1 / 42

Gladius

Gladius. 8. október 2008. Málfunda- og umræðufélag Félagið stendur fyrir Málfundum Umræðufundum. Félagið fjallar um málefni sem tengjast kristinni trú, trúarbrögðum og/eða áhrifum þeirra í samfélaginu. Samstarf við erlend félög. Fjögur Markmið.

toya
Download Presentation

Gladius

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Gladius 8. október 2008

  2. Málfunda- og umræðufélag • Félagið stendur fyrir • Málfundum • Umræðufundum

  3. Félagið fjallar um málefni sem tengjast kristinni trú, trúarbrögðum og/eða áhrifum þeirra í samfélaginu. • Samstarf við erlend félög

  4. Fjögur Markmið • ...að vinna að aukinni fræðilegri þekkingu á öllum sviðum háskólans á málefnum tengdum kristinni trú. • ...að auðga fræðilega umræðu innan íslenska háskólasamfélagsins með því að bjóða og fá til landsins erlenda fræðimenn. • ...að hvetja til fræðilegra og málefnalegra umræðna um málefni trúarbragða og áhrifa þeirra í samfélaginu. • ...að efla þverfaglega samvinnu og umræðu innan háskólasamfélagsins

  5. Málfundir • Félagið stendur fyrir reglulegum málfundum og umræðufundum • Innlendir og erlendir fræðimenn • Framhaldsnemar og lokaverkefni • Áhugafólk og umræðufundir

  6. Framhaldsnemar • Hvetja til rannsókna • Styrktarsjóður • Íslenskir framhaldsnemar • Erlendir framhaldsnemar sem stunda nám við íslenska háskóla • Þátttaka í málfundum og umræðufundum

  7. Réttarhöldin yfir Jesú

  8. Nüremberg O.J. Simpson Anna Nichole Smith Hafskipsmálið Sókrates Baugsmálið Adolf Eichmann Michael Jackson Saddam Hussein Fræg réttarhöld/dómsmál

  9. Hversvegna að fjalla um réttarhöldin? • Um 2000 ár síðan þau voru haldin • Ótal bækur og greinar hafa verið skrifaðar um þetta efni af dómurum og lögmönnum ýmissa ríkja. • Lítil umfjöllun um málið á íslenskri grundu. • Gaman og áhugavert að skoða þessi “Frægustu réttarhöld allra tíma”

  10. Forsendur • Jesús  sögupersóna • Höfum samtímaheimildir sem gefa til kynna að það hafi verið maður til sem hét Jesú og var tekinn af lífi. Og að í kjölfar aftöku hans hafi fylgismenn hans sagt frá því að Jesú hafi risið upp frá dauðum. • Guðspjöllin stundum gagnrýnd fyrir að vera hlutdræg hvað varðar t.d. frásagnir um kraftaverk og slíkt. • Athyglisvert að velta fyrir sér hvort að guðspjöllin séu hlutdrægari eða hlutlægari en aðrar frásagnir t.d. sem skrifaðar voru undir handleiðslu konunga o.þ.h.

  11. Forsendur • Gefum okkur að frásögn guðspjallana af réttarhöldunum sé rétt • Aðrar heimildir eru fáar og lítið á þeim að græða. • Sá hluti guðspjallana sem er til skoðunar snýr ekki að kraftaverkum • Rannsóknin er meira til gamans gerð, heldur en að byggja á henni einhverskonar afturvirk réttarúrræði fyrir Jesú.

  12. Í guðspjöllunum... • Matteusarguðspjall 26:47 – 27:45 • Markúsarguðspjall 14:43 – 15:33 • Lúkasarguðspjall 22:47-23:44 • Jóhannesarguðspjall 18:1 – 19:30

  13. Aðalpersónurnar • Jesús • Pontías Pílatus • Kaífas • Annas • Júdas

  14. Kaífas – æðsti prestur • Ekki mikið vitað um hann var æðsti prestur milli áranna 18-36. • Spurningar hvort að hann hafi verið æðsti prestur vegna fjárhagslegra tengsla við Pílatus. • Talið að hann hafi verið tengdasonur Annasar, fyrrum æðsta prests (milli áranna 6 og 15) • Annas virðist hafa notið mikillar virðingar, enda er talað um tíð Annasar og Kaífasar í Lúk 3:2 • Æðsti presturinn var yfirmaður musterisins og musterisvarðanna • Kaífas vildi losna við Jesú • Sbr. Jóh. 11:47-53

