1.61k likes | 2.69k Views
II. Tauga- og geðlyf. LHF 303. II. Tauga- og geðlyf. 1. Taugakerfið 2. Geðsjúkdómar - geðvernd 3 . Svæfingarlyf (glærur 25-37) 4 . Flogaveikilyf (glærur 38-70) 5 . Geðlyf (psycholeptica) (glærur 71-134) 6 . Geðlyf (psychoanaleptica) (glærur 135-161). 1. Taugakerfið.
E N D
II. Tauga- og geðlyf LHF 303 © Bryndís Þóra Þórsdóttir
II. Tauga- og geðlyf 1. Taugakerfið 2. Geðsjúkdómar - geðvernd 3. Svæfingarlyf (glærur 25-37) 4. Flogaveikilyf (glærur 38-70) 5. Geðlyf (psycholeptica) (glærur 71-134) 6. Geðlyf (psychoanaleptica) (glærur 135-161) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
1. Taugakerfið Skipting taugakerfisins • Taugakerfið skiptist í miðtauga- og úttaugakerfi • Miðtaugakerfið (MTK) samanstendur af heila og mænu • Úttaugakerfið tengir líffæri við miðtaugakerfið • Taugakerfið er afar flókið: • Fjöldi taugafrumna er ca. 1011(í heila) • Hver taugafruma tengist 1000 til 5000 öðrum • Vissar frumur í litla heila tengjast 200.000 öðrum tauga-frumum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
1. Taugakerfið • Úttaugakerfið skiptist í sjálfvirka (ósjálfráða) og viljastýrða taugakerfið • Sjálfvirka taugakerfið skiptist í sympatíska og para-sympatíska taugakerfið • Sympatíska taugakerfið (drifkerfi, semjukerfi) er semjuhlutinn (brjósthols- og lendahluti) • Starfsemin tengist eyðslu orku úr líkamanum • Boðefni: Noradrenalín (NA) – hömlun í heila • Para-sympatíska taugakerfið (sefkerfi) er heila- og spjaldtaugahlutinn • Starfsemin tengist aukningu á orkuforða líkamans • Boðefni: Acetýlkólín (ACh) – örvun í heila © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Samskipti tauga • Taugafrumur (neurons) eru frumur í taugakerfinu sem flytja taugaboð • Taugaboðefni losna frá tauga-enda við taugamót og setjast á viðtaka á taugagriplum annarrar taugar • Þegar boðefni sest á viðtaka veldur það breytingum á starfsemi viðkomandi frumu © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Rafboð • Spenna yfir frumu tauga- himna er –70mV • Spennunni er stjórnað með jónagöngum (magni Na+ og K+ innan frumunnar er stjórnað) • Ef himnan afskautast nógu mikið sendir fruman frá sér boð • Rafboð berast eftir taugasíma og valda losun á taugaboðefni frá taugaendum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
2. Geðsjúkdómar - geðvernd • Að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði er ekki einfalt • Andlegt heilbrigði er e.t.v. fólgið í; • vellíðan • að vera normal • aðlögunarhæfni • sjálfstæði, sköpunarhæfileika • “Það er ekki normalt að vera við fullkomna andlega heilsu” © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Mælikvarði á andlegt heilbrigði • Sjálfsmyndin • Raunveruleikaskynið • Sköpunarþörf • Heilsteyptur persónuleiki • Heilbrigð samskipti við umhverfið • Að vera sjálfum sér nógur © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Geðvernd Skipta má geðverndarstarfi í þrjú stig: • Aðgerðir til að fyrirbyggja geðsjúkdóma og skapa skilyrði fyrir heill og hamingju einstaklingsins • Lækningar á geðsjúkum • Endurhæfing geðsjúkra • Skipta má forvörnum á sviði geðverndar í: • Rannsóknir • Foreldrauppeldi • Skólinn • Starfið • Almenningsfræðsla • Persónuleg heilsurækt © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Geðrænir kvillar • Geðsjúkdómar eru sjúkdómar sem einkennast af truflunum á geðhöfn einstaklings sem ýmist