660 likes | 820 Views
3.3 Stjórnskipan. 3. hluti – Hverjir ráða. Stjórnskipan ( bls . 117). Hvernig heldur þú að íslenskt þjóðfélag yrði ef hér giltu engar reglur? Hvað myndi gerast í bekknum þínum ef enginn stjórnaði og allir gætu hegðað sér nákvæmlega eins og þeim sýndist?. Stjórnskipan ( bls . 118).
E N D
3.3 Stjórnskipan 3. hluti – Hverjirráða
Stjórnskipan (bls. 117) • Hvernig heldur þú að íslenskt þjóðfélag yrði ef hér giltu engar reglur? • Hvað myndi gerast í bekknum þínum ef enginn stjórnaði og allir gætu hegðað sér nákvæmlega eins og þeim sýndist?
Stjórnskipan (bls. 118) • Ef samfélagið á að geta haldið velli verða að vera til lög og reglur sem segja til um hvað má og hvað ekki, hver eigi að stjórna, hvernig og hvers vegna. • Á Íslandi eru lögin sem segja til um stjórnun landsins skráð í stjórnarskrá, en þau eru æðri öllum öðrum lögum í landinu.
Stjórnskipan (bls. 118) • Í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er fjallað um stjórnskipan lýðveldisins og hvernig ríkinu skuli stjórnað. • Núverandi Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er frá árinu 1944.
Stjórnskipan (bls. 118) • Þjóðaratkvæðagreiðsla:Þegar atkvæðisbærir Íslendingar kjósa um mikilvæg opinber mál í beinni kosningu. Gerist sjaldan. • Reyndu að finna út (t.d. gegnum Netið) hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar hér frá upphafi lýðveldis árið 1944.
Stjórnskipan (bls. 118) • Elsta núgildandi stjórnarskrá í heimi er stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1787 en hún tók gildi tveimur árum síðar (1789). • Mun erfiðara er að breyta lögum í stjórnarskrá en öðrum lögum vegna þess að þar er að finna undirstöðulög ríkisins.
Stjórnskipan (bls. 118) • Breytingar á stjórnarskrá:Ef Alþingi samþykkir frumvarp (tillögu að lögum) um stjórnarskrárbreytingu þá skal rjúfa þing og boða nýjar kosningar. Eftir þær kosningar er sama frumvarp lagt fyrir aftur.
Stjórnskipan (bls. 118) • Breytingar á stjórnarskrá:Ef hið nýja Alþingi samþykkir frumvarpið í upprunalegri mynd, tekur stjórnarskrár-breytingin gildi eftir að forsetinn hefur staðfest hana með undirskrift sinni.
Stjórnskipan (bls. 118) • Stjórnarskrár nútímans eiga allar að verulegu leyti rætur sínar að rekja til: • Stjórnarskrár Bandaríkjanna (1789) og • Frönsku byltingarinnar (1789). • Flest ríki heims hafa stjórnarskrár, þó ekki öll.
Þrískiptingríkisvaldsins(bls. 118) • Á Íslandi er ríkisvaldinu skipt á milli þriggja embætta: • Löggjafarvald. Forseti Íslands og Alþingi fara með löggjafarvaldið. • Framkvæmdavald. Forseti Íslands og ríkisstjórn. • Dómsvald. Dómarar fara með dómsvaldið.
Þrískiptingríkisvaldsins(bls. 118) • Frakkinn Montesquieu (1689-1755) setti fram kenninguna um þrískiptingu ríkis-valdsins. • Hugmyndin með þrískiptingunni var að koma í veg fyrir að handhafar eins valdsins gætu misnotað völd sín.
Hvaðerumannréttindi?(bls. 119) • Þrenns konar skilningur lagður í hugtakið mannréttindi. • Lagalegur skilningur. Réttindi sem eru skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum. • Pólitískur skilningur. Réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki.
Hvaðerumannréttindi?(bls. 119) • Þrenns konar skilningur lagður í hugtakið mannréttindi. • 3. Siðferðilegur skilningur. Réttindi sem allir menn hafa óháð staðbundnum kringumstæðum.
