E N D
Ísland Katrín Sara Jónsdóttir
Bláa Lónið • Bláa Lónið hf var stofnað árið 1992 og er meginmarkmið félagsins að vera í forystu um uppbyggingu heilsu- og ferðaþjónustu á Íslandi. Öll starfsemi félagsins byggir á einstakleika og eiginleikum Blue Lagoon jarðsjávarins sem inniheldur steinefni, kísil og þörunga eða nálægð við jarðsjóinn og einstakt umhverfi hans.Starfsemi félagsins er á þremur sviðum: rekstur Bláa lónsins, þróun og markaðssetning á Blue Lagoon húðvörum byggðum á virkum efnum Blue Lagoon jarðsjávarins og rekstur heilsulindar þar sem veitt er meðferð við húðsjúkdómnum psoriasis. Hjá fyrirtækinu starfa 90 manns.
Bláa Lónið • Heimsókn í Bláa Lónið - heilsulind er fullkomið dekur fyrir líkama og sál. Heilsulindin er vel þekkt víðsvegar um heiminn og hefur meðal annars fengið verðlaun fyrir að vera besta náttúrulega heilsulind heims, einn af tíu ótrúlegustu baðstöðum heims og ein af 25 bestu heilsulindum í heimi. • Það er einstök upplifun að slaka á í hlýju lóninu (37 - 39°C) á meðan virku efni Blue Lagon jarðsjávarins, steinefni, kísill og þörungar leika um húðina. Steinefnin veita slökun og koma jafnvægi á húðina, þörungarnir næra hana og mýkja og kísillinn hreinsar og gefur húðinni slétta og fallega áferð.
Hringurinn um landið okkur • Það er hægt að fara hringinn í kringum landið, og þá fer maður til mjög marga staða. T.d. Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðausturland, Suðvesturland.
Vesturland • Á Vesturlandi er, 1. Hvalfjörður2. Borgarfjörður3. Snæfellsnes1. Hvalfjörður2. Borgarfjörður3. Snæfellsnes4. Hvammsfjörður5. Breiðafjörður6. Akranes 7. Borgarnes8. Stykkishólmur9. Búðardalur10. Ólafsvík11. Snæfellsjökull
Á Vesturlandi eru þessir bæir helstir:Akranes, Borgarnes, Ólafsvík, Stykkishólmur og Búðardalur • Akranes Á Akranesi voru íbúarnir 5404 þann 1.des 1988. Akranes fékk kaupstaðarréttindi 1941.Ysti tangi Akraness sem kaupstaðurinn stendur á, mun að fornu hafa heitið Skagi, en síðan hlaut hann nafnið Skipaskagi.Það er mikið unnið við fiskveiðar og iðnaður er mikill. Á milli Reykjavíkur og Akraness gengur ferja sem heitir Akraborg. • Borgarnes Kaupstaðurinn stendur við norðanverðan Borgarfjörð. Borgarnes byggðist upphaflega í landi Borgar á Mýrum. Íbúar 1. des 1988 voru 1699. Höfuðatvinnuvegur Borgnesinga er verslun, iðnaður og margvísleg þjónustustörf. • Ólafsvík Ólafsvík er kaupstaður á norðanverðu Snæfellsnesi innan við Ólafsvíkurenni. Íbúar voru 1203 í árslok 1988. Á árunum 1906-1930 hnignaði Ólafsvík mjög en eftir 1940 tók ástandið að batna. • Stykkishólmur. Stykkishólmur stendur yst á Þórsnesi. Íbúar voru 1253, i.des 1988. Höfn er mjög góð í Stykkishólmi frá náttúrunnar hendi. Í Stykkishólmi er margvísleg þjónusta við ferðamenn. og íbúa nærliggjandi sveita. Flóabáturinn Baldur heldur uppi áætlunarferðum í Breiðafjarðareyjar og vestur að Brjánslæk á Barðaströnd. • Búðardalur. Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð.Íbúar voru 303 1.des. 1988. Íbúum Búðardals fjölgaði hægt á fyrri árum aldarinnar. Á síðustu árum hefur íbúafjöldi staðið nokkuð í stað. Búðdælingar byggja meginafkomu sína á störfum tengdum landbúnaði.
