það verði viðráðanlegt, og síðan skjóta fræðilegum stoðum undir ritgerðarvinnuna. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  8. Fugl eða fiskur? • Ritgerðarefnið verður að vera eitthvað sem þú hefur raunverulegan áhuga á. • Þú átt að hafa gaman af því að vinna fyrir sjálfan þig. • Ritgerðir sem unnar eru af tómri skyldurækni verða hvorki fugl né fiskur. • Brennandi áhugi er besta vegnestið. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  9. Annað og meira • Gott að hafa strategíu. • Velja sér efni sem tengist því sem þið ætlið að gera í framtíðinni. • Lokaritgerðir eiga að vera stökkpallur fyrir eitthvað annað og meira. • Velta fyrir sér þeim aðilum sem hefðu áhuga á rannsóknum þínum. • Stundum vilja stofnanir og fyrirtæki styrkja ákveðnar rannsóknir. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  10. Að fá styrki • Styrkurinn getur falist í fjárframlagi eða ráðningu í vinnu. • Sumir nemar geta nýtt fyrri reynslu og kunnugleika til þess að fá styrki. • Annars skipta tengsl og áhugi ráðgjafa höfuðmáli í þessu í sambandi. • Sjaldan um háar fjárhæðir að tefla • Með því að selja ritgerðina á þann hátt, getur frelsi í efnistökum tapast á móti. • Samt alltaf gott að fá vinnu sína launaða. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  11. Nokkrar leiðir til að velja • Velja eitthvað sem hefur vakið athygli ykkar í námi eða starfi. Athugið hvort einhverjar rannsóknir vanti, t.d. í ákv. atvinnugreinum. • Haldið könnunarviðræður við kennara deildarinnar. Athugið hvort hægt sé að fiska efni út úr þeim. • Rennið yfir eldri lokaritgerðir, athugið hvort einhverjar hugmyndir komi upp í hugann. Þá sjáið þið einnig hvaða kröfur eru gerðar. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  12. Afmörkun ritgerða • Hægt er að greina lokaritgerðir niður í þrjá þætti: • Empiricial, rannsókn byggð á reynslu og athugun (tölfræðileg greining eða “Case Study”) • Theoretical, fræðileg umfjöllun. • Survey, yfirlit eða úttekt á þekktu efni. • Sumar ritgerðir falla algerlega inn í einn af þessum þremur flokkum. • Flestar eru þó sambland. • Bestu ritgerðirnar eru oft þær sem sameina flokk eitt og tvö. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  13. Að tengja... • Margar góðar ritgerðir hafa orðið til þegar aðgreindir hlutir eru tengdir saman. Þetta er gert með því að tengja... • ...aðferðafræði og hugmyndir, s.s. prófa staðhæfingar með tölfræðilegum leiðum. • ...hugmyndir og aðstæður, s.s. hvort erlend reynsla eða hugmyndir eigi við um Ísland. • ...ólíkar fræðigreinar, s.s. félags- og viðskiptafræði, sögu og hagfræði. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  14. Frumleiki • Verið óhrædd að fara inn á nýjar brautir. • Reynið að finna eitthvað sem engin(n) hérlendis hefur gert áður. • Það er áhætta að fara ótroðnar slóðir. Þið gætuð lent í ógöngum og orðið að snúa við. • Frumleiki skilar yfirleitt mestum ávinningi ef vel tekst til. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  15. Að bjarga heiminum • Munið að enginn ætlast til þess að þið bjargið heiminum. • Listin við að skrifa lokaritgerðir í háskólanámi er að kunna að takmarka sig. • Best er að fjalla um afmarkað málefni og sinna því vel. • Hér er þörf á sterkum fókus. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  16. Ekki ætla sér of mikið • Algengustu vandkvæðin við ritun lokaverkefna er þegar fólk færist of mikið í fang eða þeysist út um víðan völl. • Afleiðingarnar verða: A) of mikil vinna, B) of almennar niðurstöður C) of grunn umfjöllun. