250 likes | 399 Views
Raforkukostnaður í dreifbýli og þéttbýli. Ingvi Már Pálsson skrifstofustjóri skrifstofu iðnaðar- og orkumála. Almennt um samsetningu raforkureikninga í þéttbýli og dreifbýli. Raforkureikningur heimila. Samsetning raforkureiknings fyrir meðalheimili á Íslandi (kr. 7.300 á mánuði).
E N D
Raforkukostnaður í dreifbýli og þéttbýli • Ingvi Már Pálsson • skrifstofustjóri skrifstofu iðnaðar- og orkumála
Almennt um samsetningu raforkureikninga í þéttbýli og dreifbýli
Raforkureikningur heimila • Samsetning raforkureiknings fyrir meðalheimili á Íslandi (kr. 7.300 á mánuði). • 49% flutningur og dreifing • 35% raforkusala • 16% skattur • Meðaltöl villandi þar sem raforkunotkun heimila er mjög breytileg eftir búsetu og aðgangi að heitu vatni til húshitunar.
Raforkureikningur heimila • Raforkunotkun til húshitunar ber höfuð og herðar yfir aðra raforkunotkun íslenskra heimila. • Raforkunotkun heimila sem notast við rafhitun er um 34.000 kWst, en þeirra sem notast við hitaveitu 4.900 kWst á ári.
Raforkureikningur heimila • Köldum svæðum hefur fækkað síðari ár þar sem heitt vatn hefur fundist víða. • Hitaveituvæðingin enn í gangi. • 7% af heimilum landsins (9.000 heimili) ekki með aðgang að hitaveitu og nota raforku til húshitunar. • 90% íslenskar heimila (110.000 heimili) með aðgang að hitaveitu. • 3% heimila notast við olíukyndingu. • Austurland og Vestfirðir hafa minnstan aðgang að hitaveitu.
Raforkureikningur eftir búsetu og orkugjafa til húshitunar • Heimili í þéttbýli með hitaveitu • Raforka 14% • Flutningur og dreifing 20% • Skattar 9% • Hitaveita 57% • Heildarorkureikningur 15.000 kr.
Raforkureikningur eftir búsetu og orkugjafa til húshitunar • Heimili í þéttbýli með rafhitun • Raforka 44% • Flutningur og dreifing 48% • Skattar 8% • Niðurgreiðsla -27% • Heildarorkureikningur 21.000 kr.
Raforkureikningur eftir búsetu og orkugjafa til húshitunar • Heimili í dreifbýli með rafhitun • Raforka 35% • Flutningur og dreifing 58% • Skattar 7% • Niðurgreiðsla -33% • Heildarorkureikningur 26.000 kr.
Aðgerðir stjórnvalda til að jafna aðstöðumun
Jöfnun kostnaðar og niðurgreiðslur • 1. Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku • Lög nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. • Markmið að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda. • Á svæðum þar sem Orkustofnun hefur heimilað sérstaka dreifbýlisgjaldskrá. • Skipt niður á dreifbýlis dreifiveitur í hlutfalli við raforkusölu. • Fjárlagaliður 04-585. • 240 m.kr. • Óbreytt frá 2005.
Jöfnun kostnaðar og niðurgreiðslur • 2. Niðurgreiðslur á raforku til húshitunar og stofnstyrkir til hitaveitna • Lög nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. • Til lækkunar á raforkureikningi heimila á köldum svæðum sem þurfa að kaupa mikla raforku vegna rafkyndingar húsnæðis. • Fjárlagaliður 04-583. • 1.343 m.kr. í frumvarpi til fjárlaga 2014. • Þar af 1.281 m.kr. í beinar niðurgreiðslur. • Var 1.418 m.kr. í fjárlögum 2013.
Skipting fjárlagaliðarins Áætlun 2013 og tillaga fyrir árið 2014
Nánar um jöfnun dreifikostnaðar raforku • Fjárveiting óbreytt frá 2005 (240 m.kr.). • Kostnaður við fulla jöfnun dreifikostnaðar er nú áætlaður um 1.000 m.kr. • Færri og færri standa undir kostnaðinum í dreifbýli. • á meðan notendum fjölgar í þéttbýli og þar með hagkvæmni þess kerfis. • Leitað leiða til að tryggja betur en í dag raunverulega jöfnun dreifikostnaðar raforku.
Fjármögnun með jöfnunargjaldi? • Sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem fer um dreifikerfi dreifiveitna til að standa undir jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. • Til að ná 1.000 m.kr. gæti dæmið litið svona út: • 3.300 GWst fer inn á dreifikerfi dreifiveitna (2.900 GWst forgangsorka og 400 GWst ótrygg orka). • Jöfnunargjald 0,30 kr/kWst á forgagnsorku og 0,10 kr/kWst á ótrygga orka. • Lagt á í áföngum yfir þriggja ára tímabil.
Áhrif jöfnunargjalds • Raforkukostnaður lækkar í dreifbýli um 8,3% en hækkar í þéttbýli um 2,4%. • Orkuverð í dreifbýli verður sambærilegt við dýrasta þéttbýlisverð. • Upptaka jöfnunargjalds hefur áhrif á rafhitun húsnæðis. • Þörf á niðurgreiðslum til húshitunar (í dreifbýli) lækkar. • Gefur svigrúm til hækkunar á niðurgreiðslum til að vega upp á móti hækkun hjá íbúa með rafhitun í þéttbýli.
Samantekið • Raforkukostnaður er mun meiri í dreifbýli en í þéttbýli. • Dreifbýlisgjaldskrár veitna eru talsvert hærri en þær gjaldskrár sem gilda fyrir dreifingu raforku í þéttbýli. • Að óbreyttu þarf að hækka taxta í dreifbýli enn frekar þar sem færri og færri standa undir kostnaðinum, á meðan notendum í þéttbýli fjölgar.
Samantekið • Háir taxtar á dreifikostnaði raforku í dreifbýli, og samdráttur í niðurgreiðslum vegna rafhitunar húsnæðis á köldum svæðum, stuðla í auknu mæli að fólksfækkun, samdrætti í atvinnurekstri og tilheyrandi neikvæðum byggðalegum áhrifum.
Aðgerðir stjórnvalda • Alþingi hefur sett tvenn lög til að reyna að bregðast við þessum aðstöðumun í þéttbýli og dreifbýli, hvað raforku varðar. • Lög nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. • Lög nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. • Framlög á fjárlögum, til framkvæmdar á ofangreindum lögum, hafa ekki fylgt verðlagsþróun eða aukinni raforkunotkun.
Hvað er framundan? • Vinna er í gangi til að reyna að bregðast við framangreindum vanda. • 1. Tryggja fjármagn til að jafna betur kostnað við dreifingu á raforku í dreifbýli. • Hugsanlega með jöfnunargjaldi. • 2. Tryggja aukin framlög á fjárlögum til niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar og stofnstyrki til nýrra hitaveitna. • Frumvarp til fjáraukalaga 2013. • Frumvarp til fjárlaga 2014.
Að lokum - Orkusetur • Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. • stofnað af Orkustofnun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. • Á heimasíðu Orkusetur er að finna margvísleg ráð varðandi orkusparnað. • www.orkusetur.is • Upplýsingar um varmadælur, styrki, reiknivélar og ýmislegt fræðsluefni.
Takk fyrir ingvi.mar.palsson@anr.is