Vestfirðir • Á Vestfirði er, 1. Breiðafjörður2. Barðaströnd3. Arnarfjörður4. Ísafjarðardjúp5. Steingrímsfjörður6. Hornstrandir 7. Látrabjarg8. Ísafjarðarkauptún9. Bolungarvík10. Hólmavík11. Drangajökull
Ísafjarðarkauptún,Bolungarvík og Hólmavík. • Ísafjarðarkauptún Við Skutulsfjörð stendur Ísafjarðarkauptún. Ísafjörður er stærsti bær á Vestfjörðum. Ísafjörður hlaut kaupstaðaréttindi 28.janúar 1866. 1.desember 1988 voru íbúar þar orðnir 3458. Skutulsfjörður er vestasti fjörðurinn sem gengur til suðurs úr Ísafjarðardjúpi. Hann er girtur háum og bröttum fjöllum á báðar hliðar. Þaðan hlykkjast vegur um ægibrattar skriður út í Bolungarvík. • Bolungarvík Bolungarvík er sjávarþorp við Ísafjarðardjúp. Þar heitir Eyrarfjall að vestan en Ernir og Kirkjubólsfjall að austan. • Hólmavík heitir stærsta pássið á Ströndum. • Á Vestfjarðarkjálka er byggðin strjál og slitin sundur af sjó og fjöllum. Undirlendið er lítið og jarðvegur rýr, samt er víða grösugt og gott undir bú. Áður var búið allt í kringum skagann og víða um eyjarnar. Fiskveiðar hafa frá fornu fari verið helsta lífsbjörgin á Vestfjörðum. Fólk stundaði búskap og sótti sjó jöfnum höndum. Nú búa flestir í þorpum og bæjum. Í sveitum standa mörg býlin eftir auð. Í nokkrum sveitum eru engir eftir. Til annarra og smærri bæja sunnar á Vestfjörðum er yfir fjallvegi að fara. Þar er Patreksfjörður stærstur.
Norðurland-Vestra • Á Norðurland-Vestar er, 1. Hrútafjörður2. Vatnsnes3. Skagi4. Tröllaskagi5. Húnaflói6. Skagafjörður 7. Sauðárkrókur8. Blönduós9. Siglufjörður10. Skagaströnd11. Héraðsvötn12. Blanda
Helstu bæir og þorp á Norðurlandi-vestra eru: Sauðárkrókur, Blönduós, Siglufjörður, Hvammstangi og Skagaströnd. Siglufjörður. • Siglufjörður Yst á Tröllaskaga er sjávarplássið Siglufjörður. Þar er góð höfn í skjóli sæbrattra fjalla. Úr firðinum er stutt á gjöful fiskimið. Þegar síldin var mest fyrir Norðurlandi í kringum árið 1940, þá flykktist fólk til staðarins og settist þar að.Sauðárkrókur: Þar er flest fólkið í þessum landshluta og mest athafnalífið. Bærinn er undir malarkambi við innanverðan Skagafjörð. Þar er nú ágæt höfn og allstór flugvöllur. Kaupstaðarréttindi árið 1947. Íbúar 1.des. 1992 voru 2.652. Fjölþætt þjónusta við landbúnaðinn og öflug útgerð og iðnaður. Þar er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og aðsetur sýslumanns Skagafjarðarsýslu. • Blönduós Blönduós er kaupstaður við austanverðan Húnafjörð og stendur í kvos við ósa Blöndu. Blönduós fékk kaupstaðarréttindi 4. júlí 1988. Íbúar voru 1075 1.des 1988.Blönduósbúar lifa að miklu leyti á ýmiss konar þjónustu við sveitirnar í kring. Þó hefur iðnaður og útgerð farið mjög vaxandi hin síðari ár. Þar er sjúkrahús og dvalarheimili aldraðra. • Hvammstangi Hvammstangi er eina kauptúnið í V-Húnavatnssýslu. Hann stendur við Miðfjörð og varð löggiltur verslunarstaður árið 1895.Íbúar voru 692 1.des. 1992. Þar er útgerð og fjölþætt þjónusta við nágrannabyggðarlögin. Í seinni tíð er vaxandi þjónusta við ferðafólk. • Skagaströnd Skagaströnd er kauptún á vestanverðum Skaga. Íbúafjöldi þann 1.des. 1992 var 672.Skagaströnd er verslunarstaður frá fornu fari en höfnin þótti að jafnaði hættuleg. Á síðustu áratugum hefur verið unnið þar að hafnarbótum. Mikill útgerðarstaður í dag.
