1 / 52

Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Ferðaþjónusta . FEÞ 101. Glærur 27. nóvember 2006 Tekjur af ferðaþjónustu og áhrif á umhverfi. Ferðaþjónustan í heiminum. Ferðaþjónustan er talin skapa 11,7% af þjóðarframleiðslunni í heiminum og um 200 milljónir starfa árið 1999. Gert er ráð fyrir að árið 2010 verði það 255 milljón störf.

virote
Download Presentation

Ferðaþjónusta . FEÞ 101

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ferðaþjónusta.FEÞ 101 Glærur 27. nóvember 2006 Tekjur af ferðaþjónustu og áhrif á umhverfi

  2. Ferðaþjónustan í heiminum • Ferðaþjónustan er talin skapa 11,7% af þjóðarframleiðslunni í heiminum og um 200 milljónir starfa árið 1999. Gert er ráð fyrir að árið 2010 verði það 255 milljón störf. • Eyðsla ferðamanna er talin um 8% af heimsveltunni. • Áætlað er að efnahagslegt umfang ferðaþjónustunnar vaxi um 3% á ári.

  3. Samspilið milli verðs og eftirspurnar

  4. Ferðamenn til Íslands

  5. Helstu markaðssvæði

  6. Spá um þróun í fjölda erlendra ferðamanna til Íslands

  7. Umhverfisleg áhrif • Án markvissra aðgerða munu fjölsóttir staðir láta á sjá. • Mikilvægt að beina ferðamönnum markvisst á staði sem eru búnir undir að taka við þeim. • Þarf gjarnan framkvæmdir sem mönnum óar við, bæði vegna kostnaðar og ekki síður vegna umhverfisáhrifa.

  8. Dæmi frá Eldgjá • Staðreynd að ef staðir eru ekki útbúnir til að taka við þeim fjölda sem þá sækir munu þeir láta á sjá og drabbast niður • Ferðamenn fara þá annað

  9. Dæmi úr Esjunni • Þó hafi verið lagt af stað með góðar framkvæmdir þá verða þær að taka miða af umhverfi og vera við haldið. Annars eru þær verri en engar

  10. Uppbygging er lykilorðið • Álagi verður einungis stýrt með: • Skipulagi • Ítölu • Gjaldtöku

  11. Hvað skiptir máli • Það er ekki fjöldinn sem skiptir máli heldur hvað stendur eftir. • SAF hefur sett sér að tvöfalda gjaldeyristekjur til 2012 eða að þær verði 80 milljarðar • Er það raunhæft ??

  12. Gjaldeyristekjur af ferðamönnum

  13. Tekjur af ferðamönnum • Tölur frá 2005 • Fjöldi ca 369.400 • Tekjur • Flugfargjöld 14.008 M. króna • Annar ferðakostnaður 25.752 M. króna • Samtals 39.760 M króna • Pr farþega er annar ferðakostnaður rúmlega 69.713 kr. Var 71.900 kr. árið áður 77.500 árið 2003 og 82.000 árið 2002 • Því meira sem boðið er upp á því meiri tekjur. • Gjaldeyristekjur skipta ekki máli í sjálfu sér heldur sá virðisauki sem myndast.

  14. Gengisvísitala krónunnar

  15. Áhrif gengisþróunar

  16. Ferðamannagreiðslujöfnuður

  17. Helstu tegundir afþreyingar • Böðun • Hvalaskoðun • Hestaferðir • Jeppaferðir • Fljótsiglingar • Er það sem dregur að ferðamenn

  18. Böðun • Bláa lónið er orðinn lang vinsælasti viðkomustaðurinn • Í fyrra komu 315 þúsund gestir. Hafa farið út í verslun • Komið annað fyrir norðan hjá Baðfélagi Mývatnssveitar. Þeir fengu 30.000 í sumar

  19. Reykjavík – Spa city • Hefur verið stór þáttur í aðdráttar afli borgarinnar. • Ekki spillir Nauthólsvík fyrir þó hún sé aðalega á innanlands markaði

  20. Hvalaskoðun • Nú stunduð aðalega frá fjórum stöðum • Húsavík • Reykjavík • Ólafsvík • Reykjanesbæ

  21. 100.000 89.000 90.000 81.600 81.600 80.000 72.220 70.000 62.050 60.550 60.000 50.000 45.400 40.000 35.250 30.330 30.000 20.540 20.000 9.700 10.000 2.200 0 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Fjöldi farþega í hvalaskoðunarferðum Athugið að tala fyrir 2006 er áætlun