er tímabundin eða varanleg • Orsakir má rekja til fjölmargra þátta s.s. erfða, alvarlegra veikinda, áfalla og mótun persónuleikans í bernsku • Hugtakið geðveiki á oftast við um geðklofa og geðhvarfasýki • Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Sagan • Hippókrates (460-377 f. Kr.) hélt því fram að geðveiki ætti sér eðlilegar orsakir og bæri að meðhöndla eins og hvern annan sjúkdóm • Hann afneitaði djöflatrú • Á miðöldum voru kenningar um djöfla og illa anda endurvaktar • Litlar endurbætur áttu sér stað fyrr en á seinni hluta 18. aldar • Í byrjun 20.aldar urðu framfarir í læknis- og sálfræði • Árið 1905 var sannað að geðtruflun sem er fylgikvilli sárasóttar átti sér líkamlegar orsakir © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Helstu flokkar geðsjúkdóma • A. Persónuleikatruflanir • B. Kvíðaraskanir • C. Lyndissjúkdómar • D. Geðklofi Til eru aðrar flokkanir... © Bryndís Þóra Þórsdóttir
A. Persónuleikatruflanir • Oftast er hér um að ræða einkenni sem eru til staðar í einhverjum mæli hjá flestu fólki • Stundum eru þau þó svo yfir- drifin að þau valda viðkomandi erfiðleikum, s.s. áráttu-þráhyggju, ofskynjunarhugmyndum, andfélagslegri hegðun o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
B. Kvíðaraskanir • Dæmi: víðáttubrjálæði, ofsakvíðaköst, fælni o.fl. Fælni(fóbía) • Einkenni: • Stöðugur og óraunhæfur ótti við ákveðinn hlut, ákveðnar gerðir eða aðstæður • Að lokum fer fælnin að stjórna lífi hins fælna • Líkamleg einkenni (felmturskast): Sviti, hitakóf eða hrollkuldi, einkenni frá hjarta, andnauð, andþrengsli, yfirliðstilfinning og almenn vanlíðan © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Helstu tegundir fælni (fóbía) • Einföld fælni (afmörkuð fælni): • Tengist ákveðnum aðstæðum eða hlutum • Dæmi: Fælni tengd hundum, sprautum, vatni, lyftum... • Félagsfælni: • Fælni við að tala opinberlega, að vera innan um fólk... • Víðáttufælni: • Hræðslan við að vera einn og erfiðleikar sem tengjast því að fara að heiman • Oft hræðsla við innilokun • Óttinn við að vera innan um fólk, kaupa inn í stórum verslunum, bíða í biðröðum... • Þetta er alvarlegasta tegund fælni © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Fælni (fóbía) • Algengi: • Íslensk rannsókn: 18.500 Íslendingar eru haldnir fælni • Konur (8,8%) en karlar (5,3%) • Fælni er næst algengust sálrænna vandkvæðna (næst á eftir ofdrykkju) • Orsök:(Ýmsar tilgátur...) • Skilyrðing – Maður sem lokast inn í lyftu... (60% fælinna) • Herminám – T.d. ef móðir fælist hunda... (Um 17%) • Fælni lærist – Maður horfir t.d. á sjónvarp, bíó o.s.frv. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Fælni (fóbía) • Meðferð: • Mestu skiptir að vita hvað viðkomandi óttast, við hvaða aðstæður fælnin kemur fram og hvaða afleiðingar hún hefur • Þegar fælni er meðhöndluð eru kennd viðbrögð sem hjálpa fólki að bregðast við á réttan hátt þegar það verður hrætt • Nauðsynlegt er að horfast í augu við það sem fælnin beinist að, ekki einungis þangað til fælnin hverfur, heldur þarf að halda áfram að horfast í augu við aðstæður sem áður vöktu hana © Bryndís Þóra Þórsdóttir
C. Lyndissjúkdómar i) Alvarlegt þunglyndi (major depression) (sjá glærur 136-157) ii) Geðhvarfa sjúkdómur (manic depressive psycosis eða oflætis-þunglyndissjúkdómur) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
