110 likes | 366 Views
Hljóð. Kafli 4. Hljóð. Byggist á hreyfingu og sameindum Er orkumynd sem kemur sameindum á hreyfingu Hreyfingin sameindanna og orkumiðlunin eru eins þótt hljóðin séu mismunandi Hljóð myndast aðeins í efnum sem geta borið bylgjur. Sveiflur í efni.
E N D
Hljóð Kafli 4
Hljóð • Byggist á hreyfingu og sameindum • Er orkumynd sem kemur sameindum á hreyfingu • Hreyfingin sameindanna og orkumiðlunin eru eins þótt hljóðin séu mismunandi • Hljóð myndast aðeins í efnum sem geta borið bylgjur Gísli Þ Einarsson
Sveiflur í efni Hljóð stafar af sveiflu sameinda í efni • Þegar hljóð myndast er alltaf um sveiflu sameinda að ræða • Hljóð heyrist aðeins ef það berst til eyrna okkar • Efni sem flytja hljóð nefnast hljóðberar • Hljóð flytjast misvel eftir því hvaða efni það flyst um Gísli Þ Einarsson
Að búa til hljóð • Hljóð berast sem bylgjur • Hljóðgjafi myndar hreyfingu: • Hreyfist fram á við og ýtir á sameindir efnisins í kringum sig • Sameindirnar þjappast saman og valda þéttingu • Hreyfist svo til baka og gefur sameindum efnisins í kringum sig rými • Sameindirnar verða þar strjáli og þar verður þynning • Þessi hreyfing endurtekur sig í sífellu á reglubundinn hátt • Glasbrotnar • Glashægt Gísli Þ Einarsson
Að búa til hljóð Gísli Þ Einarsson
Að búa til hljóð Reglubundin endurtekning þéttinga og þynninga, hljóðbylgja, ber með sér orku gegnum lög af sameindum sem sveiflast fram og aftur í bylgjubera Gísli Þ Einarsson
Hljóðberar • Föst efni bera hljóð best • Efni með þétta skipan sameinda bera hljóð betur en efni með gisna skipan • Fjaðrandi efni bera hljóð betur en ófjaðrandi • Fljót að taka fyrri lögun eftir aflögun frá ytri áhrifum Gísli Þ Einarsson
Hraði hljóðsins • Berst mun hægar en ljós • Hraði hljóðs er háður hitastigi • Berast mishratt eftir því hvaða efni þau fara um • Hljóð fer hraðast í föstum efnum, hægast í lofttegundum • Hljóðhraði 340 m/s (20° Cíandrúmslofti) • Ljóshraði 300.000 km/s Heitt loft ber hljóð hraðar Gísli Þ Einarsson
Einkenni bylgna • Sveifluvídd: • Mesta fjarlægð (útslag) sameinda frá jafnvægisstöðu • Segir til um hversu mikil orka er notuð til að mynda hljóðið og hversu hávært það er • Lögun bylgna: • Hæsti punktur í útslagi nefnist öldutoppur • Lægsti punktur nefnist öldudalur • Fjarlægð frá jafnvægisstöðu að öldutopp eða -dal er mesta útslag bylgjunnar • Brotið glas Gísli Þ Einarsson
Lögun bylgna Tíðni Hz Sveifluvídd Öldutoppur Öldudalur Gísli Þ Einarsson
Einkenni bylgna • Bylgjulengd: • Hafi bylgja útslag hefur hún bylgjulengd • Fjarlægð milli tveggja aðlægra öldutoppa eða öldudala • Tíðni • Segir til um hversu margar heilar sveiflur koma fyrir á tilteknum tíma • Mælt í sveiflum á sekúndu • Táknið er f • Mælieiningin er rið eða hertz [Hz (1/s)] Gísli Þ Einarsson