240 likes | 371 Views
Fræðslu- og menningarmál. Leikskólar Grunnskólar Tónlistarskólar Söfn, m.a. bókasöfn. Leikskólar. Staða Leikskólar á öllum 4 þéttbýlisstöðunum og leikskóladeildir í Laugargerði og á Lýsuhóli Unnið er gott og metnaðarfullt starf og hlutfall leikskólakennara fer hækkandi
E N D
Fræðslu- og menningarmál • Leikskólar • Grunnskólar • Tónlistarskólar • Söfn, m.a. bókasöfn
Leikskólar • Staða • Leikskólar á öllum 4 þéttbýlisstöðunum og leikskóladeildir í Laugargerði og á Lýsuhóli • Unnið er gott og metnaðarfullt starf og hlutfall leikskólakennara fer hækkandi • Ný viðbygging í Ólafsvík. Unnið að byggingu nýs leikskóla í Stykkishólmi og viðbyggingu á Hellissandi. Búið er að hanna stækkun í Grundarfirði. Þessar framkvæmdir munu uppfylla þarfir fyrir aðstöðu til næstu ára. • Þjónusta leikskólanna á þéttbýlisstöðunum er sambærileg, nema að miðað er við 18 mánaða í Stykkishólmi en 2 ára í hinum sveitarfélögunum. • Leikskóladeildirnar í dreifbýlinu njóta faglegs stuðnings frá stjórnendum grunnskólanna
Leikskólar • Úr ársreikningum 2003 – í þús. kr. • Vistunargjöld standa undir 29 – 33% rekstrarkostnaðar Heimild: Árbók sveitarfélaga 2004
Leikskólar • Hlutfall fagmenntaðra haust 2004 Heimild: Upplýsingar frá leikskólastjórum
Leikskólar • Framtíðarhorfur • Árgangar hafa farið minnkandi, bæði í dreifbýli og þéttbýli • Framhald leikskóladeilda í dreifbýlinu byggir á því að grunnskólarnir starfi áfram • Aukin áhersla á faglegt starf og vaxandi kröfur yfirvalda s.s. gerð námsskrár • Stigvaxandi þörf fyrir ýmsa stuðnings- og sérkennslu – er fyrirbyggjandi að byrja strax á leikskólastigi • Verða faglega sterkari með aukinni menntun starfsfólks • Nokkur sveitarfélög eru farin að bjóða leikskólavistun 5 ára barna frítt að hluta. Hugsanlega munu önnur sveitarfélög fylgja í kjölfarið. • Aukin viðurkenning á leikskólum sem fyrsta skólastiginu
Grunnskólar • Staða • Grunnskólarnir í Ólafsvík og á Hellissandi voru sameinaðir á þessu ári. Yngri deild á Hellissandi og eldri deild í Ólafsvík. Var talsverð andstaða í fyrstu en virðist gefast vel • Lýsuhólsskóli er sjálfstæður. Endurskoðun 2007 Nemendum fækkar • Grunnskólinn í Stykkishólmi rekinn á tveimur stöðum • Helgafellssveit á aðild að Grunnskólanum í Stykkishólmi. Nemendum fækkar • Laugargerðisskóli: Byggðasamlag Eyja- og Miklaholtshrepps og Kolbeinsstaðahrepps. Nemendum fækkar
Grunnskólar • Staða – frh. • 75 – 97% kennara með réttindi • Til lengri tíma litið er stefnt að því að Grunnskólinn í Stykkishólmi verði á einum stað. Stærri framkvæmdum á öðrum stöðum er ýmist lokið, þær þegar hafnar eða áætlaðar • Sambærileg þjónusta varðandi dagvist og mötuneyti • Skólaakstur á bilinu 15 – 30 km. hvora leið • Fækkun nemenda í dreifbýlinu kallar á breytingar án tillits til sameiningar
Grunnskólar • Úr ársreikningum 2003 – í þús. kr. Heimild: Árbók sveitarfélaga 2004
Grunnskólar • Framtíðarhorfur • Skólastarf er mjög bundið af lögum og námskrá og formlegar kröfur í skólastarfi fara vaxandi, t.d. sjálfsmat • Nýjar áherslur í skólastarfi geta af sér breytingar á kennsluháttum og námsmati. Dæmi: Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám • Þörf fyrir betri samtengingu skólastarfs og tómstunda • Kennsluhættir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga gætu haft áhrif á kennsluhætti í grunnskólunum • Nemendum mun fækka í dreifbýlinu, sem kallar á endurskoðun skólastarfs á Lýsuhóli og í Laugargerði, án tillits til sameiningar • Spurning hvað nýir kjarasamningar kennara boða?