i) Alvarlegt þunglyndi • Þunglyndi felur í sér dapra lund, ásamt breytingar á hugsun, hegðun og líkamsheilsu • Þunglyndi eykur líkur á vinnutapi, erfiðleikum í samböndum og skipbroti í námi eða vinnu • Það gerir horfur þeirra sem eiga við líkamleg veikindi að etja verri og ýtir oft undir ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa • Hætta á ofnotkun verkjalyfja, svefnlyfja og róandi lyfja eykst einnig © Bryndís Þóra Þórsdóttir
ii) Geðhvarfa sjúkdómur • Geðhvörf einkennast ýmist af geðhæðar- eða geðlægðartímabilum (oflæti og þunglyndi) • Sjúkdómurinn hamlar getu til eðlilegra athafna í daglegu lífi, truflar dómgreind eða leiðir til rang-hugmynda • Sjúkdómurinn er algengur meðal þeirra sem búa yfir frjóu og kraftmiklu ímyndunarafli, t.d. meðal framkvæmda- og listafólks • Sjálfsvígshlutfall einstaklinga með geðhvörf er hátt, eða um 18% © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Flokkar geðhvarfa • Geðhvörf I: • Gríðarlegar oflætissveiflur sem oft standa lengi yfir, en þunglyndissveiflurnar eru ekki mjög djúpar • Geðhvörf II: • Meira og langvarandi þunglyndi en I. Inn á milli upplifa þessir einstaklingar stutt og oft væg oflætistímabil • Geðhvörf III: • Fólk sem er oft þunglynt og er á þunglyndislyfjum eða í rafmeðferð sem kemur því í oflætisástand • Hverfilyndi: • Vægar og örar geðsveiflur. Þessir einstaklingar eru oft ranglega greindir með persónuleikatruflanir © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Geðhvörf • Orsök: • Flókið samspil erfða og umhverfis • Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumuhimnur í heila • Ekki er óalgengt að atburðir sem valda mikilli streitu komi sveiflum af stað, eða hjálpi til með að framkalla þær © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Geðhvörf • Meðferð: • Markmið meðferðar er að kyrra geð og halda sjúk-dómseinkennum niðri • Þegar sjúklingurinn hefur náð jafnvægi er leitast við að fyrirbyggja með lyfjum og félagslegum úrbótum að sjúkdómurinn taki sig upp aftur • Fyrirbyggjandi meðferð: • Geðrofslyf (t.d. litíum) • Flogaveikilyf (t.d. karbamazepín) • Raflost • Þríhringlaga geðdeyfðarlyf (TCA) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
D. Geðklofi (Sjá glærur72-106) • Er alvarlegasti geðsjúkdómurinn • Þetta er langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni • Sum fíknilyf og lyf orsaka svipuð einkenni og geðklofi (t.d. hass og LSD) • Þessi sjúkdómur greinist yfirleitt snemma og er álíka algengur hjá konum og körlum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
3. Svæfingarlyf (anaesthetica) • Margar aðferðir voru reyndar til að auðvelda skurð-aðgerðir hér áður fyrr; áfengi, ópíum, kannabis, rothögg o.fl. Svæfing • Nauðsynlegt að geta kallað fram (afturkræft) meðvitundarleysi og vöðvaslökun til að framkvæma aðgerðir • Fyrstu virku svæfingarlyfin sem komu fram voru hláturgas, eter og klóróform © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Svæfing • Þegar svæfing er framkvæmd með einu lyfi þarf að nota frekar stóra skammta... • Nú eru notuð fleiri en eitt lyf til að undirbúa sjúkling, framkvæma svæfinguna og stjórna dýpt hennar og ná fram vöðvaslökun • Svæfingarlyf eru öll ýmist innöndunar- eða stungulyf, en á þann hátt er auðvelt að stjórna skömmtum hjá meðvitundarlausum sjúklingum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Verkunarmáti svæfingarlyfja • Verkunarmáti svæfingarlyfja er ekki á hreinu • Reiknað með að lyfin raski lögun frumuhimnunnar og hindri flutning jóna yfir hana =>boðspenna getur ekki myndast • Svæfingarlyfin hafa enga sameiginlega eiginleika • Gera má ráð fyrir að þau virki á fleiri en einn hátt © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Svæfingarlyf (anaesthetica) a) Halógeneruð kolvetni b) Barbitúrsýrur c) Ópíóíðar til svæfinga d) Önnur svæfingarlyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