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  17. Ekki ætla sér of mikið • BS-ritgerð er fyrst og fremst greining nokkurra spurninga á grunni annarra rannsókna. • BS-ritgerð er yfirleitt að stærstum hluta samantekt yfir þekkt efni. • Á efri námsstigum (master eða doktor) vaxa kröfurnar um sjálfstætt framlag í lokaritgerð. • En frumleiki skiptir samt höfuðmáli! Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  18. Að velja ráðgjafa • Einhver sem þið getið unnið með og treystið – og hefur tíma. • Einhver sem vinnur á sama áhugasviði og þið teljið færan. • Einhver sem vill láta ykkur í té fýsilegar rannsóknarhugmyndir • Einhver sem mun verða bandamaður ykkar þegar þið sækið um aðra skóla eða starf. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  19. Að velja ráðgjafa • Það eru margir nemendur í deildinni og hver kennari getur aðeins sinnt takmörkuðum fjölda. • Sá möguleiki er því til staðar að þið getið ekki fengið þann ráðgjafa sem þið viljið fá að fyrsta kosti. • Það gæti einnig reynst heppilegt að velja ráðgjafa sem ekki hefur of marga nemendur fyrir. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  20. Hlutverk ráðgjafans • Ráðgjafinn á ekki að vinna ritgerðina fyrir ykkur. • Ráðgjafinn á aðeins að leiðbeina ykkur til þess að þið getið unnið ykkar eigið verk. • Ráðgjafinn ber ekki ábyrgð á mistökum ykkar. • Þið eruð skrifuð fyrir ritgerðinni sjálf. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  21. Hlutverk ráðgjafans • Ráðgjafinn á hjálpa ykkur að afmarka efni sem er mögulegt að vinna. • Ráðgjafinn þarf oft að ná fólki niður á jörðina og finna út hvað er raunverulega hægt að gera. • Mikil fjöldi er til af áhugaverðum rannsóknarspurningum sem er þó ekki hægt að svara í lokaritgerð. • Yfirleitt skortir gögn eða að spurningarnar þurfa miklu meiri vinnu en hægt er að inna af hendi á þessu stigi. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  22. Verið samstíga • Þið verðið að bera undir ráðgjafann það sem þið ætlið að gera. • Verið viss um að þú og ráðgjafinn séu samstíga, áður en lagt er af stað. • Ráðgjafinn er sá sem gefur ykkur einkunn, og þess vegna verðið þið að taka mark á orðum hans. • Mikilvægt að góð vinnutengsl myndist á milli ykkar og ráðgjafans. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  23. Mannlegi þátturinn • Heppilegast að ráðgjafinn hafi gott vald á vel skrifuðum og skilmerkilegum texta, jafnt sem fræðilega þekkingu. • Ennfremur að hann hafi sjálfur sýnt rannsóknarhæfileika í verki. • Sérhæfing er ekki svo mikil á þessu námsstigi, þannig að nokkrir kennarar geta komið til greina. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  24. Að velja • Ef þið eruð óviss, veljið þá ráðgjafann fyrst og síðan efni í samráði við hann. • Þá er einnig líklegra að ráðgjafinn hafi raunverulegan áhuga á efninu. • Einnig gæti reynst góð hugmynd að ræða við nokkra kennara um möguleg efni og efnistök, áður en þið veljið ráðgjafa. • Hlustið eftir því sem aðrir nemendur segja sem hafa notið leiðsagnar viðkomandi. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  25. Aðstoð annarra • Það er ekkert að því að leita álits fleiri fagaðila en ráðgjafans. • Stundum er mögulegt að hafa fleiri en einn ráðgjafa, s.s. úr öðrum deildum, eða einhverjir aðrir komi að vinnunni með formlegum hætti. • Samvinna og samþykki ráðgjafans er hér lykilatriði. • Það er metið ykkur til tekna ef þið sýnið frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  26. Forkönnun • Í upphafi skyldi endinn skoða. • Lokaritgerð er þó nokkur fjárfesting sem verður að leggja í að vel athuguðu máli. • Reynið setja verkefnið upp með eins skipulegum hætti og hægt er, áður en hafist er handa. • Setjist síðan niður með ráðgjafanum og þið ákveðið í sameiningu umfang verksins og hvernig það skuli unnið. