200 likes | 528 Views
Klausturlíf. Upphaf og skipulag klausturlifnaðar. Ásókn í einveru. Í öllum stóru trúarbrögðum heims hefur það þekkst að einangra sig frá skarkala heimsins og leita hins guðlega í einveru
E N D
Klausturlíf Upphaf og skipulag klausturlifnaðar
Ásókn í einveru • Í öllum stóru trúarbrögðum heims hefur það þekkst að einangra sig frá skarkala heimsins og leita hins guðlega í einveru • Í frásögnum guðspjallanna kemur víða fram að Jesús dró sig gjarnan í hlé er hann baðst fyrir og oft í lengri tíma • Strax á fyrstu öldum kristinnar trúar tók þess að gæta að heittrúað fólk leitaði næðis út í óbyggðum til að iðka þar trú sína Valdimar Stefánsson
Eyðimerkurfeðurnir • Á 4. öld tók að bera á óánægju manna með eignasöfnun og stjórnmálaþátttöku kirkjunnar sem jókst til muna er hún tengdist ríkisvaldinu betur • Í Egyptalandi tók nú fólk að stunda það að setjast að út í eyðimörkinni og iðka þar meinlætalíf og trúaríhugun • Orðspor þeirra ýtti undir aðdáun almennings og farið var að nefna þá eyðimerkurfeðurna Valdimar Stefánsson
Eyðimerkurfaðirinn Antóníus • Antóníus (251 – 356) mun hafa lokað sig af í yfirgefnu virki í yfir 20 ár og iðkað þar bænahald og íhugun • Fregnir um þennan heilaga mann bárust út og fólk fór að koma um langan veg og setjast að í námunda við virkið • Einn daginn gekk Antóníus út úr virkinu og tók að predika og kenna • Áður en langt um leið var hann orðinn andlegur faðir í samfélagi meinlætamanna og fyrsta kristna klaustrið varð til Valdimar Stefánsson
Eyðimerkurfaðirinn Pakómíus • Pakómíus mun hafa stofnað fyrsta formlega klaustur kristinna í Egyptalandi árið 320 • Klaustrið var deildaskipt eftir kynjum því það voru ekki síður konur en karlar sem leituðu út í eyðimörkina • Áður en yfir lauk hafði Pakómíus stofnað að minnsta kosti ellefu klaustur með yfir sjö þúsund íbúum sem allir lifðu við strangan aga og meinlæti Valdimar Stefánsson
Basil af Cesareu • Basil (330 – 379) hafði annan hátt á er hann stofnaði klaustur sitt • Þótt lítið væri slegið af aga og reglufestu snerist klausturlífið ekki um einveru sálarinnar heldur unnu klausturbúar líknar- og lækningastörf auk þess sem börn hlutu ókeypis menntun innan klausturveggjanna • Klausturhefð Basils varð síðan fyrirmynd annarra klaustra í rétttrúnaðarkirkjunni allt til dagsins í dag Valdimar Stefánsson
Vesturkirkjan tekur við sér • Benedikt frá Núrsíu (480 – 543) er upphafsmaður klausturlífs í Vestur-Evrópu • Hann stofnaði klaustur sitt á Cassino-fjalli á Ítalíu árið 529 • Klausturlífið byggðist upp á reglufestu og samblandi af bænahaldi og líkamlegri vinnu • Munkarnir hétu því að ástunda skírlífi og skilyrðislausa hlýðni við yfirboðara auk þess sem þeir afsöluðu sér persónulegum eignarétti Valdimar Stefánsson
Benediktareglan • Regla heilags Benedikts mótaði alla klausturhefð í Vestur-Evrópu um aldir • Klaustrin urðu helstu menningarmiðstöðvar samfélagsins og björguðu í raun menningu fornaldar frá glötun auk þess sem þau sáu nánast ein um alla menntun • Benediktareglan treysti þannig innviði kirkjunnar og jók vald hennar út á við • Benediktsklaustur voru stofnuð hér á landi, Þingeyraklaustur, Munkaþverárklaustur o. fl. Valdimar Stefánsson
Nunnuklaustur • Ekki leið langur tími frá stofnun munkaklaustra þar til nunnuklaustur voru stofnuð en systir Benedikts stofnaði fyrsta nunnuklaustrið á Ítalíu • Konur sem gáfu sig guði á vald og gengu í klaustur höfðu sömu aðstöðu og karlar til að leita sér menntunar • Auk þess sem konurnar sjálfar stjórnuðu klaustrunum þótt yfirstjórn kirkjunnar sjálfrar væri ætíð í höndum karla Valdimar Stefánsson
Klaustrin og þjóðskipulagið • Vinna munkanna við jarðrækt skilaði miklum arði er fram liðu stundir • Að auki hlutu klaustur oft lönd að gjöf og leiguliðar sem byggðu löndin gáfu af sér góðar tekjur • Með því að kirkja og klaustur gerðust umsvifamiklir landeigendur urðu fulltrúar þeirra hluti af lénskerfinu, meginuppistöðunni í þjóðfélagsskipan Evrópu Valdimar Stefánsson