  22. Hestaferðir • Nokkur stór fyrirtæki • Íshestar stærst • Eru með 17.000 farþega í dagsferðum • Með útibú eða samstarfsaðila • Síðan mikill fjöldi smá aðila sem eru með heimaútgerð • Vantar mikið eftirlit

  23. Jeppaferðir • Vandamál með leyfin • Leyst með því að útbúa sérstakan flokk þar sem leyfishafi getur haft undirverktaka. • Nú er tæplega 30 með jeppaleyfi • Sjá lista hjá Vegagerðinni

  24. Fljótasiglingar • Höfum lært mikið af Nepal búum í þeim efnum. • Í Skagafirði er hægt að komast í mörg erfiðleikastig á stuttu svæði

  25. Aðrar greinar • Einnig til: • Hundasleðar • Ísklifur • Gönguferðir eru þó það sem er upphafið

  26. Gríðarlegur vöxtur á undanförnum árum

  27. Staða greinarinnar – Porter módelið

  28. Einfaldur margfaldari

  29. Staðan á Íslandi • Leki er talsverður því við flytjum inn olíu og margt af því sem þarf til að þjóna ferðamönnum. T.d tæki og búnað • Kannaður lauslega 1985 og reyndist vera 1,642 á Íslandi • Brýn þörf á að rannsókn verði endurtekin.

  30. Skilgreining Þjóðhagsstofnunar á ferðaþjónustu: • 90% Gististaðir (863) • 30% Veitingastaðir (862) • 58% Samgöngur á landi (712 & 712) • 4,5% Samgöngur á sjó (715) • 80% Flugsamgöngur (717& 718) • 12% Menning & afþreying (94) • 100% Ferðaskrifstofur (719)) • 18% Sport & minjagripir (628) • 9% Blönduð verslun (629)

  31. Hver er gallinn ?? • Hér styðst Þjóðhagsstofnun við könnun á hvernig viðskipti hjá þessum þáttum skiptast milli ferðamanna og annarra viðskiptamanna. Reykvíkingur sem borðar á Lækjarbrekku er ekki ferðamaður en ef hann borðar á Bautanum er hann ferðamaður. Mælir ekki heildarumfang greinarinnar. • Orðin nærri 10 ára gömul skipting og á þeim tíma hefur fjöldi ferðamanna tvöfaldast.

  32. Tourism Satellite Account • TSA er aðferð til að mæla áhrif ferðamanna á efnahag og veltu sem þróuð er af World Tourism Organization(WTO) í náinn samvinnu við OECD og aðila í ferðaþjónustu. Aðferðin er viðurkennd af SÞ og er á hraðri leið með að verða hin viðurkennda aðferð í heiminum til að mæla efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar. Ekki hefur enn verið lokið gerð slíkra hliðarreikninga þjóðhagsreiknga á Íslandi en ákveðin grunnvinna liggur fyrir.

  33. Af hverju TSA ? • Ferðaþjónustan er ekki atvinnugrein í hefðbundnum skilningi. Þess vegna er erfitt að fá fram tölfræði um áhrif ferðaþjónustunnar á efnahag og veltu annarra atvinnugreina. Ein af orsökunum er að ferðaþjónustan er iðulega mæld frá eftirspurnarhliðinni þ.e. með því að mæla neyslu ferðamanna á vöru og þjónustu. Til að fá fram verðmæti ferðamanna í þjóðhagsreikningum verður að draga fram og leggja saman alla þá þætti sem ferðamenn neyta í hinum mismunandi atvinnugreinum og gera sérstakana þjóðhagsreikning til hliðar við hinn hefðbundna þjóðhagsreikning. Það er því kallaðir hliðarreikningar eða TSA á ensku.

  34. Hvað mælir TSA • TSA mælir neyslu ferðamanna hjá innlendum fyrirtækjum. Reikningarnir mæla neyslu af innlendum vörum og þjónustu hvort sem í hlut eiga erlendir eða innlendir ferðamenn eða viðskiptaferðalangar. Reikningurinn mælir ekki kaup hjá erlendum fyrirtækjum þó þau eigi sér stað í landinu. Það eru t.d erlend flugfélög en velta þeirra mælist í reikningum viðkomandi heimalands.

