500 likes | 608 Views
Frá sjávarþorpinu til þekkingarþorpsins. Hvaða ábyrgð bera sveitarfélög á að færa sér upplýsingatæknina í nyt og hverjar eru hætturnar á veginum?. Erindi Ásdísar Höllu Bragadóttur bæjarstjóra í Garðabæ á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um rafræna framtíð 19.09.01. Hvað er frumsýning?.
E N D
Frá sjávarþorpinu til þekkingarþorpsins Hvaða ábyrgð bera sveitarfélög á að færa sér upplýsingatæknina í nyt og hverjar eru hætturnar á veginum? Erindi Ásdísar Höllu Bragadóttur bæjarstjóra í Garðabæ á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um rafræna framtíð 19.09.01
Hvað er frumsýning? • Ný kynslóð. • Ný hugsun. • Ný tækifæri.
Meginstraumar í heiminum Alþjóða-væðing Upplýsinga-tæknibylting Markaðs-væðing Aukið magn og hraði sem vörur, fólk og hugmyndir ferðast á milli landamæra Tölvur og tengd tæki lækka í verði. Flutnings-geta hefur þúsundfaldast og Netið vex og vex. Völd flytjast frá stjórn-málamönnum til markaðar-ins t.d. með einkavæðingu ríkisfyrirtækja.
Minni miðstýring stjórnvaldaVald færist til fólks og fyrirtækja
Sveitarfélög á tímamótum • Auknar kröfur íbúa. • Verkefni flytjast frá ríki til sveitarfélaga. • Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu stækka. Garðabær þrefaldast.
Auknar kröfur. Aukin verkefni. Fleiri íbúar. Stærri, þyngri og dýrari stjórnsýsla. Minni, liprari og ódýrari stjórnsýsla þar sem kostir upplýsingatækni eru nýttir til fulls. Breyttar aðstæður kalla á ný vinnubrögð
Óþarfi að bíða eftir spámönnunum! • Charles Duell, bandarísku einkaleyfastofunni,1899: Búið er að finna upp allt sem hægt er að finna upp. • Þó að sveitarfélögin nýti sér einungis þá tækni sem nú þegar er að líta dagsins ljós þá geta þau verulega bætt þjónustu sína. Sveitarfélög Ríkið Markaðurinn Fyrirt og einstakl Tæknin
Upplýsingastefna sveitarfélaga e-stjórnsýsla Fjögur áherslusvið: e-lýðræði e-menntun e-atvinnulíf
1. Rafræn stjórnsýsla Hvert á að stefna? Ávinn- ingur Breytingar framundan? Hvar erum við?
Miðlun og mötun • Sveitarfélög hafa: • Heimasíður sem miðla upplýsingum. • Netföng. • Nettengda starfsmenn. • Sum hafa rafræna skjalavörslu en eru þó á eftir stjórnarráðinu. Hvar?
Öðru hvoru megin við 100%? • Veruleikinn sem við blasir: • Sveitarfélög taka ekki á móti SMS en 80% barna í tilteknum 11 ára bekk hafa möguleika á að senda slík skilaboð! • 84% íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafa aðgang að tölvu. • 80% íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafa aðgang að tölvu m/ nettengingu. • 83% íbúa á höfuðborgarsvæðinu nota GSM. • 64% skiluðu inn rafrænum skattskýrslum. Hvar?
Garðabær: Hefur þú aðgang að tölvu með Nettengingu í vinnu, skóla eða á heimili? Könnun PriceWaterhouseCoopers mars 2001. Alls 27 þátttakendur í Garðabæ. Mjög lítið úrtak og því aðeins vísbending.
Garðabær: Hvert eftirtalinna samskiptatækja og þjónustu nýtir þú þér? Könnun PriceWaterhouseCoopers mars 2001. Alls 27 þátttakendur í Garðabæ. Mjög lítið úrtak og því aðeins vísbending.
Margföldun á Netinu og þráðlaus fjarskipti • Netsamskipti margfaldast og eflast. • Netviðskipti margfaldast. • Þráðlaus fjarskipti eflast verulega t.d. með nýjum kynslóðum GSM síma. • Þarft ekki að ,,fara í tölvuna” – ert með hana í brjóstvasanum! Breyt-ingar?
