80 likes | 253 Views
Prófundirbúningur og próftaka. Námsráðgjöf Verzlunarskóli Íslands. Skipulagning og námstækni. Nýta tímann vel – gera tímaáætlanir ekki frumlesa efnið rétt fyrir próf lesa námsefnið jafn og þétt allan veturinn Forgangsraða verkefnum
E N D
Prófundirbúningur og próftaka Námsráðgjöf Verzlunarskóli Íslands
Skipulagning og námstækni • Nýta tímann vel – gera tímaáætlanir • ekki frumlesa efnið rétt fyrir próf • lesa námsefnið jafn og þétt allan veturinn • Forgangsraða verkefnum • Regluleg upprifjun – því oftar sem þið rjfið efnið upp, því meiri líkur á námsárangri • Nota minnisaðferðir • Gæta að lengd á vinnulotum • Heppilegt námsumhverfi
4 vikur í próf – hvar á ég að byrja? • Forgangsraðaðu verkefnum sem liggja fyrir • Skipulegðu lesturinn út frá námsáætlun kennara - lestraráætlun • Áætlaðu hversu mikinn tíma þú þarft til að undirbúa þig fyrir hvert fag • Hvað telurðu þig þurfa að kunna fyrir próf í hverri námsgrein? • Finndu til og flokkaðu þau gögn sem þú þarfnast við prófundirbúning, s.s. glærur frá kennara, glósur úr kennslustundum, verkefni og próf • Ekki hika við að leita þér aðstoðar hjá kennara, bekkjarfélaga, fjölskyldu eða aukakennurum ef einhver atriði vefjast fyrir þér
Persónulegur undirbúningur fyrir próf • Til þess að undirbúa ykkur sem best fyrir próf og forðast “óeðlilega” prófstreitu þurfið þið að huga að: • sjálfshvatningu • hreyfingu • hvíld og slökun • mataræði • reglusemi • góðum nætursvefn • góðum stað til að læra á
Próftækni • Mættu tímanlega í prófið • Þegar þú kemur inn í prófstofu er gott að byrja á því að anda djúpt og reyna að róa hugann • Skimaðu lauslega yfir allt prófið áður en þú byrjar – lestu fyrirmælin vel yfir • Skráðu minnisatriði á rissblað, s.s. formúlur, lykilhugtök og annað sem er þér ofarlega í huga þegar þú sest niður
Próftækni frmh. • Skipulagðu próftímann eftir vægi hverrar spurningu og fylgstu vel með tímanum • Ef þú getur ekki svarað spurningu, merktu við hana og snúðu þér að næstu spurningu • Einbeittu þér að prófinu og ekki eyða tímanum í að fylgjast með krökkunum í kringum þig eða hugsa hvað þú hefðir átt að gera betur eða öðruvísi
Hvernig á að svara krossaspurningum? • Lestu spurninguna vel og taktu eftir lykilorðum • Reyndu að svara spurningunni í hljóði án þess að líta á svarmöguleikana • Fyrsta hugboð um rétt svar er oft rétt – ekki breyta svari eftir á nema þú sért 100% viss um réttara svar • Ef þú getur ekki svarað spurningu merktu þá við hana og komdu aftur að henni síðar í prófinu – ekki festast í einni spurningu
Hvernig á að svara ritgerðaspurningum? • Lestu spurninguna mjög vel og vertu klár á því hvað er verið að biðja um • Gerðu beinagrind að svari • Leggðu áherslu á að svara skýrt og markvisst og gættu þess að teygja ekki lopann í svörum þínum – ath. staðreyndir og rökstuðning • Gott er að skilja eftir autt pláss á eftir spurningu þannig að þú getir bætt við hana síðar í prófinu ef þú vilt