1 / 19

Kynjuð fjárlagagerð á umbrotatímum

Kynjuð fjárlagagerð á umbrotatímum. Sigurður H. Helgason Stjórnhættir www.stjornhaettir.is. Kynjað fjárlagagerð hjá Norrænu ráðherranefndinni.

salma
Download Presentation

Kynjuð fjárlagagerð á umbrotatímum

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kynjuð fjárlagagerð á umbrotatímum Sigurður H. Helgason Stjórnhættir www.stjornhaettir.is

  2. Kynjað fjárlagagerðhjá Norrænu ráðherranefndinni • 2004 voru birtar tölulegar upplýsingar um helming fjárlagaliða norrænu fjárlaganna, gáfu vísbendingar um að hve miklu leyti þeir nýttust konum og körlum. • Heildarniðurstaðan var að fjárlögin væri í jafnvægi með tilliti til stöðu kynjanna. • Hins vegar kom í ljós mikill breytileiki milli fjárlagaliða, allt að 80% viðfangsefna einstakra fjárlagaliða beindist að öðru kyninu. • Þó norrænu fjárlögin séu tiltölulega einföld sýnir þessi vinna að mögulegt er að safna góðum vísbendingum um áhrif fjárlaga á stöðu kynjanna. • Síðan er það annað mál að hve miklu leyti upplýsingarnar hafa verið nýttar við stefnumótun og forgangsröðun. www.stjornhaettir.is

  3. Kynjuð fjárlagagerð www.stjornhaettir.is

  4. Einföld hugmyndFlókinn veruleiki • Grunnhugsunin um kynjaða fjárlagagerð er einföld. • Raunveruleg innleiðing er þó langt í frá að vera einföld. • Þó aðferðir og tækni séu mikilvæg snýst kynjuð fjárlagagerð fyrst og fremst um að hafa áhrif á viðhorf og hagmuni. • Einfalt að vera sammála grundvallarsjónarmiðum kynjaðrar fjárlagagerðar. • Hins vegar styðja fæstir breytingar sem koma við eigin buddu. www.stjornhaettir.is

  5. Fjárlögin semstefnumótunartæki • Fjárlögin hafa tilhneigingu til að endurspegla samfélagið og þar með stöðu kynjanna. • Á hinn bóginn geta fjárlögin verið mjög virkt tæki til að vinna gegn kynjamisrétti. • Fjárlagaferillinn er flókinn ákvörðunartökuferill sem stjórnast af margvíslegum hagsmunum og sjónarmiðum. • Það getur verið erfitt að komast að ákvörðunartöku og koma sjónarmiðum á framfæri. • Þeir sem vilja hafa áhrif og breyta, verða bæði að læra leikreglur fjárlagagerðar og reyna að breyta þeim. www.stjornhaettir.is

  6. Innleiðing kynjaðarfjárlagagerðar • Fjárlagagerð er í eðli sínu íhaldssöm og yfirleitt gerast breytingar hægt (smáskref). • Mikilvægt að vinna með markvissum hætti og setja raunhæf markmið. • Einfaldara að byrja á tilteknum þáttum fjárlaganna en að horfa til þeirra í heild sinni. • Hægt að nota áhugaverð dæmi til að skapa áhuga og fordæmi. www.stjornhaettir.is

  7. Dreifstýring • Dreifstýring þýðir að ákvarðanir um forgangsröðun eru teknar á mörgum stjórnunarstigum. • Þörf á ólíkum aðferðum eftir því á hvaða stjórnunarstigi fjármunum er forgangsraðað. • Kynjajafnvægi þegar litið er til heildar (macro) þarf ekki að eiga sér samsvörun í kynjajafnvægi einstakra eininga (micro). www.stjornhaettir.is

  8. Áhersla á árangur • Almennar breytingar á fjárlagagerðinni sem miða að því að auka gagnsæi og ábyrgð eru mikilvæg forsenda kynjaðrar fjárlagagerðar. • Það er ekki síst innleiðing árangursstjórnunar sem getur stutt við kynjaða fjárlagagerð. • Öll tæki sem bæta skilning á eðli og áhrifum fjárlaga skipta máli við kynjaða fjárlagagerð. • Ekki endilega nauðsynlegt að þróa ný tæki heldur að nýta og efla þau sem fyrir eru. www.stjornhaettir.is

  9. Fjárveiting ≠ Árangur • Það er nauðsynlegt að hafa í huga að það er ekki sjálfvirkt samhengi milli fjármuna og árangurs. • Áhersla á fjármuni gefur takmarkaða mynd og því nauðsynlegt að horfa til áhrifa og árangurs. www.stjornhaettir.is