Norðurland-Eystra • Á Norðurlandi-eystra er, 1. Eyjafjörður2. Skjálfandi3. Öxarfjörður4. Melrakkaslétta5. Fnjóská6. Skjálfandafljót 7. Jökulsá á Fjöllum8. Akureyri9. Húsavík10. Dalvík11. Mývatn
Akureyri, Húsavík, Kópaker, Ólafsfjörður og Svalbarðseyjar. • Akureyri Akureyri er menningarbær og þar er ein af stærstu kirkjum á landinu Innsti hluti hafnarinnar er kallaður "Pollurinn".Þar er ágæt höfn og gamalgróin byggð. Frá bænum liggja greiðar götur inn Eyjafjörð. Þar í dalnum eru mikil bú og stór. Margir bændur stunda garðyrkju en flestir eru með nautgripi. Út með firðinum liggur vegur að Dalvík og Ólafsfirði. Það eru hvor tveggja allstór sjávarpláss. Í vestur liggur leiðin til Skagafjarðar um langa dali og hrikaleg fjöll. Í austur er ekið um Ljósavatnsskarð. • Húsavík Húsavík er kaupstaður við Skjálfanda. Þaðan róa margir á sjó. Fleiri vinna þó við ýmiss konar þjónustu, verslun og iðnað. Frá bænum liggja leiðir fyrir nes og yfir heiðar, allt austur á Langanes. Nokkuð utan við bæinn er einnig ágætur flugvöllur. • Kópasker Kópasker er kauptún við austanverðan Öxarfjörð. Íbúafjöldi 1.des. 1991 var 250. Löggiltur verslunarstaður 1880. Tilveru sína byggir Kópasker á þjónustu við landbúnaðinn og útgerð, þrátt fyrir léleg hafnarskilyrði. Þórshöfn Þórshöfn er kauptún við austanverðan Lónafjörð sem skerst til suðausturs inn úr Þistilfirði. Þar er frá náttúrunnar hendi allgott skipalægi og hlé fyrir norð-austanátt sem er aðal-hafáttin á þessum slóðum.Raufarhöfn Raufarhöfn er kauptún á austanverðri Melrakkasléttu. Íbúafjöldi 1.de. 1993 var 382. Á síldarárunum var Raufarhöfn einn helsti síldarlöndunar-og síldarvinnslustaður landsinsog jafnframt ein stærsta útflutningshöfnin.Ýmis þjónusta við aðliggjandi sveitir. • Ólafsfjörður Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð sem gengur inn í Tröllaskaga.Föst byggð háfst um síðustu aldarmót.Hlaut kaupstaðar réttindi árið 1945.Íbúar 1. d.e.s.1993 voru 1.185.Þar er góð hafnaraðstaða og er útgerð og vinnsla sjávarafla undirstaða atvinnulífsins.Ýmis afþreying er í boði fyrir ferðafólk jafnt sumar sem vetur.Dalvík Dalvík er kaupstaður við samnefnda vík fyrir mynni Svarfaðardals við utanverðan Eyjafjörð að vestan. Íbúar voru 1534, árið 1993. Dalvík hlaut kaupstaðaréttindi 1974.Sumarið 1934 varð mikill jarðskjálfti úti fyrir Eyjafirði og skemmdi eða ónýtti flest hús í bænum og nágrenni. • Svalbarðseyri Á Svalbarðseyri sem er þorp við austanverðan Eyjafjörð, eru sumarhús sem hægt er að leigja. Þaðan er örstutt niður að sjónum. Þar er líka hægt að leigja herbergi í húsi. Frá Svalbarðseyri er stutt yfir til Akureyrar. Á Svalbarðeyri er kirkja og beljubúskapur.
