1 / 161

II. Tauga- og geðlyf

II. Tauga- og geðlyf. LHF 303. II. Tauga- og geðlyf. 1. Taugakerfið 2. Geðsjúkdómar - geðvernd 3 . Svæfingarlyf (glærur 25-37) 4 . Flogaveikilyf (glærur 38-70) 5 . Geðlyf (psycholeptica) (glærur 71-134) 6 . Geðlyf (psychoanaleptica) (glærur 135-161). 1. Taugakerfið.

serge
Download Presentation

II. Tauga- og geðlyf

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. II. Tauga- og geðlyf LHF 303 © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  2. II. Tauga- og geðlyf 1. Taugakerfið 2. Geðsjúkdómar - geðvernd 3. Svæfingarlyf (glærur 25-37) 4. Flogaveikilyf (glærur 38-70) 5. Geðlyf (psycholeptica) (glærur 71-134) 6. Geðlyf (psychoanaleptica) (glærur 135-161) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  3. 1. Taugakerfið Skipting taugakerfisins • Taugakerfið skiptist í miðtauga- og úttaugakerfi • Miðtaugakerfið (MTK) samanstendur af heila og mænu • Úttaugakerfið tengir líffæri við miðtaugakerfið • Taugakerfið er afar flókið: • Fjöldi taugafrumna er ca. 1011(í heila) • Hver taugafruma tengist 1000 til 5000 öðrum • Vissar frumur í litla heila tengjast 200.000 öðrum tauga-frumum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  4. 1. Taugakerfið • Úttaugakerfið skiptist í sjálfvirka (ósjálfráða) og viljastýrða taugakerfið • Sjálfvirka taugakerfið skiptist í sympatíska og para-sympatíska taugakerfið • Sympatíska taugakerfið (drifkerfi, semjukerfi) er semjuhlutinn (brjósthols- og lendahluti) • Starfsemin tengist eyðslu orku úr líkamanum • Boðefni: Noradrenalín (NA) – hömlun í heila • Para-sympatíska taugakerfið (sefkerfi) er heila- og spjaldtaugahlutinn • Starfsemin tengist aukningu á orkuforða líkamans • Boðefni: Acetýlkólín (ACh) – örvun í heila © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  5. Samskipti tauga • Taugafrumur (neurons) eru frumur í taugakerfinu sem flytja taugaboð • Taugaboðefni losna frá tauga-enda við taugamót og setjast á viðtaka á taugagriplum annarrar taugar • Þegar boðefni sest á viðtaka veldur það breytingum á starfsemi viðkomandi frumu © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  6. Rafboð • Spenna yfir frumu tauga- himna er –70mV • Spennunni er stjórnað með jónagöngum (magni Na+ og K+ innan frumunnar er stjórnað) • Ef himnan afskautast nógu mikið sendir fruman frá sér boð • Rafboð berast eftir taugasíma og valda losun á taugaboðefni frá taugaendum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  7. 2. Geðsjúkdómar - geðvernd • Að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði er ekki einfalt • Andlegt heilbrigði er e.t.v. fólgið í; • vellíðan • að vera normal • aðlögunarhæfni • sjálfstæði, sköpunarhæfileika • “Það er ekki normalt að vera við fullkomna andlega heilsu” © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  8. Mælikvarði á andlegt heilbrigði • Sjálfsmyndin • Raunveruleikaskynið • Sköpunarþörf • Heilsteyptur persónuleiki • Heilbrigð samskipti við umhverfið • Að vera sjálfum sér nógur © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  9. Geðvernd Skipta má geðverndarstarfi í þrjú stig: • Aðgerðir til að fyrirbyggja geðsjúkdóma og skapa skilyrði fyrir heill og hamingju einstaklingsins • Lækningar á geðsjúkum • Endurhæfing geðsjúkra • Skipta má forvörnum á sviði geðverndar í: • Rannsóknir • Foreldrauppeldi • Skólinn • Starfið • Almenningsfræðsla • Persónuleg heilsurækt © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  10. Geðrænir kvillar • Geðsjúkdómar