Til þjónustu reiðubúið • Stjórnkerfið á að vera jafn sveigjanlegt, þægilegt, öruggt og hagkvæmt og markaðurinn. • Þjóðskjalasafn og rafræn gögn. • Fjögur atriði sem sveitarfélög geta nú þegar farið að undirbúa: Hvert?
A. 24 tímar x7 dagar vikunnar! Bankaviðskipti allan sólarhringinn, þ.a.l. sömu þjónustu hjá sveitarfélögum. Nýta upplýsingatæknina til að koma allri mikilvægustu þjónustu sveitarfélagsins á Netið.
B. Ný tegund af vefsíðum Hráar upplýsingar Gagnvirk samskipti Þjónustu- miðuð Alhliða þjónusta Persónuleg þjónusta Nú eru langflest sveitarfélög með einhliða mötun á upplýsingum á vefsíðum sínum. Af xx sveitarfélögum sögðust xx vera með einhliða mötun. Sveitarfélög sem lengst eru komin eru byrjuð með gagnvirk samskipti, t.d. umsóknir um leikskóla og störf og þjónustumiðaðar síður. Framtíðin eru vefir sem veita persónulega þjónustu og til eru dæmi um vefi sem samtvinna þjónustu opinberra aðila og einkaaðila, t.d. endurnýjun ökuskírteinis og kaup á bílatryggingum. Hvar er bókin mín stödd núna? Hvar er erindið mitt statt núna?
C. Allar tegundir fjarskipta • Ekki bara sinna þeim sem hafa tölvupóst og PC vélar! • Nauðsynlegt að eiga samskipti við allar tegundir fjarskipta. • Rafrænir reikningar, o.s.frv. • Notkun þráðlauss búnaðar mun aukast verulega. Starfsfólk sveitarfélaga þarf að tileinka sér hann, t.d. í byggingaeftirliti.
D. Fullkomið öryggi í meðferð gagna og upplýsinga • Kerfi sem ekki tryggir öryggi í meðferð gagna og upplýsinga er eins og tifandi tímaspengja. Treysti íbúarnir ekki kerfinu mun það hrynja. • Sveitarfélög verða að móta sér stefnu sem tekur mið af nýju umhverfi, s.s. nýjum lögum um rafrænar undirskriftir, upplýsingalögum, lög um persónuvernd og stjórnsýslulögum .
2. Rafræn menntun Hvert á að stefna? Ávinn- ingur Hvað er framundan? Hvar erum við?
Höfum lyft Grettistaki • Mikill árangur hefur náðst. Íslendingar mörgum þjóðum fremri. • Sites könnunin: 6.000.- á hvern grunnskólanemanda á 2ja ára tímabili í tölvur & 14.000 á hvern framhaldsskólanema. Hvar?
Fljót að nýta nýjungarnar • Upplýsingagjöf úr skólum aukist, t.d. samræmdu prófin. • Auking á framleiðslu hugbúnaðar. • Aukning í upplýsingatækni menntun kennara. • Veruleg aukning í fjarnámi. Fleiri fjarnemar í KHÍ en almennir nemar. • Almenningur hefur sinnt tölvunámi, • sbr. næsta mynd. Hvar?
Garðabær: Hefur þú farið á tölvunámskeið eða stundað einhverskonar tölvunám? Könnun PriceWaterhouseCoopers mars 2001. Alls 27 þátttakendur í Garðabæ. Mjög lítið úrtak og því aðeins vísbending.
,,Bóka”söfn eru að verða margmiðlunarsöfn • Komið hefur verið upp kerfi sem öll bókasöfn geta tengst. • Nýja kerfið veitir aðgang að bókasöfnum, gagnagrunnum og öðrum upplýsingaveitum víða um heim og miðlar efni á rafrænu formi, s.s. tímaritum. Mörg bókasöfn veita aðgengi að netinu, breytilegt hvort þau taki gjald fyrir. Hvar?
Sérfræðingar í skólunum • Í Garðabæ er búið að ráða kennsluráðgjafa í upplýsingatækni og tölvuumsjónarmann í fullt starf í hvern skóla. • Allir kennarar eru komnir með fartölvur, bylting í samskiptum skólastjórnenda og kennara og í samskiptum foreldra og kennara. • Höfum samið við KHÍ um endurmenntun kennaranna sem við lítum á sem lykilatriði.