a) Halógeneruð kolvetni • Desflúran (Suprane innöndunargufa) • Sevóflúran (Sevorane innöndunargufa o.fl.) • Þetta eru allt innöndunarlyf, notuð við innleiðingu og viðhald svæfingar... Mikið notuð • Þessi lyf geta valdið lifrarskemmdum – meiri hætta eftir því sem lyfin eru notuð oftar © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Sevorane(sevóflúran) • Ábendingar: • Innleiðsla og viðhald svæfingar hjá fullorðnum og börnum • Lyfið svæfir á innan við 2 mín. • Sjúklingar vakna fljótlega eftir svæfingu • Aukaverkanir: • Ógleði, uppköst og lágþrýstingur • Einnig: Hiti, skjálfti, höfuðverkur, svimi, hósti, æsingur, öndunarerfiðleikar © Bryndís Þóra Þórsdóttir
b) Barbitúrsýrur • Tíópentalnatríum (Pentocur® stungulyfsstofn) • Lyfið verkar mjög fljótt! • Ábendingar: • Notað til svæfingar – lyfjagjöf í bláæð • Aukaverkanir: • Lágþrýstingur, hjartsláttartruflanir, öndunarbæling, berkju- krampi, raddbandakrampi, hrollur o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
c) Ópíóíðar til svæfinga • Fentanýl (Leptanalstungulyf) • Súfentaníl (Sufentastungulyf) • Remifentaníl (RemifentanílActavisstungulyfsstofn) - Nýlegt! • Ópíóíðar til svæfinga eru stungulyf • Þessi lyf eru sterkt verkjastillandi og eru notuð til verkjadeyfingar og til innleiðslu svæfingar © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Sufenta(súfentaníl) • Um er að ræða kröftugt verkjadeyfandi lyf, skylt fentanýli • Það er notað við svæfingar og sem verkjadeyfandi lyf • Verkanir súfentaníls eru mjög líkar verkunum morfíns • en um 100 sinnum kröftugri • koma fyrr og standa skemur • Lyfið er mjög fituleysanlegt og dreifist hratt um allan líkamann (einnig MTK) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Sufenta(súfentaníl) • Ábendingar: • Til meðferðar eftir aðgerðir, við verkjum í tengslum við almennar skurðaðgerðir, brjósthols- og bæklunarskurð-aðgerðir, sem og við keisaraskurð • Til verkjastillingar ásamt búpívakaíni, í fæðingarhríðum og við fæðingu (epidural) • Aukaverkanir: • Algengastar: Slæving (19,5%), kláði (15,2%), ógleði (9,8%) og uppköst (5,7%) • Einnig: Höfuðverkur, svimi, blóðþrýstingsfall, hægur hjart-sláttur, öndunarslæving o.fl. (mjög sjaldgæfar; hjartastopp) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Sufenta(súfentaníl) • Ofskömmtun og eiturverkanir: • Skert meðvitund, öndunarlömun, blámi, veikur púls og dá • Meðferð; gjörgæsla - Andefni er naloxón… • Milliverkanir: • Barbitúrsýrur, alkóhól, benzódíazepín, geðrofslyf, halógen-eruð svæfingalyf og önnur slævandi lyf geta aukið öndunar-slævandi verkun lyfsins • Varúð: • Ávanahætta • Sjúklingar með höfuðáverka og þeir sem eru undir áhrifum alkóhóls eða svefnlyfja • Minnkuð lifrar-, nýrna- eða lungnastarfsemi, astmi © Bryndís Þóra Þórsdóttir