Hvaðerumannréttindi?(bls. 119) • Mannréttindum í lagalegum skilningi er ætlað að tryggja einstaklingum og hópum vernd fyrir hvers konar vanrækslu og aðgerðum gegn grundvallarréttindum og mannvirðingu. • Mannréttindi eru réttindi sem eru okkur nauðsynleg til að lifa sem manneskjur. • Mannréttindi eru alþjóðleg.
Hvaðerumannréttindi?(bls. 120) • Mannréttindi fela í sér virðingu fyrir öðrum og fyrir sjálfum sér. • Þú getur lesið um mikilvægustu einkenni mannréttinda á bls. 120 og 121.
Hvaðankomamannréttindi?(bls. 121) • Ólíkar skoðanir á hvar mannréttindin eiga rætur sínar. • Í trúarlegum og siðferðilegum hugmyndum um uppruna mannréttinda hefur verið lögð áhersla á virðingu og mannlega reisn sem allir einstaklingar hafa rétt á.
Hvaðankomamannréttindi?(bls. 122) • Hafa einstaklingar, líkt og ríki, skyldur gagnvart mannréttindum? • Eru alþjóðleg gildi mannréttinda raunhæf í heimi sem einkennist af ólíkum menningarheimum? • Eru einhver mannréttindi mikilvægari en önnur? • Er munur á einstaklingsréttindum og réttindum sem eru sameiginleg?
ForsetiÍslands (bls. 122) • Ísland er lýðveldi vegna þess að þjóðhöfðingi landsins, forsetinn, er kosinn beint af þjóðinni í lýðræðislegum kosningum. • Á fjögurra ára fresti fara fram almennar kosningar þar sem forseti er þjóðkjörinn.
ForsetiÍslands (bls. 122) • Frá því að Ísland varð sjálfstætt ríki hafa fimm forsetar verið kosnir. Þeir eru: • Sveinn Björnsson frá 1944-1952 • Ásgeir Ásgeirsson frá 1952-1968 • Kristján Eldjárn frá 1968-1980 • Vigdís Finnbogadóttir frá 1980-1996 • Ólafur Ragnar Grímsson frá 1996
Völdforseta (bls. 124) • Sumir halda að forseti Íslands sé nánast valdalaus en aðrir telja að hann geti haft töluverð völd. • Af hverju er forseti valdalaus? Í stjórnarskránni stendur: Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Ráðherrar bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum.
Völdforseta (bls. 124) • Rök með að forseti hafi töluverð völd:Í stjórnarskránni stendur að forseti geti neitað að skrifa undir og staðfesta lög. • Ef forseti neitar að skrifa undir lög þá verður að leggja málið fyrir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Völdforseta (bls. 124) • Forseti Íslands hefur þrisvar sinnum beitt neitunarvaldi (ekki bara einu sinni eins og stendur í bókinni): • Árið 2004 neitaði forseti Íslands að skrifa undir frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjölmiðla. • Árið 2010 neitaði forseti Íslands að staðfesta svokölluð Icesave lög sem Alþingi samþykkti nokkru fyrir áramót 2009. • Í byrjun árs 2011 neitaði forseti Íslands að staðfesta ný lög um Icesave.
Völdforseta (bls. 124) • Hlutverk forseta Íslands: • Hann er æðsti embættismaður þjóðarinnar og sameiningartákn út á við. • Hann er fulltrúi lands og þjóðar gagnvart umheiminum og afar mikilvægur sem slíkur. • Hann hefur mikilvægu hlutverki að gegna við stjórnarmyndanir.
Forsetastjórn (bls. 124) • Í Bandaríkjunum og víðar er forseti bæði leiðtogi ríkisstjórnar og þjóðhöfðingi. Í almennum kosningum eru kjörmenn kosnir en þeir kjósa síðan forsetann. • Sjá nánar: http://is.wikipedia.org/wiki/Forsetakosningar_%C3%AD_Bandar%C3%ADkjunum
Stjórnmálaflokkar (bls. 124-125) • Í fulltrúalýðræði kjósa þegnarnir tiltekna einstaklinga sem fulltrúa sína. Fólk myndar stjórnmálaflokka og hver kjósandi velur í kosningum þann flokk sem honum líst best á. • Stjórnarskráin segir ekkert til um stjórn-málaflokka. Þeir tengjast þó löggjafarvaldinu (Alþingi) og eru mikilvægir sem slíkir.
