310 likes | 469 Views
Bali búið – Hvað svo?. Opinn fundur Samtaka atvinnulífsins 8. febrúar 2008 Pétur Reimarsson. Vísindanefndin IPCC. 4. skýrslan birt 2007 (6 ára fresti). Hlýnun lofthjúps jarðar er óumdeilanleg Stafar að öllum líkindum af starfsemi manna Afleiðingar geta orðið miklar
E N D
Bali búið – Hvað svo? Opinn fundur Samtaka atvinnulífsins 8. febrúar 2008 Pétur Reimarsson Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Vísindanefndin IPCC • 4. skýrslan birt 2007 (6 ára fresti). • Hlýnun lofthjúps jarðar er óumdeilanleg • Stafar að öllum líkindum af starfsemi manna • Afleiðingar geta orðið miklar • Unnt að draga úr útstreymi með margs konar aðgerðum • Mikilvægt að takmarka hlýnun við 2°C
Hækkun hitastigs og styrkur gróðurhúsalofttegunda Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Afleiðingar Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Samdráttargeta eftir geirum til 2030 Breyta um orkugjafa Orkusparnaður Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Vísindanefndin • Mikilvægt að útstreymi nái hámarki næstu 15 ár í heiminum til að halda hlýnun í skefjum • Til þess verða iðnríki að draga úr útstreymi um 25 – 40% til 2020 m.v. 1990 • Orkukerfið ekki sjálfbært. Stefnir í 50% aukningu til 2030. Fólksfjölgun. Kína og Indland • Útstreymi í Kína nú meira en í Bandaríkjunum
Loftslagssamningurinn • Undirritaður 1992. Almennar reglur um samdrátt. Nánast öll ríki heims aðilar • Kyoto bókunin 1997. Gekk í gildi 2005 • Tölulegar skuldbindingar fyrir iðnríki (Viðauka I ríki) samtals 8% samdráttur 2008 til 2012 miðað við 1990 • Ísland +10%, „íslenska ákvæðið” 1,6 m tonn CO2 að meðaltali 2008 – 12. Útstreymi 1990 3,4 m tonn og má því vera 3,7 m tonn að meðaltali 2008 til 2012 • Sá samningur SÞ sem snertir atvinnulíf mest • Grunnur kvótakerfis ESB og fjölmargra tilskipana • Teygir sig inn í allar atvinnugreinar
Útstreymi á Íslandi • Tölur í þúsundum tonna CO2 ígildi 1990 2004 • Sjávarútvegur 789 841 • Samgöngur 608 710 • Iðnaður og byggingastarfsemi 1.117 1.309-þar af iðnaðarferlar 867 949 • Landbúnaður 571 500 • Úrgangur 141 172 • Annað 129 176 • Samtals 3.355 3.707 Þar af talið til íslenska ákvæðisins 455 Útstreymi án ákvæðisins 3.252 Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Staðan 2012 • Almennt útstreymi: 3,7 m tonn • Íslenska ákvæðið: 1,6 m tonn • Samtals: 5,3 m tonn • 1990: 3,3 m tonn • 2020: 20%? 2,6 m tonn ? • 2050: 50 -75% 0,85 –1,7 m tonn? • Draga úr útstreymi á sem hagkvæmastan hátt • Sveigjanleikaákvæði, skógrækt, landgræðsla Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Orkufrekur iðnaður / Áliðnaður • Álframleiðsla er langstærsti útstreymisgeirinn hér á landi. • Í heiminum er útstreymi álvera með orkuframleiðslu að meðaltali sennilega 11 – 13 tonn CO2/ tonn áls • Hér á landi um 1,6 tonn/ tonn • Spáð að álframleiðsla í heiminum aukist úr 30 í 60 mtonn um 2020 • Á leið ný tækni sem getur skapað útstreymislausa framleiðslu á næstu 2 - 4 áratugum? • Áliðnaður (og járnblendi) undir útstreymistilskipun ESB árið 2013 Tillögur kynntar 23. janúar 2008 Gert ráð fyrir uppboðum heimilda en orkufrekur iðnaður (í alþjóðlegri samkeppni) fær úthlutað án endurgjalds (til að byrja með)