d) Önnur svæfingarlyf • Própófól (Diprivan, Propolipid 10 mg/mlst.lyfo.fl.) • Tvínituroxíð – „hláturgas” (Niontix lyfjagas) • Esketamín (S-Ketamin Pfizerstungulyf) • Tvínituroxíð bl. (Livopanlyfjagas) - Nýlegt! • Própófól er notað til innleiðingar og viðhalds svæfingar • Virkar mjög fljótt, lítil hætta á ógleði • Hláturgas eða glaðloft er verkjastillandi og svæfandi • Esketamín er verkjadeyfandi og svæfandi, notað eitt eða með öðrum svæfingalyfjum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Diprivan(própófól) • Er búið að vera á markaði hérlendis í tæp 30 ár • Líklega mest notaða svæfingalyfið • Verkunarmáti er flókinn • Aukaverkanir: • Óeðlileg vellíðan (euphoria), höfuðverkur, ógleði og uppköst, lágþrýstingur • Fyrir kemur að sj. missi stjórn á kynhvöt þegar hann er að losa svefninn (sjaldgæft)... © Bryndís Þóra Þórsdóttir
4. Flogaveikilyf(anti-epileptica) • Flogaveiki er algengur sjúkdómur • Talið er að um 1% mannkyns þjáist af flogaveiki • Ætla má að um 2500 Íslendingar séu með flogaveiki • Ætla má að 1500-2000 Íslendingar taki inn lyf að staðaldri við flogaveiki • Oftast er um tiltölulega vægan sjúkdóm að ræða, þar sem lyf halda einkennum í skefjum • Venjan er að greina ekki flogaveiki fyrr en viðkom-andi hefur fengið a.m.k. 2 flog • Heilarit er gagnlegasta rannsóknin við greiningu á flogaveiki • Mikilvægt er að útiloka sjúkdóma í miðtaugakerfinu © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Flogaveiki Skilgreining: • Flogaveiki er skilgreind sem aukin tilhneiging til þess að fá endurtekin flog af mismunandi tegundum með eða án truflaðrar meðvitundar • Ekki er endilega um eiginlegan sjúkdóm að ræða, heldur einkenni sem geta haft margar orsakir • Flogaköst einkennast af röskun á hreyfingum, skynjunum, atferli, tilfinningum eða meðvitund • Landssamtök áhugafólks um flogaveiki © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Orsakir flogaveiki • Orsakir eru margvíslegar, en í allt að helmingi tilfella finnst engin orsök • Stundum er orsökunum skipt í tvennt: • Sjálfvakin flogaveiki • Þá eru engir undirliggjandi sjúkdómar, né heilaskemmdir • Erfðir koma líklega við sögu • Sjúkdómsvakin flogaveiki (ör eða skemmdir í heilaberki) • Þá er hægt að finna orsakir og geta þær tengst höfuðáverkunum (t.d. áverkar við fæðingu), heilablóðfalli, sýkingum í heila (t.d. heilahimnu-bólgu), meðfæddum galla í heila, heilaæxli o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Orsakir flogaveiki • Flog stafa af því að hópar taugafruma fara að senda boð samtímis með hærri tíðni en eðlilega • Um er að ræða tímabundnar, kröftugar og óeðlilegar rafboðstruflanir í heila, eða heilaberki • Margt getur komið flogum af stað, t.d.; • flöktandi ljós, diskóljós, • mynstur (t.d. taflborð, köflóttur dúkur), • þegar leysa á erfið verkefni o.fl. • Í flestum tilvikum er þó ekki vitað hvað kemur floga-kasti af stað © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Orsakir krampa • Flogaveiki er bara ein af mörgum mögulegum orsökum krampa • Aðrar algengar orsakir krampa; • höfuðáverkar • heilablæðingar • heilaæxli • hitakrampar í börnum • sýkingar • o.fl. • Um 2% einstaklinga fá krampakast einhvern tíma ævinnar © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Tegundir flogakasta • Einkenni flogaveiki fara eftir því hvar í heilaberkinum flogin verða, og því hlutverki sem sá hluti heila-barkarins gegnir • Einkennin geta verið allt frá doða til krampakasta • Flogum er skipt í tvo meginflokka; • Hlutaflog, staðflog (focal eða