Fjárlög (bls. 125) • Þú kemst ekki langt án peninga og það sama á við um íslenska ríkið. • Fjármálaráðherra leggur fram á Alþingi frumvarp (tillögu) til fjárlaga. Stefna stjórnmálaflokkanna kemur berlega í ljós við umræður um fjárlögin á Alþingi.
Fjárlög (bls. 125-126) • Þingmenn stjórnmálaflokkanna reyna að hafa áhrif á fjárlögin þannig að meiri peningar séu veittir í þau mál sem eru þeim hjartfólgnust og minni peningar í önnur mál. • Oft verða þingmenn að gefa eftir í einu máli til að ná fram markmiðum í öðru.
Fjárlög (bls. 126) • Fjárlögin marka stefnu í þróun samfélagsins: • Í fjárlögum koma fram áætlanir um tekjur ríkisins og eins um útgjöld. • Fjárlögin endurspegla hvernig Alþingi vill skipta gæðum og deila byrðum í samfélaginu.
StarfsemiAlþingis (bls. 126) • Málstofa: • Er það sama og þingsalur og þar fara umræður fram. • Þar eru lög samþykkt. • Allir þingfulltrúar (þingmenn) eiga að vera til staðar við atkvæðagreiðslu mála.
StarfsemiAlþingis (bls. 126) • Þingnefndir: • Vinna við lagasetningar fer að mestu leyti fram í þingnefndum sem skipta með sér verkum. • Þingnefndir semja nefndarálit sem lagt er fyrir þingfundi og þingflokksfundi.
StarfsemiAlþingis (bls. 126) • Þingflokkar: • Í þingflokknum er yfirleitt ákveðið hvernig þingmenn hvers flokks greiði atkvæði á þingfundum. Á þingfundinum (í málstofu) ferð því aðeins fram formleg afgreiðsla málanna og stundum eru ræðuhöldin meira eða minna sviðsett fyrir fjölmiðla.
StarfsemiAlþingis (bls. 127) • Fastanefndir Alþingis: • Allir þingmenn eru kosnir í sérstakar fagnefndir sem starfa innan þingsins. Málefnaskipting nefndanna er í stórum dráttum sú sama og í stjórnarráðinu (ráðuneytum). • Farðu inn á heimasíðu Alþingis (althingi.is) og kannaðu hvað fastanefndirnar heita.
StarfsemiAlþingis (bls. 127) • Forseti Alþingis: • Staðan þykir virðingarverð og er talin jafngilda því að vera ráðherra. • Forseti Alþingis stjórnar fundum og annarri starfsemi Alþingis og hann er einn þriggja sem fer með vald forseta Íslands í fjarveru hans. Hinir tveir eru forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar.
StarfsemiAlþingis (bls. 127) • Þingflokkar: • Hver þingflokkur velur sér einn formann innan sinna raða og kemur sá fram fyrir hans hönd gagnvart forseta þingsins, öðrum þingflokkum og þingmönnum. • Formaðurinn kallast þingflokksformaður. Hverjir eru þingflokksformenn nú (leitaðu á Netinu).
Lagasetning (bls. 127) • Þingflokkar: • Hugmyndir um lagasetningu geta komið víða að en oftast eru þær frá stjórnmálamönnunum sjálfum. • Allir þingmenn hafa rétt til að leggja fram lagafrumvörp.
Lagasetning (bls. 127) • Stjórnarfrumvörp koma frá ríkisstjórn eða stuðningsmönnum hennar (stjórnarliðum). • Þingmannafrumvörp koma frá einstaka þingmönnum, oftast þeim sem eru í stjórnarandstöðu.
Lagasetning (bls. 127-128) • Í stjórnarskránni stendur að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. Þetta er gert til að tryggja þingmönnum tíma til að kynna sér frumvarp. • Fjölmiðlar og hagsmunasamtök reyna að hafa áhrif á undirbúning lagasetningarinnar allan tímann sem frumvarp er til umræðu á Alþingi.
Hagsmunahópar (bls. 128) • Skipulögð samtök einstaklinga eða félaga sem setja fram ákveðnar kröfur á hendur annarra hópa eða stjórnvalda út frá markmiðum hópsins. • Venja er að greina á milli tveggja gerða hagsmunasamtaka:
Hagsmunahópar (bls. 128) • Samtök sem hafa það að markmiði að gæta efnahagslegra hagsmuna félagsmanna sinna. Til þeirra teljast samtök verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. • Hagsmunasamtök einstaklinga sem hafa svipuð viðhorf til ákveðinna mála og reyna að ná til fólks á öllum sviðum samfélagsins. Dæmi um slík samtök eru náttúruverndarsamtök.