Klaustrin og þjóðskipulagið • Með eignasöfnun kirkju og klaustra fléttuðust saman hagsmunir þeirra og veraldlega höfðingja í gegnum margslungin bandalög lénskerfisins • Þetta skapaði óánægju hjá mörgu klausturfólki sem þótti hin veraldlega umsýsla draga úr hreinni og ótruflaðri iðkun trúarinnar • Fram komu skipulagðar hreyfingar sem boðuðu umbætur í starfi klaustranna Valdimar Stefánsson
Cluny-hreyfingin • Ein áhrifamesta umbótahreyfingin er sú sem kennd er við Benediktsklaustrið í Cluny í Frakklandi • Cluny-hreyfingin var stofnuð árið 910 og skaut fljótlega rótum víða um Evrópu • Vægi Cluny-klaustursins óx stöðugt og var um miðja 12. öld orðið mikilvægasta miðstöð kristni í Evrópu að Róm frátalinni • Tveir atkvæðamestu páfar hámiðalda, Gregoríus VII og Urbanus II, komu úr röðum Cluny-manna Valdimar Stefánsson
Cluny-hreyfingin • Það sem skildi á milli Cluny-klaustra og annarra var að öll klaustur Cluny-hreyfingarinnar lutu ábótanum í Cluny • Annað sérkenni var það að meiri áhersla var lögð á samfellt bænahald á kostnað hinnar líkamlegu vinnu • Cluny-klaustrin lögðu einnig áherslu á að veita munkum hagnýta þjálfun í greinum sem vörðuðu iðkun og skipulag trúarinnar; þannig varð hreyfingin öflug uppeldisstöð kirkjuleiðtoga Valdimar Stefánsson
Cistersíana-hreyfingin • Ekki leið á löngu þar til Cluny-hreyfingin fékk á sig sömu gagnrýni fyrir veraldarhyggju og græðgi og hún hafði áður veitt eldri reglum • Þá kom fram ný regla sem kennd var við klaustur eitt í Citeaux í Frakklandi og byggði á forskrift heilags Benedikts líkt og Cluny-reglan • Þar var boðað afturhvarf til einfaldleika og tilbeiðslu og áhersla lögð á sjálfsaga og einbeitingu Valdimar Stefánsson
Cistersíana-hreyfingin • Hreyfingin breiddist hratt út og undir lok 12 aldar voru 650 Cistersíana-klaustur starfandi víðs vegar um Evrópu • Klaustrin voru gjarnan reist á harðbýlum stöðum þar sem hafa þurfti fyrir lífinu • Cistersíanar höfðu mikil áhrif á þróun landbúnaðar í Evrópu með ýmsum nýjungum sem þeir innleidd við landnýtingu Valdimar Stefánsson
Bernharður af Clairvaux (1090-1153) • Bernharður af Clairvaux var þekktasti talsmaður Cistersíana-hreyfingarinnar • Hann var ákafamaður í trú og starfi og boðaði trú sem var persónuleg og tilfinningaþrungin • Þrátt fyrir þessa áherslu á innileika og persónulega trúarupplifun var hann líka eindreginn fylgismaður kirkjunnar og var alla tíð nátengdur yfirmönnum hennar Valdimar Stefánsson
Ágústínusarkanúkar • Önnur áhrifamikil regla sem lét að sér kveða á sama tíma og Cistersíana-reglan var kennd við Ágústínus kirkjuföður • Reglubræðurnir voru vígðir prestar og lögðu mikið upp úr vandaðri guðfræði og var hreyfingin m. a. sterk á Norðurlöndunum • Á Íslandi voru stofnuð kanúkaklaustur svo sem í Þykkvabæ og í Viðey • Þekktasti Íslendingurinn úr reglu Ágústínusarkanúka er heilagur Þorlákur sem mest barðist fyrir kirkjuvaldsstefnunni á Íslandi Valdimar Stefánsson
Förumunkar • Á 13 öld komu fram svo kallaðar betli- eða förumunkareglur sem störfuðu úti í samfélaginu við fræðslu og umönnun þeirra sem liðu skort • Þessar reglur reistu sér engin klaustur • Þekktastar þeirra er tvær reglur sem kenndar voru við stofnendur þeirra: heilagan Frans frá Assisi (1182 – 1226) og heilagan Dóminíkanus (1170 – 1221) Valdimar Stefánsson
Förumunkar: Fransiskanar • Frans frá Assisi var auðmannssonur sem fékk þá köllun að yfirgefa allsnægtarlíf sitt og helga sig þjónustu við náungann • Skýlaus krafa hans um fátækt reglubræðra að fyrirmynd postulanna átti eftir að leiða hluta Fransiskana til andstöðu við kirkjuna um skeið • Fransiskanar (grámunkar) nutu jafnan mikillar virðingar sökum fátæktarinnar, hjálpseminnar og þeirrar trúboðsstarfsemi sem þeir stunduðu Valdimar Stefánsson
Förumunkar: Dóminíkanar • Dóminíkanar (svartmunkar) störfuðu á mun vitrænni grundvelli en Fransiskanar og lögðu mikið upp úr guðfræðilegri undirstöðu predikunarinnar • Í krafti lærdóms síns voru dóminikanar gjarnan settir rannsóknardómarar innan rannsóknaréttarins sem hefur ef til vill veitt þeim neikvæðari umfjöllun, á síðari öldum, en þeir eiga skilið Valdimar Stefánsson