  15. Pontíus Pílatus • Hugsanlega frægasti Rómverji allra tíma • Frægari en Júlíus Sesar? • Var Rómverskur landstjóri/landshöfðingi frá árinu 25 • Hann var fór ekki bara með framkvæmdarvald fyrir Rómverja, heldur var hann einskonar ríkisstjóri með herstjórn. • Hann fór einnig með dómsvald • Palestínusvæðið var “vandræðasvæði” • Lítið vitað um hann áður en hann fór til Palestínu, en þó eru til nokkrar sögur um vandræði milli hans og Gyðinganna

  16. Fjögur vandræði Pílatusar • Keisaradýrkun og merki keisarans við musteri Gyðinga • Margra daga mótmæli • Aukið vatnsflæði og bætt kerfi  á kostnað Gyðinga • Átök milli hermanna og almennings • Tréskildir til heiðurs Tíberíusi keisara • Enn var mótmælt vegna trúar • Samverski spámaðurinn á fjallinu Gerizim • Pílatus fyrirskipaði að loka öllum vegum til fjallsins • Kvartað var til yfirmanna Pílatusar og hann var sendur til Rómar.

  17. Svæðið til skoðunar

  18. Lögsagan • Aðstæðurnar í Jerúsalem  Jerúsalem var hersetið af Rómverjum • Tvöfalt kerfi • Rómversk lög og lögsaga • Lög Gyðinga og lögsaga þeirra • Tilkoma Rómverja gerði það að verkum að Gyðingar voru ekki með einkalögsögu yfir afbrotum á svæðinu. • Lögsaga Rómverja • Náði ekki til ákveðinna afbrotategunda. T.d. guðlast gegn guði Gyðinga, brot á hvíldardagslögum. • Náði yfir almenn afbrot, t.d. þjófnað, morð o.þ.h. • Náði einnig yfir sér rómversk afbrot s.s. óvirðing við keisarann og landráð. • Lögsaga Gyðinga • Náði til guðlasts og brot á sérlögum Gyðinga s.s. ýmis konar trúarreglum. • Náði hinsvegar ekki yfir sér rómversk afbrot. • Náði yfir almenn afbrot s.s. Þjófnað, morð, svik o.þ.h. • Lögsaga Öldungaráðsins, náði yfir alla Gyðinga, hvar sem þeir voru staddir. • Sbr. 5. gr. alm.hgl.

  19. Lögsagan • Ágreiningur gat vaknað í þeim tilfellum þar sem bæði Gyðingar og Rómverjar höfðu lögsögu. • Yfirleitt leystir á grundvelli þjóðernis sakbornings. • Rómverskur ríkisborgari gat t.a.m. krafist rómverskra réttarhalda vegna ákæru sem snéri að rómverskum lögum. Talið hefur verið að Gyðingar hafi geta krafist slíkt hið sama af dómstólum sínum.

  20. Upptök málsins

  21. Glæpir Jesú? • Jesús var saklaus! • Margar sakir voru bornar á hann, engin þeirra var sönnuð. (Mark. 15:4; Matt 27:12) • Meðal þeirra: • Guðlast, halda ekki hvíldardaginn heilagan, afvegaleiða þjóðina, bannar að gjalda keisaranum skatt. Segist vera konungur og rís þannig gegn keisaranum (Landráð). Valda uppþoti meðal almennings. • Myndu hugsanlega (ef vel teygt) í dag varða við eftirfarandi greinar Almennra hegningarlaga nr. 19/1940: • X. kafli laganna, sérstaklega ákvæði 86. gr. og 95. gr. XI. kafli laganna, sérstaklega ákvæði 98. gr. og 99. gr. XIII. kafli laganna, sérstaklega ákvæði 118. gr. og 119. gr. • Ákvæði 125. gr. laganna um guðlast. • Hver hafði lögsögu yfir þessum brotum?

  22. Kort - Jerúsalem • Frá loftsalnum til Getsemane. • Handtekinn og fluttur til Kaífasar • Fluttur til musterisins • Færður fyrir Pílatus • Færður til Heródesar • Færður tilbaka til Pílatusar • Krossfestur á Golgata

  23. Handtakan-Í Getsemane • Júdas kom ásamt vopnuðum mönnum, æðstu prestum og Rómverjum til að handtaka Jesú um kvöld. • Sumar þýðingar gera ráð fyrir að cohort þ.e. 480 manna rómverskt herlið hafi tekið þátt í handtökunni. • Af hverju þurfti Júdas að kyssa Jesú? Þekktu þeir hann ekki?