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  27. Að skoða • Verið viðbúin því að þurfa að skoða nokkrar hugmyndir, áður en þið finnið það eina og rétta. • Það er betra heldur en að þurfa að eyða tíma í eitthvað sem gengur ekki upp. • Best er að geta séð fram á einhverja sniðuga niðurstöðu eða “kick” áður en hafist er handa. • En mestu máli skiptir að sameiginlegur skilningur ríki á milli þín og ráðgjafans um meginstefnu verksins. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  28. Kortlagning • Reynið að kortleggja það sem þið ætlið að gera, hvernig á að vinna það og hvaða ávinning þið æskið. • Ræðið við aðra málmetandi aðila, nemendur, kennara eða aðra, berið hugmyndir ykkar undir þá. • Ef til vill verður ykkur bent á veilur, ef til vill fáið þið annað sjónarhorn. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  29. Beinagrind • Í upphafi er heppilegt að gera beinagrind að ritgerðinni í formi efnisyfirlits. • Þá eru helstu kaflar settir niður fyrirfram með fyrirsögnum og undirtitlum og jafnvel stuttri lýsingu á hverjum hluta. • Þannig fæst góður leiðarvísir að rökrænni byggingu ritgerðarinnar og þið sjáið umfang hennar. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  30. Að leggja kapal • Ef vel tekst til með beinagrind leggst ritgerðarvinnan upp eins og kapall. • Þið getið þá rætt skipulega um hvern lið við ráðgjafann ykkar áður en þið leggið til atlögu við hvern þátt. • Leiðbeinandinn getur sagt hvar sé best að afla fanga, hvort of mikið sé færst í fang eða hvort einhverja liði vanti. • Verið samt óhrædd við að skipta um bein og áherslur þegar ritgerðinni vindur fram og þið öðlist dýpri skilning á efninu. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  31. Hugarflug (brainstorming) • Ritgerðarsmíð er skapandi vinna. • Gefið ykkur tíma til þess að velta málunum fyrir ykkur frjálst. • Farið upp í sumarbústað, út að ganga, leikið ykkur í huganum, reynið að velta upp öllum þeim hugmyndum sem skipta máli. • Reynið að öðlast heildaryfirsýn, áður en lagt er út í tæknileg atriði. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  32. Smáfuglar á öxl • Hagfræðingurinn Schumpeter lýsti hugmyndum sem litlum fuglum sem settust á öxlina á honum. • Hann gekk alltaf með litla vasabók sem ritaði hugmyndir sínar niður áður en þær flögruðu frá honum. • Verið viss um að rita hugmyndir ykkar niður ef þær setjast á öxl ykkar á meðan ritgerðarvinnu stendur. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  33. Nótt og dagur • Vinna við lokaritgerð afmarkast ekki við þann tíma er þið sitjið og reynið að skrifa. • Þið eruð að vinna fyrir ykkar sjálf, á ykkar ábyrgð, á ykkar forsendum, á ykkar tíma. • Til þess að brjóta hlutina til mergjar verður oft að hafa hugann við efnið, nánast allan sólarhringinn, hvar sem þið eruð stödd. • Ef vel tekst til, er það ekki kvöð heldur skemmtun sem gæti aukið færni ykkar og fært mikinn ávinning. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  34. Samandregið • Lokaritgerðin er tækifæri. • Kastið ekki til höndunum við undirbúning. • Gefið ykkur tíma til þess að hugsa, spá og spekúlera. • Veljið ráðgjafa sem þið kunnið vel við (ekki aðeins vegna þess að hann er skemmtilegur) og hefur tíma til þess að sinna ykkur. Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

  35. Ásgeir Jónsson Tölvupóstur ajonsson@hi.is Heimasíða http://www.hi.is/~ajonsson Heimsíða námskeiðsins http://www.hi.is/~ajonsson/lokaritgerd2003.htm Ritun lokaritgerða – Ásgeir Jónsson

More Related