eru sjúkdómar sem einkennast af truflunum á geðhöfn einstaklings sem ýmist er tímabundin eða varanleg • Orsakir má rekja til fjölmargra þátta s.s. erfða, alvarlegra veikinda, áfalla og mótun persónuleikans í bernsku • Hugtakið geðveiki á oftast við um geðklofa og geðhvarfasýki • Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  11. Sagan • Hippókrates (460-377 f. Kr.) hélt því fram að geðveiki ætti sér eðlilegar orsakir og bæri að meðhöndla eins og hvern annan sjúkdóm • Hann afneitaði djöflatrú • Á miðöldum voru kenningar um djöfla og illa anda endurvaktar • Litlar endurbætur áttu sér stað fyrr en á seinni hluta 18. aldar • Í byrjun 20.aldar urðu framfarir í læknis- og sálfræði • Árið 1905 var sannað að geðtruflun sem er fylgikvilli sárasóttar átti sér líkamlegar orsakir © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  12. Helstu flokkar geðsjúkdóma • A. Persónuleikatruflanir • B. Kvíðaraskanir • C. Lyndissjúkdómar • D. Geðklofi Til eru aðrar flokkanir... © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  13. A. Persónuleikatruflanir • Oftast er hér um að ræða einkenni sem eru til staðar í einhverjum mæli hjá flestu fólki • Stundum eru þau þó svo yfir- drifin að þau valda viðkomandi erfiðleikum, s.s. áráttu-þráhyggju, ofskynjunarhugmyndum, andfélagslegri hegðun o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  14. B. Kvíðaraskanir • Dæmi: víðáttubrjálæði, ofsakvíðaköst, fælni o.fl. Fælni(fóbía) • Einkenni: • Stöðugur og óraunhæfur ótti við ákveðinn hlut, ákveðnar gerðir eða aðstæður • Að lokum fer fælnin að stjórna lífi hins fælna • Líkamleg einkenni (felmturskast): Sviti, hitakóf eða hrollkuldi, einkenni frá hjarta, andnauð, andþrengsli, yfirliðstilfinning og almenn vanlíðan © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  15. Helstu tegundir fælni (fóbía) • Einföld fælni (afmörkuð fælni): • Tengist ákveðnum aðstæðum eða hlutum • Dæmi: Fælni tengd hundum, sprautum, vatni, lyftum... • Félagsfælni: • Fælni við að tala opinberlega, að vera innan um fólk... • Víðáttufælni: • Hræðslan við að vera einn og erfiðleikar sem tengjast því að fara að heiman • Oft hræðsla við innilokun • Óttinn við að vera innan um fólk, kaupa inn í stórum verslunum, bíða í biðröðum... • Þetta er alvarlegasta tegund fælni © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  16. Fælni (fóbía) • Algengi: • Íslensk rannsókn: 18.500 Íslendingar eru haldnir fælni • Konur (8,8%) en karlar (5,3%) • Fælni er næst algengust sálrænna vandkvæðna (næst á eftir ofdrykkju) • Orsök:(Ýmsar tilgátur...) • Skilyrðing – Maður sem lokast inn í lyftu... (60% fælinna) • Herminám – T.d. ef móðir fælist hunda... (Um 17%) • Fælni lærist – Maður horfir t.d. á sjónvarp, bíó o.s.frv. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  17. Fælni (fóbía) • Meðferð: • Mestu skiptir að vita hvað viðkomandi óttast, við hvaða aðstæður fælnin kemur fram og hvaða afleiðingar hún hefur • Þegar fælni er meðhöndluð eru kennd viðbrögð sem hjálpa fólki að bregðast við á réttan hátt þegar það verður hrætt • Nauðsynlegt er að horfast í augu við það sem fælnin beinist að, ekki einungis þangað til fælnin hverfur, heldur þarf að halda áfram að horfast í augu við aðstæður sem áður vöktu hana © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  18. C. Lyndissjúkdómar i) Alvarlegt þunglyndi (major depression) (sjá glærur 136-157) ii) Geðhvarfa sjúkdómur (manic depressive psycosis eða