Samþætting upplýsingatækni og annarra kennslugreina • Komnir fartölvuvagnar sem keyrðir eru á milli kennslustofa til að stuðla að samþættingu upplýsingatækni og almennra námsgreina. • Þráðlausar nettengingar í kennslustofum. • Búið að koma á 2MB SDSL tengingum (jöfn bandvídd í báðar áttir) sem er fjórföldun frá því sem áður var.
Yngsta kynslóðin • Markviss notkun ritþjálfa til að læra fingrasetningu frá 8 ára aldri. • 1/5 til 1/10 nemendur um hverja tölvu. • Erum að vinna að því að setja upp tölvu á hverri deild í leikskólum. • Yngsta kynslóðin í leikskólunum farin að nota einfaldan hugbúnað. • Höfum stofnað sérstaka deild á bæjarskrifstofunum sem hefur með upplýsingamál að gera.
Greiður aðgangur • Fjórar tölvur í bókasafninu með nettenginu sem eru mjög mikið nýttar, en aðgangurinn hefur verið endurgjaldslaus. • Aðstoð við gagnaleit veitt á safninu. • Lánþegum boðið upp á fjölmargt efni sem tengist upplýsingatækni. • Félagsstarf aldraðra hefur verið með tölvunámskeið og heimasíðu, en það mun vera fyrsta félag eldri borgara sem gerir slíkt.
Breytingar framundan? • Kostnaður við tölvur, hugbúnað, þráðlausan búnað o.fl. mun lækka verulega. Tölvur á hverju borði! • Menntun á Netinu mun eflast og aukast. • Ísland verður mun alþjóðlegra samfélag. Aldrei fleiri útlendingar flust hingað en í fyrra og æ fleiri Íslendingar fara út og snúa svo aftur með börn.
Brjóta veggina niður! • Kenna börnum að umgangast upplýsinga-tækni í víðum skilningi strax í leikskólum. • Færa upplýsingatæknina út í kennslustofurnar. • Breyta forgangsröðun í grunnskólum frá tækjakaupunum sjálfum yfir í menntun kennara, sérfræðinga innan skólans og kennslufræði. Plús? Hvert?
Könnun PWC fyrir menntamálaráðuneytið • Hugbúnaður frá Námsgagnastofnun er misvel nýttur í skólunum. • 31% skólastjórnenda telur þekkingar-skort kennara helst hamla notkun. • 58% telja að ráðgjöf um kennsluhug-búnað geti helst aukið notkunina. • 7,8% nefna að það sé ekki nægjarlegt fjármagn til kaupa á hugbúnaði.
Gagnvirk, praktísk not • Gera menntun gagnvirkari og nemendur að virkari þátttakendum í náminu. • Nota upplýsingatækni í rannsóknarvinnu, t.d. til að fylgjast með framgangi nemenda og mati á gæðum kennslu. • Huga þarf enn betur að menntun elstu kynslóðanna, t.d. í gegnum félagsstarf eldri borgara, framhaldsskóla og bókas. • Foreldrafundir á Netinu? • Betra fyrir íbúa að bera saman sveitarfélög, þ.a.l. aukin samkeppni. Hvert?
3. Rafrænt lýðræði Hvert á að stefna? Ávinn- ingur Hvað er framundan? Hvar erum við?
Önnur öld lýðræðisins • Tony Blair: • Nú er gengin í garð önnur öld lýðræðisins. Sú fyrri snerist um rétt borgaranna til grundvallarréttinda eins og atkvæðarétt. Hin síðari snýst um að nú vill fólk fleiri leiðir til að fá að forgangsraða í sínu nánasta umhverfi. Hvar?
Búin að taka fyrsta skrefið • Kosningar á fjögurra ára fresti. • Af og til skoðanakannanir. • E-samband við suma kjörna fulltrúa • Greint frá ákvörðunum á Netinu. • Sumum sveitarstjórnarfundum er útvarpað. • Getum verið virk í hagsmuna- samtökum sem hafa bein áhrif. Hvar?
