30 likes | 179 Views
Lykilhæfni: Heilbrigði. ÍSLENSKA FMOS. Heilbrigði. Góð heilsa er skilgreind sem líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði. Sérhver nemandi þarf að gera sér grein fyrir að hann ber ábyrgð á sjálfum sér og félagslegu umhverfi sínu.
E N D
Lykilhæfni: Heilbrigði ÍSLENSKA FMOS
Heilbrigði • Góð heilsa er skilgreind sem líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði. Sérhver nemandi þarf að gera sér grein fyrir að hann ber ábyrgð á sjálfum sér og félagslegu umhverfi sínu. • Ábyrgðin snertir líkamlegt heilbrigði en til að stuðla að góðri heilsu og almennri velferð þarf að leggja rækt við hollar lífsvenjur, hreyfingu og heilbrigða lífshætti. Ábyrgðin tengist einnig andlegu heilbrigði t.d. hvað varðar ábyrga afstöðu til eineltis og annars ofbeldis. • Félagslegt heilbrigði felur í sér jákvæða og heilbrigða samskiptahætti og félagslega virkni
Lykilhæfni felur m.a. í sér að nemandi: • ber ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum, • tekur ábyrga afstöðu til eigin velferðar og heilbrigðis, • er meðvitaður um sjálfan sig sem kynveru, • er meðvitaður um gildi reglulegrar hreyfingar, • er meðvitaður um mikilvægi fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu, • tekur ábyrga afstöðu gagnvart mismunun, einelti og öðru ofbeldi, • er meðvitaður um skaðsemi reykinga og annarrar tóbaksnotkunar, áfengisneyslu og notkunar annarra vímuefna