  24. Handtakan-Í Getsemane • Nokkrir athyglisverðir punktar • Þeir koma að honum um kvöld • Júdas bendir þeim á hann eftir að hafa verið borgað fyrir það. • Koma að honum með vopnum • Engin “ákæra” komin á hendur Jesú á þessum tíma punkti. • Mikilvægast þó að engin ákæra hafði á þessum tímapunkti verið borin fram og Jesú fékk ekki að vita af hverju hann var handtekinn.

  25. Yfirheyrður í húsi Kaífasar um kvöldið • Jesús var færður í hús Kaífasar tengdason Annasar. • Yfirheyrður af Annasi Yfirheyrslan fór fram um nóttina án þess að eiginleg ákæra hafi verið borin fram.

  26. Yfirheyrsla Annasar – um kvöldið • Yifrheyrsla Annasar fór þannig fram: • Jesús var spurður og reynt að fá upplýsingar sem myndu sakfella hann. • Jesús svarar að hann hafi kennt opinberlega og í musterunum og samkunduhúsum, og kallar eftir vitnum. • Þetta er mikilvægt þar sem að lagakerfi Gyðinga lagði mikið upp úr því að einstaklingurinn væri álitinn algjörlega saklaus þangað til að mál hafði verið formlega höfðað gegn honum. • Til þess að höfða formlega mál þurfti vitni að stíga fram og framburður hans að vera staðfestur. Það hafði ekki átt sér stað hér og því var strangt til tekið ólöglegt að “yfirheyra” jesú. • Í kjölfar svara Jesú og undir yfirheyrslunni er hann beittur líkamlegu ofbeldi af musterisvörðum. • Jesús hvetur þá enn og aftur Annas til þess að bera fram vitni.

  27. Fyrir ráðinu – um nóttina • Kaífas tekur við og sjálf réttarhöldin byrja /aðalmeðferðin hefst • Af frásögn Markúsarguðspjalls má ætla að öldungaráðið hafi verið saman komin og aðalmeðferðin hafin, en þar segir: “Nú færðu þeir Jesú til æðstu prestsins. Þar komu saman allir æðstu prestarnir, öldungarnir og fræðimennirnir.” (Mark 14:53) • Talið að þetta bendi til þess að allt öldungaráðið hafi verið saman komið og að um eiginleg réttarhöld hafi verið að ræða. • Heimildir eru til um að stóra öldungaráðið hafi litið svo á að það hefði einkalögsögu í málefnum sem vörðuðu m.a. falsspámenn. • “No trial of a tribe or of a false prophet or of a high priest may be conducted except by a court of 71...”

  28. Sanhedrín - Öldungaráðið • Litla öldungaráðið og stóra öldungaráðið • Litla öldungaráðið (Small Sanhedrín) • 23 dómarar • 2 dómritarar • 2 dómverðir • Stóra öldungaráðið (Great Sanhedrín) • Hæstirétturinn • 71 dómari, byggt á öldungaráði Móses. (24 prestar, + 46 öldungar frá ættkvíslunum 12 + 1 æðsti prestur) • Æðsti prestur var forseti dómsins • Sátu í hálfhring til þess að allir gætu séð hvorn annan. • 3 ritarar, áttu sæti vinstra og hægra megin fyrir framan dómarana. Rituðu rök annar með og hinn á móti hinum ákærða. Sá þriðji hélt bókhald yfir bæði rökin með og á móti.

  29. Fyrir ráðinu – um kvöldið • Í upphafi er tekið fram að þeir leituðu vitnis gegn Jesú til að geta líflátið hann! • Ef við gefum okkur að ofangreint er satt, þá er slíkt að sjálfsögðu alvarlegt lögbrot. • En ef við gefum okkur að þeir hafi ekki verið að leita af ljúgvitnum eða leitað að vitnum til þess að geta líflátið hann þá var þetta samt lögbrot. • Mikilvægt var að dómararnir áttu ekki að leita vitnis, sérstaklega ekki vitnis gegn sakborningi. • Þeir hefðu frekar átt að leita að vitni sem studdi við sakborninginn • Ennþá má ætla að ákæra hafi ekki verið fram komin.