  10. Táknrænar fjárveitingar • Hætta á að stjórnvöld festist í farvegi táknrænna fjárveitinga sem hafa mikinn sýnileika en skila litlum árangri. • Með táknrænum fjárveitingum eru stjórnvöld að kaupa sig frá raunverulegum breytingum. www.stjornhaettir.is

  11. Skynsamleg forgangsröðun www.stjornhaettir.is

  12. Löggjöf Hefðir Viðhorf Skipan stofnana Ógagnsæi Hrossakaup Hagsmunir Skortur á upplýsingum Skynsamleg forgangsröðun ??? www.stjornhaettir.is

  13. Hvenær er hægt aðbreyta forgangsröðun? • Best tækifæri til að breyta forgangsröðun við tiltölulega stöðugar aðstæður (hægan, þenslulausan hagvöxt). • Reynslan sýnir hins vegar að þessi tækifæri eru yfirleitt illa nýtt. • Stærri breytingar á forgangsröðun eiga sér stað á umbrotatímum: • Þegar skorið er niður í kreppu. • Þegar útgjöld eru aukin að nýju þegar efnahagslífið réttir úr kútum. www.stjornhaettir.is

  14. Ógnanir og tækifærikreppunnar • Út frá kynjasjónarmiði felur kreppan í sér ógnanir og tækifæri. • Ógnin er sú að áhrif fjárlaga á kynin verði enn ójafnari en nú er. • Nokkur tækifæri liggja í því að niðurskurður beinist að fremur hagsmunum þess kyns sem haft hefur sterkari stöðu varðandi tiltekinn þátt fjárlaganna. • Mestu tækifærin liggja í því að efnahagsleg uppsveifla (sem vonandi kemur einhvern tímann) verði nýtt til að draga úr ójafnvægi fjárlaganna. www.stjornhaettir.is

  15. Kerfisbreytingar • Ógnanir og tækifæri eru ekki bundin við fjárlögin í heild sinni. • Á umbrotatímum eru oft gerðar veigamiklar breytingar á skattheimtu, tekjutilfærslu, þjónustu og stofnunum. • Allar slíkar kerfisbreytingar geta haft áhrif á stöðu kynjanna. www.stjornhaettir.is

  16. Greining á afleiðingum • Ástæða til að vanda kerfisbreytingar og reyna að greina beinar og óbeinar afleiðingar. • Vandinn er sá að oft þarf að vinna hratt og því ekki víst að það gefist nægilegur tími. • Afleiðingar kerfisbreytinga koma fram á lengri tíma og því þarf að fylgja þeim eftir og greina langtímaafleiðingar. • Best ef hægt er að samþætta greiningu á áhrifum á stöðu kynjanna annarri greiningu á afleiðingum. • Vönduð greining krefst sérþekkingar og kostar peninga. www.stjornhaettir.is

  17. Dæmi um viðfangsefniá umbrotatímum • Hvaða afleiðingar hefur sameining stofnana á jafnvægi kynjanna hvað varðar starfsemi og stjórnun? • Hvaða afleiðingar hefur lækkun launa á launajafnrétti? • Hvaða afleiðingar hafa breytingar á fæðingaorlofsrétti á jafnrétti? • Hvaða afleiðingar hafa ójöfn laun kvenna og karla á möguleika til að virkja atvinnulausa? www.stjornhaettir.is

  18. Dæmi um viðfangsefniá umbrotatímum • Hvernig getur menntakerfið þjónað þörfum atvinnulausra karla með stutta skólagöngu (30% atvinnulausra)? • Er hætta á því að bótakerfi letji annað kynið fremur en hitt til virkni á vinnumarkaði? • Er hætta á því að verið sé að skera niður opinbera þjónustu (kvennastörf) til að skapa svigrúm fyrir atvinnuskapandi aðgerðir (karlastörf). • Hvað áhrif hafa hækkaðir jaðarskattar á fjárhag ólíkra fjölskyldugerða? www.stjornhaettir.is

  19. Trúverðugleiki • Til lítils að leggja áherslu á kynjuð fjárlög, söfnun og greiningu upplýsinga ef niðurstöðurnar eru ekki nýttar. • Mikilvægt að hugað sé að öllu ójafnvægi sem kemur í ljós við greiningu og ekki aðeins því sem snýr að stöðu kynjanna. • Greining getur leitt í ljós að á sumum sviðum sé hallað á konur og á öðrum á karla. Bregðast verður við hvoru tveggja með sama hætti. • Þróun aðferða og tækja er nauðsynleg en kemur ekki í stað breytinga á hugarfari. • Forðast verður að kynjuð fjárlagagerð verði fórnarlamb tækifærismennsku, þ.e. að niðurstöðurnar verði aðeins nýttar þegar það er líklegt til vinsælda. www.stjornhaettir.is

More Related