partial seizures, petit mal) • Flog sem verða á afmörkuðu svæði í heilaberkinum • Alflog (primary generalised seizures, grand mal) • Flog sem ná yfir allan heilabörkinn; enginn ákveðinn staður • Eru um 40% flogatilfella © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Tegundir flogakasta (undirflokkar) • Flogaveiki nær yfir meira en 20 teg. floga. • Sem dæmi má nefna: • Krampaflog - flogafár • Störuflog • Ráðvilluflog • Hreyfiflog • Skynflog (krampaflog, störuflog og ráðvilluflog eru algengust) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Krampaflog • Er algengasta tegund floga • Er alflog – rafboð í öllum heilanum raskast • Viðkomandi verður skyndilega stífur, missir með-vitund og fellur til jarðar • Öndun skerðist, blár húðlitur, slef og korr • Viðkomandi getur misst þvag, en sjaldan saur • Eftir að samdráttur stöðvast, taka við taktfastir krampakippir í útlimum og búk í allt að 2 mín. • Þá tekur við meðvitundarleysi í um 5 mín. • Sjúklingur getur verið ruglaður eftir kastið • Oftast fylgir höfuðverkur og þreyta og þörf á hvíld © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Flogafár (status epilepticus) • Endurtekin krampaflog án þess að sjúklingur komist til meðvitundar • Getur staðið yfir í 30 mín. • Mjög alvarlegt ástand • Talið er að 5% fullorðinna sjúklinga með flogaveiki fái flogafár einhvern tíma á lífsleiðinni • Flogafár getur orsakað súrefnisskort, hjartsláttar-truflanir, efnaskiptatruflanir og blóðþrýstingslækkun => e.t.v. heilasköddun eða dauði © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Störuflog(absence seizures) • Eru algengust hjá börnum á skólaaldri • Standa mjög stutt, eða 5-15 sek. • Barnið verður skyndilega fjarrænt og starir fram fyrir sig án þess að detta • Eftir flogið tekur barnið aftur við fyrri iðju eins og ekkert hafi í skorist • Geta verið mjög tíð, jafnvel 100 flog á dag • Eldast oft af börnum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Hreyfiflog og skynflog Hreyfiflog: • Fyrstu merki geta verið kiprur við munnvik • Ef rafboðin dreifast ná þau til vöðvanna kringum augun og áfram að hönd og fæti • Yfirleitt er ekki röskun á meðvitund Skynflog: • Líkamleg skynflog byrja eins og hreyfiflog, oftast í þumalfingri eða munnviki á gagnstæðri hlið og geta svo dreifst • Þau lýsa sér oftast sem náladofi eða tilfinningaleysi og þeim geta fylgt hreyfingar © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Ráðvilluflog • Röskun verður á meðvitund á meðan flogið varir eða rétt á eftir • Sjúklingur hefur stjórn á líkama og vöðvum og framkvæmir einfaldar eða flóknar hreyfingar án þess að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast • Standa oftast stutt, oftast innan við 5 mín. og ekki lengur en 1 klst. • Öll þessi flog, þ.e. hreyfiflog, skynflog og ráðvillu-flog, geta endað í krampaflogi © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Lyfjameðferð við flogaveiki • Flogaveikilyf eru oft talin vera undirflokkur róandi lyfja og svefnlyfja • Flogaveikilyf hafa sérhæfða krampastillandi verkun, þ.e.a.s. þau halda krömpunum niðri án þess að valda óhóflegri syfju • Æskilegt er að nota bara eitt lyf til að koma í veg fyrir flog => einfaldari meðferð og minni hætta á aukaverkunum • Stundum þarf þó að nota fleiri en eitt lyf saman • Hægt er að nota róandi lyf (BZD) í flogaköstum • Önnur úrræði... © Bryndís Þóra Þórsdóttir