  30. Fyrir ráðinu – um kvöldið • Til þess að höfða mætti mál þá þurfti vitni og staðfesting á vitnisburði hans. Sagt er frá því að vitnin sem fram komu gátu ekki sammælst um framburð sinn. • Að lokum virðast tvö vitni þó næstum sammála, en samt ekki alveg. Framburður þeirra var að Jesús hefði sagst ætla að “brjóta niður musteri þetta sem með höndum er gjört og reisa annað á þrem dögum, sem ekki er með höndum gjört.” • Þetta hefði mátt líta alvarlegum augum frá sjónarhóli Gyðinga þar sem að Gyðingar litu á musterið sem dvalarstað Guðs. Þetta var því alvarlegt guðlast. • Hakiroth geymir m.a. nokkrar reglur Gyðinga, er talað um að sá sem er ber annan mann sakir um guðlast skuli svara 7 spurningum í réttarhöldum sem tengjast stað og stund guðlastsins. • Engar upplýsingar eru um að þeir hafi verið spurðir um þetta. • Ef að vitnin voru ósammála þá er ljóst að engin ákæra hafði enn verið formlega borin fram. • (Ljúg)Vitnin hefðu þá strangt til tekið þurft að bera ábyrgð á vitnisburði sínum fyrir dómi og þurft að sæta sömu refsingu og einstaklingurinn sem þeir báru ljúgvitni gegn hefði þurft að sæta.

  31. Fyrir ráðinu – um kvöldið • Í stað þess að leyfa Jesú að fara eftir þetta var hann enn og aftur yfirheyrður og þráspurður. • Jesús neitar að svara í þetta skiptið • Ákærði hafði rétt til þess að þegja skv. lögum Gyðinga. • Eftir nokkrar spurningar án svara ákveður Kaífas að spyrja Jesú hvort hann væri Kristur, sonur Guðs og “særir hann við lifanda Guð”. Slíkt var talað um sem “Oath of Testimony” og var ólöglegt þegar sakborningur átti yfir höfði sér dauðadóm. • Undir þessum eiðstaf var almennt litið á þögn sem sakarviðurkenningu og því neyðir Kaífas í raun Jesús til svara. • Í framhaldinu var litið á svar Jesú sem sönnun á guðlasti • Kaífas, æðsti presturinn, var fyrstur til að segja Jesú sekan um guðlastið.

  32. Fyrir ráðinu – um morguninn • Ráðið kom saman morguninn eftir • Stutt málamyndaréttarhöld eða var kannski dómsuppkvaðning um morguninn? • Jesús er stuttlega spurður um afstöðu sína og enn er það Kaífas sem hrópar að hann sé guðlastari. (Lúk. 22:66-71) • Ráðið ákveður í sameiningu að senda Jesú til Pílatusar til að láta Rómverjana framfylgja dauðarefsingu yfir honum.

  33. Réttarfarsreglur Gyðinga • Réttarhöldin áttu að fara þannig fram: • að strax eftir sönnunarfærslu og vitnaleiðslur ræddu dómararnir saman um staðreyndir málsins og lögin. Þarna drógu þeir fram helstu atriði með og á móti sakborningnum. • Verjandinn fékk fyrsta orðið eftir að sönnunarfærslu var lokið. • Vitni sem kom fram til varnar gat hvenær sem er óskað eftir því að tjá sig og mátti hafa tengsl við sakborninginn. • Vitni sem kom fram gegn sakborningi mátti ekki hafa talað með honum áður. • Mikil áhersla á að í þessum dauðadómsmálum þá var ávallt möguleiki á að koma fram með ný gögn og nýjar sýknuástæður. Þannig gat ákærði komið í fjórða eða fimmta sinn fyrir dóminn eftir að niðurstaða hafði verið ákveðinn. • Ekki mátti notast við “sögusagnir” heldur urðu vitni að hafa séð atburðinn persónulega

  34. Réttarfarsreglur Gyðinga • Mál er gátu varðað dauðarefsingu... • Urðu að vera opinber, til þess að vitni til handa vörninni gætu komið fram. • Réttarhöld áttu að fara fram að deginum til, því réttlætið á að veita í dagsljósinu. • Mátti ljúka samdægurs einungis ef að niðurstaðan var sýkna, og sakfelling varð að dæma daginn eftir. Þessvegna mátti ekki hefja réttarhöld daginn fyrir Sabbath (laugardag) • Ólöglegt var að beita krefjast “Oath of Testimony” • Yngsti meðlimur öldungaráðsins varð að tjá sig fyrstur • Eins manns meirihluti leiddi til sýknu, tveggja manna meirihluti sakfelldi • Umfjöllun dómarana átti ávallt að byrja á sýknuástæðum • Einróma niðurstaða leiddi til sýknu

  35. Fyrir Pílatus 1. skiptið • Svo virðist sem að Gyðingar hafi viljað að Pílatus staðfesti dauðadóm Jesú og fullnægði dómnum. • Komu með Jesú fram fyrir Pílatus • Ekki var þörf á “alvöru” réttarhöldum, enda var Jesús ekki Rómverji. • Pílatus fylgdi samt grunnreglum réttarfars Rómverja.