Útstreymi frá áliðnaði í heiminum Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Útstreymi flúorkolefna hjá Alcan í Straumsvík reiknað sem ígildi CO2
Aðrar atvinnugreinar • Allar atvinnugreinar munu finna fyrir auknum kröfum • Betri orkunýting tækja - eldsneyti • Samgöngur á láði, legi og í lofti • En breytingar verða hægar á flestum sviðum • Kolefnisskattar • Kvótakerfi ESB– Flug 2011-Skipaflutningar –Landflutningar • Samkeppnishæfni er mikilvæg - Kolefnisleki
Miklar væntingar til Bali fundarins • Íslenska sendinefndin – 11 manns • Mikilvægasti fundur frá Kyoto 1997 • Lokahnykkur umræðu sem hófst 2005 • Fjölmennasti fundurinn 15 þúsund þáttakendur • Gríðarlegur pólitískur þrýstingur • Mjög mikið að gerast. Samningaviðræður um Bali áætlunina og fjölmargt annað. • Auk þess alls kyns seminör, fyrirlestrar og kynningar • Atvinnulíf virkt á hliðarlínunni
En hagsmunir miklir og ólíkir • Ætlunin að gera nýjan heildstæðan ramma til að draga úr útstreymi sem taki gildi 2013 en • Þróunarríki vilja ógjarnan taka á sig skuldbindingar og • Bandaríkin ekki aðilar að Kyoto – en Ástralía nú með • Þróuð ríki með mjög misjöfn viðhorf til frekari skuldbindinga • ESB vill samdrátt iðnríkja um 25-40% til 2020 • Bandaríkin, Rússland, Japan, Ástralía og fleiri vilja ekki nefna magntölur en viðurkenna þörf fyrir að draga verulega úr útstreymi • Dramatískar lokastundir Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Bali – vegvísirinn: Tvær brautir • Braut 1: Fjallar um frekari skuldbindingar iðnríkja (Ríki í viðauka 1) og um næsta tímabil Kyoto – bókunarinnar. Bandaríkin ekki með. • Braut 2: Fjallar um langtímamarkmið allra ríkja og byggir á að draga úr útstreymi, aðlögun, tækni og fjármögnun • Samningaviðræður fara fram samhliða og samtímis. Hefjast í apríl 2008 og á að ljúka í Kaupmannahöfn í desember 2009 Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Braut 1- Kyoto frá 2013 • Sameiginleg sýn byggi á niðurstöðum IPCC: Útstreymi í heiminum nái hámarki á næstu 10 – 15 árum og dragist svo saman um 50% frá 2000 til 2050. Til þess þurfa iðnríkin að draga úr útstreymi um 25 – 40% til 2020 frá 1990. Bent er á að með aðgerðum og lausnum sem eru tiltækar megi ná þessu markmiði. • Ríkin geri grein fyrir þeim aðgerðum og lausnum sem þeim eru tiltæk og hagkvæmni þeirra ásamt upplýsingum um umhverfisáhrif, efnahagslegar og félagslegar afeliðingar og áhrif á önnur ríki. • Beita sveigjanleikaákvæðum, viðskiptum með heimildir, kvótakerfi, geiranálgun o.sv.frv. Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Tengt Kyoto - brautinni • Endurskoðun Kyoto – bókunarinnar í heild • Eiga fleiri ríki að taka á sig skuldbindingar? • Tillaga Rússa um að ríki geti tekið á sig einhliða skuldbindingar • Flug og siglingar ekki undir Kyoto • ESB hefur ákveðið 20% 2020 og 30% ef önnur ríki með Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Braut 2 - langtímamarkmið • Samdráttur útstreymis: • Sameiginlegt alþjóðlegt markmið til langs tíma (2050?) • Þróuð ríki: Mælanleg og sannanleg markmið, m.a. magnbundin og sambærileg m.t.t. aðstæðna • Þróunarríki: Viðeigandi aðgerðir í einstökum ríkjum, aðgerðir gegn skógareyðingu • Geiranálgun, samvinna iðngeira • Markaðslausnir