Sjálfstæðari og gagnrýnni íbúar • Sjálfstæðari íbúar v/ meiri menntunar, alþjóða-væðingar og upplýsingastreymis. • Meira flokkaflakk og minni ,,skuldbindingar” gagnvart stjórnmálaflokkum. • Virkari þátttaka íbúa í málum sem eru þeim nærri, t.d. leikskólum og grunnskólum. • Sterkari hagsmunasamtök, t.d. foreldrasamtök og náttúruverndar- samtök sem krefjast beinni þátttöku í stjórnsýsluákvörðunum. Breyt-ingar?
Rauntímaþátttaka! • Rauntímaþátttaka íbúanna en ekki bara tækifæri til að hafa áhrif á fjögurra ára fresti. • Nota þarf vefina til að gefa íbúum stöðugt tækifæri til að taka þátt í skoðana og viðhorfskönnunum, en á sama tíma þarf að vera ljóst hvernig sveitarfélagið ætlar að nýta vísbendingarnar. Hvert?
Aðgengi fyrir alla! • Mikilvægir fundir eiga að vera aðgengilegir á Netinu um leið og þeir eiga sér stað. • Kjörnir fulltrúar fólksins eiga að tileinka sér helstu fjarskiptaform og vera aðgengilegir. • Tryggja aðgengi fyrir alla. Hvert?
Rafrænar kosningar • Nokkur skref: • Valkvæð rafræn kosning á kjörstöðum. Sama ferli og eftirlit og við hefðbundna atkvæðagreiðslu. • Rafræn kosning úr sérstökum opinberum tölvum og lykilorð fengið frá kjörnefndinni. • Rafræn kosning úr heimilistölvunni með rafrænni, öryggri undirskrift. Hvert?
4. Upplýsingatækni og atvinnulíf Hvert á að stefna? Ávinn- ingur Hvað er framundan? Hvar erum við?
Fjöldi fyrirtækja í greininni • Mikill fjöldi fyirtækja í upplýsingatæknigeiranum hafa sprottið upp. • Stöðnun hjá mörgum þeirra. • Sum hafa flutt alla starfsemi sína út en önnur að hluta til. • Fáum sem hefur tekist að skila viðunandi arði. Hvar?
Harðari samkeppni • Búast má við enn harðari samkeppni. • Meiri kröfur um árangur vegna þess að fjármagnið hefur ekki sömu þolinmæði v/ brostinna vona. • Alþjóðavæðing eykst enn og starfsliðið verður fjölþjóðlegra. • ,,Eðlilegri” viðskipalögmál hátæknifyrirtæja? Breyt-ingar?
Kraftmeira og alþjóðlegra starfsumhverfi • Íslensk stjórnvöld verða að búa fyrirtækjum í hátækniiðnaði kraftmeira og alþjóðlegra starfs-umhverfi með því t.d. að lækka skatta á fyrirtæki og skilgreina sérstakt/ sérstök hátæknisvæði. Hvert?
Skapandi samfélag Umhverfisvænt Fjölskylduvænt, leikskólar, grunnskólar Alþjóðlegt Í tengslum við háskóla, önnur hátæknifyrirtæki, alla grunnþjónustu, rannsóknir o.fl. Miðlægt á höfuð-borgarsvæðinu, við helstu samgönguæðar og stutt á alþjóða-flugvöll
Fjórir lyklar að þekkingarþorpinu Rafræn stjórnsýsla Rafræn menntun Upplýsinga-tækni og atvinnulíf Rafrænt lýðræði
Ávinningur og ást? • Rafræn stjórnsýsla sparar tíma, peninga, dregur úr yfirbyggingu og bætir þjónustu við íbúana. • Rafræn menntun eykur tækifæri framtíðarkynslóða og býr þær undir harða samkeppni í alþjóðlegu umhverfi. • Rafrænt lýðræði stuðlar að virkari íbúum sem skynja frelsi sitt og ábyrgð. • Jarðvegur fyrir hátæknifyrirtæki stuðlar að því að Ísland verði land tækifæranna og kemur í veg fyrir ,,spekileka”. Mætti ég fá net-fangið þitt?
Er frumsýning fáranleg? • Reyni enn að sannfæra son minn um að frumsýningar séu ekki fáranlegar. Ekkert komi í staðinn fyrir beina snertingu við listina. • Sjávarþorpið hefur marga góða eiginleika. • Megum ekki henda fyrir borð menningarlegum gildum sem íslenskt samfélag byggir á þó að við séum á hraðri leið í átt að þekkingarþorpinu.