  36. Fyrir Pílatusi 1. skiptið • Ákæran • Byrjar á að spyrja um hvað Jesú sé ákærður fyrir • Vill rannsaka málið/yfirheyra Jesú, sjálfstætt. • Fær svör um að Gyðingar séu nú þegar búnir að rannsaka málið. • Pílatus fékk ekki samstundis svör um hvaða ásakanir væru bornar á Jesú, en Jesús hafði verið dæmdur af Gyðingum fyrir guðlast. • Pílatus fékk útskýringu um að Jesús hefði sagst vera konungur og kvatt fólkið til að greiða ekki skatt til keisarans.  allt aðrar ásakanir en bornar höfðu verið á hann áður! • Yfirheyrslan • Í framhaldi af ákærunni, yfirheyrir Pílatus Jesú persónulega um afstöðu hans til ákærunnar • Jesús ver sjálfan sig og neitar sök • Pílatus sýknar og sendir til Heródesar • ATH. Rómverjar voru með 3 mismunandi möguleika á dómsniðurstöðu • Sýknun (absolvo), Sakfelling (condemno) og ósannað (non-liquest)

  37. Fyrir Heródes • Pílatus ákvað, þar sem að Jesús var frá Galíleu, að senda hann til Heródesar Antipas, fjórðungsstjóri sem stjórnaði m.a. því landsvæði. En Heródes var í Jerúsalem á þessum tíma. • Var Pílatus að “sýkna” Jesú af brotum gegn rómsverskum lögum, en passa upp á að Jesú kæmist ekki upp með brot gegn lögum Gyðinga? • Heródes tekur enga sérstaka afstöðu. Hann reynir að spyrja Jesú en það er lítið um svör. • Lítið er á þessum hluta “réttarhaldanna” að græða. • Hugsanlega var um einhverskonar virðingarvott að ræða, en guðspjöllin tala um að upp frá þessu hafi orðið vinskapur milli Heródesar og Pílatusar. • Heródes sendir Jesú aftur til Pílatusar án þess að hafa fundið neina sök hjá honum. • ATH. Heródes hafði sem fjórðungsstjóri vald til þess að fyrirskipa um fullnustu dauðdóms.

  38. Fyrir Pílatusi 2. skiptið / ákvörðun refsingar • Jesú kom fram fyrir Pílatus aftur • Pílatus yfirheyrir hann aftur og gefur út að Jesús sé saklaus. • Eftir múgæsing sættist Pílatus á að láta sakamanninn Barrabas lausan og í staðinn að láta krossfesta Jesú. • Að sjálfsögðu óeðlilegt að lýsa einstakling saklausan en refsa honum engu að síður!

  39. Samantektin • Varðandi Öldungaráðið • Öldungaráðið átti ekki að “reyna” að fá dauðadóm yfir Jesú • Ekki átti að leita af “vitnum”, hvað þá ljúgvitnum • Ekki átti að borga Júdasi fyrir að benda á Jesú • Þeir sem báru ljúgvitni áttu að fá dóm vegna þeirra afbrota. • Sakfelling í dauðadómsmáli þurfti að staðfesta að einum degi liðnum. • Ekki mátti höfða slíkt mál degi fyrir Sabbath. • Ólöglegt var að beita “Oath of Testimony” • Málið gegn Jesú hefði átt að hefja með varnarræðu. • Yngstu meðlimir dómsins áttu að tjá sig fyrst en ekki Kaífas æðsti presturinn. • Ekki gat allt ráðið samþykkt einróma dauðadóminn og komist að niðurstöðu um sakfellingu. Sýkna hefði átt Jesú • Varðandi Pílatus • Ekki átti að gefa eftir niðurstöðu um sýknu vegna múgæsings! • Ekki á undir neinum kringumstæðum að framfylgja dauðadómi yfir saklausum manni.

  40. Handatakan  lögleg • Yfirheyrslan og réttarhöldin í öldungaráðinu  ólögleg • Réttarhöldin frammi fyrir Pílatusi  FÁRÁNLEG!

  41. Af hverju merkilegt? • Martröð hvers einasta réttarkerfis • Víti til varnaðar – formreglurnar eru til þess að vernda hina saklausu • Frá kristnu sjónarhorni • Ótrúlegt að þetta skyldi geta átt sér stað • Kannski má segja að þetta hafi “átt” að eiga sér stað, alveg sama hversu öruggt réttarkerfið var, þá þurfti þetta að eiga sér stað.

  42. Takk fyrir

More Related