Skólamál í dreifbýlinu • Æskilegt væri að stefna að því að verði a.m.k. einn grunnskóli á sunnanverðu Snæfellsnesi • Hvor skólinn sem er, Lýsuhólsskóli eða Laugargerðisskóli getur þjónað öðrum nemendum á sunnanverðu Nesinu • Fækkun nemenda mun líklega gerast fyrr á Lýsuhóli • Ýmsir valkostir koma til greina, en þá þarf að skoða nánar með íbúum og í ljósi niðurstaðna sameiningarkosninga • Grunnskólarnir í dreifbýlinu eru eitt mikilvægasta byggðamálið í þeim samfélögum sem þar eru
Tónlistarskólar • Staða • Tónlistarskólar í öllum þremur þéttbýlis-sveitarfélögunum á norðanverðu Nesinu, hver um sig með ríflega 100 - 150 nemendur • Tónlistarskólar Hellissands og Ólafsvíkur sameinaðir 2003 • Tónlistarkennslu í Lýsuhólsskóla sinnt frá Snæfellsbæ og í Laugargerði frá Borgarnesi • 4 – 6 stöður kennara og skólastjóra við hvern skóla. Vantar blásturskennara í Snæfellsbæ og Grundarfirði • Engar framkvæmdir áformaðar, nema ef Tónlistarskólinn í Stykkishólmi yrði í nýrri viðbyggingu við Grunnskólann • Ekki verið auðvelt að sækja tónlistarskóla í öðrum sveitarfélögum vegna reglna um niðurgreiðslu
Tónlistarskólar • Úr ársreikningum 2003 – í þús. kr. • Skólagjöld standa undir 13 - 16% rekstrarkostnaðar Heimild: Frá sveitarfélögunum
Tónlistarskólar • Framtíðarhorfur • Ný viðfangsefni / nýir kennsluhættir með nýrri námskrá • Grunnnám í vaxandi mæli fært inn í grunnskólana og / eða samþætt skólastarfi • Starf tónlistarkennara hugsanlega lögleitt • Getur verið erfitt að fá fjölhæfa tónlistarkennara til starfa, en það er forsenda öflugra tónlistarskóla á minni stöðum • Með tilkomu Fjölbrautarskólans halda nemendur lengur áfram tónlistarnámi í heimabyggð.
Samstarf • Leik-, grunn- og tónlistarskólar • Almennt er gott samstarf milli skólastiga innan hvers sveitarfélags og ágætt við tónlistarskóla • Mjög gott og vaxandi samstarf innan Snæfellsness, bæði formlegt og óformlegt, sprottið af áhuga stjórnendanna sjálfra • Skólarnir í dreifbýlinu eiga meira samstarf við fámenna skóla á Vesturlandi • Tónlistarkennarar og nemendur af Vesturlandi koma saman 1 x á ári
Stjórnsýsla • Leik-, grunn- og tónlistarskólar • Sameiginlegar fræðslu- / skólanefndir leikskóla og grunnskóla á þéttbýlisstöðunum. Almennt talið gefast vel að hafa saman. Fræðslu- og menningarnefnd í Grundarfirði er einnig með tónlistarskóla og menningarmál. Sjálfstæðar skólanefndir tónlistarskóla í Snæfellsbæ og Stykkishólmi • Áheyrnarfulltrúar frá skólunum og foreldrum • Laugargerðisskóli, annars vegar skólanefnd og hins vegar stjórn byggðasamlags (rekstur) • 1 fulltrúi frá Helgafellssveit í fræðslunefnd í Stykkishólmi
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga • Félagsþjónusta – tekið fyrir síðar • Skólar • Vægi félagsþjónustunnar er mikið og þyrfti að auka áherslu á skólaþjónustu, t.d. með skóla- og/eða leikskólaráðgjafa eða -fulltrúa • Leikskólastjórar vilja gjarnan meira faglegt aðhald og stuðning • Ánægja með fagþjónustu við skólana, s.s. sálfr. og talmeinak., nema mætti hugsanlega bæta framkvæmdina gagnvart leikskólunum • FSS kemur ekkert inn á starfsemi tónlistarskólanna