oflætis-þunglyndissjúkdómur) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  19. i) Alvarlegt þunglyndi • Þunglyndi felur í sér dapra lund, ásamt breytingar á hugsun, hegðun og líkamsheilsu • Þunglyndi eykur líkur á vinnutapi, erfiðleikum í samböndum og skipbroti í námi eða vinnu • Það gerir horfur þeirra sem eiga við líkamleg veikindi að etja verri og ýtir oft undir ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa • Hætta á ofnotkun verkjalyfja, svefnlyfja og róandi lyfja eykst einnig © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  20. ii) Geðhvarfa sjúkdómur • Geðhvörf einkennast ýmist af geðhæðar- eða geðlægðartímabilum (oflæti og þunglyndi) • Sjúkdómurinn hamlar getu til eðlilegra athafna í daglegu lífi, truflar dómgreind eða leiðir til rang-hugmynda • Sjúkdómurinn er algengur meðal þeirra sem búa yfir frjóu og kraftmiklu ímyndunarafli, t.d. meðal framkvæmda- og listafólks • Sjálfsvígshlutfall einstaklinga með geðhvörf er hátt, eða um 18% © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  21. Flokkar geðhvarfa • Geðhvörf I: • Gríðarlegar oflætissveiflur sem oft standa lengi yfir, en þunglyndissveiflurnar eru ekki mjög djúpar • Geðhvörf II: • Meira og langvarandi þunglyndi en I. Inn á milli upplifa þessir einstaklingar stutt og oft væg oflætistímabil • Geðhvörf III: • Fólk sem er oft þunglynt og er á þunglyndislyfjum eða í rafmeðferð sem kemur því í oflætisástand • Hverfilyndi: • Vægar og örar geðsveiflur. Þessir einstaklingar eru oft ranglega greindir með persónuleikatruflanir © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  22. Geðhvörf • Orsök: • Flókið samspil erfða og umhverfis • Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumuhimnur í heila • Ekki er óalgengt að atburðir sem valda mikilli streitu komi sveiflum af stað, eða hjálpi til með að framkalla þær © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  23. Geðhvörf • Meðferð: • Markmið meðferðar er að kyrra geð og halda sjúk-dómseinkennum niðri • Þegar sjúklingurinn hefur náð jafnvægi er leitast við að fyrirbyggja með lyfjum og félagslegum úrbótum að sjúkdómurinn taki sig upp aftur • Fyrirbyggjandi meðferð: • Geðrofslyf (t.d. litíum) • Flogaveikilyf (t.d. karbamazepín) • Raflost • Þríhringlaga geðdeyfðarlyf (TCA) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  24. D. Geðklofi (Sjá glærur72-106) • Er alvarlegasti geðsjúkdómurinn • Þetta er langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni • Sum fíknilyf og lyf orsaka svipuð einkenni og geðklofi (t.d. hass og LSD) • Þessi sjúkdómur greinist yfirleitt snemma og er álíka algengur hjá konum og körlum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  25. 3. Svæfingarlyf (anaesthetica) • Margar aðferðir voru reyndar til að auðvelda skurð-aðgerðir hér áður fyrr; áfengi, ópíum, kannabis, rothögg o.fl. Svæfing • Nauðsynlegt að geta kallað fram (afturkræft) meðvitundarleysi og vöðvaslökun til að framkvæma aðgerðir • Fyrstu virku svæfingarlyfin sem komu fram voru hláturgas, eter og klóróform © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  26. Svæfing • Þegar svæfing er framkvæmd með einu lyfi þarf að nota frekar stóra skammta... • Nú eru notuð fleiri en eitt lyf til að undirbúa sjúkling, framkvæma svæfinguna og stjórna dýpt hennar og ná fram vöðvaslökun • Svæfingarlyf eru öll ýmist innöndunar- eða stungulyf, en á þann hátt er auðvelt að stjórna skömmtum hjá meðvitundarlausum sjúklingum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  