  35. Dæmi frá Nýja Sjálandi

  36. Skýrsla Hagfræðistofnunar • Samgönguráðherra lét Hagfræðistofnun meta hvort veita ætti Ryanair afslátt af flugvallagjöldum. • Niðurstaðan afar fróðleg skýrsla þar sem tekið er verulega á mörgum þáttum í efnahagi ferðaþjónustunnar. • Skýrsluna má nálgast á Samgönguráðuneyti .is

  37. Úr skýrslunni: • Hægt er að nefna nokkrar leiðir um hvernig ferðaþjónustan hefur skapað þjóðhagslegan ábata hérlendis: • Bætt framleiðni vinnuafls: Sköpun nýrra starfa í ferðamannaþjónustu sem gefur fólki tækifæri til að afla sér hærri tekna en ella hefði orðið, að gefinni menntun, búsetu og starfsþjálfun. • Bætt framleiðni einkafjármagns: Aukin nýtni fastafjármuna vegna meiri veltu hjá fyrirtækjum sem tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti, s.s. þjónustu-, flutninga- og afþreyingarfyrirtækja. Utan við höfuðborgarsvæðið eru margs konar mannvirki, t.d. skólar og félagsheimili, sem eru mjög vannýtt af íbúum. Ennfremur kann staðbundið atvinnuleysi eða önnur vannýting vinnuafls að vera til staðar á ákveðnum svæðum.

  38. Bætt framleiðni opinbers fjármagns og innviða: Hlutdeild í kostnaði vegna notkunar innviða (e. infrastructure) íslensks þjóðfélags, svo sem samgöngumannvirkja, sem kemur fram með beinum og óbeinum hætti til íslenska ríkisins. Hagræðið kemur einkum fram ef notkun landsmanna sjálfra er fremur lítil og aukinn fjöldi notenda tefur ekki fyrir þeim sem þegar nýta sér umferðarmannvirkin. • Sterkari grundvöllur fyrir sérhæfingu og fjölbreytni: Sérhæfing eða nýbreytni af einhverjum toga krefst ákveðins lágmarksfjölda af viðskiptavinum til þess að fastur kostnaður dreifist á nægilega margar einingar. Þjóðin er fámenn og hefur þess vegna takmarkað svigrúm til þess að skapa fjölbreytileika í verslun og þjónustu sem krefst fjárfestingar og byggir á stærðarhagkvæmni. Um leið og ferðamönnum fjölgar skapast aukið svigrúm að þessu leyti. Verslunar- og þjónustufyrirtæki spretta upp sem þjóna heimamönnum en ættu samt ekki tilverugrundvöll ef ferðamenn væru ekki til staðar.

  39. Hvað er hægt að gera til að auka • Atvinnusköpun og auknar gjaldeyristekjur skapa ekki endilega þjóðhagslegan ábata. Mismunandi ríkidæmi þjóða veltur ekki á fjölda starfa heldur framleiðni þeirra. • Eco tourism er bæði • Ecological • Economical • Nýta sem mest gæði heimahéraða. • Nú má loks bera fram heimagerðar landbúnaðarafurðir.

  40. Áhrif á menningu • Margir fræðimenn rannsakað þetta og niðurstaðan er ekki alltaf góð. • Mjög hætt við að menning heimamanna skaðist vegna álags frá gestum. • Á þetta sérstaklega við um samfélög í þriðja heiminum eða hópa sem hafa veika sjálfsímynd • Hefur eyðilagt samfélög

  41. Kenning Doxey • 1. Stig • Ánægja • Gestir velkomnir, lítil formleg uppbygging • 2. Stig • Hlutleysi- afskiptaleysi • Búist við gestum, samskipti verða viðskiptaleg

  42. Kenning Doxey frh. • 3. stig • Ónæði • Heimamenn fara að hafa áhyggjur af gestum - aðgerðir til að bæta aðstöðu • 4. Stig • Fjandskapur • Óvild frá heimamönnum, aðgerðir til að takamarka tjón eða fjölda.

  43. Aðrir áhyggjuvaldar • Flugvallalist eða innfluttningur • Sviðsetning á hefðum eða menningu. • Sannleiksgildi uppstillinga umdeilanlegur

  44. Staðan á Íslandi • Íslendingar miklir ferðalangar sjálfir • Verðum þegar fyrir miklum áhrifum frá erlendum menningum í gegnum sjónvarp og vegna eigin ferðalaga • Ferðamenn bæta mjög litlu þar við

  45. Ferðamenn og íslensk menning • Samspil við ferðaþjónustu hefur gefið færi á að setja upp sýningar sem annars hefðu ekki orðið til.

  46. Ferðamenn og íslensk menning • Dæmi • Síldarminjasafn • Vesturfarasetur • Galdrasýning á Ströndum • Njálusýning • Eiríksstaðir

More Related