Söfn • Safnamál að nokkru leyti sameiginleg í gegnum Héraðsnefnd • Bókasöfn • Öll þéttbýlissveitarfélögin reka bókasafn, auk skólabókasafna og bókasafns FSN. Starfsemi safnanna kallar á stórt húsnæði • Tekjur frá notendum standa aðeins undir broti af kostnaði • Hlutverk bókasafna er um margt að breytast, sem hefur áhrif á stefnumörkun, án tillits til sameiningar. • Auknar kröfur um að tengja starfsemi skólanna. • Mætti hugsanlega tengja margvíslegri starfsemi, s.s. safnahúsi, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn o.fl. • Hugsanlegt að sameining auðveldi söfnunum að laga sig að breyttum tímum
Fræðslu- og menningarmál – ef sameinað • Samantekt
Ef sameinað • Leikskólar • Leikskólar yrðu áfram sjálfstæðar einingar eftir sameiningu, a.m.k. fyrstu 10 árin • Má búast við að færa þyrfti aldursmörk í 18 mánuði á öllum þéttbýlisstöðunum • Fólk nýtir leikskóla næst heimili eða vinnu. Eitt atvinnusvæði > mætti bjóða val um leikskóla • Ekki hægt að greina neikvæðar afleiðingar af sameiningu sveitarfélaganna á starfsemi leikskóla, en kostnaður kynni að hækka, m.a. vegna lækkunar aldursmarka
Ef sameinað • Grunnskólar • Stærsti óvissuþátturinn eru skólamál í dreifbýlinu, enda mun íbúaþróun kalla á endurskoðun án tillits til sameiningar • Niðurstöður sameiningarkosningar í Kolbeinsstaðahreppi hafa áhrif á stefnu varðandi Laugargerðisskóla • Sameining gæti skapað tækifæri til að styrkja skólana faglega • Ekki verður séð að möguleikar séu til lækkunar kostnaðar
Ef sameinað • Tónlistarskólar • Sameining myndi skapa margvísleg tækifæri fyrir starfsemi tónlistarskólanna, t.d. að kennarar fari á milli • Yrði auðveldara að manna stöður með aukinni sérhæfingu, enda erfitt að fá fjölhæfa tónlistarkennara til starfa • Aukin fjölbreytni og gæði • Stjórnunarkostnaður myndi lækka en aksturskostnaður hækka • Skoða þarf málefni tónlistarskólanna á hverjum stað í samhengi við annað tónlistarlíf, t.d. stöður organista • Verði ekki af sameiningu er samt sem áður ástæða til að huga að frekara samstarfi, enda virðist möguleiki á að bæta þjónustu með aukinni fjölbreytni kennslugreina, en lækka rekstrarkostnað jafnframt
Ef sameinað • Bókasöfn • Mótuð sameiginleg stefna fyrir bókasöfnin, sem miði að því að gera þau betur búin til að nýta sóknarfæri og ná fram hagræðingu • Ættu að vera ýmis tækifæri til lækkunar kostnaðar
Ef sameinað • Fræðslu- og menningarmál - stjórnsýsla • Starfsemi FSS færi inn í stjórnsýsluna – ath. að það þarf þó ekki að þýða að hvorutveggja þyrfti að vera á sama stað • Stefnt yrði að einni sameiginlegri fræðslunefnd, a.m.k. fyrir hvert skólastig og hugsanlega sameiginlega fyrir leik- og grunnskóla. Spurning hvort fleiri málaflokkar yrðu undir • Starfsmaður innan stjórnsýslu yrði starfsmaður nefndarinnar, mögulega með fagþekkingu á sviði skólamála. Leysti fulltrúa skólanna af hólmi á fundum fræðslunefndar
Ef sameinað • Fræðslu- og menningarmál – fjármál • Skólamálin eru stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í starfsemi sveitarfélaganna, eru frá 41 – 71% af kostnaði við rekstur málaflokka • Sú lækkun kostnaðar sem kynni að nást vegna færri fulltrúa í fræðslunefndum, gæti vegið á móti auknum kostnaði vegna nýs stöðugildis á sviði fræðslumála