27. Verkunarmáti svæfingarlyfja • Verkunarmáti svæfingarlyfja er ekki á hreinu • Reiknað með að lyfin raski lögun frumuhimnunnar og hindri flutning jóna yfir hana =>boðspenna getur ekki myndast • Svæfingarlyfin hafa enga sameiginlega eiginleika • Gera má ráð fyrir að þau virki á fleiri en einn hátt © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  28. Svæfingarlyf (anaesthetica) a) Halógeneruð kolvetni b) Barbitúrsýrur c) Ópíóíðar til svæfinga d) Önnur svæfingarlyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  29. a) Halógeneruð kolvetni • Desflúran (Suprane innöndunargufa) • Sevóflúran (Sevorane innöndunargufa o.fl.) • Þetta eru allt innöndunarlyf, notuð við innleiðingu og viðhald svæfingar... Mikið notuð • Þessi lyf geta valdið lifrarskemmdum – meiri hætta eftir því sem lyfin eru notuð oftar © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  30. Sevorane(sevóflúran) • Ábendingar: • Innleiðsla og viðhald svæfingar hjá fullorðnum og börnum • Lyfið svæfir á innan við 2 mín. • Sjúklingar vakna fljótlega eftir svæfingu • Aukaverkanir: • Ógleði, uppköst og lágþrýstingur • Einnig: Hiti, skjálfti, höfuðverkur, svimi, hósti, æsingur, öndunarerfiðleikar © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  31. b) Barbitúrsýrur • Tíópentalnatríum (Pentocur® stungulyfsstofn) • Lyfið verkar mjög fljótt! • Ábendingar: • Notað til svæfingar – lyfjagjöf í bláæð • Aukaverkanir: • Lágþrýstingur, hjartsláttartruflanir, öndunarbæling, berkju- krampi, raddbandakrampi, hrollur o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  32. c) Ópíóíðar til svæfinga • Fentanýl (Leptanalstungulyf) • Súfentaníl (Sufentastungulyf) • Remifentaníl (RemifentanílActavisstungulyfsstofn) - Nýlegt! • Ópíóíðar til svæfinga eru stungulyf • Þessi lyf eru sterkt verkjastillandi og eru notuð til verkjadeyfingar og til innleiðslu svæfingar © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  33. Sufenta(súfentaníl) • Um er að ræða kröftugt verkjadeyfandi lyf, skylt fentanýli • Það er notað við svæfingar og sem verkjadeyfandi lyf • Verkanir súfentaníls eru mjög líkar verkunum morfíns • en um 100 sinnum kröftugri • koma fyrr og standa skemur • Lyfið er mjög fituleysanlegt og dreifist hratt um allan líkamann (einnig MTK) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  34. Sufenta(súfentaníl) • Ábendingar: • Til meðferðar eftir aðgerðir, við verkjum í tengslum við almennar skurðaðgerðir, brjósthols- og bæklunarskurð-aðgerðir, sem og við keisaraskurð • Til verkjastillingar ásamt búpívakaíni, í fæðingarhríðum og við fæðingu (epidural) • Aukaverkanir: • Algengastar: Slæving (19,5%), kláði (15,2%), ógleði (9,8%) og uppköst (5,7%) • Einnig: Höfuðverkur, svimi, blóðþrýstingsfall, hægur hjart-sláttur, öndunarslæving o.fl. (mjög sjaldgæfar; hjartastopp) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  35. Sufenta(súfentaníl) • Ofskömmtun og eiturverkanir: • Skert meðvitund, öndunarlömun, blámi, veikur púls og dá • Meðferð; gjörgæsla - Andefni er naloxón… • Milliverkanir: • Barbitúrsýrur, alkóhól, benzódíazepín, geðrofslyf, halógen-eruð svæfingalyf og önnur slævandi lyf geta aukið öndunar-slævandi verkun lyfsins • Varúð: • Ávanahætta • Sjúklingar með höfuðáverka og þeir sem eru undir áhrifum alkóhóls eða svefnlyfja • Minnkuð lifrar-, nýrna- eða lungnastarfsemi, astmi © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  36. d) Önnur svæfingarlyf • Própófól (Diprivan, Propolipid 10 