30 likes | 143 Views
Lýðræðiskreppan. Eftir fyrri heimsstyrjöld fengu Finnland, Eystrasaltsríkin og Pólland sjálfstæði sem var skigur fyrir lýðræðið.
E N D
Lýðræðiskreppan • Eftir fyrri heimsstyrjöld fengu Finnland, Eystrasaltsríkin og Pólland sjálfstæði sem var skigur fyrir lýðræðið. • Óstöðugt efnahagsástand var í Þýskalandi og víðar á millistríðsárunum. Þjóðverjar þurftu að þola kreppu eftir stríð, óðaverðbólgu en ástandið skánaði um miðjan 3. áratug. Aftur skall á kreppa um 1930, Kreppan mikla.
Kreppan mikla • Haustið, 29. október, 1929 skall á heimskreppa • Orsakir hennar voru offramleiðsla á landbúnaðarvöru í BNA og Evrópu sem leiddi til verðfalls. Bændur gátu ekki greitt lán sín svo bankastofnanir urðu gjaldþrota. Auk þess stuðlaði spákaupmennska að verðfalli á hlutabréfamörkuðum.
Afleiðingar kreppunnar • Margar þjóðir heims settu á innflutningstolla og sumar þjóðir tóku upp jafnvirðisverslun. • Atvinnuleysi jókst auk fátæktar • Einræðisherrar áttu greiðan aðgang að fólkinu sem vildi sterka þjóðarleiðtoga til að stýra þeim út úr erfiðleikunum. • Nasistar í Þýskalandi komust til valda með því að lofa þegnum sínum „vinnu og mat“ árið 1933. – Adolf Hitler. • Benito Mussolini komst til valda á Ítalíu 1922