Austurland • 1. Langanes2. Bakkaflói3. Vopnafjörður4. Héraðsflói5. Jökulsá á Brú6. Lagarfljót7. Egilsstaðir8. Vopnafjörður (kauptún)9. Seyðisfjörður10. Neskaupstaður11. Eskifjörður12. Hallormsstaðarskógur
Á Austurlandi eru stærstu bæirnir Egilstaðir,Seyðisfjörður og Neskaupstaður. • Egilsstaðir Egilsstaðir er ungur bær á vegamótum.Þar er brú yfir Lagarfljót og allstór flugvöllur. Margir fara um bæinn eða sækja þangað vörur og þjónustu. Hinu megin við brúna er lítið þorp sem heitir Fellabær. • Seyðisfjörður Á Seyðisfirði var snemma reisulegur bær, en nú búa fleiri á Neskaupstað. Þar er elsta landsímastöð landsins.Há og brött fjöll valda oftlega snjóflóðum og skriðuföllum á Seyðisfirði.Á sumrin gengur færeysk ferja til Seyðisfjarðar. • Neskaupstaður Neskaupstaður er stærsti kaupstaður á Austurlandi,með 1714 íbúa 1.des.1988.Íþróttalíf er mikið í bænum. Þar er útisundlaug, íþróttavellir og íþróttahús. Lítill golfvöllur er í Norðfjarðarhreppi og sunnan við Oddskarð er verið að byggja upp vetraríþróttarmiðstöð. Fram á miðja þessa öld þurftu Norðfirðingarnir fyrst og fremst að treysta á samgöngur á sjó. Þangað er ekið frá Eskifirði um göng í háu skarði sem heitir Oddsskarð.
Suðausturland • 1. Hornafjörður2. Höfn3. Vík í Mýrdal4. Vatnajökull5. Mýrdalsjökull6. Öræfajökull7. Ingólfshöfði8. Skeiðará9. Kúðafljót10. Mývatn
Á Suðausturlandi eru bæirnir Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík í Mýrdal • HöfnHöfnerlíflegtsjávarplásssemstendurviðHornafjörð. Innsiglingintilhafnarererfiðvegnagrynninga, en höfninereinsúbesta á landinuþegar inn í hanaerkomið. Annarsersuðausturströndinhafnlausmeðölluog afar hættulegtskipum. Þauhafamörgbrotnað á grynningumeðaboristupp í fjöruroggrafist í sand. Höfnermiðstöðverslunar í Austur-Skaftafellssýsluogþarerýmisþjónustaviðsveitirnar í kring. Framanafárumvarstopulatvinna á Höfn, en mennbættutekjursínarmeðdálitlumlandbúnaði. Einnigvarveiði í firðinummikilbúbót. Á HöfnsitursýslumaðurAustur-Skaftafellssýsluogþarerstaðsettölllöggæslafyrirsýsluna. • Vík Í Víkhefurlengiveriðþorp.Þaðersyðstaþorp á íslandiogþareríbúafjöldi um 340 manns. Í Kötlugosinu 1660 færðistströndinaustanReynisfjallsmikiðfram, ogopnaðistþáleiðtilaustursmeðhömrunum. Víkereinaþorpið á landinusemstendurviðsjó, en eránhafnar. Þráttfyrirþaðerstunduðútgerðmeðaðstoðhinnasérstæðu "hjólabáta". Aðalatvinnaíbúannaerverslunogýmisskonarþjónustaviðnærliggjandibyggðarlög, svoogsmáiðnaður. Mikilnáttúrufegurðer í Víkognágrenni. • KirkjubæjarklausturKirkjubæjarklausturhétKirkjubærtilforna. Í KirkjubævarstofnaðnunnuklausturafBenedikstregluárið 1186 oghélstþaðframtilsiðaskipta. Kirkjavar á Kirkjubæjarklaustritil 1859 erhúnvarfluttaðPrestbakka. Á Kirkjubæjarklaustrivarlengisýslumannssetur. Á Kirkjubæjarklaustrihefurmyndastþorp á seinniárum, einkum á 7. áratugnum, ogbúaþarnú um 120 manns. Barnaskólihefurveriðþarfrá 1907, en á árunum 1967-1970 varreisturskólimeðheimavistaðhluta.