mg/mlst.lyfo.fl.) • Tvínituroxíð – „hláturgas” (Niontix lyfjagas) • Esketamín (S-Ketamin Pfizerstungulyf) • Tvínituroxíð bl. (Livopanlyfjagas) - Nýlegt! • Própófól er notað til innleiðingar og viðhalds svæfingar • Virkar mjög fljótt, lítil hætta á ógleði • Hláturgas eða glaðloft er verkjastillandi og svæfandi • Esketamín er verkjadeyfandi og svæfandi, notað eitt eða með öðrum svæfingalyfjum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  37. Diprivan(própófól) • Er búið að vera á markaði hérlendis í tæp 30 ár • Líklega mest notaða svæfingalyfið • Verkunarmáti er flókinn • Aukaverkanir: • Óeðlileg vellíðan (euphoria), höfuðverkur, ógleði og uppköst, lágþrýstingur • Fyrir kemur að sj. missi stjórn á kynhvöt þegar hann er að losa svefninn (sjaldgæft)... © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  38. 4. Flogaveikilyf(anti-epileptica) • Flogaveiki er algengur sjúkdómur • Talið er að um 1% mannkyns þjáist af flogaveiki • Ætla má að um 2500 Íslendingar séu með flogaveiki • Ætla má að 1500-2000 Íslendingar taki inn lyf að staðaldri við flogaveiki • Oftast er um tiltölulega vægan sjúkdóm að ræða, þar sem lyf halda einkennum í skefjum • Venjan er að greina ekki flogaveiki fyrr en viðkom-andi hefur fengið a.m.k. 2 flog • Heilarit er gagnlegasta rannsóknin við greiningu á flogaveiki • Mikilvægt er að útiloka sjúkdóma í miðtaugakerfinu © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  39. Flogaveiki Skilgreining: • Flogaveiki er skilgreind sem aukin tilhneiging til þess að fá endurtekin flog af mismunandi tegundum með eða án truflaðrar meðvitundar • Ekki er endilega um eiginlegan sjúkdóm að ræða, heldur einkenni sem geta haft margar orsakir • Flogaköst einkennast af röskun á hreyfingum, skynjunum, atferli, tilfinningum eða meðvitund • Landssamtök áhugafólks um flogaveiki © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  40. Orsakir flogaveiki • Orsakir eru margvíslegar, en í allt að helmingi tilfella finnst engin orsök • Stundum er orsökunum skipt í tvennt: • Sjálfvakin flogaveiki • Þá eru engir undirliggjandi sjúkdómar, né heilaskemmdir • Erfðir koma líklega við sögu • Sjúkdómsvakin flogaveiki (ör eða skemmdir í heilaberki) • Þá er hægt að finna orsakir og geta þær tengst höfuðáverkunum (t.d. áverkar við fæðingu), heilablóðfalli, sýkingum í heila (t.d. heilahimnu-bólgu), meðfæddum galla í heila, heilaæxli o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  41. Orsakir flogaveiki • Flog stafa af því að hópar taugafruma fara að senda boð samtímis með hærri tíðni en eðlilega • Um er að ræða tímabundnar, kröftugar og óeðlilegar rafboðstruflanir í heila, eða heilaberki • Margt getur komið flogum af stað, t.d.; • flöktandi ljós, diskóljós, • mynstur (t.d. taflborð, köflóttur dúkur), • þegar leysa á erfið verkefni o.fl. • Í flestum tilvikum er þó ekki vitað hvað kemur floga-kasti af stað © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  42. Orsakir krampa • Flogaveiki er bara ein af mörgum mögulegum orsökum krampa • Aðrar algengar orsakir krampa; • höfuðáverkar • heilablæðingar • heilaæxli • hitakrampar í börnum • sýkingar • o.fl. • Um 2% einstaklinga fá krampakast einhvern tíma ævinnar © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  43. Tegundir flogakasta • Einkenni flogaveiki fara eftir því hvar í heilaberkinum flogin verða, og því hlutverki sem sá hluti heila-barkarins gegnir • Einkennin geta verið allt frá doða til krampakasta • Flogum er skipt í tvo