til að tryggja hagkvæmni aðgerða • Taka mið af efnahags- og félagslegum afleiðingum • Hvetja alþjóðasamtök, einkageira og almenning Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Braut 2 - langtímamarkmið • Aðlögun: Samvinna, áhættumat og minnkun áhættu, minnka hættu á stórtjóni, auka fjölbreytni í hagkerfum, hvatning til einkageirans • Tækni: Fjárhagslegur hvati, hraða tækniþróun og dreifingu nýrrar tækni, samvinna um rannsóknir og nýsköpun, geiranálgun • Fjármögnun: Auka aðgengi að nægjanlegum og sjálfbærum lausnum, ný og aukin fjármögnun, fjármagna aðlögun á viðkvæmum svæðum, hluti þróunar Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Viðhorf atvinnulífs • Hluti af lausn • Markaðslausnir • Kvótakerfi • Fullvissa um langtímareglur • Geiranálgun (Benchmarking)
Staðan 2012 • Almennt útstreymi: 3,7 m tonn • Íslenska ákvæðið: 1,6 m tonn • Samtals: 5,3 m tonn • 1990: 3,3 m tonn • 2020: 20%? 2,6 m tonn ? • 2050: 50 -75% 0,85 – 1,7 m tonn Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Niðurstaða • Viðurkenning alþjóðsamfélagsins á árangri Íslands getur ekki einungis náð til áranna 2008 til 2012 • Þessi árangur hlýtur að endurspeglast áfram í því samkomulagi sem taka á gildi 2013 • Ísland hlýtur að vilja hafa fullt forráð yfir orkulindunum Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Árangur Íslands • Ísland getur ekki nú frekar en 1997 samþykkt án viðurkenningar á árangri sínum það samkomulag sem taka mun við af Kyoto • Ísland hefur náð raunverulegum og mikilvægum árangri til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Ef því er ekki haldið á lofti mun það takmarka þróun efnahagslífs og atvinnulífs í bráð og lengd • Endurnýjanleg orka • Fyrirtæki í fremstu röð • Samkeppnishæft atvinnulíf
Hvatning Samtaka atvinnulífsins • SA hafa hvatt stjórnvöld til þess að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs og að ekki verði lagðar hömlur á nýtingu orkulindanna með alþjóðlegum samningum ogað íslenska ákvæðið dugi til þeirrar starfsemi sem þegar eru áætlanir um og að unnt sé að halda áfram uppbyggingu hér á landi á þeim tíma sem nýju samkomulagi er ætlað að vara og samræmist markmiðum sem sett eru í efnahagsmálum og umhverfismálum að öðru leyti. Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Að lokum • Af hverju á að framselja vald yfir orkulindum undir alþjóðlegan samning þegar alger samstaða er um að fullveldi yfir öðrum auðlindum skuli ekki raskað? • Það er í andstöðu við forsendu Loftslagssamningsins • Í þessu sambandi er minnt á að í aðfararorðum Rammasamnings um loftslagsbreytingar er tekið fram að ríki eigi „...óskoraðan rétt til að hagnýta sér sínar eigin auðlindir í samræmi við eigin stefnumið í umhverfis- og þróunarmálum og bera þá ábyrgð að tryggja að starfsemi innan lögsögu þeirra eða undir þeirra stjórn valdi ekki tjóni á umhverfi annara ríkja eða svæða utan lögsögumarka einhvers ríkis.” • Meðan önnur ríki geta nýtt auðlindir sínar óhindrað (til dæmis olíu, kol og jarðgas) • Þegar nýtingin orkunnar er þar að auki hagstæð fyrir loftslagskerfið Samtök atvinnulífsins www.sa.is
Takk fyrir Opinn fundur Samtaka atvinnulífsins 8. febrúar 2008 Pétur Reimarsson Samtök atvinnulífsins www.sa.is