Suðvesturland • 1. Eyjafjallajökull2. Þjórsá3. Ölfusá4. Selfoss5. Hveragerði6. Hafnarfjörður7. Reykjavík-Kópavogur og Garðabær8. Vestmannaeyjar9. Þingvallavatn10. Keflavík11. Njarðvík12. Hekla13. Geysir14. Gullfoss
Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Garðabær, Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn, Keflavík, Hafnir. • Reykjavík Reykjavík er höfuð staður Íslands og eina borgin í landinu.Hún var lítil vík á Seltjarnarnesi. Upp af henni er kvos og í kvosinni tjörn en í tjörninni pöddur og síli! Úti fyrir víkinni eru eyjar og sund á Kollafirði.Af eyjunum eru helstar Engey og Viðey. Handan við fjörðinn rís hátt og mikið fjall. Það er Esja Í Reykjavík situr þing, ríkisstjórn og hæstiréttur. Þar eru líka flestar stofnanir á landinu. Í borginni vinna margir á vegum ríkisins.Að auki er borgin stærsta sveitafélag á landinu. Reykjavík er miðstöð viðskipta, verslunnar og þjónustu. Ferðamenn gista borgina árið um kring og þar eru margir við nám. Fólk á höfuðborgarsvæðinu er margt utan af landi eða á þar ættingja. • Kópavogur Kópavogur er stór bær í nágrenni við Reykjavík. Fyrstu íbúar í Kópavogi sóttu vinnu til Reykjavíkur en nú er í bænum mikið og öflugt atvinnulíf. Kópavogur er annar stærsti kaupstaður á landinu. • Hafnarfjörður Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908.Þá voru íbúar bæjarins um 1470.En nú eru íbúarnir orðnir um 17000 og er Hafnarfjörður því þriðji fjölmennasti bær á Íslandi.Lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar nær yfir þéttbýlið við fjörðinn og um 25 km í suður að háhita-og hverasvæðinu í Krísuvík, og síðan vestur fyrir Straumsvík. Þetta svæði er þakið hrauni, mismunandi gömlu. Hafnarfjörður er byggður mest megnis á úfnu hrauni enda oft nefndur "bærinn í hrauninu" Ýmsir trúa því að í hrauninu og hamrinum búi álfa og huldufólk og fara því um með mikilli gát. • Seltjarnarnes Seltjarnarnes er kaupstaður yst á samnefndu nesi. • Mosfellsbær Mosfellsbær er kaupstaður.Þar er mikið af heitu vatni og ört vaxandi byggð. • Garðabær Garðabær er líka kaupstaður þar eru mikil hraun.Bæjarlandið nær langt út á Álftanes. • Selfoss Á Selfossi eru vegamót, og margvísleg starfsemi sem snertir nálægar sveitir. Þar er þjónusta, verslun og iðnaður. • Hveragerði Í Hveragerði er mikill jarðhiti og allstór bær. • Þorlákshöfn Í Þorlákshöfn var gerð traust höfn fyrir ekki mörgum árum.Þar spratt upp sjávarpláss á örskömmum tíma. • Keflavík, Njarðvík og Sandgerði Keflavík, Njarðvík og Sandgerði eru miklir útgerðarbæir utanlega á Reykjarnesskagi. Þar hafa verið gerðar miklar hafnarbætur. Keflavík er þungamiðja mannlífs og menningar á Suðurnesjum nú. Uppi í heiðinni skammt frá Keflavík er Keflavíkurflugvöllur. Hann er mikilvæg flughöfn á flugleiðinni um norðanvert Atlantshaf. • Hafnir Hafnir er þorp á vesturströnd Reykjanesskagans.Byggðin í Höfnum má muna sinn fífil fegri. Hafnir eiga sér eigi að síður merkilega sögu. Stórbændur bjuggu á jörðunum Kotvogi-Kirkjuvogi og Sandahöfn.Ósabotnar sem þéttbýlið í Höfnum stendur rétt við, eru merkileg náttúruperla.