meginflokka; • Hlutaflog, staðflog (focal eða partial seizures, petit mal) • Flog sem verða á afmörkuðu svæði í heilaberkinum • Alflog (primary generalised seizures, grand mal) • Flog sem ná yfir allan heilabörkinn; enginn ákveðinn staður • Eru um 40% flogatilfella © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  44. Tegundir flogakasta (undirflokkar) • Flogaveiki nær yfir meira en 20 teg. floga. • Sem dæmi má nefna: • Krampaflog - flogafár • Störuflog • Ráðvilluflog • Hreyfiflog • Skynflog (krampaflog, störuflog og ráðvilluflog eru algengust) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  45. Krampaflog • Er algengasta tegund floga • Er alflog – rafboð í öllum heilanum raskast • Viðkomandi verður skyndilega stífur, missir með-vitund og fellur til jarðar • Öndun skerðist, blár húðlitur, slef og korr • Viðkomandi getur misst þvag, en sjaldan saur • Eftir að samdráttur stöðvast, taka við taktfastir krampakippir í útlimum og búk í allt að 2 mín. • Þá tekur við meðvitundarleysi í um 5 mín. • Sjúklingur getur verið ruglaður eftir kastið • Oftast fylgir höfuðverkur og þreyta og þörf á hvíld © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  46. Flogafár (status epilepticus) • Endurtekin krampaflog án þess að sjúklingur komist til meðvitundar • Getur staðið yfir í 30 mín. • Mjög alvarlegt ástand • Talið er að 5% fullorðinna sjúklinga með flogaveiki fái flogafár einhvern tíma á lífsleiðinni • Flogafár getur orsakað súrefnisskort, hjartsláttar-truflanir, efnaskiptatruflanir og blóðþrýstingslækkun => e.t.v. heilasköddun eða dauði © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  47. Störuflog(absence seizures) • Eru algengust hjá börnum á skólaaldri • Standa mjög stutt, eða 5-15 sek. • Barnið verður skyndilega fjarrænt og starir fram fyrir sig án þess að detta • Eftir flogið tekur barnið aftur við fyrri iðju eins og ekkert hafi í skorist • Geta verið mjög tíð, jafnvel 100 flog á dag • Eldast oft af börnum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  48. Hreyfiflog og skynflog Hreyfiflog: • Fyrstu merki geta verið kiprur við munnvik • Ef rafboðin dreifast ná þau til vöðvanna kringum augun og áfram að hönd og fæti • Yfirleitt er ekki röskun á meðvitund Skynflog: • Líkamleg skynflog byrja eins og hreyfiflog, oftast í þumalfingri eða munnviki á gagnstæðri hlið og geta svo dreifst • Þau lýsa sér oftast sem náladofi eða tilfinningaleysi og þeim geta fylgt hreyfingar © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  49. Ráðvilluflog • Röskun verður á meðvitund á meðan flogið varir eða rétt á eftir • Sjúklingur hefur stjórn á líkama og vöðvum og framkvæmir einfaldar eða flóknar hreyfingar án þess að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast • Standa oftast stutt, oftast innan við 5 mín. og ekki lengur en 1 klst. • Öll þessi flog, þ.e. hreyfiflog, skynflog og ráðvillu-flog, geta endað í krampaflogi © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  50. Lyfjameðferð við flogaveiki • Flogaveikilyf eru oft talin vera undirflokkur róandi lyfja og svefnlyfja • Flogaveikilyf hafa sérhæfða krampastillandi verkun, þ.e.a.s. þau halda krömpunum niðri án þess að valda óhóflegri syfju • Æskilegt er að nota bara eitt lyf til að koma í veg fyrir flog => einfaldari meðferð og minni hætta á aukaverkunum • Stundum þarf þó að nota fleiri en eitt lyf saman • Hægt er að nota róandi lyf (BZD) í flogaköstum • Önnur úrræði... © Bryndís Þóra Þórsdóttir

More Related