Framkvæmdavaldið(bls. 129) • Þó að Alþingi sé afkastamikið getur það ekki bæði tekið ákvarðanir og séð um að framkvæma þær líka. • Samkvæmt stjórnarskrá er ríkisstjórnin sá aðili sem á að framkvæma ákvarðanir Alþingis. • Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru yfirleitt einnig þingmenn – en þeir þurfa ekki að vera það.
Ríkisstjórn (bls. 130) • Ríkisstjórnin fer með framkvæmdavaldið í umboði forseta Alþingis. Hún á að framkvæma samþykktir Alþingis. • Alþingi og ríkisendurskoðun (sem Alþingi ræður yfir) fylgjast grannt með ríkisstjórn-inni.
Ríkisstjórn (bls. 130) • Forseti Íslands er annar handhafi fram- kvæmdavaldsins og samkvæmt stjórnarskrá velur hann ríkisstjórn: • Eftir hverjar Alþingiskosningar felur forseti Íslands formanni eins stjórnmálaflokks að mynda ríkisstjórn.
Ríkisráð (bls. 130) • Forseti Íslands situr í ríkisráði ásamt ráð-herrum ríkisins og er forseti þess. • Á ríkisráðsfundum verður ríkisstjórnin að bera upp við forsetann lög og aðrar mikilvægar stjórnarathafnir. • Á ríkisráðsfundum getur forsetinn tekið upp öll þau mál sem hann vill og rætt um þau við ráðherra.
Ríkisráð (bls. 130) • Forsætisráðherra kemur með tillögu um hvenær eigi að halda ríkisráðsfundi en þeir fara fram á skrifstofu forseta Íslands. • Öll lög sem Alþingi hefur samþykkt eru lögð fyrir forsetann á ríkisráðsfundum og hann verður að staðfesta þau með undirskrift sinni svo að þau taki gildi.
Sveitarfélög (bls. 131) • Íslandi er skipt upp í mörg sveitarfélög. • Allir landsmenn eru skráðir með lögheimili í einhverju sveitarfélagi – en það þýðir að þeir eru skráðir með fasta búsetu þar og greiða skatta til þess. • Sveitarfélögum hefur farið fækkandi á síðustu árum vegna sameiningar þeirra.
Sveitarfélög (bls. 131) • Sveitarfélag er hreppur, kaupstaður, bær eða borg sem hefur ákveðin staðarmörk sem óheimilt er að breyta nema með lögum. • Sveitarfélög hafa ýmis verkefni sem eru ákveðin með lögum frá Alþingi en þar að auki geta þau tekið að sér sérstök verkefni sem snerta íbúana.
Sveitarfélög (bls. 131) • Helstu verkefni sveitarfélaganna eru félags-leg þjónusta, ýmsar verklegar framkvæmdir, fræðslumál, rekstur grunnskóla, atvinnumál, heilsugæsla og margt fleira. • Hagsmunasamtök sveitarfélaganna kallast Samband íslenskra sveitarfélaga og voru stofnuð árið 1945. Skoðaðu heimasíðu samtakanna á Netinu.
Dómsvaldið (bls. 131-132) • Í öllum þjóðfélögum eru sett lög til að tryggja réttindi þegnanna og til að gæta þess að jafnræði sé á milli einstaklingsfrelsisins og fjöldans. Slík lög flokkast undir refsilög. • Lögin eiga líka að skera úr um deilumál á milli einstaklinga. Lög um slíkan ágreining falla undir svokallaðan einkamálarétt.
Dómsvaldið (bls. 132) • Styttur sem tákna réttlæti eru með bundið fyrir augun til að sýna að lögin geri ekki mannamun. • Vogarskálarnar vísa til þess að réttlætið vegi og meti öll rök með og á móti líkt og vörur á vog. • Sverðið táknar refsingu.
Alþjóðaréttur (bls. 132) • Alþjóðleg vandamál krefjast samvinnu allra þjóða heims. • Mörg lönd hafa gert með sér milliríkja-samninga um til dæmis framsal glæpamanna.